Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Fimmtudagur 16. apríl 1992 Dagskrá FJÖLMIÐLA Sjónvarpið Fimmtudagur 16. apríl Skírdagur 15.10 Fúsi froskagleypir. 16.30 Kontrapunktur (11). Undanúrslit. 18.00 Stundin okkar. Endurtekinn þáttur frá sunnudegi. 18.30 Kobbi og klíkan (6). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Nonni og Manni (2). 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Sumartónleikar í Skál- holti. 21.00 Upp, upp mín sál (3). (I’U Fly Away.) 21.50 Ný dirfska. Þessi þáttur er framlag íslendinga til samnorræns verkefnis sem hefur það að markmiði að kynna unga kvikmyndahöfunda og verk þeirra. Af íslands hálfu var vahn Guðný Halldórsdóttir og mynd hennar Kristnihald undir JökU. 22.20 Kristnihald undir Jökli. íslensk bíómynd frá 1989 byggð á samnefndri skáld- sögu HaUdórs Laxness. í myndinni segir frá Umba, ungum guðfræðistúdent, sem biskup gerir út af örk- inni til að kanna hvernig kristnihaldi sé háttað hjá séra Jóni prímusi undir JökU. Aðalhlutverk: Sigurður Sig- urjónsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Baldvin HaU- dórsson og Helgi Skúlason. 23.50 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 17. apríl Föstudagurinn langi 16.00 Gertrud. Sígild dönsk bíómynd frá 1965. Myndin fjaUar um óperu- söngkonu sem þráir að eign- ast mann en gerir um leið þá kröfu að hann verði að vera reiðubúinn að fórna öUu fyrir hana. Aðalhlutverk: Nina Pens Rode, Ebbe Rode, Bendt Rohte, Baard Owe og Axel Strobye. 18.00 Flugbangsar (14). 18.55 Táknmálsfréttir. 18.30 Hraðboðar (2). (Streetwise II.) 19.00 Nonni og Manni (3). 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Kristnihald í Moskvu. Myndin var tekin í Moskvu, í Zagorsk, þar sem Þrenning- arklaustur Sergiusar af Radonez er, og í Volokolamsk - öðru forn- frægu klaustri sem staðið hefur í eyði í hálfa öld. Myndin var gerð á síðustu dögum perestrojku og í henni er leitað svara við þvi hvað varð um kirkjuna á dögum kommúnista í Rúss- landi og hvort trúin hafi ver- ið upprætt og kirkjan þurrk- uð út. 21.00 Chaplin. Sæludagur - Sólarmegin. (A Days Pleasure - Sunny- side.) Hér verða sýndar tvær myndir eftir Charlie Chaplin frá 1919. Sæludagur segir frá fjöl- skyldu sem ætlar að gera sér glaðan dag en allt gengur á afturfótunum fyrir henni. Hin myndin, Sólarmegin, er um hótelstarfsmann í smábæ, sem þarf að keppa við utanbæjarmann um ástir sinnar heittelskuðu. 22.00 Kontrapunktur (12). Úrslitaþáttur. 23.00 Bilun. (Nuts.) Bandarísk bíómynd frá 1987. í myndinni segir frá konu sem hefur orðið manni að bana. Yfirvöld ætla að láta úrskurða hana geðveika og koma henni fyrir á hæli en hún hefur þá mikla baráttu til að sýna fram á að hún sé með öllum mjalla. Aðalhlutverk: Barbara Streisand, Richard Dreyfuss, Maureen Stapleton og Eli Wallach. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 14 ára. 01.00 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Laugardagur 18. apríl 13.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Liverpool og Leeds á Anfield Road í Liverpool. 16.00 Meistaragolf. 17.00 íþróttaþátturinn. í þættinum verður meðal annars sýnt frá fyrstu umferð í úrshtakeppni íslandsmótsins í handknatt- leik karla og um klukkan 17.55 verða úrsht dagsins birt. 18.00 Múmínálfarnir (27). 18.30 Kasper og vinir hans (51). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Nonni og Manni (4). 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '92 á Stöðinni. 21.05 Hver á að ráða? (5). (Who’s the Boss?) 21.35 Judy í herþjónustu. (Private Benjamin.) Bandarísk gamanmynd frá 1980. í myndinni segir frá ofdekr- aðri yfirstéttarstúlku sem ákveður að ganga í herinn eftir tvö misheppnuð hjóna- bönd. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Eileen Brennan, Armand Assante, Robert Webber og Harry Dean Stanton. 23.25 Á meðan pabbi var í við- skiptaferð. (When Father Was Away on Business.) Júgóslavnesk bíómynd frá 1985. Myndin gerist í Sarajevo snemma á sjötta áratugnum og segir frá lífsbaráttu fjöl- skyldu eftir að heimilisfaðir- inn er sendur í vinnubúðir. Sagan er að mestu séð með augum sex ára drengs með sérlega auðugt ímyndunar- afl. Aðalhlutverk: Moreno D'E Bartolli og Miki Manojlovic. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 19. apríl Páskadagur 14.25 Sálumessa Mozarts. 16.00 Undur veraldar (4). Fjallaljónið. (World of Discovery - Cougar: Ghost of the Rockies.) 17.00 Páskamessa. 18.00 Páskastundin okkar. 18.30 Sagan um systkinin. (Sagan om de tvá syskon.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Nonni og Manni (5). 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Allt gott. Nýtt sjónvarpsleikrit eftir Davíð Oddsson. Sögusviðið er htið þorp úti á landi á þeim tíma er eplalykt var ilmur jólanna og á ís- landi voru höft við innflutn- ingi ávaxta og munaðarvöru frá útlöndum. Sagan segir frá tveimur sjö ára snáðum og ráðabruggi þeirra til að höndla þau verð- mæti sem þá þóttu hvað eftirsóknarverðust. Aðalhlutverk: Ragnar Nikulásson, Guðlaugur Hrafn Ólafsson, Hólmfríður Þórhahsdóttir, Már Magnús- son, Theódór Kr. Þórðarson, Jón Tryggvason og Þórunn Pálsdóttir. 21.00 í fótspor Muggs. Nú eru liðin 100 ár frá fæð- ingu listamannsins Guð- mundar Thorsteinssonar sem oftast var kallaður Muggur. Af því tilefni lét Sjónvarpið gera mynd þar sem rakin er stutt en við- burðarík ævi hans. 21.55 Lagið mitt. Að þessu sinni velur sér lag Gunnar Eyjólfsson skáta- höfðingi og það eru systurn- ar í karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði sem flytja. 22.05 Fyrsti hringurinn. Fyrri hluti. (The First Circle.) Bresk sjónvarpsmynd. Maður hringir í bandaríska sendiráðið í Moskvu úr símaklefa í myrku öngstræti og segist búa yfir upplýsing- um um hemaðarleyndarmál. Öryggislögreglan hljóðritar símtahð og rekur það en maðurinn kemst undan. Leikurinn berst inn í hið ill- ræmda Mavrino-fangelsi þar sem Stalín safnaði saman öhum helstu vísindamönn- um Sovétríkjanna og lét þá vinna að rannsóknum í þágu ríkisins. Þar er meðal annars unnið að smíði raddgreinis sem yfirvöld vona að auð- veldi þeim að finna svikar- ann en vísindamennirnir verða að vega og meta hvers virði samviskan er þeim. AðaUilutverk: Robert PoweU, Christopher Plummer og F. Murray Abraham. Seinni hluti myndarinnar verður sýndur annan í páskum. 23.45 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 20. apríl Annar í páskum 15.45 Ástríkur og þrautirnar tólf. 17.15 Dansinn dunar. Sýnd verður uoptaka frá heimsmeistarakeppni áhugamanna í samkvæmis- dönsum sem fram fór í Bremen í fyrra. 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Nonni og Manni (6). Lokaþáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Simpson-fjölskyldan (9). 20.55 Sigurðar vísur Þórarins- sonar. Sjónvarpskabarett með dansi og söng, sem byggður er á vísum Sigurðar Þórar- inssonar jarðfræðings. 21.30 Fyrsti hringurinn. Seinni hluti. (The First Circle.) 23.10 Sykurmolarnir í Amsterdam. Þáttur frá fréttastofu þar sem fylgst er með Sykurmol- unum á tónleikaferðalagi í Amsterdam. 23.40 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Þriðjudagur 21. apríl 18.00 Líf í nýju ljósi (26). 18.30 íþróttaspegillinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (36). 19.30 Roseanne (5). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Hár og tíska (3). Ný íslensk þáttaröð gerð í samvinnu við hárgreiðslu- samtökin Intercoiffure. 20.55 Sjónvarpsdagskráin. í þættinum verður kynnt það helsta sem Sjónvarpið sýnir á næstu dögum. 21.05 Dauðinn læðist (1). Fyrsti þáttur. (Taggart - Death Comes Softly) Skoskur sakamálamynda- flokkur með Taggart lög- reglumanni í Glasgow. Roskinn maður finnst myrt- ur á heimili sínu. Grunur fell- ur á ættingja hans en þá gerast atburðir sem flækja málið enn meira. Aðalhlutverk: Mark McManus, James MacPher- son, Iain Anders og Harriet Buchan. Tveir seinni þættimir í syrp- unni verða sýndir miðvikud. 22. og föstud. 24. apríl. 22.00 Heimssýningin í Sevilla. Upptaka frá opnunarhátíð heimssýningarinnar í Seviha á Spáni sem framfór mánu- Aðalfundur Islandsbanka hf.: Hagnaður í fyrra var 61,7 milljómr króna Hagnaður íslandsbanka á síð- asta ári var 61,7 milljónir króna. Höfdu þá 815 milljónir króna verði lagðar í afskrifta- reikning útlána en árið 1990 var framlag í afskriftarreikning 565 milljónir króna. Vaxta- munur var 3,4% árið 1991 en var 4,0% árið 1990. Innlán og bankabréf námu 39,4 milljörðum króna f árslok 1991 og jukust á árinu um tæp 14%. Heildareignir íslandsbanka nema nú 57,2 milljörðum króna og eigið fé bankans er 5,4 millj- arðar króna. I ræðu Einars Sveinssonar, for- manns bankaráðs á aðalfundi bankans nýlega, kom fram að fyrstu mánuði ársins 1991 hafi verið tap á rekstrinum en tekist hafi að vinna hallann upp á síðari hluta ársins. Hann taldi að arð- semi eiginfjárins í bankanum hafi verið ófullnægjandi. En með til- liti til aðstæðna á síðasta ári og hárra afskrifta útlána vegna erf- iðleika hjá heimilum og fyrir- tækjum, gætu menn verið sáttir við afkomu bankans á síðasta ári. Einar greindi frá aðgerðum bankans undanfarin ár til að auka hagkvæmni í rekstrinum. Útibú- um hefur verið fækkað úr 37 í 32. Húsnæði hefur verið selt fyrir 345 milljónir króna. Bankinn notar nú 3000 færri fermetra en bank- arnir fjórir gerðu áður. Starfs- Gallerí AllraHanda: Sýningu Magnúsar lýkur um páskana Sýningu Magnúsar Kjartansson- ar, Kristur í kaffibollanum í Gallerí AllraHanda lýkur um páskana. Sýningin verður opin frá kl. 14.00 til 16.00 á skírdag og föstudaginn langa og frá kl. 11.00 til 16.00 á laugardaginn fyrir páska. fólki hefur fækkað og er gert ráð fyrir að stöðugildi verði 750 tals- ins í lok þessa árs og hefur þá fækkað um 150 frá því ákvörðun um stofnun íslandsbanka var tekin. Rekstrarkostnaður bankans var 3.566 milljónir króna á síð- asta ári. Þar af var launakostnað- ur 1.621 milljón króna. Síðastlið- in tvö ár hefur launakostnaður bankans aðeins hækkað um tæp 5%. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 5% arð og heimila bankaráði að auka hluta- fé bankans að nafnvirði allt að 600 milljónir króna. í bankaráð voru kjörnir Ásmundur Stefáns- son, Brynjólfur Bjarnason, Einar Sveinsson, Guðmundur H. Garð- arsson, Kristján Ragnarsson, Magnús Geirsson og Sveinn Valfells. Á fyrsta fundi banka- ráðs var Kristján Ragnarsson kjörinn formaður, Brynjólfur Bjarnason varaformaður og Ásmundur Stefánsson ritari. -KK íslandsbankamótið: Undanúrslit í tvímennmgi Undanúrslit íslandsmótsins í tví- menningi 1992 verða spiluð á Hótel Loftleiðum fimmtudags- kvöldið 30. apríl og föstudaginn 1. maí nk. Það verða spilaðar þrjár umferðir Mitcell, og þau 23 pörin sem ná bestum samanlögðum árangrinum úr þeim, fara síðan í úrslitakeppnina sem verður á laugardag 2. maí og sunnudag 3. maí. Þetta mót er opið öllum félög- um innan Bridgesambands íslands og hefur undanfarin ár verið eitt stærsta mót á vegum þess. Skráning er hafin á skrif- stofu B.S.Í. í síma 91-689360. Spói sprettur Gamla myndin M3-2025. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.