Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 16.04.1992, Blaðsíða 3
Fréttir Fimmtudagur 16. apríl 1992 - DAGUR - 3 Kaup Laxár hf. á eignum þrotabús ístess: Kaupverð 95 milljónir króna - 40 milljónir hafa safnast í bindandi hlutafjárloforðum Laxá hf. þarf að greiða um 95 milljónir króna fyrir eignir þrotabús ístess, en kaup- samningur var undirritaður sl. þriðjudag. Hér er um að ræða verksmiðjuhúsnæði og fram- leiðslutæki, skrifstofuhúsnæði, lýsistanka, tjaldskemmur og aðra lausafjármuni í Krossa- nesi þar sem fóðurverksmiðjan er starfrækt. Að sögn Guðmundar Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra Laxár, verða kaupin fjármögnuð með auknu hlutafé og lánum frá Landsbanka og Iðnlánasjóði. Hann sagði að skuldsetning fyrir- tækisins yrði viðunandi. Heimild er fyrir að auka hlutafé um 50 milljónir króna, úr 8 milljónum í 58, og hafa þegar safnast um 40 milljónir í bindandi hlutafjárlof- orðum. „Þetta hefur tekið langan tíma og við erum ánægðir að samning- urinn er í höfn. Vegna óvissu- ástandsins hafa viðskiptavinir okkar verið á varðbergi og við höfum átt erfitt með að gera langtímaáætlanir. En framleiðsla hefur alltaf verið í gangi hjá Laxá og í rauninni mun ekkert breyt- ast. Hér vinna áfram átta starfs- menn og við höldum okkar striki,“ sagði Guðmundur. Þrátt fyrir skakkaföll í fiskeld- inu hér á landi kvaðst Guðmund- ur vera viss um að markaður fyrir fóður yrði áfram til staðar þótt sennilega yrði ekki feitan gölt að flá í fóðurframleiðslu næstu misserin. Hann var hins vegar bjartsýnn þegar til lengri tíma er litið. „Framundan er gífurlegur vöxtur í fiskeldinu og menn verða að ná tökum á því hér á landi til að geta nýtt sér þennan möguleika þegar veiðarnar drag- ast saman. Við verðum að vera með í fiskeldinu í framtíðinni og þá ekki síður í fóðurframleiðsl- unni. íslendingar hafa ekki efni á því að missa af þessu tækifæri og sem betur fer sýnist mér að menn séu að ná betri tökum á fiskeld- inu þótt ástandið sé erfitt í augnablikinu,“ sagði Guðmund- ur. SS Rekstrarlánasjóður landbúnaðarráðuneytisins: Fjórar umsóknir af Norðurlandi Fyrir skömmu var ákveðið að 158 milljónum króna yrði veitt úr Rekstrarlánasjóði landbún- aðarráðuneytisins til fiskeldis- fyrirtækja í ár. Byggðastofnun sér um úthlutun á fénu og fímmtán fyrirtæki hafa sótt um að fá úthlutað, þar af fjögur á Norðurlandi. Norðlensku fiskeldisfyrirtækin sem sótt hafa um að fá úthlutað eru: Straumfiskur á Svalbarðs- eyri, Fiskeldisfyrirtæki Gunnars Blöndals í Eyjafirði, Silfurstjarn- an hf. í Öxarfirði og Svarthamar á Húsavík. Að sögn Ingimars Jóhannsson- ar, hjá Byggðastofnun, verður farið yfir umsóknirnar næsta mánuðinn og ákvarðanir teknar varðandi úthlutunina. Hann segir að helstu skilyrðin fyrir að fá út- hlutað úr sjóðnum, séu að fyrir- tækin hafi jákvæða eiginfjárstöðu og menn hafi trú á að þau fari ekki á hausinn um leið og úthlut- að hefur verið. SBG Landsbanki íslands: Finnur Friðriks- son fékk styrk Finnur Friðriksson, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, var einn sjö nemenda sem fékk sl. mánudag úthlutað styrk úr „Námu“ Landsbanka íslands. Tæplega 400 styrkumsóknir bárust, en allir félagar í „Nám- unni“, námsmannaþjónustu Landsbankans, eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Finnur Friðriksson er lands- mönnum að góðu kunnur úr „Gettu betur“ - spurningakeppni framhaldsskólanna, en hann hef- ur verið í sigurliði Menntaskól- ans á Akureyri undanfarna tvo vetur. Finnur lýkur stúdentsprófi í vor. í frétt frá Landsbankanum seg- ir að við val á styrkþegum hafi verið tekið tillit til námsárangurs, framtíðaráforma og persónulegra aðstæðna. í úthlutunarnefnd voru dr. Gylfi Þ. Gíslason, Bjarni Ingólfsson, framkvæmda- stjóri BÍSN, Sverrir Hermanns- Finnur Friðriksson. son, bankastjóri, Kjartan Gunn- arsson, starfandi formaður bankaráðs Landsbankans og Kristín Rafnar, forstöðumaður á markaðssviði bankans. óþh Vikuáætlun Norröna 1992 Norröna Staðartimi Siglingarvikur og dagar 14. atgUDgarvika' Mal/júni Jiill/ágúat Ágúst Agúat/aeptember Áfangastaöir Vikudagar koma brottf 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 Vikudagar koma brottf dags. Hanstholm Laugard. - 20.00 30 6 13 20 27 4 ii 18 25 1 8 15 22 Laugardag - 20.00 29.08 Þórshöfn Mánud. 06.00 09.00 1 8 15 22 29 6 13 20 27 3 10 17 24 Mánudag 07.00 12.00 31.08 Leirvík Mánud. 22.00 23.00 1 8 15 22 29 6 13 20 27 3 10 17 24 *) Athugið að i aiðuatu aigliogarviku er akld komið við 1 Lelrvik og Bergan. Bergen Priðjud. 12.00 15.00 2 9 16 23 30 7 14 21 28 4 11 18 25 Leirvik Miðvikud. 01.30 02.00 3 10 17 24 1 8 15 22 29 5 12 19 26 Pórshöfn Miövikud. 15.00 17.00 3 10 17 24 1 8 15 22 29 5 12 19 26 Seyðisfjörður Fimmtud. 08.00 12.00 4 11 18 25 2 9 16 23 30 6 13 20 27 Priðjudag 08.00 12.00 02.09 Pórshöfn Föstud. 06.00 09.00 5 12 19 26 3 10 17 24 31 7 14 21 28 Miðvikudag 06.00 09.00 02.09 Hanstholm Laugard. 16.00 - 6 13 20 27 4 11 18 25 1 8 15 22 29 Fimmtudag - - 03.09 Vikuáætlun Smyrils 1992 Smyril Staðartiml Sigllngardagar og mánuðir Áfangastaðir Vikudagar koma brottf Júli Ágúit Pórshöfn Mánud. - 19.00 - 6 13 20 2 - 3 10 17 24 Scrabster, Caithness Priðjud. 09.00 19.30 - 7 14 21 28 - 4 11 18 25 Pórshöfn Miövikud 09.30 17.00 1 8 15 22 29 - 5 12 19 26 Seyðisfjörður Fimmtud. 12.00 14.00 2 9 16 23 30 - 6 13 20 27 Pórshöfn Föstud 10.00 15.00 3 10 17 24 31 - 7 14 21 28 Aberdeen Laugard. 13.00 19.00 4 11 18 25 - 1 8 15 22 29 Pórhöfn Sunndu. 17.00 - 5 12 19 26 - 2 9 16 23 30 Rútuferb til Noregs W ---------------------------------- -------------------------------------------- -------------- | Rútuferð til Noregs í þrjár vikur. | Brottför 18. júní. Upplifið strórbrotna fegurð Noregs á Sogn, og Harðangurssvæðinu. § Bergen - Osló - Guðbrandsdalur - Geirangursfjörður, ásamt fjölda annarra viðkomustaða. g Meðal annars innifalið í verði, Hótel með morgunverði allan tímann og 5 kvöldverðir. | Verð kr. 119.200,- fyrir einstakling. | Leitið upplýsinga hjá Benna og Svenna, sími 97-61399 og Austfari hf. sími 97-21111 Sigling til Bergen og til baka. Hótel í Færeyjum innifalið í verði. Ferðatilboð sumarsins Hver býður betur? Fjórir i bíl og gisting á Hótel Föroyar í þrjár nætur í tveggja manna herbergi meö baöi og morgunverði 22.885,- | Þrír í bíl og gisting á Hótel Föroyar í þrjár nætur í einu tveggja- ^8 405 - 1 manna herbergi og einu einsmanns herbergi með baði og morgunverði Þrír í bfl og gisting á Hótel Föroyar í þrjár nætur í þriggja manna herbergi með baði og morgunverði 22.830,- 1 Tveir í bíl og gisting á Hótel Föroyar í þrjár nætur í tveggja manna herbergi með baði og morgunverði 28.405,- | Fjórir í bíl og gisting á farfuglaheimilinu í Þórshöfn í þrjár nætur 14.540,-1 Þrír í bfl og gisting á farfuglaheimilinu í Þórshöfn 16.380,-1 Tveir í bíl og gisting á farfuglaheimilinu í Þórshöfn 20.060,-1 FÆREYJATILBOÐ Fjórir í bíl með gistingu á Hótel Föroyar í fimm nætur 25.817,- Fjórir í bíl með gistingu á farfuglaheimilinu í Þórshöfn í fimm nætur 11.902,- Öli verð eru miðuð við emstakliug og háð gengisbreytingum. Greiða þarf helming ferðar til staðfestingar fyrir 1. mai. AUSTFAR NORRÆNA FERDASKRIFSTOFAN 710 SEYDISFIRÐI - ©97-21111 - FAX 97-21105 ©91-62 63 62

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.