Dagur - 10.06.1992, Side 13
Miðvikudagur 10. júní 1992 - DAGUR - 13
Minning
Jóruim Mary Ingvarsdóttir
Fædd 19. nóvember 1934 - Dáin 17. maí 1992
Mig langar að minnast góðrar
frænku minnar, Jórunnar Mary
Ingvarsdóttur, eða Dúddu eins
og hún jafnan var nefnd. Hún
lést í Lúxemborg 17. maí síðast-
liðinn, eftir erfiða baráttu við erf-
iðan sjúkdóm.
Dúdda fæddist á Siglufirði 19.
BORGARBÍÓ
Salur A
Miðvikudagur
Kl. 9.00 Stúlkan mín
Kl. 11.00 Thelma og Louise
STÓRMYfíD RtOL£Y SCÖTT
THELMA OG LOUISE
Salur B
Miðvikudagur
Kl. 9.00 Frankie og Jonny
Kl. 11.00 Hundaheppni
BORGARBÍÓ
S 23500
GLERÁRGÖTU 36
SÍMI 11500
Á söluskrá
Stapasíða:
5 herb. raðhús á tveimur hæðum
ásamt bílskúr, samtals ca. 163
fm. Eignin er í mjög góðu lagi.
Laus í júlí.
Litlahlíð:
5 herb. raðhús á tveimur hæð-
um, samtals ca. 128 fm. Ástand
gott. Laus 1. júli.
Smárahlíð:
3ja herb. íbúð á 2. hæð, ca. 84
fm. Endaíbúð í mjög góðu lagi.
Laus fljótlega.
Steinahlíð:
Gullfallegt raðhús á tveimur
hæðum, 5 herb., ca. 136 fm.
Laus fljótlega.
Þórunnarstræti:
4ra herb. íbúð á 2. hæð ca. 95
fm. Eignin er í góðu lagi. Áhvll-
andi húsn. lán ca. 3,5 millj. Laus
1. júlí.
Tjarnarlundur:
4ra herb. íbúð á 3. hæð ca. 84
fm. Áhvílandi húsn.lán ca. 3,5
millj. Laus fljótlega.
FASIÐGNA&fJ
SKIPASAUSS
NORÐURLANDS fl
Glerárgötu 36, sími 11500
Opið virka daga kl. 13-17 og á
morgnana eftir samkomulagi.
Sölustjöri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður:
Benedikt Ólafsson hdl.
nóvember árið 1934, dóttir hjón-
anna Ingvars Eiríkssonar húsa-
smiðs, sem nú er látinn, og Aðal-
bjargar Sigurðardóttur húsmóð-
ur, sem búsett er á Akureyri.
Systur Dúddu eru Aðalbjörg
María og Inga Sigrún, sem báðar
eru búsettar á Akureyri.
Þann 18. nóvember 1956 giftist
Dúdda Emil Sigurbjörnssyni,
góðum dreng sem studdi hana og
hvatti allt til enda.
Ég minnist stundar sem ég átti
með Dúddu. Við ræddum gang
lífsins og hún sagði: „Hann ræður
þessu öllu, hann þarna uppi; við
gerum ekki annað en að hlýða
honum.“ Og svo sannarlega var
þetta viðhorf hennar. Hún lifði í
æðruleysi og kvartaði ekki. Við-
kvæði hennar var að margir ættu
erfiðara en hún.
Elsku amma, Emil, Adda,
Inga og fjölskyldur. Guð styrki
ykkur og verndi á erfiðri stund.
Gitta.
Hið íslenska bókmenntafélag:
Vorhefti Skímis 1992
Vorhefti Skírnis, Tímarits Hins
íslenska bókmenntafélags, 166.
árgangur 1992, er komið út.
Skáld Skírnis er að þessu sinni
Hannes Pétursson og eru tvö ljóð
eftir hann frumbirt í þessu hefti.
Myndlistamaður Skírnis er
Louisa Matthíasdóttir; mynd
hennar, Fólk í landslagi, er. á
kápu ritsins og Aðalsteinn Ing-
ólfsson ritar pistil um listamann-
inn og verkið. Annar listfengur
Vesturfari kemur einnig við sögu
í heftinu, því birt eru áður
óprentuð bréf Stephans G. Step-
hanssonar til Jóns Kjærnested.
Skírnir sækir einnig í Austurveg
og minnist M.I. Steblin-Kamen-
skijs, sem var forystumaður
íslenskra fræða í Sovétríkjunum
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum eignum fer
fram í skrifstofu embættisins
á neðangreindum tíma:
Helluhrauni 15, Mývatnssveit, þingl.
eigandi Jón lllugason, þriðjudaginn
16. júní 1992, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Ketilsbraut 7, Húsavík, þingl. eig-
andi Borg hf., þriðjud. 16. júní 1992,
kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Söru ÞH-177 sksr.nr. 7056, hluti,
þingl. eigandi Bjarni J. Guðmunds-
son, þriðjud. 16. júní 1992, kl.
14.20.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Túnsbergi, Svalbarðsstrandar-
hreppi, þingl. eigandi Sveinberg
Laxdal, þriðjud. 16. júní 1992, kl.
14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður rikissjóðs.
Bæjarfógeli Húsavíkur,
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
fyrrverandi. Helgi Haraldsson
ritar um hann stutta grein og þýð-
ir smásögu hans „Dreka“. Tengsl
Islands og hins rússneska menn-
ingarheims eru einnig til
umfjöllunar í grein Áslaugar
Agnarsdóttur um þýðingar Ingi-
bjargar Haraldsdóttur á skáld-
sögum Fjodors Dostojevskijs.
Elsa E. Guðjónsson fjallar í
ritgerð um það hvernig nýfundn-
ar textilfornminjar varpa ljósi á
íslenska prón- og vefnaðarsögu.
Sigurður Steinþórsson gefur yfir-
lit um samtímaviðbrögð Evrópu-
búa við náttúruhamförum sem
urðu árið 1783, sérílagi þeim
mikla mekki sem gaus úr iðrum
íslenskrar foldar í Skaftáreldum
og teygði sig suður á nteginland
Evrópu. Um þær mundir voru
íslenskir menntamenn raunar að
veita birtu upplýsingarinnar frá
meginlandinu inn í íslenskt sam-
félag, eins og Guðmundur Hálf-
danarson rekur í grein um rann-
sóknir á upplýsingarhræringum.
Leiðin frá upplýsingu til rómatík-
ur er stundum rakin frá Eggerti
Ólafssyni til Jónasar Hallgríms-
sonar en tengsl þeirra eru í
brennidepli í ritgerð Dagnýar
Kristjánsdóttur um „Hulduljóð“
Jónasar. „Hulduljóð" eru jafn-
framt birt í heild með ritgerð
hennar.
Jón Sigurðsson skrifar ritgerð
um Njáls sögu og Gudrun Lange
um Kormáks sögu og glíma þau
við grundvallarspurningar um
nterkingarheim íslenskra forn-
sagna og tengsl hans við klassíska
menningarstrauma. I heftinu er
einnig grein eftir Ástráð Ey-
steinsson um nýjustu skáldsögur
Steinars Sigurjónssonar og Guð-
bergs Bergssonar, Kjallarann og
Svaninn.
Vorhefti Skírnis 1992 er 264
blaðsíður. Ritstjórar eru Vil-
hjálmur Árnason og Ástráður
Eysteinsson. Afgreiðsla Hins
íslenska bókmenntafélags er í
Síðumúla 21.
(Fréttatilkynning).
Aðalfundur MENOR
Menningarsamtaka Norðlendinga
verður haldinn laugardaginn 13. júní 1992, í Safnað-
arheimili Akureyrarkirkju og hefst kl. 10.30 árdegis.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Fyrirhugað samstarf MENOR og Gilfélagsins á Akureyri.
3. Framtíð MENOR í Ijósi skiptingar Fjórðungssambands
Norðlendinga.
4. Önnur mál.
Félagar og annað áhugafólk um menningu og listir er
hvatt til að mæta.
„Æskan og listin“, dagskrá ungs listafóiks verður
flutt í sal Safnaðarheimilisins kl. 12.15, og er öllum
heimill ókeypis aðgangur.
MENOR.
AKUREYRARBÁER l|f
Norsku- og sænskukennara
vantar fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 7-9
kennslustundir í hvoru tungumálinu. Umsóknum
sé skilað á skólaskrifstofu Akureyrar fyrir 15. júní
nk.
Nánari upplýsingar á skólaskrifstofunni, Strand-
götu 19 b, sími 27245.
Skólafulltrúi.
Oddeyrarskóli
Laust er til umsóknar starf ritara við Oddeyrar-
skóla (1/2 starf).
Umsækjendur hafi reynslu af skrifstofustörfum.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur-
eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa skólafull-
trúi í síma 27245 og starfsmannastjóri í síma
21000.
Umsóknarfrestur er til 19. júní.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur-
eyrarbæjar Geíslagötu 9.
Starfsmannastjóri.
Viðgerðir - Þjónusta
Þarf að líta á ritvelina, reiknivélina,
búðarkassann eða faxtækið.
Ef svo er komdu þá til okkar.
Fijót og góð þjónusta.
■Bókabúðin EddaH
■■■ Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 ■■■
Þjónustusími 11744.
Almennir
bændafundir
með Halldóri Blöndal
landbúnaðarráðherra
verða haldnir sem hér segir:
Ýdalir, Aðaldal
miðvikudaginn 10. júní kl. 21.00.
Miðgarður, Skagafirði
laugardaginn 13. júní kl. 13.30.
Dagskrá fundanna:
Landbúnaðarráðherra flytur ræðu um stöðu og
horfur í landbúnaði. Almennar umræður og
fyrirspumir.
Fundirnir eru öllum opnir
Landbúnaðarráðuneytið
i't
Faðir okkar,
HANNES HALLDÓRSSON,
Skarðshlíð 11, Akureyri,
lést 5. júní síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. júnf
kl. 13.30.
Þeim er vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið og
Sjálfsbjörg.
Halldór Hannesson,
Helgi Hannesson,
Viktoría Hannesdóttir.