Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. júní 1992 - DAGUR - 5 Hið nýja og glæsilega farþegaskip þeirra Vestmannaeyinga, vakti mikla Hægt er að flytja 70 fólksbíla á bílaþilfari Herjólfs og þar af 14-16 bíla á sér- athygli á hringferðinni kringum landið og er talið að hátt í 30 þúsund manns stöku hengidekki. Iiafí skoðað skipið í ferðinni. M/S Herjólfur á hringferð í kringum landið: Glæsflegt skip sem vakið hefiir athygli M/S Herjólfur er búinn siglingatækjum af nýjustu og bestu gerð og vinnuað- staðan í brúnni er eins og best verður á kosið. Myndir: Golli M/S Herjólfur, hið nýja og glæsilega farþegaskip Vest- mannaeyinga hefur vakið mikla athygli á ferð sinni í kringum landið. Vikuferð skipsins í kringum landið lýkur í dag þegar komið verður til Eyja en þar hófst ferðin sl. föstudag. Er reiknað með að hátt í 30 þús. manns hafi skoð- að skipið á áfangastöðunum 7 í ferðinni. Komið var við í Þor- lákshöfn, Reykjavík, Akra- nesi, Isafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Eskifirði. Ástæðan fyrir því að farið var í hringferð á Herjólfi er m.a. sú að aðstaðan fyrir skipið í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn er ekki til- búin, auk þess sem ferðin þótti kjörin til þess að þjálfa áhafnar- meðlimi. Strax og ákveðið var að fara í hringferðina varð vart við mikinn áhuga Vestmannaeyinga og margra annarra að fá að sigla með hringinn og því var ákveðið að gefa farþegum kost á að ferð- ast með skipinu. Farmiðar í ferð- ina seldust upp á skömmum tíma. Siglt norður fyrir heimsskautsbaug Á leiðinni frá Sauðárkróki til Akureyrar á þriðjudag, var siglt hringinn í kringum Grímsey og fengu allir um borð skjal til stað- festingar á því að þeir hafi siglt norður fyrir heimsskautsbaug. Á leiðinni inn Eyjafjörðinn komu Hríseyjarferjurnar Sævar og Sæ- fari til móts við Herjólf og fylgdu skipinu áleiðis til Akureyrar. Á blaðamannafundi sem hald- inn var um borð í Herjólfi við Torfunefsbryggju á Akureyri á þjóðhátíðardaginn kom fram að Vestmannaeyingar binda miklar vonir við nýja skipið og vonast m.a. eftir því að ferðamanna- straumur til Eyja eigi eftir að aukast til muna. Á síðasta ári komu um 135 þúsund gestir til Eyja, um 80 þús. með flugi og 55 þús. með Herjólfi. Kom fram á fundinum að víða erlendis, þar sem nýjar ferjur hafa verið tekn- ar í notkun, hafi ferðmanna- straumur aukist um allt að 40%. Gera Eyjamenn sér vonir um að ná þeirri fjölgun og ekki síst í Ijósi þess mikla áhuga sem lands- rnenn hafa sýnt á Vestmannaeyj- um og nýja skipinu. Grímur Gíslason, stjórnar- maður í Herjólfi hf. og nefndar- maður í smíðanefnd, sagði að skipið hafi reynst mjög vel í alla staði. Herjólfur er 70,5 metrar á lengd og 16 metrar á breidd. Djúprista skipsins er 4 metrar og stærð þess 2222 brúttótonn. Skip- ið er með bílaþilfari sem hægt er að keyra í gegnum, þar sem hægt verður að flytja 70 fólksbíla eða 39 fólksbíla og 5 vöruvagna. Þar af verða 14-16 bílar á hengidekki á bílaþilfari. Ganghraði skipsins 17 mílur Hámarks farþegafjöldi er 480 farþegar en í skipinu eru 82 legupláss fyrir farþega, 19 tveggja manna klefar, 3 fjögurra manna klefar og hópklefi þar sem eru 32 kojur í 5 afmörkuðum hólfum. Aðalvélar skipsins eru tvær 2700 kw Man B&W Alpha og er það búið tveimur skrúfum. Ljósavélar eru þrjár af Catarpill- argerð. Skipið er búið veltiugg- um til þess að minnka hreyfingar og gera ferðir þægilegri fyrir far- þega. f>á eru í skipinu siglinga- tæki af nýjustu og bestu gerð. Ganghraði Herjólfs er um 17 míl- ur og áætlað að siglingatíminn til Þorlákshafnar verði um tvær og hálf klst. eða einni klst. skemmri en með gamla Herjólfi. í skipinu eru þrír farþegasalir, í þeim stærsta verður aðal veit- ingasalan en í efri sal verða seldir drykkir og léttari veitingar. Þá er í skipinu sjónvarpssalur sem í eru 5 sjónvörp, sérstakt sjónvarps- herbergi fyrir börnin og sérstakt barnaleikherbergi. Fjölmargar kynningar um borð Auk þess sem skipið var til sýnis á hringferðinni voru ýmsar kynn- ingar um borð. Ólafur Lárusson, frá atvinnumálanefnd Vestmann- aeyja, kynnti verkefni þar sem Vestmannaeyjar eru auglýstar sem þjónustubær sjáv- arútvegsins. Þar sameinast fyrir- tæki undir einu merki og bjóða þjónustu við skip og báta allan sólarhringinn. Sigmar Georgsson frá íþróttafélaginu Þór kynnti i þjóðhátíð Vestmannaeyinga sem ■ haldin verður í byrjun ágúst. Þar | verður að venju mikið um dýrðir og ein 50 dagskráratriði í boði. Hátíðin, sem stendur í þrjá daga, hefst með söng og endar með söng og er reiknað með að um 8- 10 þús. manns verði í Herjólfsdal um þjóðhátíðardagana. Edda Angantýsdóttir kynnti Fiska- og náttúrgripasafnið í Vestmannaeyjum sem er hið eina sinnar tegundar hér á landi. Þar eru til sýnis flestar fisktegundir sem finnast hér við land og þar hafa verið gerðar athyglisverðar tilraunir í samvinnu við Hafrann- sóknarstofnun. Auk þess er þar eitt stærsta steinasafn landsins. Páll Helgason, ferðamálafröm- uður þeirra Eyjamanna, kynnti PH Tours og Ferðaþjónustu Vestmannaeyja. Páll hefur verið í fararbroddi í ferðaþjónstu í Eyjum og eins og hann orðaði það sjálfur, byggt upp öfluga þjónustu úr engu. Því til staðfest- ingar má nefna að Páll var valinn Ferðamálafrömuður íslands 1990. Með Páli starfa synir hans og bjóða þeir upp á alls kyns ferðir bæði á sjó og landi. Auk alls þessa voru Hekla og Jöfur með bílasýningar um borð, kynnt var Gevalia kaffi frá Rydenskaffi hf., Emmessís og heilsudrykkurinn Garpur og öl og gos frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson hf. Voru allir aðilar sammála um að viðtökurn- ar í ferðinni hafi verið hreint ótrúlegar. -KK Markaðstorg í Alþýðuhúsinu á Akureyri föstudag 19. júní kl. 16.00-18.00. Þátttakendur á ráðstefnu um atvinnusköpun kvenna kynna vörur sínar, starfsemi og hugmyndir á mark- aðstorgi sem er opið öllum átímabilinu 16.00-18.00 á föstudag. Komiö og kynnið ykkur það sem konur eru að skapa. Áhugahópur um atvinnusköpun kvenna á Norðurlandi eystra. FÖSTUDAG OG LAUGARDAG RÚNAR ÞÓR í KJALLARANUM SfíuNN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.