Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 19. júní 1992 Fréttir Landverðir í Ásbyrgi, Fjóla Þórarinsdóttir, Þorvarður Árnason, Einar Sig- urðsson og Sigurður Jónsson. Akureyri: Ráðstefna um atvinmi- sköpun kvenna Fjóla Þórarinsdóttir, landvörður í Ásbyrgi: Metsumar í fyrra - hvað ferðamanna- strauminn varðar Landverðirnir voru mættir á stöðvar sínar í þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur er blaða- maður Dags var á ferð um Kelduhverfi í lok síðustu viku. Væntanlegir ferðalangar höfðu ekki frétt með nægum fyrir- vara hve brjáluð sumarblíða mundi skella á norðaustan- lands snemmsumars og var því fátt um ferðamenn enn, þó hafði verið gist í sex tjöldum í Ásbyrgi um nóttina. Fjórir landverðir eru í Ásbyrgi og tveir í Vesturdal. í Ásbyrgi er Fjóla Þórarinsdóttir, yfirland- vörður, og var hún spurð um ferðamannastrauminn og fleira: „Ferðamannastraumurinn er aðeins að byrja. Hér var svolítið af fólki um hvítasunnuhelgina en svo er rólegra núna. Útlendingar byrja að koma strax í byrjun júní en íslendingar koma svo frekar þegar gott er veður og helst um helgar." Þetta er fjórða sumarið sem Fjóla starfar sem landvörður og segir hún að yfirleitt sé mjög gaman í þessari vinnu. En er satt að það sé alltaf sól? „Ekki alveg alltaf, en það er búið að vera mjög gott veður undanfarna daga.“ - Hvaða þjónustu veitið þið ferðafólki á staðnum? „Við veitum upplýsingar og skrifstofan er opin hjá okkur all- an daginn. Fólk spyr um ástand vega, skoðunarstaði, gönguleiðir og ýmislegt. Um 20. júní byrjum við að bjóða upp á gönguferðir með leiðsögn, bæði hér í Asbyrgi og í Vesturdal. Hér hefur ferða- mannastraumur aukist á hverju sumri síðustu árin og í fyrra var metsumar. Ég hef heyrt að ekki sé eins mikið bókað hjá ferða- skrifstofum í sumar í ferðir fyrir útlendinga og innlendi ferða- mannastraumurinn fer mikið eft- ir veðri.“ - Er eitthvað sérstakt sem þú vildir brýna fyrir ferðafólki? „Að ganga vel um Iandið sitt. Annars finnst mér fólk yfirleitt ganga vel um og að umgengni sé alltaf að batna. Fólk þyrfti samt að passa betur upp á einnota grill, þau vilja skemma dálítið illa því það kemur brunablettur undan þeim. Það þarf að passa að hafa undirstöður undir grillunum." I dag hefst í Alþýðuhúsinu á Akureyri ráðstefna um atvinnu- sköpun kvenna. U.þ.b. hundr- að konur frá öllum landshlut- um munu hittast þar og ræða framtíð atvinnusköpunar kvenna á íslandi. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar á Islandi en henni lýkur á morgun. í dag milli kl. 16 og 18 verður sett upp sérstakt mark- aðstorg í Alþýðuhúsinu þar sem þátttakendur á ráðstefn- unni kynna vörur sínar og þjónustu og aðgerðir sem verið er að vinna að. Á ráðstefnunni munu konur í atvinnusköpun, konur sem vinna að því að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu til bæja og sveita, koma saman til að fjalla sérstak- lega um sín mál, framtíðarhorfur og áform. I tilkynningu frá aðstendendum ráðstefnunnar segir að hún sé þó aðeins einn lið- ur í vakningu kvenna um allt land í þá átt að taka atvinnumálin í sínar hendur. Að ráðstefnunni stendur áhuga- hópur kvenna á Norðurlandi eystra, konur úr flestum héruð- um umdæmisins. Jafnréttis- nefnd Akureyrar, Iðnþróunarfé- lag Eyjafjarðar, Byggðastofnun og Atvinnuþróunarfélag Þingey- inga hafa unnið að undirbúningi en sveitárfélög á svæðinu hafa mörg stutt myndarlega við ráð- stefnuna auk þess sem hún nýtur stuðnings frá félagsmálaráðu- neytinu. Af dagskrárþáttum má nefna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Stefanía Traustadóttir, Lynn Ludlam, atvinnurekandi í Bandaríkjunum, og fleiri flytja erindi. í hópum verða flutt stutt erindi, síðan rætt og unnið að mótun stefnu í hinum ýmsu þátt- um er lúta að atvinnusköpun kvenna. í dag verður svo mark- aðstorgið fyrrnefnda og í kvöld verður farið í Kjarnaskóg, plant- að og slegið á létta strengi með fleiri konum í tilefni 77 ára afmælis kosningaréttar kvenna. „Það sem við gerum okkur vonir um að komi út úr þessu er að þetta verði upplýsandi fyrir konur sem eru að skapa sér og öðrum atvinnu. Þetta eykur víð- sýni og virkar hvetjandi fyrir okkur og ekki síst konur í sveit- um sem eru oft talsvert einangr- aðar,“ sagði Elín Antonsdóttir hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarð- ar. JHB IM Kjörmannafundur eyfirskra bænda: Ekki vonlaust að framleiða kindakjöt til útflutnings - segir Hákon Sigurgrímsson Þessa dagana funda bændur um allt land um stööu land- búnaðarins. Á kjörmanna- fundi Búnaöarsambands Eyja- fjarðar sem haldinn var á Hótel KEA á fimmtudag hafði Hákon Sigurgrímsson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda framsögu. Kjörmanna- fundir eru liður í kosningum til Gefla hf. á Kópaskeri í nýtt húsnæði: „Stöðugri vinnsla og auldn aMst“ - segir Hómsteinn Björnsson, stjórnarform. Rekstur Geflu hf. rækjuverk- smiðjunnar á Kópaskeri hefst að nýju strax upp úr helgi í nýuppgerðu húsi á Kópaskeri þar sem Utnes hf. var áður starfrækt. Húsið sem er 360 fermetrar að grunnfleti var keypt af Fiskveiðisjóði. „Síðastliðna þrjá mánuði hafa breytingar og flutningur staðið yfir og aukinn vélakostur er feng- inn úr rækjuverksmiðju í Ólafs- firði er þar starfaði. Nýja verk- smiðjuhúsið verður opnað með viðhöfn á laugardaginn. Með bættri aðstöðu verður vinnslan stöðugri þar sem einnig verður hægt að vinna úr frosinni rækju. Afköst ættu jafnframt að aukast. Gefla hf. rækjuverksmiðja er í eigu Jökuls hf., Öxafjarðar- hrepps og einstaklinga á Kópa- skeri og í nærsveitum. Fram- kvæmdastjóri til fyrirtækisins verður ráðinn á næstu vikum,“ sagði Hólmsteinn Björnsson, stjórnarformaður Geflu hf. ój trúnaðarstarfa innan félags- kerfis landbúnaðarins og vett- vangur umræðu um hagsmuna- mál landbúnaðarins og kjara- mál bænda. Kjörmannafundir eru einnig undirbúningur að aðalfundi Stéttarsambands bænda sem haldinn verður í lok ágústmánaðar. Á fundin- um mættu 27 bændur en nokkru fleiri áttu rétt til fund- arsetu. Bændur búa við mjög óvenju- lega stöðu þessi misserin þar sem þeir eru staddir í miðri aðlögun búvörusamnings vegna sauðfjár- framleiðslu og verið er að vinna að búvörusamningi vegna mjólk- urframleiðslu. Breytingarnar leiða til nýs rekstrarumhverfis og eftirleiðis verða bændur að leita meira beint til markaðarins og um leið hættir ríkið að bera ábyrgð á sölu afurðanna og þar með afkomu bænda. Sala á kindakjöti hefur minnk- að um 400 tonn sl. tólf mánuði og ekkert bendir til þess að breyt- ingar verða á því á verðlagsárinu. Nú er sala á kindakjöti í fyrsta skipti undir 50% af allri kjötsölu eða 49,5%. Á sama tíma hefur sala nautakjöts aukist um 11% en sala svínakjöts og alifuglakjöts hefur litlum breytingum tekið. Sala á hrossakjöti hefur minnkað en heildarneysla kjöts er um 62 kg á mann sem fer í gegnum sölu- kerfið en líklega nær 70 kg ef vill- ibráð og sala utan sölukerfis er tekin með. Mjólkurframleiðendur voru árið 1980 á öllu landinu um 2300 en eru nú 1490 en innlegg hvers bónda hefur aukist á þessum tíma upp í 70 þúsund lítra en ljóst er að þessari þróun er hvergi lokið. Mjólkurneysla hefur minnkað um 1% á ári á hvern íbúa sl. 10 ár sem er um 12 millj- ónir lítra og sú þróun veldur bændum nokkrum áhyggjum. Um gagnrýni á þunglamalegt og mannfrekt sölukerfi landbún- aðarins sagði Hákon: „Kerfið er of dýrt og ekki nægilega skilvirkt og draga þarf það saman að vissu marki en ég vil þó benda á það að hjá Stéttarsambandinu starfa fjórir menn í fullu starfi og engin breyting hefur verið á því frá því 1984 þrátt fyrir margföldun á fjölda verkefna." Á fundinum voru auk þess rædd verðlags- og kjaramál land- búnaðarins, kvótamál og ekki síst horfur í framleiðslu og sölu- málum. GG ASÍ: Hrefiiu-oghval- veiðar hefjist á þessu ári Miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkti í gær eftir- farandi ályktun samhljóða. „Fundur Miðstjórnar ASÍ haldinn 18. júní 1992 skorar á ríkisstjórn íslands að leyfa nú þegar á þessu ári hrefnu- og hval- veiðar. - Allt virðist nú stefna í minnkandi þjóðartekjur íslend- inga vegna samdráttar í þorsk- veiðum á næsta ári og því óverj- andi að nýta ekki þessar auðlind- ir hafsins.“ ój Tillögur Hafrannsóknastofnunar um veiði á næsta fiskveiðiári: Ekki bara svartnætti í tölögunum Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta fiskveiðiári verði Ieyft að veiða 190 þúsund tonn af þorski. Gert er ráð fyrir að á yfirstandandi ári verði þorsk- aflinn 250 þúsund tonn. Á árinu 1991 var þorskaflinn 313 þúsund tonn, en 335 þúsund tonn árið 1990. Á síðasta ári var ýsuaflinn 54 þúsund tonn. Framreikningar á stærð ýsustofnsins bendir til þess að veiðistofninn muni stækka mikið strax á árinu 1993 og hrygningarstofninn í takt við það fram til 1995. í ljósi þess að á árinu 1993 mun stór hluti veiði- stofnsins verða ungur fiskur, leggur Hafrannsóknastofnun til að á næsta fiskveiðiári fari ýsuafl- inn ekki yfir 60 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun leggur til að ufsaaflinn fari ekki yfir 60 þúsund tonn. Ufsaafli árið 1991 var tæplega 120 þúsund tonn, en var um 98 þúsund tonn árið 1990. í nýrri úttekt er veiðistofn ufsa áætlaður um 95 þúsund tonnum stærri í ársbyrjun 1992 en fram kom í síðustu skýrslu Hafrann- sóknastofnunar. Munurinn felst samkvæmt upplýsingum stofnun- arinnar í því að árgangarnir frá 1984-1986 er nú metnir sterkari heldur en fyrir ári síðan. Þetta virðist mega rekja að hluta til ufsagangna frá Noregi. Á næsta fiskveiðiári leggur Hafrannsóknastofnun til að samanlögð veiði á gull- og djúp- karfa verði 90 þúsund tonn, sem er svipuð tala og karfaaflinn a undanförnum árum. Á árinu 1991 veiddust rúmlega 40 þúsund tonn af grálúðu við ísland. Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta fiskveiðiári verði leyft að veiða 30 þúsund tonn af grálúðu. Á næsta fiskveiðiári er lagt til að steinbítsaflinn fari ekki yfir 16 þúsund tonn, en s.l. þrjú ár hefur hann verið á bilinu 14.100 til 14.600 tonn. Skarkolaaflinn árið 1991 var tæp 11 þúsund tonn, en á næsta fiskveiðiári er lagt til að leyfileg- ur hámarksafli af skarkola verði 10 þúsund tonn. Hvað síldina varðar leggur Hafrannsóknastofnun til að leyft verði að veiða 90 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári og 110 þúsund tonn fiskveiðiárið 1993-1994. Eins og þegar hefur komið fram hefur Hafrannsóknastofnun lagt til 500 þúsund tonna byrjun- arloðnukvóta. Lagt er til að leyfi- legur hámarksafli verði fyrst ákveðinn þegar búið verður að mæla stærð veiðistofnsins haustið 1992 og veturinn 1993. Rækjuafli á djúpslóð jókst úr um 25 þúsund tonnum árið 1990 í rúm 31 þúsund tonn árið 1991. Samkvæmt stofnmælingum er út- hafsrækjustofninn sterkur og f því ljósi er lagt til að leyft verði að veiða 35 þúsund tonn af út- hafsrækju á næsta fiskveiðiári. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.