Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 19. júní 1992 Hvað er að gerast? Leikarar í sýningunni ásamt Þórhalli Sigurðssyni, leikstjóra. Leiklist Kæra Jelena í Samkomuhúsinu um helgina Hin geysivinsæla sýning Þjóðleik- hússins Kæra Jelena, sem sýnd hef- ur verið fyrir fullu húsi á Litla sviði Þjóðleikhússins síðan í haust, verð- ur sýnd í kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöldið kl. 20.30 í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Fimm leikarar taka þátt í sýningunni, Anna Kristín Arngrímsdóttir, sem leikur Jelenu ásamt Halldóru Björnsdóttur, Baltasar Kormákur, Ingvar Sigurðsson og Hilmar Jónsson, sem leika nemendur hennar, en þau fjögur síðasttöldu eru meðal yngstu leikara Þjóðleik- hússins. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson, leikmynd og búninga gerði Messíana Tómasdóttir en lýsingu Ásmundur Karlsson og Björn B. Guðmundsson. Myndlist Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: Myndlistar- sýningu að ljúka Á sunnudag lýkur sýningu átta myndlistarmanna úr Reykjavík í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, sem kalla sig „Trójuhesturinn". Á sýningunni eru málverk, grafík- verk og skúlptúr, alls um 40 verk. Myndlistarmennirnir eru Anna Eyjólfsdóttir, Borghildur Óskars- dóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Ólöf Sigurð- ardóttir, Sigrid Viltingojer, Sigurð- ur Örlygsson og Sólveig Eggerts- dóttir. Tónlist Húsavík - Dalvík - Akureyri: Tónleikaferð Djassklúbbs Egilsstaða Djassklúbbur Egilsstaða verður í snöggri tónleikaferð um Norðaust- urland um helgina. í kvöld kl. 21 verða tónleikar á Hótel Húsavík, á morgun kl. 16 verður Djassklúbbur- inn í Sæluhúsinu á Dalvík og kl. 21 annað kvöld á Hótel KEA á Akur- eyri. Á tónleikunum koma fram Djass- kórinn Arndís frá Egilsstöðum, Garðar Halldórsson, blúsari, og hljóðfæraleikarar úr Djasssmiðju Austurlands. Gestir á tónleikunum verða Viðar Alfreðsson, trompet- leikari og Jón Páll Bjarnason, gítar- leikari. Tónleikaferð Djassklúbbs Egils- staða er farin til þess að hita upp fyr- ir hina árlegu Djasshátíð á Egils- stöðum og kynna hana, sem er hin fimmta í röðinni. Hátíðin hefst 25. júní og stendur til 28. júní. Á henni koma fram þeir listamenn, sem eru með í tónleikaferðinni auk fjölda annarra. 1000 andlít í SjaUanum Um helgina leikur hljómsveitin 1000 andlit í Sjallanum á Akureyri. Hljómsveitin, sem er nýstofnuð, er skipuð þeim Sigrúnu Evu Ármanns- dóttur, sem flestir minnast úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva og hljómsveitinni Upplyft- ingu, Birgi Birgissyni á hljómborð og Tómasi Tómassyni á gítar (áður í Rokkabillíbandi Reykjavíkur). Fleiri hljóðfæraleikarar koma við sögu og tvær stúlkur syngja bak- raddir. Hljómsveitin 1000 andlit á eitt lag á nýútkominni safnplötu frá Stein- um hf., en í haust er áætluð útgáfa á stórri plötu. Hljómsveitin leikur danstónlist, jafnt íslenska sem erlenda í hæsta gæðaflokki. Rúnar Þór og félagar verða í Kjallaranum í kvöld og annað kvöld. Ingimar Eydal á Hótel KEA Hljómsveit Ingimars Eydal sér um fjörið á Hótel KEA annað kvöld, laugardagskvöld. Arndís djasskórinn frá Egilsstöðum, Djasssmiðja Aust- urlands ásamt Garðari Harðarsyni, blúsara, Viðar Alfreðsson, trompet- leikari og Jón Páll Bjarnason, gítar- leikari leika léttan djass og blús fyrir matargesti. Tékkneskur píanóleíkarí með tónleika á Húsavík Næstkomandi sunnudag, 21. júní, kl. 20.30 heldur tékkneski píanó- leikarinn Pavol Kovác tónleika f Safnahúsinu á Húsavík. Á efnis- skránni eru sónötur eftir Mozart og Beethoven og polkar og pólónesur eftir Chopin, Smetana og Liszt. Pavol Kovác nam píanóleik í heimalandi sínu, en er nú búsettur í Þýskalandi. Hann hefur haldið tón- leika í yfir 30 löndum og kemur til íslands úr tónleikaferð um Banda- ríkin. Auk tónleikanna á Húsavík leikur hann einnig í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar þriðjudaginn 23. júní kl. 20.30. Bubbi með tón- leika á Akureyri og Blönduósi Bubbi Morthens verður með tvenna tónleika á Norðurlandi um og eftir helgina. Fyrri tónleikarnir verða í íþróttahöllinni á Akureyri nk. sunnudag, 21. júní, kl. 20.30 og þeir síðari í félagsheimilinu á Blönduósi nk. mánudag. Tónleikarnir á Akur- eyri eru skipulagðir f samvinnu við íþróttafélagið Þór. Rétt er að taka fram að ókeypis er á tónleikana, en eins og fram hefur komið var fyrir skemmstu undirritaður samningur VISA fsland og Bubba, sem gcrir Bubba mögulegt að halda tíu tón- leika víðsvegar um land og bjóða fólki á þá endurgjaldslaust. Kvikmyndir Borgarbíó Myndirnar Litli Snillingurinn og Kuffs verða sýndar kl. 21 í Borgar- bíói um helgina, en klukkan 23 verða sýndar myndirnar Kolstakkur og Læti í litlu Tokyo. Á barnasýn- ingum á sunnudag kl. 15 verða sýnd- ar Fievel Goos West og Leitin mikla. Fundir Málþing um gigtsjúkdóma á Húsavík og Sauðárkróki í tilefni af norræna gigtarárinu 1992 boðar Gigtarfélag Islands til mál- þings um gigtsjúkdóma á Norður- landi á morgun, laugardaginn 21. júní í Dvalarheimili aldraðra við Sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðár- króki og í Safnaðarheimilinu á Húsavík nk. sunnudag. Dagskrá málþinganna hefst kl. 13.30 á báð- um stöðum og eru þingslit áætluð kl. 16.30. Fyrirlesarar eru þeir sömu á báðum stöðum og dagskráin að öllu leyti eins. Málþingin hefjast með setningu Ingibjargar Sveinsdóttur, formanns Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra. Að því búnu fjallar Jón Þor- steinsson, læknir, um slitgigt, Ingvar Teitsson, læknir, ræðir um lang- vinna liðagigt og Frosti Jóhannsson, erindreki norræna gigtarársins á ís- landi, fjallar um norræna gigtarárið. Að loknu kaffihléi, kl. 15.20, verður Jón Þorsteinsson með fyrirlestur um beinþynningu og Ingvar Teitsson ræðir um vefjagigt (fibromyalgia). Gísli Auðunsson, læknir, verður fundarstjóri. Málþingin eru opin öll- um sem áhuga hafa á gigtsjúkdóm- um. Aðgangur og veitingar ókeypis. Atvhmumálafundur á Stórutjömum Næstkomandi sunnudag, 21. júní, verður efnt til fræðslu- og upplýs- ingafundar um atvinnumál í Stóru- tjarnaskóla. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis. Fyrir fundinum standa atvinnumálanefndir Bárðdæla-, Háls- og Ljósavatnshrepps, Búnað- arsamband S.-Þingeyinga, Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins og Samstarfsnefnd um atvinnu í sveit- um. Á fundinum verða m.a. haldin erindi um stofnun eigin atvinnu- reksturs, lán og styrki frá sjóðum, list- og minjagripi, hlunnindanýt- ingu og fiskeldi. Skógrækt og land- bæting verða einnig á döfinni en auk þess verður lögð áhersla á atvinnu- þróun f sveitum og aðgerðir til þess að koma á nýrri atvinnusókn. Að lokum má nefna kynningu á fram- tíðarsýn ferðaþjónustu í sveitum. Þátttöku ber að tilkynna til atvinnu- málanefnda í hverjum hreppi. Rétt er að geta þess að Framleiðnisjóður landbúnaðarins stendur straum af kostnaði við uppihald. íþróttir íþróttamót Léttis: Deildarmót um helgina íþróttadeild Léttis á Akureyri stendur fyrir deildarmóti á Breið- holtsvelli um helgina. f dag, föstu- daginn 19. júní, kl. 18 verður hind- runarstökk og hlýðnikeppni, á morgun kl. 9 verður fjórgangur full- orðinna og síðan fjórgangur ung- linga og fjórgangur barna. Að loknu matarhléi verður tölt fullorðinna, tölt unglinga, tölt barna og fimm- gangur fullorðinna. Á sunnudag kl. 13 verða síðan úrslit og gæðinga- skeið. Hestaíþróttir: Fyrsta héraðs- mót UMSE Fyrsta héraðsmót UMSE í hesta- íþróttum fer fram helgina 27.-28. júní n.k. á Flötutungum í Svarfað- ardal. Skráningu lýkur mánudaginn 22. júní kl. 16.00. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: í flokki 13 ára og yngri: tölt og fjór- angur. flokki 14-16 ára: tölt og fjórgang- ur. í flokki fullorðinna: tölt, fjórgang- ur, fimmgangur, gæðingaskeið, hlýðnikeppni og hindrunarstökk. Eins og áður sagði þarf skráning að berast skrifstofu UMSE eða Sportvík fyrir kl. 16.00, mánu- daginn 22. júní, ásamt skráningar- gjöldum. Þau eru, 250 kr. fyrir grein í unglingaflokki og 350 fyrir grein í fullorðinsflokki. Þátttökurétt hafa öll aðildarfélög UMSE. Ýmislegt Konur í Zontaklúbbi Akureyrar vilja vekja eftirtekt á að sunnu- daginn 21. júní verður efnt til kaffi- og vöfflusölu í húsi klúbbsins í Inn- bænum. „Upplagt er fyrir Akureyr- inga og ferðamenn er gista bæinn að líta við um leið og söfnin í Innbæn- um eru skoðuð.“ Framsóknarmenn gróðursetja að Dlugastöðum Framsóknarmenn í Norðurlands- kjördæmi eystra efna til gróðursetn- ingarferðar um helgina. Farið verð- ur að Illugastöðum í Fnjóskadal á morgun, laugardaginn 20. júní, og stendur gróðursetning þar yfir frá kl. 14 til 17. Klukkan 17.30 hefst síðan grillveisla í Vaglaskógi (Hróa- staðanesi) fyrir þátttakendur. Kvenréttindadagurinn: Gleðskapur í dag í Naustaborgum í dag, á kvenréttindadaginn 19. júní, kl. 19 ætla konur á Akureyri og nágrenni að að koma saman í Kvennalundi í Naustaborgum og gera sér glaðan dag. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, gróðursetning, grill og fjöldasöngur, glens og gaman. Trjáplöntur verða seldar á staðn- um og kostar hver planta kr. 100. Grill og kol verða til staðar en kon- ur þurfa sjálfar að hafa með sér matföng. Áð sjálfsögðu er pláss á dagskránni fyrir óvæntar uppákom- ur og skemmtiatriði. Allar konur eru hvattar til að koma og taka þátt í gleðskapnum. Ólafsfjörður: Brottfluttir ætia að gróður- setja og skemmta sér Um helgina hyggjast brottfluttir Ólafsfirðingar fjölmenna á æsku- stöðvarnar og gróðursetja plöntur. Er gert ráð fyrir mætingu við félags- heimilið Tjamarborg kl. 10.30. Einn- ig er áætlað að mála húsið Hólkot í Olafsfirði að utan sem innan. Síðan verður grillað við Tjarnarborg kl. 17 og um kvöldið verður þar dansleik- ur. Áhugamenn hvetja alla Ólafs- firðinga búsetta á Norðurlandi að mæta þessa helgi í Ólafsfjörð og taka þátt í þessu skemmtilega starfi. Jónsmessugleði í KA-heimilinn Jónsmessugleði verður haldin í KA- heimilinu á Akureyri annað kvöld, laugardaginn 20. júní óg verður hús- ið opnað kl. 20. Grillað verður og farið í leiki utan dyra ef veður leyfir. Miðaverð er kr. 1.500. Þátttaka til- kynnist í KA-heimilið í síma 23482. Laufás: Lummukaffi á suimudagiim Sex stúlkur frá Grenivík halda með unglingalandsliðinu í borðtennis í æfinga- og keppnisferð til Skotlands og Wales laugardaginn 27. júní nk. Það er dýrt að fara í slíka ferð og því ætla stúlkurnar að vera með lummukaffi í Laufási á sunnudaginn kemur frá kl. 14-18 í fjáröflunar- skyni. Á þriðjudagskvöld kl. 21.00 verð- ur síðan spurningakeppni í Greni- víkurskóla á milli starfsstétta og rennur ágóði af aðgöngumiðasöl- unni í ferðasjóð stúlknanna. Zontaklúbbur Akureyrar: Kaffi-ogvöfflusala

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.