Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 19. júní 1992 - DAGUR - 15 IÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Samskipadeildin: Þór og Vfldngur á Aknreyri í kvöld KA mætir IA á Skaganum Þór, efsta lið deildarinnar, tek- ur á móti Víkingum, íslands- meisturunum frá því í fyrra, í kvöld á Akureyrarvellinum. KA fer á Skagann og spilar við ÍA. Norðanliðin hafa enn ekki tapað leik og verður spennandi að sjá hvað gerist í kvöld. Þórsarar ætla að hafa forsölu aðgöngumiða í Hamri í dag frá 10-20. í kvöld fá Þórsarar Vfkinga í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Þórsarar hafa enn ekki tapað leik, unnið þrjá og gert eitt jafn- tefli. Víkingum hefur hins vegar vegnað frekar illa það sem af er. Hlynur Birgisson, einn af mátt- íþróttir KNATTSPYRNA Föstudagur 1. deild karla: Þór-Víkingur ÍA-KA 2-deild karla: Leiftur-Fylkir 3. dcild: Völsungur-Tindastóll 4. deild C: MS-HSÞb 2. Ilokkur kvenna: kl. 20.00 kl. 20.00 kl. 20.00 kl. 20.00 ki. 20.00 KA-Þór kl. 18.00 3. flokkur karla: Þór-Hvöt/Kormákur kl. 18.00 Laugardagur 3. deild karla: Haukar-Magni kl. 14.00 Skallagrímur-KS kl. 14.00 Dalvík-Þróttur N. kl. 14.00 4. deild C karlu: Hvöt-Þrymur kl. 14.00 Korm.-Ungm.f. Neisti kl: 14.00 2. flokkur karla: Valur-Þór kl. 14.00 Selfoss-KA 16.00 Sunnudugur 2. flokkur karla: Stjarnan-Þór 14.00 FH-KA 14.00 4. flokkur karla: Leiftur/Dalvík- Hvöt/Kormákur 15.30 KA-KS 15.30 5. flokkur karla: KA-KS 14.00 Dalvík/Leiftur-Tíndastóll 14.00 Þór-Magni i i 00 3. flokkur karla: Tindastóll-KA 20.00 Dalvík/Leiftur-Þór 20.00 KS-Völsungur 20.00 4. flokkur karla: Völsungur-Þór 20.00 GOLF Föstudagur Dalvik: RC mót, opið mót, 18 holur. Mývatnssvcit: Kísiliðjumótið, 36 holur án forgj. kl. 15.00 Blönduós: Jónsmessumót. Laugardagur Akureyn: Jóhannsbikar, 50 ára og eldri m/án forgj., 18 holur. Húsavík: Bæjarkeppni GE/GH. Ólafsfjörður: Sparisjóðsmótið, 36 holur m/án forgj. Sauðárkrókur: K.S. mótið, 18 holur. Skaguströnd; Jónsmessumót, 9 holur. Sunnudagur: Akureyri: LEK, Landssamband eldri kylfinga, 18. holur. Blönduós: Firmakeppni, m/án forgj. 18 holur. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Blönduósi I.augurdug og sunnudag: Héraðsmót USAH arstólpum Þórsliðsins, sagði að leikurinn legðist vel í þá. „Menn eru staðráðnir í að standa sig og gefa toppsætið ekki eftir fyrr en í fulla hnefana,“ sagði Hlynur. Aðspurður hvort máli skipti að hér eru íslandsmeistararnir á ferð, sagði Hlynur að eflaust gerði það það. „Hvað mig varðar þá er undirbúningurinn fyrir leik- ina yfirleitt sá sami. Ég er þó ekki frá því að maður stilli sig sérstak- lega inn á leiki gegn íslandsmeist- urum hvers tíma. Það er alltaf meira gaman að leggja þá að velli,“ sagði Hlynur. Kvennaknattspyrna: Landsleíkur Landslið íslands í kvenna- knattspyrnu mætir Skotuni í Evrópukeppni kvennalands- liða á mánudag. Um er að ræða seinni leik liðanna í riðl- inum, fyrri leikurinn sem fór fram í Skotlandi í maí, endaði 0:0. Leikurinn fer fram á Akranesi og hefst kl. 20.00. Liðið sem valið hefur verið er skipað eftirtöldum leikmönn- um: Markverðir: Steindóra Steinsdóttir, ÍA og Sig- ríður Pálsdóttir, KR. Aðrir leikmenn: Auður Skúladóttir og Ragna Lóa Stefánsdóttir, Stjörnunni, Arney Magnúsdóttir, Val, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Sigrún S. Ótt- arsdóttir, og Vanda Sigurgeirs- dóttir, UBK, Guðrún Jóna Sæm- undsdóttir, KR, Halldóra Gylfa- dóttir, Helena Ólafsdóttir, íris Steinsdóttir, Jónína Víglunds- dóttir, Karítas Jónsdóttir, Sigur- lína Jónsdóttir og Magnea Guð- laugsdóttir, allar frá ÍA. KA menn fara upp á Skaga í kvöld og má búast við hörkuleik. Þeir eru, líkt og Þórsarar, tap- lausir í deildinni, en hafa gert jafntefli í þremur leikjum. „Eg á von á hörkuleik á Skaganum," sagði Steingrímur Birgisson, varnarjaxl hjá KA. „Við höfum reyndar ekki sótt mjög mörg stig til ÍA síðustu ár, ef ég man rétt, en það er kominn tími til að breyta því. Auðvitað má segja að eitt stig væri viðunandi út úr leiknum, en okkur er farið að þyrsta í annan sigurleik eftir þrjú jafntefli í röð,“ sagði Steingrím- ur. Báðir hefjast leikirnir klukkan 20 og rétt er að ítreka það að for- sala aðgöngumiða á Ákureyrar- völlinn verður í Hamri í dag frá kl. 10 og fram að leik. SV Þríþraut á Akureyri Þríþrautarkeppni verður hald- in á Akureyri um helgina, s.k. Miðnæturþríþraut. Keppnin hefst á sunnudagskvöld kl. 22.00. Að sögn Cees van de Ven er keppt í ólympískum vegalengd- um, 1500 m sundi, 40 km hjól- reiðum og 10 km sundi. Núver- andi íslandsmeistara í greininni, Einar Jóhannsson er væntanleg- ur til keppni og er reiknað með að keppendur verði um tíu talsins. Rétt er að vekja athygli á því að þeir sem ekki treysta sér í þær vegalengdir sem hér um ræðir, geta farið helming vega- lengdanna og látið það duga. All- ar upplýsingar gefur Cees í síma 27541. SV Hlynur Birgisson hefur leikið vel fyrir Þór í sumar. Kvennaknattspyrna: Sigur hjá KA og Tindastóli Tveir leikir fór fram í 2. deild kvenna B á mánudagskvöld. Dalvíkurstúlkur sóttu stöllur sínar hjá KA heim og máttu þola 4:0 tap. Staðan í leikhléi var 1:0. Leiftur og Tindastóll spiluðu og unnu þær síðar- nefndu með sex mörkum gegn tveimur „Þetta var nú ekkert til þess að hrópa húrra yfir,“ sagði Gunn- laugur Björnsson, þjálfari KA. „Það er auðvitað gott að fá stigin en flestar léku stelpurnar undir getu.“ Leikurinn var ójafn og fór nán- ast allur fram á vallarhelmingi Dalvíkinga. Helga Hannesdóttir byrjaði á því að skora fyrir KA í fyrri hálfleik en Ingibjörg Ólafs- dóttir skoraði tvö og Arndís Ólafsdóttir eitt í síðar hálfleik. Leikur Leifturs og Tindastóls fór 2:6. Stólarnir voru mun betri allan leikinn og var staðan 1:3 í leikhléi. Mörk Tindastóls skor- uðu Inga Dóra Magnúsdóttir og Rósa Viðarsdóttir, þrjú mörk hvor, en mörk Leifturs skoruðu Rósa Jónsdóttir, 1, og Díana Guðmundsdóttir, 1. Frjálsar íþróttir: Akureyrarmót um aðra helgi Akureyrarmót í frjálsum íþróttum verður haldið laugar- daginn 27. júní á Akureyrar- velli. Mótið hefst kl. 12.00. Keppt verður í eftirtöldum greinum og flokkum: 10 ára og yngri: 60 og 600 m hlaup, boltakast og langstökk. 11-12 ára: 60 og 800 m hlaup, kúlvarp, lang- stökk og hástökk. Knattspyrna 2. flokkur: KA sigraði Val Strákarnir í 2. á móti Val flokki KA tóku Islandsmótinu í knattspyrnu á mánudagskvöld. KA menn voru mun sterkari í byrjun og skoruðu tvö mörk á fyrstu 15 mínútunum. Staðan í hálileik var 2:1. Seinni hálfleik- urinn var algerlega eign KA- manna og bættu þeir tveimur mörkum við fyrir leikslok. Að sögn Hinriks Þórhallsson- ar, þjálfara KA, var aldrei spurn- ing hvort liðið færi með sigur af hólmi. „Við slökuðum svolítið á eftir að við komumst í 2:0, og þeir náðu að minnka muninn rétt fyrir leikhlé. Baráttan var svo aft- ur í lagi í seinni hálfleik og það var bara spurning um það hversu stór sigurinn yrði.“ ívar Bjarklind byrjaði á því að skora fyrir KA á 10. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Bjarki Bragason öðru marki við fyrir KA. Þórhallur Hinriksson og Gísli Guðmundsson skoruðu síð- an mörk KA í síðari hálfleik. Þór átti að spila við Selfoss í sama aldursflokki en Selfyssingar fengu leiknum frestað til þess að geta leikið við bæði Akureyrar- liðin í sömu ferð. SV 55 Knattspyrna helgarinnar: Dagskipunin er sigur Öll norðanliðin verða á fullri ferð í knattspyrnunni um helg- ina. í neðri deildunum er helst að geta leiks Leifturs og Fylkis í 2. deild í kvöld. Völsungur og Tindastóll mætast á Húsavík í 3. deildinni og SM og HSÞb spila í 4. deild. Á morgun spila Dalvík-Þróttur, Haukar- segir Marteinn Geirsson, þjálfari Leifturs 3. og Magni og Skallagrímur-KS í deild og Hvöt-Þrymur Kormákur-Neisti í 4. deild. Stórleikur verður á Ólafsfirði í kvöld þegar Fylkismenn sækja Leiftursmenn heim. Að sögn Marteins Geirssonar, þjálfara Leifturs, gera menn sér grein fyr- ir því að leikurinn verður rosa- lega erfiður. „Menn er komnir með fiðring í magann. en dag- skipunin er sigur og ekkert annað. Við megum ekki sleppa þeim of langt á undan okkur,“ sagði Marteinn. Óhætt er að full- yrða að Ólafsfirðingar láta sig ekki vanta til þess að styðja við bakið á sínum mönnum. 13-14 ára: 100 og 800 m hlaup, spjótkast, kúluvarp, langstökk og hástökk. 15-16 ára: 100, 200 og 800 m hlaup, spjótkast, kúluvarp, langstökk og hástökk. Konur/Karlar: 100, 200 og 800 m hlaup, spjótkast, kúluvarp, langstökk og hástökk. Öllum Akureyringum er heim- il þátttaka, þótt þeir séu ekki skráðir félagar í Ungmannafélag- inu. Skráning er í símum 26111 (Sigurður) milli kl. 8.00 og 11.00, virka daga, og 27791 (Sigurður) milli kl. 20.00 og 22.00, um helgar. Síðast skráningardagur er 22. júní. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. fréttatilkynning Kveunahlaup 1992 íþróttasamband íslands hefur samþykkt að kvennahlaup kuli fara fram, sem víðast á andinu, laugardaginn 20. júnl n.k. Á Akureyri verður hlaup- ið I Kjarnaskógi og hefst skráning kl. 13.30. Markmiðið með kvennahlaup- inu er sem fyrr að leggja áherslu á íþróttaiðkun kvenna og holla lífshætti sem konur fá með þátt- töku í íþróttum. Lifandi tónlist verður á staðn- um auk þess sem boðið verður upp á sameiginlega upphitun. Að trimminu loknu verður boðið uod á hressingu. Ékkert aldurstakmark er í hlaupinu og er áhersla lögð á að hver og einn velji sér sinn eigin hraða í göngu eða skokki. Hlaup- ið fer fram í Kjarnaskógi og er þátttökugjald 500 krónur. Fréttatilkynning

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.