Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 19. júní 1992 Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri unglingalandsmótsins, á skrífstofu sinni í Gimli. „Þetta er rosalega skemmtilegt, draumastarf.“ Mynd: jhb Framkvæmdastjóri unglingalandsmótsins á Dalvík: SvoMtið álag en engu að síður draumastarf í sumar, nánar tiltekið 10.-12. júlí, verður fyrsta unglinga- landsmót UMFÍ haldið á Dal- vík og í nágrenni. Það er UMSE sem sér um fram- kvæmd mótsins en sambandið lagði fram tillögu um að slík mót yrðu haldin og var falið að halda eitt slíkt. Takist það vel má allt eins búast við að ung- lingalandsmót verði fastur lið- ur í framtíðinni. Katrín Sigur- jónsdóttir er framkvæmda- stjóri unglingalandsmótsins og útsendari Dags leit við á skrif- stofu hennar í Gimli á dögun- um. „Það er í býsna mörg horn að líta en undirbúningurinn hefur bara gengið vel. Stærsta áhyggju- efnið er hvort nýi íþróttavöllur- inn verður tilbúinn en við vonum auðvitað að svo verði. Ef ekki er Árskógsvöllurinn varastaður fyr- ir frjálsu íþróttirnar en þá verð- um við að leita að nýjum stað fyr- ir knattspyrnuna. Þetta myndi bjargast en óneitanlega yrði það þægilegra fyrir alla aðila ef nýi völlurinn yrði tilbúinn,“ sagði Katrín. Katrín kemur upphaflega úr Borgarfirðinum en er búin að búa á Árskógsströnd og Dalvík síðan 1986. Hún var í stjórn UMSE í tvö ár og hefur starfað töluvert fyrir Ungmennafélagið Reyni auk þess sem hún hefur haldið félagsmálanámskeið og unnið að fleiri skyldum málum. Hún hóf störf við undirbúning landsmótsins í apríl, þá í hálfu starfi en í fullu starfi frá byrjun maí. „Það veitir ekki af, maður er alveg á hvolfi þessa dagana og verður það fram eflaust fram að móti. Síðan verð ég í hálfu starfi áfram út júlí. Þetta er rosalega skemmtilegt, draumastarf. Eg gæti vel hugsað mér að vinna við þetta allt árið. En þetta er dálítið mikið álag og ég gæti trúað að taugarnar verði orðnar þandar þegar nær dregur." Reiknað með um 3000 manns í tengslum við mótið Forskráningu lauk í byrjun júní og samkvæmt henni verða þátt- takendur tæplega 1500 talsins, um 1250 víðs vegar að af landinu og 200-250 frá UMSE. En það koma fleiri á mótið en keppend- ur, t.d. þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fleiri. Katrín segist reikna með að tvöfalda megi þátttakendafjöldann þannig að búast megi við um 3000 manns til Dalvíkur í tengslum við mótið. „Okkur finnst útlitið bara gott og kvíðum því ekkert að taka á móti öllum þessum fjölda. Það verður auðvitað bara að koma í ljós hvernig þetta gengur en fólkið gistir í tjaldbúðum og það eru engin augljós vandamál sem blasa við. Við gætum lent í vand- ræðum og þurft að koma fólkinu einhvers staðar fyrir ef veðrið verður leiðinlegt en maður sér þetta alltaf fyrir sér í sól og blíðu,“ sagði Katrín og hló. Geysileg vinna liggur í undir- búningi slíks móts, ekki síst þar sem þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið. „Það er ekki hægt að fletta upp í neinum blöð- um og sjá hvað á að gera næst. Maður er oft að rekast á ýmislegt sem þyrfti að vera búið að gera en þetta hefst allt saman. Fyrir nokkrum árum voru haldnir Norðurlandsleikar æskunnar á Sauðárkróki og við höfum það til viðmiðunar og einnig Landsmót UMFÍ sem er á margan hátt svipað. Ég er eini launaði starfs- maðurinn sem vinn við undirbún- inginn en fleiri leggja hönd á plóginn, m.a. stjórn UMSE, stjórn unglingalandsmótsins og svo sérstakir greinastjórar sem sjá um að undirbúa hverja grein. Þetta fólk vinnur gífurlega mikið starf.“ Meira en bara íþróttamót Katrín segir unglingalandsmótið verða miklu meira en bara íþróttamót, lögð sé mikil áhersla á að gera þetta að fjölskyldu- skemmtun. Ýmislegt er á dag- skránni auk íþrótta, svo sem dansleikir, leikir af ýmsu tagi, tívolí, hestaleiga, veiðiferðir og margt fleira. Frír aðgangur er að keppnisstöðum fyrir foreldra og áhorfendur. Lokaskráningarfrestur rennur út 1. júlí. „Ég vil endilega koma því á framfæri til félaganna að þau skrái ekki bara þau bestu. Þetta er mjög almennt mót, eng- in lágmörk, og það er um að gera að gefa þeim tækifæri sem eiga kannski ekki möguleika á að komast á íslandsmót og önnur stærri mót. Það er um að gera að reyna að hafa gaman af þessu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir. JHB Framkvæmdir við nvja íþróttavöliiim - þökulagt um helgina - framkvæmdir við sundlaugin Séð yfir íþróttavöllinn sem þökulagður verður um helgina. Alls verða lagðar þökur á 11-12000 fermetra en völlurinn sjálfur er um 8000 fermetrar. Framkvæmdir eru nú langt komnar við nýjan íþróttavöll á Dalvík. Hafíst verður handa við þökulagningu um helgina en stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn fyrir unglinga- landsmót UMFI sem haldið verður í júlí. Þá eru að hefjast framkvæmdir við nýja sund- laug fyrir ofan völlinn en þar verður búnings- og geymslu- aðstaða fyrir íþróttavöllinn. Framkvæmdir við íþróttavöll- inn hófust fyrir 4 árum en þá var landinu bylt. Síðan lágu fram- kvæmdir niðri þar til veturinn 1990-1991 en þá var keyrt efni í völlinn. Sl. haust var byrjað að vinna í áhorfendabrekkum og þær þökulagðar að hluta og vinna hófst síðan af fullum krafti í vor. Lokið var við að þökuleggja áhorfendabrekkurnar og búið er að keyra möl í völlinn og jafna hana út. Ofan á það kemur þunnt sandlag sem þökurnar verða síð- an lagðar á. Völlurinn sjálfur verður um 8000 fermetrar en í heild verða lagðar þökur á 11- 12000 fermetra. Grasvöllurinn sjálfur verður vitanlega ekki notaður í sumar en Dalvíkingar vonast til að geta spilað á honum að ári. Hins vegar er keppikeflið að hafa frjáls- íþróttaaðstöðuna tilbúna þegar unglingalandsmótið hefst, þann 10. júlí. Lagt verður gerviefni á atrennubrautir fyrir hástökk,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.