Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. júní 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Fæðingarlæknirinn Cliff Huxtable ...syninum Theo... með eiginkonunni Clair... Pættirnir um Huxtable-ijölskylduna: Cosby kvedur sjón- varpsfjölskyldu sína Eftir átta ára sigurgöngu hafa þættirnir um Huxtable-fjölskyld- una runnið sitt skeið á enda. Síðasti þátturinn var sýndur í Bandaríkjunum í lok aprílmán- aðar og megin uppistaða hans var útskrift sonarins Theo úr háskóla en skólagangan hafði gengið upp og ofan, eins og aðdáendum fjöl- skyldunnar er vel kunnugt. Bill Cosby lét hafa eftir sér í viðtali að hann vonaðist til að sú rögg sem Theo tók á sig til að ljúka háskólanáminu verði til þess að hvetja unglingana til að feta sömu braut. „Þetta hafa verið góð ár með sjónvarpsfjölskyldunni minni. Ég vildi að endirinn yrði veglegur og það var við hæfi að enda þetta á útskrift Theo. Með þessu komum við þeim skilaboðum til unga fólksins að ef það vill komast áfram í lífinu þá verður það að standa sig í skólanum,“ sagði Bill Cosby. Ein af stærri persónum í Cosby-þáttunum að undanförnu hefur verið litla stúlkan Olivia og í lokaþættinum kemst hún lokst til foreldra sinna sem þá eru í austurlöndum. Lisa Bonet sem leikið hefur Denise í þáttunum sést ekki í lokaþættinum. Cosby rak hana á síðasta ári og hefur ekki alltaf verið hlýtt á milli þeirra tveggja. Bill Cosby segist geyma minningar um þessa þætti um ókomna framtíð. „Ég mun sakna sérstaklega „sjónvarpseiginkon- unnar minnar" hennar Phyliciu Rashad,“ viðurkennir hann. „Við höfum átt margar stórgóðar stundir í þessari vinnu og þessu „hjónabandi“. Pað entist lengur en mörg hjónabönd í raunveru- leikanum en ég naut hverrar mínútu af þessu hjónabandi.“ ...og stjúpdóttur dóttur sinnar, Olivíu. „Er ég ekki alveg gasalega hugguleg?“ Þessi birna sem býr í dýragarðinum í Kolmar- den í Svíþjóð reyndi nýlega að halda sér til fyrir vini sínum af gagn- stæðu kyni með því að troða þessu dekki um hálsinn á sér og fá þann- ig úrvals hálsfesti. Það fer hins vegar engum sögum af því hvernig til gekk í tilhugalífinu eða hvort þessi tilraun birn- unnar bar tilætlaðan árangur. Alltaf samur við sig, kvenpeningur- mn! Konur eru fljótar að mæla karlmenn út Það tekur konu ekki nema 45 sekúndur að gera það upp við sig hvort karlmaðurinn sem stendur fyrir framan hana er Hinn Eini Rétti. Þetta er niðurstaða rann- sóknar sem danskir sálfræðingar hafa gert. Og þeir bæta því við að ákvörðun konunnar byggist á athugun á sex atriðum í fari karl- mannsins. Fyrst lítur konan í augu mannsins, en því næst rennir hún augunum yfir klæðaburðinn og athugar um leið hvort hann er með giftingarhring. Að því loknu fær hárið þriggja sekúndna skoð- un en augun staldra í tíu sekúnd- ur við hendurnar. Fimmta atriðið sem konan skoðar eru af einhverjum ástæð- um skórnir (munið að bursta, félagar). Þessari skoðun lýkur svo með fimmtán sekúndna athugun á heildarmyndinni, þ.e. fasi mannsins og göngulagi. Meira þarf meðaljónan ekki til þess að geta ákveðið hvort hún hefur áhuga á að kynnast við- komandi nánar. Blóma- og plöntusala Laugardaginn 20. júní verðum við með blóma- og plöntusölu í Lystigarðinum frá kl. 10.00-14.00. ★ Ágóðanum verður varið til bættrar aðstöðu gesta í garðinum. Garðyrkjufélag Akureyrar. Ólafsfirðingar! Gróðursetningarferð - Dansleikur Helgina 20.-21. júní nk. veröur fariö í gróðursetning- arferð til Ólafsfjaröar. Það hefur verið gert sl. 3 ár og í því hefur verið góð þátttaka og mikið fjör. Gróður- setning hefst laugardaginn 20. júní með mætingu við Tjarnarborg kl. 10.30 og einnig er áætlað að mála húsið Hólkot að utan sem innan. Síðan verður grillað við Tjarnarborg kl. 17.00 og um kvöldið verður dansleikur í Tjarnarborg. Viljum við hvetja alla þá Ólafsfirðinga búsetta á Norðurlandi að mæta þessa helgi í Olafsfjörðinn og taka þátt í þessu skemmtilega starfi með okkur. SPORTSKÓLIKA SUMARIÐ '92 ★ Línuskautar ★ Körfubolti ★Fimleikar ★ Hokkí ★ Blak ★ Hjólreiðar ★ Sund ★ Sport-leikir ★ Borðtennis ★ Knattspyrna o.fl. o.fl. fyrir hressa krakka á aldrinum 8-13 ára. Fjögur vikunámskeið - hálfan daginn frá kl. 9.00-11.00 á morgnana annars vegar eða hins vegarfrá kl. 13.00-15.30. Námskeiðsgjald er kr. 2.500.- Skráning í KA-heimilinu og í síma 23482. Leiðbeinandi er Gunnar Már Másson, íþróttafræðinemi í VSA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.