Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 75. árgangur Akureyri, föstudagur 19. júní 1992 113. tölublaö Húnavatnssýslur: 268 ökumenn teknlr vegna hraðaksturs Akureyri: Piltur féll í Glerá Ölvun á almannafæri á þjóð- hátíðardaginn var ekki mikil á Akureyri að sögn lögreglu. Þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af fólki. Aðfaranótt 17. júní hýsti lög- reglan á Akureyri tvo menn vegna ofurölvunar. Tilkynnt var um rúðubrot í miðbæ Akureyrar og tveir voru teknir vegna meints ölvunaraksturs. „Þann 16. júní fengum við til- kynningu um að piltur hefði fallið í Glerá. Er lögreglan kom á stað- in hafði pilturinn náð landi og var á braut. Síðar kom hann á stöð- ina til okkar og var undir áhrifum áfengis. Hann hafði reynt að fara yfir hitaveitustokkinn í gljúfrun- um, en fallið í ána. Litlu munaði að illa færi og pilturinn slapp með skrekkinn,“ sagði talsmaður lög- reglunnar. ój Hvasst í dag og kólnandi veður Spákort Veðurstofu íslands gerir ráð fyrir hvassri vestan- eða suðvestanátt um allt Norðurland í dag. Veður fer kólnandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands má búast við allt að níu vindstigum á Norður- landi í dag. Hitastig fer lækkandi þótt hlýtt verði og úrkomu verð- ur vart á ystu nesjum. í nótt gengur hvassviðrið niður og hita- stig verður á bilinu 10 til 13 gráð- ur á morgun. Á sunnudag fer enn kólnandi og á mánudag verður komin norðanátt með kulda og skít. ój af er árinu. Á sama tíma í fyrra var talan 106. 106 á sama tíma fyrir ári Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Þorbjörnssonar, yfirlög- regluþjóns á Blönduósi, hafa 268 ökumenn verið teknir vegna hraðaksturs á þjóðveg- um Húnavatnssýslna það sem Betri vegir valda því að öku- menn freistast til að aka mun hraðar en góðu hófi gegnir. Pjóð- vegur 1 um Húnavatnssýslurnar báðar er sem hraðbraut og öku- menn eru þungstígir á bensíngjöf bíla sinna sem tölur sanna. Níu- tíu og níu ökumenn voru stöðv- aðir vegna hraðaksturs í maí er leið og það sem af er júní er talan komin upp í 52 ökumenn. Af þeim 268 sem teknir hafa verið á árinu hafa fjórir verið sviftir öku- leyfi á staðnum. ój Akureyringar fjölmenntu í miðbæinn á 17. júní. „Spræku pollarnir“ kiifu húsveggi til að hafa betra útsýni yfir mannfagnaðinn. Mynd: Goiu. Viðbrögð við tillögum Hafrannsóknastofnunar: „Ég held að menn muní ekki kúldrast niður í volæði“ segir bæjarstjórinn í Ólafsfirði Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, segir að þrátt fyrir tillögur Hafrannsókna- stofnunar um hámarksafla á næsta ári, þá sé engin ástæða til óendanlegrar svartsýni og reynslan sýni að þjóðin sýni virkilega hvað í henni búi þeg- ar þrengi að. Ljóst er að um 30% skerðing þorskafla mun hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífið og verulega mun harðna á dalnum í sjávarút- veginum, bæði í útgerð og fisk- vinnslu. Þrengingar í sjávarút- veginum hafa síðan keðjuverk- andi áhrif og sveitarfélög í land- inu munu vitaskuld verða fyrir miklum tekjumissi. Bjarni Kr. Grímsson segist auðvitað gera sér grein fyrir því að þetta sé alvarlegt högg fyrir sveitarfélögin og ljóst sé að sveitarstjórnar- menn verði að bregðast við þessu. Hins vegar sé heimsendir ekki í nánd. „Auðvitað er þetta áfall fyrir alla þá sem tengjast sjávarútvegi og þá er kannski erf- itt að undanskilja marga á ís- landi. Hins vegar hefur verið bent á að það eru að koma upp aðrar tegundir, sem hafa verið í lægð. Það er líka bent á veiðar á tegundum utan kvóta og ýmislegt fleira. Við hljótum að reyna að finna aðrar fisktegundir og reyna okkar besta. Niðurstaða mín er sú að þetta er áfall, en ekki áfall sem ekki hefur komið á einhvern hátt svipað áður. Menn þurfa bara að taka á honum stóra sín- um og takast á við vandann,“ sagði Bjarni. Hann sagði að slíkt efnahags- legt áfall væri ekki alslæmt fyrir íslensku þjóðina. „íslendingar hafa aldrei verið verri við sjálfa sig en í góðæri, þeir hafa aldrei kunnað að fara með góðæri. Um leið og fer að kreppa að íslend- ingum, þá kemur í Ijós hvað í þeim býr. Ég held því að menn muni ekki kúldrast niður í volæði. Ég tel þvert á móti að Atvinnuástandið á Norðurlandi: 294 karlar og 251 kona á atvmnuleysisskrá í maímánuði í maímánuði sl. voru skráðir atvinnuleysisdagar á Norður- landi vestra 3531 og 162 voru skráðir atvinnulausir; 94 karlar og 68 konur. I aprflmánuði voru 225 á atvinnuleysisskrá í umdæminu en í maímánuði 1991 voru atvinnuleysisdagar 285 og 13 á atvinnuleysisskrá, 3 karlar og 10 konur. Flestir voru skráðir atvinnu- lausir á Siglufirði eða 44, á Sauð- árkróki voru 41, á Blönduósi 30, á Hvammstanga 17 en annars staðar voru færri skráningar. Á Norðurlandi eystra voru 383 skráðir atvinnulausir í maímán- uði, 200 karlar og 183 konur og skráðir atvinnuleysisdagar alls 8285. í aprílmánuði sl. voru skráðir atvinnuleysisdagar 10697 og skráðir atvinnulausir 493 en í maímánuði 1991 voru skráðir atvinnulausir 68 karlar og 65 kon- ur og atvinnuleysisdagar alls 2885. Á Akureyri voru 244 á atvinnuleysisskrá, 98 á Húsavík, 20 á Dalvík og 8 í Ólafsfirði en annars staðar færri, jafnvel enginn eins og í Árskógshreppi. GG menn muni mæta þessu með því að rísa upp tvíefldir," sagði Bjarni. Magnús B. Jónsson, sveitar- stjóri á Skagaströnd, segist efast um að það fáist staðist að skerð- ing á þorskkvóta niður í 150 þús- und tonn leiði til þess að 83 missi- atvinnuna á Skagaströnd, eins og gert er ráð fyrir í úttekt Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. „Það vinna ekki nema 50 manns í frystihúsi Hólaness,“ benti Magnús á og sagði að ótrúlegt væri að skerðingin myndi leiða til þess að því yrði lokað og gott betur. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af skerðingunni, en við getum ekki gert okkur nógu vel grein fyrir hvað hún táknar fyrir sveitarfélagið,“ sagði Magnús. óþhi Fjögurra milljóna króna tap á rekstri FN á síðasta ári - „vongóðir um að sumarið verði gott“ Rúmlega fjögurra milljóna kr. tap varð á rekstri Flugfélags Norðurlands á síðasta ári. Meginskýringarnar á tapinu er að finna í kostnaði við tvær nýjar flugleiðir auk þess sem leiguflug í tengslum við gullleit á Grænlandi féll nánast fyrir- varalanst niður og olli það félaginu verulegu óhagræði. Heildarvelta FN á síðasta ári var 222.172.000 kr. en rekstrar- tap nam 4.071.000 kr. Eigið fé félagsins nam 88.900.000 kr í árs- lok 1991. Hjá félaginu störfuðu að með- altali 28 starfsmenn á sl. ári og námu launagreiðslur til þeirra 73,4 milljónum kr. FN hóf á sl. ári að fljúga á tveimur nýjum flugleiðum, milli Húsavíkur og Reykjavíkur ann- ars vegar og Akureyrar og Kefla- víkur hins vegar. Slíkum nýjung- um fylgir talsverður kostnaður sem ekki skilar sér fyrr en að nokkrum tíma liðnum að sögn Sigurðar Aðalsteinssonar, fram- kvæmdastjóra FN. „Keflavík er enn á tilraunastigi hjá okkur, vet- urinn var keyrður með um 30% nýtingu en við erum vongóðir um að sumarið verði gott. Húsavík- Reykjavík gæti líka orðið góð en nýtingin á þeirri leið hefur verið dræm hingað til.“ í mars átti að hefjast leiguflug í tengslum við gullleit á Grænlandi en það féll niður með skömmum fyrirvara. Sigurður segir það hafa komið sér afar illa fyrir félagið, það hafi m.a. verið búið að neita leigu á vél til útlanda vegna þessa. Þetta sé úr sögunni í dag. Sigurður segir ljóst að útkom- an í ár verði nálægt núllinu. „Það er ekki reiknað með rekstarhagn- aði í ár en við reynum allt sem við getum til að það vérði ekki tap,“ sagði Sigurður Aðalsteins- son. JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.