Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. júní 1992 - DAGUR - 13 Condition of mountain tracks lokaöir allri U/ Tracks in the shaded areas are clc for all traffic until further notice 0, Vegir á skyggöum svœöum eru umferö þar til annaö veröur auglýst Kort nr. 5 Gofiö út 18. júní 1992 Natta koit varCMjr gellÐ út 23. |únl Published June 18th, 1992 Nexi map nnli be pubHshed June 25th Vegagerö rlkisins -‘V Public Roads Administration gr«m númar iku ueej 9s-63i: NáttúruverndarráB ÁSTAND VEGA Kór Glerárkirkju fer í dag í tveggja vikna utanlandsferð Kór Glcrárkirkju ásamt stjórnandanum Jóhanni Baldvinssyni. í dag, föstudaginn 19. júní, heldur Kór Glerárkirkju á Akureyri í tveggja vikna ferða- lag um meginland Evrópu. Þetta er fyrsta utanlandsferð kórsins og er ferðinni heitið til Þýskalands, en einnig verður far- ið í gegnum Lúxemborg, Frakk- land og Holland. Ferðin hefst á Akureyrarflug- velli að morgni 19. júní og verður fyrst flogið til Keflavíkur en það- an til Lúxemborgar. Frá Lúx- emborg verður farið með rútu til Múnsingen, bæjar rétt sunnan við Stuttgart. Þar verða haldnir tónleikar seinnipart laugardags- ins 20. júní. Á efnisskránni eru nær eingöngu íslensk kórverk og þjóðlagaútsetningar en að auki eitt þjóðlag frá hverju Norður- landanna og tvö þýsk lög. Morg- uninn eftir, 21. júní, syngur kórinn, ásamt kór Martinskirkj- unnar í Múnsingen, við messu í Martinskirkjunni, en kórinn dvelur í Múnsingen í boði þess kórs og gistir stærstur hluti hóps- ins heima hjá kórfélögum. Seinnipart sunnudagsins verð- ur síðan lagt upp í mikið ferðalag um Þýskaland og Frakkland. Ekið verður að Bodensee í Suð- ur-Þýskalandi, um Svartaskóg til Freiburg, meðfram og yfir Rín til Strassbourg í Frakklandi, gegn- um Frakkland til Eifel í Þýska- landi og að Mósel. Þar verður áð og farið í skoðunarferðir um Móseldalinn. Þá liggur leiðin í Rínardalinn nálægt hinum fræga kletti Loreley. Farið verður til Bonn og Köln og loks til Aachen við landamæri Hollands og Belgíu. Á leiðinni mun kórinn syngja þar sem því verður við komið, en í Aachen verða síðan formlegir tónleikar þriðjudagskvöldið 30. júní. Undirbúningur ferðarinnar hefur staðið í rúmt ár og hafa kórfélagar unnið ötullega að því að safna fé til fararinnar. í ferð- inni verður stærstur hluti kórsins, eða 37 félagar, en að auki verða makar og gestir kórfélaga með og verða því alls 56 í ferðinni. Stjórnandi Kórs Glerárkirkju er Jóhann Baldvinsson, sem jafn- framt er organisti við Glerár- kirkju. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum eignum: Húseign Léttsteypunnar hf. í Reykjahlíðarlandi, Skútust.hr., þingl. eigandi Léttsteypan hf., fer fram á eigninni sjálfri, mánudaginn 29. júní 1992, kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru: Þorsteinn Hjaltason lögfr., Stein- grímur Eiríksson hdl., Iðnjaróunar- sjóður og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Tunga, Svalb.str.hreppi, þingl. eig- andi Ester Laxdal, fer fram á eign- inni sjálfri, föstudaginn 26. júní 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Inn- heimtustofnun sveitarfélaga, Ólafur B. Árnason hrl., Stofnlánadeild landbúnaðarins og Bæjarfógetinn á Akureyri. Bæjarfógeti Húsavíkur. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Hann sat flötum beinum í göngugötunni framan við pósthúsið og seldi alls kyns skrautlega steina, bæði sagaða og slípaða og lét vel af því aðspurður um það hvort verslunin hefði verið blómlcg. Þessi ungi kaupmaður heitir Geir Sigurðsson og steinasafnið fékk liann eftir afa sinn, Þórð. Mynd: GG ^^"""‘‘^g!^^g^^M"'^^^*'l'^^gB!BBBggB9‘‘ll"^^^^B!^ Glæsilegt úrval gluggatjaldaefna Ótrúlegt verð frá kr. 280,- Sendi í póstkröfu. Svampur og Bóistrun, Austursíða 2 (Sjafnarhúsinu), sími 25137. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf verður haldinn á Hótel Húsavík 4. hæð laugardaginn 27. júní kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. KONUR - KONUR Höldum upp á kvenréttindadaginn 19. júní í Kvennalundi, Naustaborgum kl. 19.00. Dagskrá: ★ Gróðursetning - plöntur seldar á staðnum. ★ Grill - það verður heitt í kolunum en þið komið með kjötið. ★ Fjöldasöngur - glens og gaman. Konur sýnum samstöðu og flykkjumst í Kvennalund 7 9. júní. Nefndin. Takið eftir! Islensk hjón með fjögur börn, búsett í úthverfi Wash- ingtonborgar, óska að ráða til sín heimilishjálp. Börnin eru 2ja(x2), 4ra og 8 ára, og er starfið einkum fólgið í umönnun um þau yngstu sem og léttum húsverkum, en móðirin er einnig heimavinnandi. Allt umhverfi er mjög öruggt, mjög góð aðstaða er til hvers kyns íþróttaiðkunar og námskeiða - menntun- ar. Laun eru bærileg. Æskilegt er að viðkomandi sé a.m.k. 22ja ára, hafi bílpróf, sæmilegt vald á ensku og hafi unnið með börnum. Reglusemi er algert skilyrði og meðmæli nauðsyn- leg. Ráðningartími er frá júlílokum í u.þ.b. eitt ár. Nánari upplýsingar veitir Kristín S. Árnadóttir í síma 22519. Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - V.M.A. Framhaldsskólakennarar Lausar eru kennarastöður veturinn 1992-93. Kennslugreinar: Enska, danska, raungreinar og fag- greinar stýrimanna- og fiskiðnaðarnáms. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Upplýsingar gefnar í símum 96-61380, 96-61381 og 96-61162. Skólastjóri. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug við andlát og úttör, DAGRÚNARJAKOBSDÓTTUR, frá Hlíð. Bryndís Alfreðsdóttir, Árni Sigurðsson, Steingerður Alfreðsdóttir, Ingvar Kárason, Guðrún Alfreðsdóttir, Arnór Friðbjörnsson, Ásta Alfreðsdóttir, Benedikt Leósson, Kristín Alfreðsdóttir, Guðmundur Kristinn Bjarnason, Kristján Sigurbjarnarson, Pálína Björnsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.