Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 19. júní 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Alþýðublaðið og einkavæðingin í forystugrein Alþýðublaðsins fimmtudaginn 11. júní sl. var fjallað um eitt helsta hugðarefni blaðsins um þessar mundir: einkavæðingu ríkisbankanna. Alþýðublaðið hefur birt margar forystugreinar um þetta sama mál síðustu misserin og notar raunar minnsta tilefni sem gefst til að minna á nauðsyn þess að einkavæða ríkisbankana án frekari tafar. Að þessu sinni var kveikjan sá ágreiningur sem reis fyrir skemmstu milli nýs útibússtjóra Búnaðarbank- ans á Akureyri og nokkurra viðskiptavina bankans. „Mál útibússtjórans á Akureyri er ágætt dæmi um fyrirgreiðslupólitík ríkisbankanna, “ segir m.a. í fyrrnefndri forystugrein Alþýðublaðsins. „Pólitískt skipað bankaráð með hagsmunapólitíkusa kjör- dæmisins að baki hvetur til fyrirgreiðslu og útlána sem oft eru óhagstæð og eiga að fjármagna óarð- bærar fjárfestingar. Viðskiptalegum hagsmunum er blandað saman við pólitíska hagsmuni. það er afar erfitt að reka slíkan banka á viðskiptalegum grunni," segir ennfremur í forystugreininni. Leiðarahöfundur Alþýðublaðsins kemst síðan að þeirri niðurstöðu að „dæmið á Akureyri sýni og sanni að löngu sé tímabært að breyta rekstrarformi ríkisbankanna í hlutafélög eins og frumvarp við- skiptaráðherra segir til um, sem bíður nú afgreiðslu haustþings." Við þessi skrif Alþýðublaðsins er margt að athuga. Það er að vísu rétt að pólitísk hagsmuna- gæsla og viðskiptasjónarmið fara ekki alls kostar saman. Hins vegar má ekki gleyma því að þótt ríkis- bankarnir yrðu seldir, er ekki þar með sagt að póli- tísk hagsmunagæsla yrði ekki stunduð af nýjum eigendum þeirra. Nægir að benda á vafasöm við- skipti Eignarhaldsfélags Verslunarbankans og fyrr- um eigenda Stöðvar tvö í því sambandi. í annan stað er mjög langsótt að nota málefni útibús Bún- aðarbankans á Akureyri sem röksemd fyrir einka- væðingu ríkisbankanna. Staðreyndin er sú að Bún- aðarbankinn er mjög vel rekinn banki, sem hefur mörg undanfarin ár skilað eigendum sínum, ríkis- sjóði, umtalsverðum hagnaði. Stjórnendum Búnað- arbankans hefur með mjög góðum árangri tekist að reka bankann á „viðskiptalegum grunni", svo not- uð séu orð Alþýðublaðsins, og það þrátt fyrir þá staðreynd að yfirstjórn bankans er skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Leiðarahöfundur Alþýðublaðsins gleymir því að önnur frumforsendan fyrir einkavæðingu ríkisbank- anna er sú að hagkvæmt sé að selja þá. Svo er ekki meðan þeir skila eigendum sínum verulegum arði. Hin frumforsendan fyrir einkavæðingu ríkisbank- anna er að sjálfsögðu sú að sett verði löggjöf sem takmarkar eignaraðild einstakra aðila að bönkun- um. Slík löggjöf er ekki til ennþá og þess vegna náði frumvarp viðskiptaráðherra um að breyta rekstrar- formi ríkisbankanna í hlutafélög ekki fram að ganga á nýafstöðu þingi. BB. Frímerki Skráning OAT. stimpla O.A.T. (03) OAXt „ O.A.T O.AX) ® íe OAT. 0*A.T. 17- ie OAT le O.a.T F. S. 20 ie O-A.TjI {O.A.X ts. 11 O.A.T. 21 22 A T / \ 1 ÍS> £»„ a 12 1) Þessi stimpill er þekktur á pósti um London, á árunum 1940-1947. Hann er sporöskju- lagaður með einföldum ramma og ferningslaga punktum á eftir stöfunum. Ýmsir litir bleks hafa verið notaðir, eins og svart, rautt og lillað. Þverskurður rammans er u.þ.b. 50x32 mm og stafanna 42x11 mm. Upphaflega var álitið að þessi stimpill hefði verið not- aður í Shannon á Foynes Air- port, þar sem fyrstu bréfin sem fundust með honum komu þaðan. Þessi sögn hefir fyrir löngu verið leiðrétt, en ástæða er til að ítreka þetta. 2) notaður í London frá 1942- 1946. Sama gerð og stimpillinn hér að framan og þekktur með sömu bleklitum. Er líður á not- kunina skemmist stimpiilinn. Hægri leggur A skemmist, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Stærð rammans er hér 53x35mm og letursins 41xllmm. 3) Notaður í London a.m.k. frá 1944-1946. Sama gerð og stimpl- arnir hér að framan, 1-2. Sömu litir á bleki og letur allt feitara en í fyrri stimplum, sérstaklega þverstrik á T. Stærð rammans er 56x35 mm og letursins 43x12 mm. 4) Notaður í London 1944-1945. Sama gerð og 3, en mun stærri. Bleklitir þeir sömu og áður. Þverstrik T skásett og hærri hægra megin. Stærð ramma 62x40 mm og leturs 49xl4mm. 5) Notaður í London 1944-1947. Sama gerð og stimplarnir hér á undan og sömu litir á bleki, nema ef til vill sterkari. Stærðir á stimpli eru 65x42 mm, en á letri 51x14 mm. 6) Notaður í London á árinu 1945. Þetta er síðasti Lundúnar- stimpillinn af þessari sporöskju- löguðu gerð, með aðeins bók- stöfunum O.A.T. í. Er hann svo illa farinn að grunnurinn kemur fram í stimpluninni ofan og neð- an við letrið. Þá er skorið utanaf leggjum A, eins og í stimpli No.5. Hér vaknar raunar sú spurning: Hversu mikið af þessu eru sérstakir stimplar og hversu mikið af No. 1-6 eru sömu stimpl- arnir, misjafnlega illa farnir? Stærð ramma er 65x45 mm og let- urs 55x15 mm. 7) Notaður í London 1945-1954. Mjög illa farinn stimpill með ferhyrntum ramma, aðeins þekktur í ljósrauðum lit. Stærð ramma er u.þ.b. 58x40 mm en leturs 50x16 mm. Eintak undirrit- aðs frá 1954 er samt nokkuð stærra, sem öruggiega stafar af meira sliti og því að gúmmí stimpilsins hefir pressast út við notkun. 8) Notaður í London 1945-1947. Þetta er sá fyrsti af ferhyrntu stimplunum frá London, sem til eru í nokkuð fallegum eintökum. Samt ber hann eins og allir ensku stimplarnir með sér að vera gerð- ur úr mjúku gúmmí, sem ekki þolir mikla notkun og að standa á stimpilpúða. Punktar í letri meira og minna skemmdir. Þekktur í ljósrauðum lit. Rammastærð 33x18 mm og leturstærð 27x8 mm. 9) Notaður í London á sama tíma og No. 8 og eins að öllu leyti, nema punktur eftir T er mun stærri og skemmdur. 10) Notaður í London á sama tíma og stimplarnir No. 8 og No. 9 enda eins og þeir að flestu leyti, nema hvað punktar á eftir letri eru lítið eitt frábrugðnir. Hér er best að setja strax fram þá hugmynd höfundar að stimpl- ar sem hingað til hafa verið taldir No. VII til XII eftir skráningu D. D. Smythe og M. Heifetz, og skráðir hér No. 8 til 13, geta ver- ið að miklu leyti sömu stimplarn- ir, aðeins mismunandi slitnir. Munar oft 2-3 mm til eða frá á stærð þeirra, samanber númer 1- 6. 11) Notaöur í London 1945- 1946, og gæti sem best verið önn- ur útgáfa af stimpli No. 9, sem þá er orðinn nokkuð skemmdur, eða hefir verið þrýst þungt á bréfin. Þarna skal bent á punkt- inn eftir T, til stuðnings máli mínu. Sami litur og stærðin á ramma er u.þ.b. 36x21 mm og á letri 31x9 mm. 12) Notaður í London 1945- 1946. Allur grennri og minni en fyrri stimplar, nema stimpill No. 8. Þekktur í rauðum og svörtum lit. Stærð ramma 32x19 mm og leturs 26x10 mm. 13) Notaður í London 1946. Sama gerð og stimplarnir hér að undan og sömu litir á bleki og í No. 12. Stærð ramma 38x22 mm og leturs 31x12 mm. 14) Notaður í Prestwick a.m.k. frá 1941-1947, mest á færeyskan og íslenskan póst. Línustimpill án ramma með tígullaga punkta á eftir letri. Þekktur í rauðum og lilla lit af ýmsum styrkleika. Línu- lengd 37 mm og leturhæð 10 mm. 15) Notaður í London á árunum 1948-1958. Sporöskjulaga, ein- faldur rammi með letri í tveim línum, O.A.T. í efri línu og F.S. í neðri línu. Þekktur í lilluðum lit. Rammastærð er 29x16 mm, en leturstærð 18x10 mm. 16) Notaður í Tangier 1946- 1947. Línustimpill í lilla lit án punkts eftir T. Línulengd 37 mm og leturhæð 9 mm. 17) Notaður í Tangier 1944- 1957. Sporaskja með tveim línum í ramma sem umlykur letrið. Bleklitur lilla. Rammastærð 32x20,5 mm. Leturstærð 21x5 mm. 18) Sama stimpilgerð að því er virðist notuð í Kaíró þann 9. 4. 1950. Svartur að lit, en eins og Tangier stimpillinn, að öðru leyti. Rammastærð er 29x25 mm. Ekki er hægt að mæla leturstærð nákvæmlega út frá þekktu bréfi. 19) Notaður í Hong Kong 1941. Línustimpill með letri að stærð 18x7 mm. Lítið vitað um þennan stimpil nema hvað Heifetz hefir séð ljósrit. 20) Notaður í London 1951- 1965. Stafirnir O.A.T. og F.S. í ferhyrntum ramma. Lillað blek og rammastærð 26x14 mm. Let- urstærð 18x10 mm. 21) Notaður í Amman í Jórdan- íu, 1962. Sporöskjulaga ramrni, sem skerst af lóðréttri línu vinstra megin. Letrið sama og í stimplinum á undan. Blek lilla og rammastærð 32x20 mm. Letur- stærðin er 20x11,5 mm. 22) Hvers konar áritanir með bókstöfunum O.A.T. Þar má nefna sem dæmi þá sem notuð var í New York eftir pósthús- bruna 1967, til að koma öllum „First Class Mail“ í flugi áfram til viðtakenda. Línuáritun í ljós- rauðum daufum lit með O og A klofið. Lengd 62 mm og hæð 21 mm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.