Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. júní 1992 - DAGUR - 9 Nýtt Edduhótel á Þelamörk 6. júní sl. var opnað nýtt Edduhótel á Norðurlandi, nánar tiltekið á Þelamörk. A hótelinu, sem er í um 10 km fjarlægð frá Akureyri, eru alls 32 herbergi. Búið er að gera gagngerar endurbætur á hús- næði skólans sem hótelið er í, m.a. hefur veitingasalur verið endurnýjaður í hólf og gólf og sett hafa verið ný rúm í öll her- bergin. Hótelstjóri á Þelamörk er Hafdís Ólafsdóttir en hún hefur starfað sem hótelstjóri á Edduhótelum og víðar um margra ára skeið. Auk gistingar býður Hótel Edda upp á alhliða veitingaþjón- ustu frá morgni til kvölds. Á hótelinu er að finna setustofu, sjónvarpsstofu og leikstofu fyrir börn þar sem finna má margvís- lega leiki, spil og föndurvörur ásamt aðstöðu fyrir brúðu- leikhús. Þá eru útileiktæki á staðnum og við hótelið er úti- sundlaug, heitur pottur og eim- bað. Verðlag á gistingu á Hótel Eddu verður að teljast lágt. Nótt- in í eins manns herbergi kostar 3.000 kr. og tveggja manna 4.000 kr. Ef börn eru með í för er hægt að láta þau sofa á dýnum í her- bergjunum endurgjaldslaust þannig að 4-5 manna fjölskylda getur fengið næturgistinguna fyr- ir 4.000 kr. Þá munu Edduhótelin í sumar bjóða þeim gestum sem gista fleiri en fjórar nætur fimmtu nóttina án endurgjalds. í sumar eru liðin 30 ár frá því fyrsta Edduhótelið hóf starfsemi sína á Laugarvatni. Kveikjan að rekstrinum varð hins vegar á Akureyri þegar hótelstjóri Hótel I stað hefðbundinna hlaðborða mun nýja hótelið leggja áherslu á veglegar tertur af ýmsu tagi með kaffinu í sumar auk fjölbreyttra ísrétta. Hér standa þau Tryggvi Guðmundsson, umsjónarmaður Edduhótelanna, Hafdís Ólafsdótt- ir, hótelstjóri, Kjartan Lárusson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu íslands, og Hrafnhildur Pálsdóttir, fjármála- stjóri, við borð hlaðið sýnishornum af því sem upp á verður boðið. KEA fékk inni fyrir hóp á heima- vist MA. Nú eru hótelin 16 tals- ins hringinn í kringum landið og starfa þar um 240 manns. Reikn- að er með að 70-80.000 gistinætur seljist í sumar, í herbergjum og svefnpokaplássum, en talið er að hótelin hafi frá upphafi selt yfir milljón gistinætur. JHB Hótel Edda, Þelamörk. í setustofu hótelsins. Myndir: JHB ! v á Dalvík langt koinnar a að hefjast langstökk og spjótkast en á hlaupabrautina kemur blanda af hrauni, leir og mold sem að stærstum hluta kemur úr Aðal- dalnum. í fyrra var framkvæmt fyrir fjóra og hálfa milljón króna og sjö milljónir eru til ráðstöfunar í ár. Ekki er ljóst hvað það dugar en stefnt er að því að gera úttekt á fjármálunum um helgina. Framkvæmdir af þessu tagi eru dýrar og sem dæmi má nefna að aðeins gerviefnið á atrennubraut- irnar kostar á aðra milljón króna. Bylting fyrir félagið Nú eru hafnar framkvæmdir við bílastæði við sundlaugina og vinna við sundlaugina sjálfa ætti að hefjast á næstu dögum. Hún kemur til með að standa vestan við íþróttavöllinn og þar verður búnings- og geymsluaðstaða fyrir íþróttasvæðið og einnig verður nkvæmdir eru hafnar vio bílastæði við nýju sundlaugina en fyrsta hæð sundlaugarhússins s verður steypt upp í ár. þar gert ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir Ungmennafélag Svarfdæla. Ekki er Ijóst hvenær sundlaugin verður tilbúin en fyrsta hæðin verður steypt upp í sumar. Björn Friðþjófsson, formaður Ungmennafélags Svarfdæla, segir að nýi íþróttavöllurinn komi til með að breyta gríðarlega miklu fyrir félagið. Við hlið hans stend- ur æfingasvæði á grasi sem hefur verið breikkað í sumar og norðan við svæðið stendur svo malar- völlurinn. Þá hefur félagið afnot af keppnisvelli og æfingavelli Ungmennafélagsins Reynis á Árskógsströnd og þar hefur knattspyrnulið Dalvíkinga æft og spilað í sumar en lið Dalvíkinga og Reynis voru sameinuð í vor. Ef félögin verða áfram undir sama hatti verða ekki mörg íþróttafélög á landinu sem hafa yfir jafngóðri aðstöðu og Dalvík- ingar að ráða þegar nýi völlurinn verður tilbúinn. Sjálfboðaliðar óskast Eins og fyrr segir verður byrjað að þökuleggja um helgina, nánar tiltekið á morgun. Björn Frið- þjófsson óskar eftir sjálfboðalið- um og segir afar mikilvægt að sem flestir mæti. „Það hefur gengið ágætlega að fá sjálfboða- liða hingað til og ég vona að það verði engin breyting á því. Við Björn Friöþjófsson, formaður Ungmennafélags Svarfdæla. Myndir: jhb • . . , erum í miklu kapphlaupi við tím- ann og það er ljóst að það má ekkert út af bregða til að völlur- inn geti orðið tilbúinn 10. júlí. Það er hins vegar mikilvægt að það takmark náist og því vil ég beina því til fólks að mæta og leggja hönd á plóginn.“ JHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.