Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 19.06.1992, Blaðsíða 16
Höfum opnað nýja og glæsilega garðstofu Bjóðum úrval af pizzum og ísréttum Akureyri: 128 nemendur braut- skráðir frá MA Meðaleinkunn á stúdentprófi var 7,22 Tryggvi Gíslason skólameistari MA nælir gyltri uglu í jakkaboðung Finns Friðrikssonar nýstúdents, en merkið er næst æðsta heiðursmerki skólans. Mynd: Goiii. Menntaskólinn á Akureyri: Hvorki hægt að kenna dönsku né stærð- fræði næsta haust vegna skorts á kennunim - engir réttindalausir kennarar ráðnir að skólanum næsta haust 128 nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum á Akur- eyri 17. júní. Meðaleinkunn á stúdentsprófi var 7,22 og hefur ekki verið hærri í áratugi. Bestum námsárangri náði Finnur Friðriksson sem hlaut meðaleinkunnina 9,51. 628 nemendur hófu nám á liðnu hausti og þar af voru stúlk- ur um 60%. 208 nemendur voru á fyrsta ári, 170 á öðru og 127 á þriðja ári. Flestir voru nemendur frá Akureyri, 331 talsins eða 52,7%. 453 nemendur, eða 72,13% komu af Norðurlandi eystra. Tryggvi Gíslason, skólameist- ari, sagði í ræðu sinni við braut- skráninguna að skólastarfið hefði gengið vel í vetur, kennarar skól- ans unnið mikið og gott starf og árangur nemenda orðið góður þótt auðvitað væri hann misjafn eins og við hefði verið að búast. Tryggvi sagðist í samtali við Dag vera mjög ánægður með árangur nýútskrifaðra stúdenta. „Ef stúdentahópurinn frá upp- hafi er helmingaður og litið á betri helminginn þá hefur aldrei verið hærri meðaleinkunn en ein- mitt í ár. Það eru 43% braut- skráðra nemenda með yfir Veiðitími grásleppu framlengdur - viðauki við reglugerð um hrognkelsaveiðar öðlast þegar gildi Nýverið fór Landssamband smábátaeigenda þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að það breyti reglugerð um hrogn- kelsaveiðar þannig að veiði- tími verði framlengdur. Sjáv- arútvegsráðuneytið hefur orðið við þessari málaleitan. í bréfi Landssambands smá- bátaeigenda til sjávarútvegsráðu- neytis segir, að nú stefni allt í að ekki takist að veiða upp í samn- inga um sölu grásleppuhrogna, nauðsynlegt sé því að gera allt sem hægt er til að standa við þá samninga. Tilgreint er að fyrir liggi afstaða vísindamanns frá Hafrannsóknarstofnun um að hin dræma veiði á þessari vertíð sé ekki vegna ofveiði á undanförn- um árum. í svari sjávarútvegsráðuneytis frá 15. júní sl. segir: „Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. er heimilt á árinu 1992 að stunda grásleppuveiðar á svæðum A,B, og C til og með 8. ágúst, á svæði D til 23. júlí og á svæðum E og F til og með 7. júlí. Á svæði B innan línu, sem dregin er úr Krossanesvita í Lambanes er heimilt að stunda veiðar til og með 22. ágúst. - Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.“ ój 7,25, eða með fyrstu einkunn, sem er mjög gott og óvanalegt.“ Eins og fyrr segir hlaut Finnur Friðriksson hæstu meðaleinkunn- ina, 9,51. Finn kannast flestir við eftir að hann gerði garðinn fræg- an með liði skólans í spurninga- keppni framhaldsskólanna en lið- ið varð fyrst allra til að vinna keppnina tvö ár í röð. Tryggvi sagði að Finnur væri afburða- námsmaður og vissulega væri eftirsjá af honum úr skólanum. „Hins vegar er gleðilegt að geta brautskráð svona mann og sent hann út í lífið," sagði Tryggvi. JHB Tryggvi Gíslason, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, sagði í ræðu sinni við skólaslit á þjóðhátíðardaginn að við blasti að hvorki yrði unnt að kenna lögboðna dönsku né stærðfræði næsta haust þar sem menntaðir kennarar fengj- ust ekki vegna lélegra kjara. Tryggvi segist enga kennara ráða fyrir næsta skólaár sem ekki hafí réttindi. Tryggvi sagði í ræðu sinni að sífellt væri leitað nýrra leiða í skóla- og menntamálum og margt gott verið gert og reynt síðustu 50 árin. Síðan sagði hann: „Ekki hefur þó á þessum tíma tekist að fullgera neitt og eru flestir skólar landsins meira og minna hálfkar- 'aðir og búa sumir við þröngan kost endar er það mfn skoðun að skóla- og menntastefnu vanti - og hafi lengi vantað á íslandi. Mis- jafnt gengi nemenda stafar meðal annars af því að stefnu í skóla- og í menntamálum vantar.“ Tryggvi sagði að umræða um skólamál hefði um langt skeið mótast af talinu um peninga og fjármál en skóla og menntun varðaði minnst peninga og fjármál. Afrakstur eða afurðir skólakennslu yrðu aldrei metnar til fjár eins og sum önnur verk þótt árangur af skólastarfínu blasti við og segði víða til sín. Tryggvi talaði um kjör kennara- stéttarinnar og sagði þá m.a: „En ef viðhorf til starfs kennarans verður áfram eins og það hefur verið um hríð óttast ég að enn erfiðara verði að fá kennara til starfa og kennurum fækki að miklum mun og skólamenntun hnigni. Nú blasir til að mynda við að vegna lélegra kjara kennara fást menntaðir kennarar ekki lengur í dönsku og stærðfræði svo að í haust verður hvorki unnt að kenna þá dönsku sem lögboðin er né heldur þá stærðfræði af því að menntaða kennara vantar. Þar með sparast að vísu fé en menntunina vantar. Þetta eru staðreyndir sem ég mun í næstu viku tilkynna hinu háa ráðuneyti menntamála." Tryggvi sagði í samtali við Dag að ,á hverju einasta hausti réðu skólastjórar í nánast öllum skól- um landsins fólk til kennslu sem væri réttindalaust. Þriðjungur kennara í grunnskólum og fram- haldsskólum landsins væri rétt- indalaus á meðan slíkt hefði ver- ið svo gott sem óþekkt í ná- grannalöndum okkar áratugum saman. „Ég hef ákveðið að ráða enga kennara sem ekki hafa réttindi og láta reyna á hvað þá gerist. Nú er beðið um að spara og þá er sjálf- sagt að spara í þeim greinum sem ekki fást kennarar í. Þegar vandi, eins og aukið atvinnuleysi og erf- iðleikar í fjármálum, steðjar að öðrum þjóðum hefur ein megin- leiðin verið sú að auka menntun og það hefur borið árangur í ná- grannalöndum okkar. Hérna aft- ur á móti er fyrst skorið niður í skólamálum og kennslu þannig að í stað þess að draga úr áhrifum vandans eru áhrifin mögnuð." Tryggvi sagði ljóst að vegna niðurskurðar yrði Menntaskólinn á Akureyri að segja upp fjórum af fimmtín kennurum, eða 8%. JHB „Sandgerðismálið“: Fógeti bíður fyrirmæla - drengurinn enn hjá móður sinni Drengur sem strauk frá fóstur- foreldrum sínum til móður sinnar þegar hann var á Akur- eyri á mánudag er enn hjá móð- ur sinni í Eyjafjarðarsveit. Óvíst er hvort hann dvelur þar áfram en slíkt væri ekki í sam- ræmi við ákvarðanir barna- verndarnefndar sem hafði falið fólki á Húsavík forsjá drengsins. Atbeina fógeta var leitað til að fínna drenginn en fulltrúi fógeta segir að beðið sé fyrirmæla frá barnaverndaryf- irvöldum. Að sögn Björns Rögnvaldsson- ar, fulltrúa bæjarfógetans á Akur- eyri og sýslumannsins í Eyjafjarð- arsýslu, kom til kasta bæjarfógeta við leit að drengnum eftir að hann strauk á mánudag. Ekki var vitað um örlög drengsins eftir að hann hvarf á Akureyri en hann fannst hjá móður sinni á þriðjudags- morgun. „Við aðstoðuðum Fé- lagsmálastofnun við að leita - það var gert og barnið fannst,“ sagði Björn Rögnvaldsson í samtali við Dag. Barnaverndarnefnd Akureyrar leitaði aðstoðar fógeta til að finna barnið enda hefur hún ekki vald til að knýja fram ákvarðanir yfir- valda ef með þarf. Til þess þarf atbeini fógeta eða sýslumanns að koma til en einnig er aðstoðar lög- reglu leitað. Björn Rögnvaldsson vildi ekki tjá sig um hvort málið væri í biðstöðu en sagðist ekki vita betur en að drengurinn væri hjá móður sinni í Eyjafjarðarsveit. Ekki vildi Björn segja hvort drengurinn yrði áfram hjá móður siniii. „Við bíðum bara eftir fyrir- mælum frá Félagsmálastofnun; að öðru leyti vil ég ekkert um þetta mál segja,“ sagði Björn Rögn- valdsson að lokum. Guðrún Sigurðardóttir, deild- Slökkvilið Akureyrar var kall- að út í gærmorgun kl. 7,30. Reykur var í íbúð að Hafnar- stræti 86. Hafnarstræti 86 er gamalt timburhús er áður gekk undir nafninu Verslun Eyjafjörður. Er arstjóri á Félagsmálastofnun, sagði að um væri að ræða móður sem svipt hefði verið forsjá barns síns. Á Félagsmálastofnun Akur- eyrar vinna starfsmenn fyrir Félagsmálaráð Akureyrar sem einnig er Barnaverndarnefnd Akureyrar. Barnaverndarnefndir starfa í öllum sveitarfélögum landsins og framfylgja lögum um vernd barna og ungmenna undir yfirstjórn Barnaverndarráðs. „Við höfum þagnarskyldu um einstök barnaverndarmál og ég vil ekki láta hafa neitt eftir mér um þetta mál,“ sagði Guðrún Sigurð- ardóttir í samtali við Dag. GT slökkviliðið bar að var húsráð- andi sofandi og reyk lagði frá potti á eldavélarhellu. Reykurinn hafði borist upp á næstu hæð hússins. Húsið var reykhreinsað og skemmdir eru taldar óveruleg- ar. ój Akureyri: Útkall hjá slökkviliðinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.