Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. júlí 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Hlutabréfamarkaðurinn: Lítið um viðskipti og verðbréfa farið lækkandi - búast má við breytingum þegar ákvörðun hefur verið tekin um fiskveiðar næsta árs Rólegt hefur verið á hluta- bréfamörkuðum að undan- förnu og verð hlutabréfa í fyrirtækjum er skrá bréf til við- skipta farið Iækkandi. Við- skipti virðast þó heldur vera að glæðast og nýlega seldust hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa fyrir 1,5 milljón- ir á genginu 3,10 sem er nokkru lægra en gengi hluta- bréfa í Útgerðarfélagi Akur- eyringa var í maí þegar bréf í fyritækinu seldust á genginu 3,80. Velta hlutabréfa á Verðbréfa- þingi íslands og Opna tilboðs- markaðnum var 20,5 milljónir í júnímánuði - þar af voru við- skipti með hlutabréf í Olíufélag- inu hf. upp á tæpar 10 milljónir eða hátt í helmingur heildarvelt- unnar. Auk dræmra viðskipta hefur verðlag farið lækkandi sem sjá má þegar borin eru saman kaup- og sölutilboð hlutabréfa. Kauptilboð 1. júní síðastliðinn voru aðeins 17,25 milljónir á móti 90 milljón króna sölutilboð- um, sem sýnir að framboð hlutabréfa á markaði er mun meira en eftirspurn. Engin við- skipti með hlutabréf áttu sér stað í 18 af þeim 26 hlutafélögum sem skrá hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands og hjá Opna tilboðs- markaðnum en mest hreyfing var á bréfum í Eignarhaldsfélagi Iðn- aðarbankans, Flugleiðum, Eim- skipafélaginu og Olíufélaginu. Af norðlenskum fyrirtækjum, sem skrá hlutabréf á Opna til- boðsmarkaðinum má nefna að viðskiptagengi hlutabréfa í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. var 3,80 22. maí en eins og að framan greinir 3,10 nú í júlí. Við- skiptagengni hlutabréfa í Sæplasti hf. á Dalvík var 3,70 þann 9. júní og 3,5 þann 16. júní og viðskipta- gengni hlutabréfa f Skagstrend- ingi hf. á Skagaströnd var 3,80 í júnímánuði. Jón Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norð- urlands, sagði ljóst að sú óvissa sem nú væri ríkjandi um málefni sjávarútvegsins orsakaði að menn héldu að sér höndum varð- Olíuverslun íslands: Fimm milljóna króna ávísun til Landgræðslunnar - Verðlagsstofnun gerir athugasemdir við auglýsingaherferð Olís Olíuverslun íslands afhenti forsvarsmönnum Landgræösl- unnar í gær fimm milljóna króna ávísun til landgræðslu- starfa, en eins og kunnugt er Þegar bætur almannatrygginga vegna ágústmánaðar verða greiddar út munu lífeyrisþegar með tekjutryggingu fá uppbót, 20% tekjutryggingarauka. Þessi uppbót er í samræmi við ákvæði kjarasamninga um greiðslu orlofsuppbótar. Fulla uppbót, kr. 7.140 hjá ellilífeyrisþegum og kr. 7.267 hjá öryrkjum, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimilis- uppbót og sérstaka heimilisupp- bót. Tekjutryggingaraukinn rennur ákveðin upphæð af hverjum seldum bensínlítra hjá OIís til landgræðslu og mun svo verða næstu fjögur árin. skerðist í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar hjá lífeyrisþega. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar fá enga uppbót. Samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofnunar ríkisins mun þessi uppbót ekki koma sérstaklega fram á greiðsluseðli, heldur verða lögð við upphæð hvers þessara þriggja bótaflokka. Greiðslur lífeyrisþega með þess- ar bætur verða heldur lægri í ágúst en í júlí vegna þess að 28% tekjutryggingarauki (láglauna- bætur) var greiddur í júlí. óþh Áður hafði Olís afhent Land- græðslunni þrjár milljónir króna til uppgræðslu. Fyrir þessa fjár- muni verður höfuðáherslan lögð á uppgræðslu á Haukadalsheiði, í Mývatnssveit og á Reykjanesi. Á fréttamannafundi, sem Olís og Landgræðslan stóðu fyrir í gær, kom fram að Verðlagsstofn- un hafi gert athugasemdir við auglýsingaherferð Olís um að hluti af verði hvers bensínlítra renni til Landgræðslunnar, eða eins og segir í bréfi Verðlags- stofnunar til Olís: „Það er óhæfi- legt gagnvart neytendum að kaup á bensíni tengist söfnun til Land- græðslunnar í þeim tilgangi að græða landið jafnvel þó flestir neytendur hafi áhuga á að styrkja slíkt.“ í bréfi stjórnarformanns Olís dagsett 27. júlí sl. segir að Olís geti ekki falíist á að auglýs- ingar fyrirtækisins feli í sér brot á lögum um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti og er þess óskað að málið verði tekið til endurskoðunar áður en það verði lagt fyrir Verð- lagsráð. óþh Tryggingastofnun ríkisins: 20% tekjutryggingar- auki greiddur í ágúst Norðurland: Síðustu sumartónleik- arnir um næstu helgi Sumartónleikar á Norðurlandi halda fimmtu og síðustu tón- leikaröð sína um komandi helgi, 30. júlí til 2. ágúst. Það verða tónlistarmennirnir Wolfgang Portugall, orgelleikari og Egbert Lewark, trompetleik- ari, frá Þýskalandi sem leika í Dalvíkurkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, 30. júlí kl. 20.30, í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn föstudaginn 31. ágúst kl. 20.30, í Hóladómkirkju í Hjalta- dal laugardaginn 1. ágúst kl. 17 og í Akureyrarkirkju nk. sunnu- dag 2. ágúst ki. 17. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir G. Ph. Telemann, J. Clarke, J.S.Bach, P.Eben, L.Vierne og G.F.Hándel. Duo Portugall-Lewark hefur leikið opinberlega saman frá árinu 1985. Auk þess að leika oft í sjónvarpi og útvarpi hafa þeir hljóðritað geisladiska og hljóm- plötur. Á efnisskrá þeirra er aðallega tónlist frá barokk-tíma- bilinu og 20. aldar tónlist. Marg- ar tónsmíðar hafa verið tileinkaðar þeim. Dúóið hefur komið fram í Þýskalandi og nokkrum Evrópulöndum. Þeir Wolfgang Portugall, orgellcikari og Egbert Lewark, trompetleikari, leika á sumartónleikum um helgina. hafa fengið sérstakt lof fyrir gott samspil ásamt fjörlegri og stfl- hreinni túlkun. (Fréttatilkynning) andi kaup á hlutabréfum - eink- um eftir að tölur Hafrannsókna- stofnunar hafi komið fram. Með- an beðið væri eftir ákvörðun um hámarksafla á næsta fiskveiðiári og til hvaða aðgerða verði gripið varðandi málefni sjávarútvegsins megi búast við dræmum viðskipt- um með hlutabréf í fyrirtækjum - einkum sjávarútvegsfyrirtækjum - og að verð hlutabréfa fari ekki hækkandi. Þ1 Fyrir verslimarmaimahelgiiia Kigum úrval af bolum, stuttbuxum, peysum, gallabuxum, regnfatnaði og vindfatnaði. Góðarvörur • Gottverð • Góð þjónusta IIIEYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Dansleikur í Skúlagarði laugardaginn 1. ágúst kl. 23.00 Namm Hljómsveitin , ^ - S1@ á Síldarævinlvri á Siglufirdi verslunarmannahelgina Brottför írá Akureyri föstudaginn 31. júlí kl. 14.00 írá Ölafsfirði kl. 18.00. Ath! Rútuferð írá Akurcvri til Ólafsljaróar « kl. 17.30 fyrir þá scm vilja sigla nicðji Fagranesinu frá Ólafsíirði.) Brottför frá Siglir eyrar mánudaginn 3. ágúst. Verð m/gistingu um borð í 3 nætiir kr.5.000,- Verð án gistingar um borð kr. 2.500, Upplýsingar í síma eða um borð í v/Torfunefsbryggju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.