Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 29. júlí 1992 Opnunartími matvöruverslana KEA á Akureyri um verslunarmannahelgina Hrísa- lundur Sunnu- hlíb Byggba- vegur Nettó Föstud. 10-19 9-20 9-20 12-19 Laugard. 10-14 Lokaö 10-20 Lokaö Sunnud. Lokaö Lokað 10-20 Lokab Mdnud. Lokað Lokab Lokað Lokab Stefán Antonsson með eitt tryllitækið. Mynd: Golli Vöru- kynning fimmtudog og föstudag frá Víkingbrugg Svínakótilettur kr. 988 Lambakótilettur kr. 689 Verkuð svið kr. 399 Grillkveikjulögur 1 I kr. 111 Kjötkjúklingur kr. 415 Lambaiærisneiðar II. flokkur kr. 699 Grill kr. 795 Heidelberg dressing kr. 117 Heimilispakki Tívolílurkur kr. 159 Hunts tómatsósa 680 g kr. 109 Ananas 1/i dós kr. 99 Pepsi 2 I kr. 89 Rc-cola 11/2 I kr. 77 Mix 11/2 I kr. 99 Coke 2 I kr. 99 Opið miðvikudag 12.00-18.30 - fimmtudag 12.00-18.30 föstudag 12.00-19.00 • lokað iaugardag Nettó allra hagur- Ódýr markaður Akureyri: Fjarstýrðir bílar á skautasvæðinu - einnig farið í nágrannabæina Eins og þeir sem fylgdust með uppákomum við Oddeyrar- skólann á Akureyri vita kannski eru fjarstýrðir módel- bílar farnir að aka um Akureyr- arbæ - á sérstöku svæði. Nýju fyrirtæki hefur verið komið á fót á Akureyri sem leigir út fjarstýrða bíla og seglbáta. í lok júlí verður haldin keppni í akstri fjarstýrðra módelbíla við Skautasvæði Akureyrar á veg- um R/C Módelleigunnar. R/C Módelleigan var sett á fót í byrjun sumars og reka hana tveir ungir Akureyringar, Stefán Ant- onsson og Jón Hafþór Þórisson. Leigðir eru út fjarstýrðir véldrifn- ir módelbílar og fjarstýrðir segl- bátar. Bækistöðvar Módelleigunnar eru við Skautasvæði Akureyrar en einnig er farið í dagsferðir til nágrannabæjanna og leigt út þar. „Við fórum í Ólafsfjörð um dag- inn og höfðum engan veginn undan - alveg brjálað að gera,“ sagði Stefán Antonsson í samtali við Dag. Stefán segir að ætlunin sé að fara aftur til Ólafsfjarðar til að kynna þessa nýju íþrótt sem snýst um fjarstýrða bíla og báta. Einnig verður farið til Siglufjarðar, Dal- víkur og Húsavíkur og e.t.v. fleiri staða ef tækifæri gefst til. Á Akureyri er Módelleigan starfandi á miðvikudögum, fimmtu- dögum og föstudögum frá 17-21 og á laugardögum og sunnu- dögum frá 13-17 við Skautasvæði Akureyrar. í nágrannabæjunum eru staður og stund hins vegar ekki fastákveðin. GT Grænar spennur auka öryggi bama með hjólahjálma í Svíþjóð hefur það gerst í nokk- ur skipti að lítil börn hafi hengst í hjólahjálmum sem þau höfðu á höfðinu og átti að þjóna sem öryggistæki. Þetta gerðist þegar hjálmurinn festist í leiktæki í öll- um tilfellum. Spennan sent held- ur hökuböndunum saman gaf sig ekki og börnin héngu hjálparlaus og létu lífið. Vegna þessara slysa hefur nú verið sett á markaðinn ný spenna, svonefnd „græn spenna", sem er þannig úr garði gerð að festist barnið einhvers staðar opnast hún og barnið losnar. Spennan er fyrir börn undir 7 ára aldri og er hún fáanleg hér á landi. Nánari upplýsingar veitir Herdís L. Storgaard í síma 627000. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.