Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. júlí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Áburðarverksmiðjan í Gufunesi: Tilboði Eimskips í áburðar- flutninga út á land tekið - stjórnin hafnaði beiðni KEA um að fá áburðinn afhentan í Gufunesi Austurdalur „ í Skagafirði: Arleg messa í Ábæjarkirkju Næstkomandi sunnudag, 2. ágúst kl. 15, verður árleg messa í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði. Sú hefð hefur skapast að messa í Ábæjarkirkju sunnudag um verslunarmannahclgi og er þetta eina messa ársins þar. Messan á sunnudaginn verður um margt töluvert sérstök. Minnst verður 70 ára afmælis kirkjunnar og mun Björn Egilsson frá Sveinsstöð- um rekja sögu hennar og rifja upp vígsludaginn fyrir 70 árum. Séra Ólafur Hallgríms- son á Mælifelli predikar og þjónar fyrir altari og organisti verður Ánna Guðmundsdóttir frá Egilsá. Sr. Ólafur Hallgrímsson sagði í samtali við Dag að horfur væru á að barn yrði skírt við messuna á sunnudag- inn, sem þætti nokkrum tíð- indum sæta. Sr. Ólafur sagði að í fyrra heföu um lOO manns komið til messunnar í Ábæjar- kirkju og búast mætti ekki síð- ur við mörgum kirkjugestum í ár, Hann lét þess getið að veg- urinn heim að kirkjunni væri í óvenju góðu ásigkomulagi í ár. Að messu lokinni býður Helgi Jónsson, eina sóknar- barn Ábæjarkirkju, öllum kirkjugestum til kaffidrykkju á Merkigili. óþh Kvennaathvarfið: Þriðjungur skjólstæðinga af landsbyggðiimi Um 30% kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins í Reykjavtk eru búsettar utan Stór-Reykavíkursvæðisins en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hvaðan af landinu þær koma. Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri hjá Félagsmálastofnun Akureyrar, segir alltaf eitthvað um að konur sem hafi orðið fyrir ofbeldi á heimilum sínum leiti til stofnunarinnar. í nýlegu fréttabréfi Soroptimistasambands íslands er sagt frá 10 ára afmæli Kvennaathvarfsins sem haldið var upp á í síöasta mánuði. Þar kemur fram að á síðasta ári dvöldu 217 konur f athvarf- inu um lengri eða skemmri tíma og í síðasta mánuði höfðu 114 konur komið í athvarfið frá áramótum, þar af 30% utan Stór-Reykavíkur- svæðisins. Á sama tíma höfðu 78 börn komið í athvarfið en þau voru 116 á síðasta ári. Guðrún Sigurðardóttir segir alltaf eitthvað um að konur sem hafi orðið fyrir ofbeldi á heimilum leiti til Félagsmála- stofnunar Akureyrar og sé þeim stundum bent á að snúa sér til Kvennaathvarfsins. Ekki vildi hún þó meina að þetta væri algengt. Hún sagð- ist einnig hafa frétt af konum í bænum sem hafi snúið sér beint til Kvennaathvarfsins án þess að leita til hjálparaðila hér fyrst. „Það leikur enginn vafi á að þetta vandamál er til staðar hér í einhverjum mæli,“ sagði Guðrún. JHB Á fundi stjórnar Áburðarverk- smiðjunnar í fyrradag var ákveðið að taka tilboði Eim- skips í flutninga á áburði út á land. Samskip gerði einnig til- boð í flutningana en tilboð fyrirtækisins var 30% hærra en Eimskips. Fyrir fundinum Iá ósk Kaupfélags Eyfirðinga um að fá áburð fyrir félagssvæðið afhentan í Gufunesi og ætlaði félagið að semja sjálft um flutninga á áburðinum norður. Þessari ósk hafnaði stjórn verksmiðjunnar á þeirri for- sendu að þar með væri verið að kljúfa frá verulegan hluta af flutningunum og þar með væru forsendur fyrir útboðinu brostnar. Flutningur á áburði er verðjafnaður og segja for- svarsmenn verksmiðjunnar að yrði farið að beiðni KEA yrði áburður á öðrum svæðum dýr- ari. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi, sagði í sam- tali við blaðið að rætt hafi verið við forsvarsmenn KEA og reynt að ná niðurstöðu sem báðir geti fallist á en hún hafi ekki fundist. Allt stefni því í að samið verði við Eimskip um alla flutningana og hefjist þeir væntanlega í næsta mánuði. Tilkynning um niðurstöðu fundar stjórnar Áburðarverk- smiðjunnar barst KEA í gær. Magnús Gauti Gautason, kaup- félagsstjóri, segir að fram að þessu hafi verið afar lítil álagning á áburði en Áburðarverksmiðjan hafi bent á að kaupfélögin út um land hafi haft tekjur af uppskipun á móti. Núna eigi að taka þessar tekjur af kaupfélögunum en verksmiðjan liafi boðist til að bæta það tekjutap að hluta til. „Við vorum búnir að komast að samkomulagi við Samskip um flutning frá Gufunesi til Akureyr- ar og það kom hagkvæmar út fyrir okkur en tilboð áburðar- verksmiðjunnar. Því vildum við fara þá leið en þeir hafa nú skrif- að okkur og segjast ekki geta þetta þar sem þá væru forsendur útboðsins brostnar og þá muni flutningskostnaður til annarra hækka. Út af fyrir sig kann það að vera rétt en spurningin er hvort við eigum að gjalda þess. í þessu tilfelli er verið að gera okk- ur sem áburðarkaupendum þetta heldur dýrara en eftir þeirri leið sem við völdum,“ sagði Magnús Gauti. JÓH Einingabréf Skammtímabréf Tveir góðir kostir til að ávaxta fé Einingabref henta þeim sem vilja ávaxta sitt fé til lengri tíma, en vilja jafnframt geta losaö þaö með skömmum fyrirvara. Skammtímabréf henta þeim sem eru meö laust fé í skamman tíma, 1 -6 mánuði og þau eru einnig laus með skömmum fyrirvara. Ávöxtun sl. 3 mánuði Nafnvextir Raunvextir Einingabréf 1 11,99% 7,9% Einingabréf2 15,88% 11,6% Einingabréf3 11,85% 7,8% Skammtímabréf 11,59% 7,5% Áf V l<AUPÞING___________ NÖRÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími 96-24700, fax 96-11235.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.