Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 29. júlí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Mengun og umhverfisvemd Um fátt er nú rætt af meiri alvöruþunga í heiminum en spjöll á náttúrulegu umhverfi mannsins. Mengun ógnar víða lífríki jarðar og jafnvægi lífkeðjunnar er í alvarlegri hættu vegna mengunar frá iðnvæddum þjóðfélögum. Þótt íslendingar geti státað af hreinna og fegurra landi og ómengaðra andrúmslofti en flest önnur lönd í veröldinni er hið góða ástand ekki nema að litlu leyti sjálfum okkur að þakka. Sannleikurinn er sá að ástæðnanna fyrir tiltölulega ómenguðu and- rúmslofti og lítt spilltu umhverfi hér á landi er fremur að leita í stærð landsins og fámenni þjóðarinnar en góðri umgengni og markvissum aðgerðum í umhverf- ismálum. Því hefur stundum verið haldið fram að íslendingar séu mörgum árum á eftir öðrum þjóðum í flestu því er lítur að umhverfisvernd og má það vissulega til sanns vegar færa. Til marks um það má nefna að það var ekki fyrr en á síðasta kjörtímabili sem ríkisstjórn landsins lét verða af því að stofna sérstakt ráðuneyti umhverfismála. Það gerði hún í óþökk þáverandi stjórnarandstöðu og hluta þjóðarinnar, sem töldu ráðuneytið hinn mesta óþarfa sem einungis myndi hafa í för með sér frekari sóun á almannafé. Nágranna- þjóðirnar stigu þetta mikilvæga skref mörgum árum á undan okkur, enda er stofnun sérstaks umhverfis- ráðuneytis staðfesting þess að viðkomandi þjóð hyggist taka verndun umhverfisins fastari tökum en áður. Hér heima fyrir eru ótal verk óunnin á sviði umhverfismála. Á síðustu árum hafa íslendingar loks áttað sig á því að það er ekki nóg að reisa dælistöðvar til að koma skolpinu út í sjó og reisa böggunar- og urðunarstöðvar til að koma sorpinu niður í jörðina. Lengst af höfum við verið að fást við úreltar lausnir á þessum sviðum mengunar. Flokkun sorps er enn- fremur mjög skammt á veg komin hér á landi og þar með möguleikarnir á því að skilja hættuleg efni frá hinum sem eru hættulaus og endurvinnanleg efni frá hinum sem má urða eða brenna. Þannig mætti lengi telja því verkefnalistinn er óþrjótandi. Én fátt er svo með öllu illt að ekki boði gott. Skiln- ingur fólks á mikilvægi umhverfisverndar hefur smám saman verið að aukast og endurvinnsla er í dag ekki eins framandi hugtak og það var fyrir fáum árum. Dagur greindi frá því í síðustu viku að þrír fram- kvæmdamenn á Akureyri ynnu nú að stofnun endur- vinnslufyrirtækis í bænum. Fyrirhugað starfssvið hins nýja fyrirtækis er einkum framleiðsla úr endurunnum plastefnum, pappír og timbri. Ástæða er til að fagna þeirri hugmynd að stofna slíkt þjóðþrifafyrirtæki á Akureyri. Ef vel tekst til mun endurvinnslufyrirtæki af þessu tagi ekki einungis veita mörgu fólki kærkomna atvinnu, heldur mun það jafnframt færa íslendinga nokkur skref fram á við á þróunarbrautinni. BB. Feijuflutningar til og frá Hrísey: „Það verður að koma þessum rekstri út af borði hjá hreppnum“ - segir Smári Thorarensen, skipstjóri á Sævari Rekstur Eyjafjarðarferjanna Sæfara og Sævars gengur erfið- lega enda hefur núverandi ríkisstjórn ekki staðið við fyrir- heit hinnar fyrri um að styrkja reksturinn að sögn Smára Thorarensen, skipstjóra á Sævari. Reksturinn er þungur baggi á Hríseyjarhreppi og seinagangurinn við stofnun eignarhaldsfélags hvílir á eyjar- Smári Thorarensen. skeggjum eins og mara. Fyrir skömmu kom Halldór Blöndal samgönguráðherra ásamt aðstoðarvegamálastjóra, Jóni Birgi Jónssyni, til Hríseyjar til að kynna sér málið þar sem Vegagerð ríkisins mun annast reksturinn ef að líkum lætur. Smári Thorarensen hefur starf- að við Sævar í um sex ár og að aðalstarfi síðan um áramót. Mynd: GT Hann segir að rekstur ferjanna hafi gengið örðuglega síðan Sæfari var keyptur vorið 1990. „Rekstur Sæfara getur ekki geng- ið styrkjalaust. Ríkið hefur ekki styrkt okkur nóg eins og lofað var þegar Sæfari var keyptur enda urðu stjórnarskipti rétt eftir kaupin - þá var allt svikið,“ segir Smári. Að sögn Smára eru Hríseyjar- ferjurnar þær einu sem eiga í vanda með að fá styrki frá ríkinu. „Við getum séð hvað Vestmannaeyingar hafa komist langt; þar virðast engin vandræði vera þótt einn og hálfur milljarð- ur sé þar á ferðinni,“ segir Smári og á við hlut ríkisins í Herjólfi. „Það verður að koma þessum rekstri út af borði hjá hreppnum því hver einasta króna rennur í Sæfara. Hér hafa engar fram- kvæmdir verið síðan 1990,“ segir Smári. „Það ætti að styrkja allar ferju- leiðir rétt eins og þjóðvegakerf- ið,“ segir Smári og bendir á að ferðir séu mun fleiri eftir að Sæ- fari kom til sögunnar. í fyrra flutti Sævar 56 þúsund farþega en farþegar eru nú 2500 fleiri en á sama tíma í fyrra. „Það stefnir í að við flytjum heldur fleiri í júlí- mánuði en í júlí í fyrra. Betri þjónusta kostar hins vegar meira,“ segir Smári. Að sögn Jónasar Vigfússonar, sveitarstjóra í Hrísey, hélt sam- gönguráðherra á fimmtudaginn fund með allri hreppsnefndinni og aðstoðarvegamálastjóra. „Innan mánaðar á að vera komið álit frá Vegagerð ríkisins um það hvernig þeir vilja að rekstrinum verði háttað en ég veit ekki hvers er að vænta - það eru alltaf ein- hverjar tafir,“ sagði Jónas og bætti við að brýnt væri að tryggja ferjusamgöngurnar. „Okkar sjónarmið er að hreppurinn þurfi ekki að bera fjárhagslegar byrðar af rekstrinum aðrar en þær að við borgum fyrir flutninga á vörum og farþegum,“ sagði Jónas Vig- fússon. GT Minmsstæð ferð SjáJfsbjargar- félaga úr Reykjavík til Hofsóss „Fyrir skömmu fóru Sjálfsbjarg- arfélagar úr Reykjavík og ná- grenni í minnisstæða ferð til Hofsóss. Um var að ræða árlega sumarferð Sjálfsbjargar og höfðu heimamenn á Hofsósi undirbúið móttökur. Veg og vanda að þeim undirbúningi höfðu þeir Valgeir Þorvaldsson, bóndi, Vatni og Sigmundur Franz Kristjánsson. Kvöldvaka í pakkhúsinu og Drangeyjarsigling Hópurinn gisti í félagsheimili Hofsósinga og naut ómældrar gestrisni heimamanna. Haldin var kvöldvaka í gamla pakkhús- inu í kvosinni en það hús er frá árinu 1777 og hefur nýlega verið endurbyggt sem minjasafn. Þar var glens og söngur að sönnum, skagfirskum sið. Er áreiðanlegt að fáir hafa skemmt sér í svo gömlu timburhúsi fyrr. Fyrir flesta var hápunktur heimsóknarinnar þó sigling út að Drangey en siglt var í glaðasól- skini og góðu skyggni á slóðir Grettis. Við eyna gat mann- skapurinn notið blíðunnar og sin- fóníunnar úr bjarginu allt um kring. Þetta þótti flestum sann- kölluð upplifun og er óhætt að mæla með slíkri siglingu þegar Skagafjörður er skoðaður. Mikil uppbygging í ferðaþjónustu Sjálfsbjargarhópurinn naut í rík- um mæli þeirrar miklu uppbygg- ingar sem unnið hefur verið að í ferðaþjónustu á Hofsósi. Auk siglinga getur fólk stundað margs konar útiveru. Hægt er að fara í veiði og á hestbak svo eitthvað sé nefnt. Svo getur fólk fengið sér hressingu í gömlu húsi, sem áður stóð til að rífa en er nú orðið að hlýlegu kaffihúsi. Ferðahópurinn úr Reykjavík, samtals 40 manns, fór ánægður heim eftir tveggja daga veru á Hofsósi. Er víst að margir hafa hug á að fara aftur er tækifæri gefst. Möguleikarnir sem Hofsós og nágrenni bjóða upp á eru fleiri en margur hyggur. Það er greini- legt að uppbygging ferðaþjón- ustu á Hofsósi og að Vatni geng- ur vel og vonandi verður fram- hald þar á.“ Sigurður Björnsson, formaður, Sigríöur Kristinsdóttir, fararstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.