Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 16
DAðUF Akureyri, miðvikudagur 29. júlí 1992 Greífinn í sumarskapí Opið virka daga frá kl. 11.30-23.30 - Um helgar frá kl. 12.00-23.30 Nxturherimsending tíl hl. 02.00 föstudags- og laugardagshveld Mýílug í Mývatnssveit: Farþegum hefiir fækkað - segir Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastj óri Á Reykjahlíðarflugvelli í Mývatnssveit starfar flugfélag- ið Mýflug, sem heldur uppi áætlunarflugi í sumar milli Mývatnssveitar og Reykjavík- ur. Einnig býður flugfélagið upp á útsýnisflug og flug- Norðmenn landa loðrnr. 2500 tonn úr tveimur bátuni Norska nótaveiðiskipið m/s Bömmelöy kom til Raufar- hafnar í gærmorgun með um 1500 tonn af loðnu til löndunar hjá Sfldarverksmiðjum ríkis- ins. Rétt á eftir norska skipinu kom svo Þórshamar til Raufar- hafnar með 570 tonn. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar landaði norska loðnuskipið Liegrön 900 tonnum í gær- morgun og taldi verksmiðju- stjórinn góðar líkur á að um frekari landanir yrði að ræða á Þórshöfn. kennslu. Þrír flugmenn starfa hjá félaginu. Leifur Hallgrímsson er fram- kvæmdastjóri Mýflugs og hann segir, að níu sæta flugvél sinni áætlunarlluginu. Flogið er hvern morgun frá Reykjavík til Mývatnssveitar og að kvöldi er flogið til baka til Reykjavíkur. „Farþegum í áætlunarfluginu hefur fækkað mikið það sem af er sumri sé litið til sumarsins í fyrra. Snar þáttur í starfsemi Mýflugs er útsýnisflug. Til flugsins er notuð fimm sæta vél auk þeirrar sem sinnir áætlunarfluginu. Þokkalegt er að gera þegar veðrið plagar ekki. Veðurguðirnir hafa reynst erfiðir síðustu tvær vikur. Nær allir sem leita til okkar með útsýnisflug eru útlendingar. Vin- sælast er að fara hringinn yfir Mývatn, að Öskju og Kverkfjöll- um, yfir Herðubreið og Kröflu- svæðið og heim. Flugið tekur um eina og hálfa klukkustund. Nýverðið endurnýjuðum við kennsluréttindi en lítið er um fyrirspurnir vegna flugnáms," sagði framkvæmdastjórinn. ój Mynd: ÁS á Siglufirði. Strákagöng: Ágætur gangur í byggingu vegskála „Við erum farnir að hanga í áætluninni,“ sagði Birgir Guðlaugsson hjá byggingafélaginu Bergi hf. á Siglufirði, þegar hann var inntur eftir gangi framkvæmda við byggingu vegskála við Stráka- göng. Birgir sagði að til að byrja með hefði verkið geng- ið hægar en gert var ráð fyrir vegna meiri spreng- inga, en nú væri verkhraðinn samkvæmt áætlun. Samkvæmt verksamningi á að skila verkinu 1. september nk. og sagðist Birgir bjartsýnn á að það tækist. Vegskálinn er 29,5 metrar að lengd. óþh Kaupgeta almennings minnkar stöðugt: Norðmenn hafa nú veitt norður við miðlínu um 42 þúsund tonn af loðnu og eru 11 skip á miðunum nú þegar og bíða leyfis til að hefja veiðar. Þau skip sem losa full- fermi á íslandi verða að sigla tóm heim til Noregs. íslensku loðnu- verksmiðjurnar greiða Norð- mönnunum 420 NKR fyrir tonnið sem eru um 4000 ísl. krónur. Undanfarna daga hafa Síldar- verksmiðjur ríkisins skipað út um 5 þúsund tonnum af loðnumjöli að verðmæti um 185 milljónir króna. GG Innkoma í verslun um fimmtungi minni „Mér sýnist að það sé um 20% minni innkoma í verslunum sem sýnir áþreifanlega minni kaupgetu almennings nú. Fólk kaupir nú orðið aðeins það nauðsynlegasta en lætur ekki eftir sér „Iúxus“ nema að vel athuguðu máli,“ segir Guðjón Steindórsson útibússtjóri íslandsbanka á Akureyri. Bæjarfógetinn á Akureyri: Nítján gjaldþrotabeiðnir á fviTÍ hebnmgi ársrns Frá áramótum til síðustu mán- aðamóta bárust bæjarfógetan- um á Akureyri 19 beiðnir um gjaldþrotaúrskurði. Af þessum beiðnum vörðuðu 7 þeirra fyrirtæki en 12 voru vegna ein- staklinga. Fimm fyrirtækjanna voru úrskurðuð gjaldþrota og tveir einstaklinganna. Erlingur Sigtryggsson, fulltrúi, VEÐRIÐ Búist er við að hlýindin sem Norðlendingar urðu aðnjót- andi í gær hverfi á braut í dag og aftur snúist til norð- lægrar áttar. Gert er ráð fyrir norðan kalda í dag með nokkrum skúrum um allt norðanvert landið og að hitastig fari lækkandi og geti orðið á bilinu sjö til tíu gráð- ur yfir daginn. segir að á samsvarandi tímabili í fyrra hafi embættinu borist 72 beiðnir um gjaldþrotaúrskurði. Skýring á því hve beiðnirnar eru. mun færri í ár segir Erlingur kunna að vera þær að í ár var byrjað að krefjast mun hærri trygginga fyrir skiptakostnaði en áður. „Einnig hafa menn væntanlega haldið að sér höndum vegna þess að ný gjalþrotalög tóku gildi 1. júlí sl. og þeir sem hafa verið í startholunum með gjaldþrota- beiðnir kunna að hafa beðið til að málin færu alfarið eftir nýju lögunum. Það ætti að sjást fljót- lega hvort nýjar reglur fækka gjaldþrotabeiðnunum en það var m.a. tilgangur laganna," sagði Erlingur. Á fyrrnefndu tímabili á þessu ári var eitt fyrirtæki úrskurðað í greiðslustöðvun og fjórir ein- staklingar. Miðað við fyrra ár er þetta fjölgun greiðslustöðvunar- mála. JÓH Verulega hefur dregið úr því að almenningur leggi fyrir af sparifé til hlutafjárkaupa eins og var t.d. á árinu 1990 þegar hluta- fjárkaup gátu veitt mönnum ákveðinn skattafslátt. Innlegg á bundna reikninga hefur verið mjög svipað hjá íslandsbanka það sem af er árinu eða heldur minnkað ef eitthvað er en fá dæmi eru þess að slíkum reikn- ingum hafi verið sagt upp og inni- stæðan leyst út. Þessa dagana er verið að póstleggja álagningar- seðla og bíða margir eftir því að sjá hvort þeir fái greiddar út ein- hverjar vaxtabætur og margir munu væntanlega eyða því fé til að fara í sumarfrí að mati Guð- jóns Steindórssonar. „Ég hef ekki getað merkt það að almenningur hafi mikið minnkað við sig í neyslu en sparnaður er áþreifanlega minni því fólk hefur minni tekjuafgang til slíkra hluta. Sparnaður almennings hefur fyrst og fremst verið á bundum reikningum og ekki auðvelt að taka peningana út með litlum fyrirvara," segir Sigurður Kristjánsson útibús- stjóri Búnaðarbankans á Blöndu- ósi og Skagaströnd. Innlánsaukning er fyrst og fremst fólgin í vöxtum og verð- bótum og lítið utan þess, en á undanförnum árum hefur bank- inn verið með góða innláns- aukningu umfram verðhækkun. Að mati Sigurðar má fyrst og fremst merkja aukna erfiðleika fólks í því að vanskil hafa aukist nokkuð og það má reyndar einnig segja um fyrirtæki. Nokkur húnvetnsk fyrirtæki hafa lent í erfiðri greiðslustöðu vegna verktaka við Blönduvirkj- un, en urn ár er síðan fram- kvæmdum lauk þar en enn er ver- ið að ná inn fé af verktökunum. Fossvirki hefur staðið mjög vel við alla samninga við heimamenn en Hagvirki og SÁÁ-verktakar hafa reynst erfiðir. „Húnvetningar hafa alltaf reynst skilamenn, en það má merkja aukin vandkvæði á því að notkun greiðslukorta hefur farið mjög vaxandi," sagði Sigurður Kristjánsson. GG Blönduós: Hillebrandtshúsið rannsakað S.l. mánudag kom fólk frá Árbæjarsafni og Húsafriðun- arnefnd rflrisins til Blönduóss að skoða Hiliebrandtshúsið sem svo er nefnt. Tók bæjar- stjórinn á Blönduósi og hér- aðsskjalavörðurinn á móti þeim. Skoðuðu þau húsið ásamt Leifi Blumenstein tæknifræðingi og grúskuðu í skjölum. Ekkert er enn komið í Ijós sem óyggjandi sannar að um sé að ræða húsið sem byggt var á Skagaströnd 1733, en all- ar líkur benda til þess. Hins vegar kom I Ijós að hleðslan undir húsinu er byggð af fyrsta íslenska steinsmiðnum, Sverri Runólfssyni. Þau Hrefna Róbertsdóttir og Úlfar Másson frá Árbæjarsafni komu norður á mánudag ásamt Júlíönu Gottskálksdóttur frá Húsafriðunarnefnd. Skoðuðu þau Hillebrandtshúsið ásamt Leifi Blumenstein tæknifræðingi, en hann gerði einmitt úttekt á húsinu 1990 að ósk Valgarðs Ásgeirssonar múrarameistara á Blönduósi. Valgarð hafði áhyggj- ur af örlögum hússins, en hann hafði í æsku heyrt sagnir um flutning hússins og að það væri gamalt og merkilegt. Hrefna Róbertsdóttir safn- vörður á Árbæjarsafni sagði í samtali við blaðið að margt benti til þess að um þetta hús væri að ræða, þ.e. verslunarhús sem ein- okunarkaupmenn byggðu á Skagaströnd 1733. Hins vegar hefðu enn ekki fundist skjöl sem tækju af tvímæli um að það hús hefði verið flutt til Blönduóss. Enn er verið að rannsaka skjöl að norðan og tekur það nokkra daga að öllum líkindum. Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi segir að húsið verði varðveitt, hvort sem um sé að ræða húsið frá Skagaströnd eða ekki. „Það er alveg ótvírætt, hver sem niðurstaðan verður með ártalið, þá er húsið merkilegt." Það væri bæði vegna byggingar- stíls og þess að hleðslan undir húsinu væri mjög merkileg. Sagði Ófeigur ýmsar hugmyndir uppi um endurbyggingu og nýtingu og málið væri á athugunarstigi. Nánari umfjöllun um Hille- brandtshúsið verður í blaðinu á morgun. sþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.