Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 29. júlí 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Knattspyrna: Alvarleg agavandamál? - varamenn, þjálfarar og aðstandendur liða haga sér illa að mati KSÍ Á fundi stjórnar KSÍ í síðustu viku lýstu stjórnarmenn yfír þungum áhyggjum á fram- komu og hegðun leikmanna og forsvarsmanna félaga í sumar. Sérstaklega var tekið til þeirra sem skipa varamannaskýli. Hér er átt við varamenn, þjálf- ara og aðstoðarmenn þeirra. Á þessum sama fundi var ákveðið að reyna allt sem hægt er til þess að breyta þessu ástandi. Sem dæmi um aðgerðir má nefna að heimilað hefur verið að í nokkrum leikjum í sumar verður dómari með hljónema á sér til þess að menn geti áttað sig betur á því sem fram fer á vellinum. En er málið á alvarlegu stigi? Formenn Þórs og KA voru sammála um að að erfitt væri fyr- ir þá að tjá sig um málið í heild en vildu meina að ástandið hér í bæ væri hvorki betra né verra en undanfarin ár. Guðmundur Haraldsson, for- maður Dómaranefndar KSÍ, sagði að dómarar hefðu miklar áhyggjur af því ástandi sem ríkti og hefði ríkt lengi. „Það er þessi óróleiki sem virðist fylgja vara- mannabekknum. Þjálfarar og aðstandendur liðanna gera sig oft á tíðum seka um slæma fram- komu og alltaf er það dómarinn sem er bitbeinið. Að sögn Guð- mundar er ástandið ekkert verra en það hefur verið undanfarin ár en það sé búið að vera slæmt. „Það verður að segja það eins og er að sum lið hafa mjög góða framkomu og þeir taka þetta bara til sín sem eiga,“ sagði Guð- mundur og bætti við að mál dóm- ara þyrfti að fara að taka fastari tökum og búa þyrfti að þeim á allt annan og miklu betri hátt en gert hefur verið. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að dómarinn er hluti af knattspyrnu- fjölskyldunni og það þarf að hlúa að honum sem slíkum,“ sagði Guðmundur Haraldsson. SV Sigurvegarar í Ferðamóti Flugleiða og GÁ Mjólkurbikarinn: Prír Skagamenn í banni gegn KA - tveir með íjögur gul spjöld, einn með rautt Eins og kunnugt er leika KA- menn við Skagamenn í Mjólk- urbikarkeppninni finuntu- daginn 6. ágúst. Þrír Skaga- menn hafa verið úrskurðaðir í bann sem tekur gildi í leikn- um gegn KA. Leikur Skagamanna við Val um síðustu helgi gæti reynst þeim fyrrnefndu dýr. Alexander Högnason og Ólafur Adolfsson fengu báðir sitt fjórða gula spjald í sumar og þýðir það eins leiks bann hjá hvorum. Bannið tekur gildi frá og með föstudegi og þeir verða því í banni í bikarleiknum gegn KA. Sigurður Jónsson, fyrirliði f A, fékk að líta sitt annað rauða spjald í sumar og er þ.a.l. dæmdur í a.m.k. tveggja leikja bann. Á fimmtudag verður stórleikur í Samskipadeildinni, en þá mætast KA og Þór í síðari leik liðanna. Ekki er víst að þeir Örn Viðar Árnason og Halldór Áskelsson taki upp þráðinn og haldi áfram að dansa, en hver veit? Golf: Fór holu íhöggi Sá merki atburður átti sér stað á golfvellinum á Akureyrir nú á dögunum að ungur Akureyr- ingur, Jónatan Magnússon að nafni, fór „holu í höggi“ á elleftu holu vallarins. „Ég er mjög rnikið á golfvellin- um, fer þangað á morgnana, er þar fram að hádegi og fer þá á fótboltaæfingu til tvö og þá er það aftur golfvöllurinn,“ sagði golfarinn ungi. „Ég hef mjög gaman af því að spila golf og er ákveðinn í því að halda áfram að spila. Ég tek það þó aldrei fram yfir fótboltann," sagði Jónatan. Á golfvellinum fékkst það upp- gefið að stundum líði nokkur ár án þess að nokkur leiki þennan leik en stundum fari tveir og þrír á ári. SV Hér eru engin agavandamál og ailir standa prúðir í röð. Mynd: Goiií Golf: Ferðamót Flugleiða og Golfldúbbs Akureyrar Ferðamót Flugleiða og Golf- klúbbs Akureyrar var haldið um síðustu helgi. Keppt var í flokkum kvenna, unglinga og karla með og án forgjafar og voru lciknar 18 holur. Flug- leiðir gáfu verðlaun til mótsins. Úrslit flmm efstu eru eftirfarandi: Karlar - án forgjafar: Högg 1. Jón S. Árnason, GA 74 2. Þorleifur Karlsson, GA 75 3. Egill 0. Hólmsteins., GA 79 4. Sigurður H. Ringsted, GA 80 5. Skúli Ágústsson, GA 80 Karlar - með forgjöf: Nettóhöggafj. 1. Hallgrímur Arason, GA 67 2. Jón S. Árnason, GA 67 3. Guðbjörn Garðarsson, GA 68 4. Friðbjörn Hólnt, GK 70 5. Friðrik E. Sigþórsson, GA 70 Konur - án forgjafar: Högg 1. Jónína Pálsdóttir, GA 86 2. Erla Adólfsdóttir, GA 89 3. Fjóla í>. Stefánsd., GA 90 4. Bergljót Borg, GA 92 5. Aðalheiður Alfreðsd., GA 97 Konur - með forgjöf: Nettóhöggafj. 1. Fjóla Þ. Stefánsd., GA 65 2. Halla S. Svavarsd., GA 69 3. Jónína Pálsdóttir, GA 72 4. Aðalheiður Alfreðsd., GA 74 5. Bergljót Borg, GA 74 Unglingar - án forgjafar: 1. Birgir Haraldsson, GA 73 2. Axel Árnason, GA 82 3. Bjarni G. Bjarnason, GA 84 4. Ingvar R. Guðmunds., GA 86 5. Ómar Halldórsson, GA 86 JUnglingar - með forgjöf: Nettóhöggafj. I. Áxel Árnson, GA 61 ■ 2. Bjarni G. Bjarnason, GA 63 3. Birgir Haraldsson, GA 64 4. Gunnlaugur B. Ólafsson, GA 71 5. Ingvar R. Guðmundsson, GA 71 Knattspyrna: Leiftursmenn kæra ÍR - tveir voru á skýrslu sem voru í banni Knattspyrnudeild Leifturs hef- ur ákveðið að kæra leik liðsins gegn ÍR um síðustu helgi. Tveir leikinenn ÍR sem úrskurðaðir höfðu verið í leikbann, af Aga- nefnd KSÍ, voru á leikskýrslu og á þeirri forsendu er kært. „Það er alveg ljóst að þeir leik- menn sem eru í banni mega ekki og eiga ekki að vera á leik- skýrslu," sagði Kristinn Hreins- son, stjórnarmaður hjá Leiftri. „Við höfum ákveðið að leggja frarn kæru og höfum fulla trú að því að málið vinnist." Leiftur hefur fjórtán daga til þess að kæra brotið til Dómstóls Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og þaðan er ntálið sent áfrant til Dómstóls KSÍ. SV Jónatan Magnússon, fyrir miðju, er ekki einasta góður golfari. Hér tekur hann, ásamt félögum sínum í Þór, á móti verðlaunum fyrir innanhússknatt- spyrnu á Essó-mótinu í sumar. Mynd: sv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.