Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. júlí 1992 - DAGUR - 7 Lífið er stutt en Laxá Fyrir skemmstu hafði ég sam- band við vin minn í Mývatns- sveit, sem hefur stundað sil- ungsveiði í Mývatni í nær hálfa öld. Hann var nýkominn af veiðum og hafði fengið fjóra silunga í net um morguninn. „Veiðin í sumar er á þeim nótum, sem búast má við. Ég hef þungar áhyggjur, ekki það eina af silungnum heldur af fuglalífinu einnig. Gráendurn- ar hafa ekki komið ungunum á legg. Ungar eru dauðir um allt vatn vegna fæðuskorts.“ Ég hringdi í Arna Einarsson hjá Líffræðistofnun Háskólans. Árni hefur stundað rannsóknir við og á Mývatni um árabil. Ekki vildi Árni taka undir orð vinar míns í Mývatnssveit, sagðist vera á leið norður að Mývatni til fuglatalningar og niðurstöðu talningarinnar væri að vænta um miðjan næsta mánuð. Fyrir margt löngu var faðir minn kaupamaður hjá Halldóri bónda í Garði í Mývatnssveit. Ég minnist þess að eitt sinn sagði hann mér, að þeir í Garði hefðu fengið 600 silunga í tveim fyrir- dráttum. Já, nú er öldin önnur og Mývatn er ekki sú perla sem hún var. Nátttröllið í Skessuhala Sem barn fór ég margar ferðir í Mývatnssveit með pabba og mömmu. Pabbi hafði sterkar taugar til sveitarinnar og sagði okkur margar furðusögur sem við krakkarnir hlustuðum á með mikilli eftirtekt. Pabbi sagði okk- ur að tröllin í fjöllunum veiddu sér til matar í Mývatni. Ekki get ég sagt börnum mínum slíkar sögur fyrir það eitt að tröllin eru stór og hefðu ekki í sig þar sem veiðin er það léleg nú. I Þjóðsög- um Jóns Árnasonar er sagan um nátttröllið í Skessuhala. Þar segir að í fyrndinni bjó skessa í fjalli einu, er síðan heitir Skessuhali. Hún var nátttröll, og er það eðli þeirra, að þau mega ekki sól sjá. Verða þau því að vinna fyrir sér á nóttunni. Skessan gerði Mývetn- ingum mikið mein; og þar á meðal var það, að hún stal á nóttum veiði í Mývatni. Er svo sagt, að hún ætti nökkva lítinn, og reri honum um vatnið, en bæri hann svo á baki sér til byggða sinna. Það var eitt sumar, að mikill var veiðiskapur í Strandavogi; var hann besta veiðstöð við Mývatn og hefur jafnan verið. Lagði skessan það í vana sinn um sumarið, að hún stal á hverri nóttu veiði úr voginum, og þótti Strandarbúum það hið mesta mein. Eina nótt síðla um sumarið var það, að skessan réðst ofan að voginum, og ætlaði eftir vana að veiða þar. En er hún kom, er bóndi fyrir, og er að veiðiskap á voginum. Hún treystist ekki að leggja að bónda, því að hann var við fjórða mann, og ætlaði að bíða, til þess er bóndi hefði lokið veiðiskaparstörfum sínum; en bóndi fór sér hvergi, hvort af því hann vissi, hvað skessu leið, og beið svo fram undir morgun. Skessan gjörðist heldur óþolin- móð, en vildi þó ekki fara svo búin. Og er bóndi hætti veiðinni, fór skessa til og dró fyrir á vogin- um. En er hún hafði lokið því starfi, hélt hún heimleiðis til byggða sinna; og sem hún var komin meir en miðja leið heim að Skessuhala, þá rann upp sól. Er svo sagt að skessan léti þar niður nökkvann, sem hún var stödd, þegar sólin rann upp, færi sjálf upp í hann og allt yrði svo að steini. Þessa sér nú glöggt merki enn í dag. Nökkvinn stendur enn í brekku nokkurri, sem liggur nálægt miðju vegar milli Skessu- hala og Mývatns, og heitir hún Nökkvabrekka. Er nökkvinn að öllu lagaður eftir bátum, sem nú tíðkast til veiða á Mývatni, nema hvað hann er allur stærri. Má glöggt greina alla lögun hans, og sér enn fyrir árunum og ræðun- um; hafa það verið skörð í borðin, en ekki keipar, eins og nú tíðkast. í afturstafni nökkvans er hrúga mikil, og halda menn að skessan hafi lagt sig þar til hinnar síðustu hvíldar. 40 til 50 punda urriðar í austurrísku Olpunum í vetur sem leið var ég ásamt nokkrum veiðifélögum að ísdorgi á Simcoe-vatni í Kanada. Raunar vorum við þátttakendur í Heims- meistaramóti í ísveiðum, en frá þeirri keppni hef ég greint hér í blaðinu. Meðal þátttakenda var heiðursmaður einn frá Austur- ríki, sem spurðist mikið fyrir um veiðar í ám og vötnum Islands. Yfir ölglasi sagði ég þessum heið- ursmanni margar veiðisögur frá íslandi, bæði sannar og lognar. Vissulega sagði hann mér einnig inargar veiðisögur og sumar mergjaðar. Þessar sögur fóru inn um annað eyrað og út um hitt sem oft vill verða. Eitt situr í mér, sem ég vissi ekki fyrir. f sumum vötnum í austurrísku Ölpunum er geysilega stór silung- ur. Ekki er óalgpngt að þar veið- ist fiskar, sem vega 40 til 50 pund. Þetta mun vera urriði. Austurríski veiðimaðurinn sagði mér frá góðum bieikjuvötnum og í lækjum er bæði urriði og bleikja. „Minn er helmingi stærri en þinn“ „Mývatn er móðir Laxár,“ sagði pabbi oft í gamla daga. Ekki var ég hár í loftinu þegar ég fór fyrst í veiðiferð upp í Mývatnssveit. Við veiddum á stöng í Laxá. Oft fengum við góða veiði og sumir urriðarnir voru stórir, að vísu ekki jafn stórir og þeir sem áður er sagt frá í Ölpunum. Sumar eft- ir sumar kenndi pabbi mér hvern- ig bera skyldi sig að. í fyrstu var ég með lítið stangarskott og snot- urt hjól sem Eyja heitin í Hljóð- færahúsinu gaf mér. Svo kom að „græjurnar" hentuðu ekki lengur og stór var sú stund þegar ákveð- ið var að ég fengi stóra stöng og „fullorðið hjól“. Ég var 11 ára og þess albúinn að fylgja pabba eftir við laxveiðar á veiðisvæði því sem Stangveiðifélagið Straumar höfðu á leigu. Margt hafði ég lært í Mývatns- sveitinni innan um bölvaðar flug- urnar sem allt lífið þarna uppfrá byggist á. Það er eins með flug- una í Mývatnssveit sem og silung- inn og fuglinn. í dag hefur öllu hnignað. Kunnugir segja mér að í vor og sumar hafi mý ekki kvikn- að að nokkru gagni. Síðasta ganga drapst í púpunum. Mér er einnig sagt af bónda í Mývatns- sveit, að um mánaðamótin næstu muni stór bylgja mývargs ganga yfir sveitina. „Við væntum þess og þörfin er brýn. Fæðuskortur hrjáir allt dýralíf í og við vatnið“. Að stunda laxveiðar í Laxá f Suður-Þingeyjarsýslu er heill heimur unaðar. Laxá hefur upp- fóstrað margan sem veiðimann og hvergi er betri skóla að fá. Vatnið er mikið og hvergi er hægt Óli G. Jóhannsson. að ná meiri fjölbreytni. Ég naut þess sem unglingur að fá tilsögn hjá Bensa á Hólmavaði, Stein- grími í Nesi og Heimi í Garði. Þessir heiðursmenn komu alltaf niður að ánni þegar við pabbi vorum að veiðum. Þremenningar þessir bættu við miklum fróðleik um veiðarnar og ána. Eitt sinn lenti ég í kappveiði við Steingrím í Nesi. Steingrímur var að veiðum í Grástraumi er ég rölti niður Hagabakkana. Haga- straumur er Grástraumur kallað- ur frá austurbakkanum. Stein- grímur bauð upp á einvígið til að sjá hvort pollinn hefði lært eitt- hvað af þeim sveitungum. Lax var í straumnum og hann lyfti sér öðru hverju. Hann var að klóra sér á pungnum. Við veiddum á flugu og sólin skein beint í andlit mér yfir Kinnarfjöllin. Stöngin bognaði fyrst hjá mér. Viður- eignin var snörp og stutt. Sjö punda sjóbirtingur lá á bakkan- um. Steingrímur kallaði yfir til mín: „Þessi telst ekki með“. Ný fluga á tauminn og aftur var kastað. Steingrímur hafði reist lax og nú var hann á. Átökin voru mikil. Auðséð var að karl- inn hafði sett í einn af þessum stóru, sem alltaf eru í Grástraumi. Viðureignin var hörð. Greinilegt var að laxinn var af stuttu og sveru gerðinni. Hann þumbaðist og kafaði. Aldrei stökk laxinn, en svo fór að á bakkanum lá 23 punda lax, grútleginn. Þessum laxi náði Steingrímur af lagni og kunnáttu. Flestir hefðu misst lax þennan niður ólgurnar niður á Álfthyl og þá hefði leikurinn ver- ið tapaður. Mér leið hálf illa að sjá þetta ferlíki á bakkanum Grástraumsmegin, en sýndi eng- in svipbrigði. Ekki var öll von úti. Veiðigyðjan var mér hliðholl. Lax kom sem tundur- skeyti utan úr straumnum og greip fluguna. Ég brá við og stöngin bognaði. Sælutilfinning og spenna fór um mig allan. Þessi varð að nást. Nokkur stökk. Lax- inn var ekki stór, en hann var skemmtilegur. Tólf punda hængur lá á bakk- anum. Kappveiðinni var lokið. „Við skiljum jafnir," kallaði Steingrímur, „en í raun hef ég vinninginn, því minn er helmingi stærri en þinn.“ Þannig skildu leiðir okkar Steingríms og ég sá hann ekki eftir þetta. Nú er öðlingurinn kominn á veiðilend- urnar miklu, þar sem þeir stunda trúlega laxveiðar hann og Heimsi í Garði, Bensi á Hólmavaði, pabbi og margir fleiri sem fylgdu mér fyrstu sporin við Laxá í Þing- eyjarsýslu. „Lestu Henderson“ Heimir í Garði var merkilegur veiðimaður. Eitt sinn var ég með Heimi að veiðum fyrir neðan fossa. Á Kistuhyl fengum við 12 laxa einn morguninn. Heimir fékk flesta. Á ferðum okkar með Laxá veiddi Heimir oftast vel og var mér haldreipi í nokkur ár. Einum morgni man ég eftir þegar ekkert gekk. Heimir sagði: „Þetta er vonlaust. Hér er enginn lax. Hann er allur kominn inn undir hraunið." Við hættum veiðum. Ég keyrði vin minn á næsta veiðisvæði, en þar voru kunningjar okkar að veiðum. Heimir tók tvö eða þrjú köst og lax var á. Er löndun var lokið var flösku lyft og gullið wisky rann um kverkar og sögur voru sagðar. Á bakkanum við Eskey spurði ég Heimi, hvernig það mætti vera að laxinn á okkar veiðisvæði væri allur undir hrauni. Ég áleit sem eðlilegt var að karlinn hefði kosið fremur að vera nálægt fullorðnum veiði- mönnum sem ættu á glasi. Heim- ir svaraði stuttaralega: „Lestu ferðasögu Ebenezer Hender- son“. Ebeneser Henderson var á ferð um ísland á árunum 1814 til 1815. í bókinni segir: „Uin mið- aftan komum við á vestri bakka Laxár, sem hlykkjast áfram leið sína fram hjá óreglulegum höfðum, er hraunið myndar, á sumum stöðum straumlítil en annars staðar straumhörð, þar sem hún geysist niður dálitla halla. Stöku sinnum hljóp einn og einn lax upp úr vatninu og þótti mér merkilegt að sjá, að víða runnu lækir úr ánni í göng undir hrauninu og þangað leita fiskarnir. Verður af þessu skiljanlegt, að þeir veiðast stund- um í augum í miðjum dalnum." í gömlu hefti af Veiðimannin- um fjallar Steingrímur í Nesi um undirgöng þessi: „Það er rétt, sem segir í ferðabók Hender- sons, að Laxá tapar miklu vatni í hrauninu meðfram henni, og rennur mest af því fram í upp- sprettulindum vestan og norðan hraunsins og fellur til Skjálfanda- fljóts. Sumt af því vatni sem sígur í hrauninu, ýmist um gisinn botn árinnar eða um holurð undir háum bökkum, rennur til hennar aftur; svo er t.d. um Daufhyl og Litla-læk, sem rennur út í lónið mikla hjá Austur-Haga. Ósarnir, sem Óseyri er við kennd, er kvísl, sem rennur úr ánni inn í landið og hverfur í hraunið. Víða kemur þetta vatn í ljós á leið sinni um hraunið í einstökum augum eða pyttum, og sést þar ætíð silungur, oftast smár. Á nokkru svæði í dalnum rennur þetta vatn ofanjarðar, og er í þeim lækjum talsvert af silungi. Norður hjá Garði er vatn þetta horfið í hraunið, en í gjá einni þar hef ég séð stóra silunga. I gjám og hraunhellum í Aðaldals- hrauni er víða vatn, og vafalaust hrekjast lax- og silungaseiði um undirgöng alla leið frá Laxá í Skjálfandafljót". Skugga hefur borið á Lífið er stutt en Laxá löng. Fjörutíu ár eru liðin frá því ég fyrst kom í Mývatnssveit til veiða í Helluvaðslandi. Öll þau tæki sem nú eru notuð til veiðanna eru önnur. Betri stangir, betri hjól. Já, útbúnaðurinn er allur meiri og betri, en skugga hefur borið á. í dag er kostnaðurinn af hverjum stangveiðidegi mikill. Venjulegt fólk hefur ekki efni á að renna fyrir lax í bestu laxveiðiám landsins. Forstjórar, fyrirmenn og útlendingar geta veitt þessar ár mér að meinalausu. Ég er hættur laxveiðum og hef leitað upprunans á slóðir silungsins í Mývatnssveit. Nú á ég þá einu ósk, að maðurinn gangi ekki að náttúru Mývatnssveitar dauðri. Óli G. Jóhannsson. (Höfundur er blaðamaður.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.