Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 29. júlí 1992 141. tölublað ÚTSALA • ÚTSALA • UTSAUA rSALA • ÚTSALA • ÚTSALA • U vLA • ÚTSALA • ÚTSALA • UTS ||errabödin I I HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Leyft verður að veiða 205 þúsund tonn af þorski á næsta fiskveiðiári: Höggið verði mildað með Hagræðingasjóði - segir Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands og stjórnarformaður ÚA Á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september nk., verður leyft að veiða 205 þúsund tonn af þorski. Þetta var niðurstaða maraþon-ríkisstjórnarfundar í gær. Á móti kemur að leyft verður að veiða meira af öðr- um tegundum, en Hafrann- sóknastofnun hafði áður gert tillögu um, 65 þúsund tonn af ýsu, 92 þúsund tonn af ufsa og 104 þúsund tonn af karfa. Samkvæmt samþykkt ríkis- stjórnarinnar verður aflaheim- ildum Hagræðingasjóðs ekki ^ Húsbréf: Ávöxtunar- krafan hækkað Ávöxtunarkrafa húsbréfa hef- ur farið stighækkandi að undanförnu og hækkaði síðast í gærmorgun í 7,45%. Síðla á síðasta ári var ávöxtunarkrafan komin í um 9% en í vetur lækkaði hún jafnt og þétt og fór lægst í 6,95% í lok apríl. Síðan þá hefur hún farið hækk- andi. Þetta þýðir að í dag eru afföll af húsbréfum að nafn- virði ein milljón króna 132.000 kr. en afföllin af sömu upphæð voru 107.000 kr. fyrir rúmum mánuði. Jón Hallur Pétursson, fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands, sagði í gær að fyrir einum mánuði hafi ávöxtunarkrafa húsbréfa verið 7,15% og það sýn- ir hve hratt ávöxtunarkrafan hef- ur hækkað að undanförnu. „í reynd hafa afföllin því aukist á þessum tíma um 20 þúsund af hverri milljón,“ sagði Jón Hallur. Hann segir að hækkuninni þessa dagana valdi minni eftir- spurn eftir húsbréfum. „Stórir kaupendur eins og lífeyrissjóðir hafa líka haft aðra pappíra til að kaupa. Mér finnst aukningin á framboði húsbréfa óveruleg þannig að það er fremur minni eftirspurn sem ræður hækkun ávöxtunarkröfunnar heldur en aukið framboð bréfa,“ sagði Jón Hallur og benti jafnframt á að hvað varðar stóru fjárfestana á markaðnum þá hafi síðustu til- boð lífeyrissjóðanna í húsnæðis- bréf Húsnæðisstofnunar gefið tilefni til að ætla að sjóðirnir hafi minna lausafé um þessar mundir en oft áður. Þar geti verið komin skýring á minni sókn þeirra í húsbréfin. Um framhaldið í húsbréfunum segir Jón Hallur erfitt að spá. Fátt bendi til að framboð hús- bréfa aukist þar sem dregið hafi úr viðskiptum á fasteignamarkaði og eftirspurnin eftir bréfum komi því til með að ráða mestu um hvort ávöxtunarkrafan hækkar, lækkar eða stendur í stað næstu misseri. JÓH beitt til jöfnunar fyrir þau byggöarlög sem verða illa fyrir barðinu á skertum þorskveiði- hcimildum. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að 205 þús- und tonna þorskafli á næsta ári hefði verið málamiðlunarniður- staða ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann lagt áherslu á að leyft yrði að veiða 190 þúsund tonn af Gunnar Kr. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands íslands, segir að telja verði öruggt að einn riðill í Heimsmeistarakeppninni í handbolta, sem haldin verður hér á landi vorið 1995, verði á Akureyri. I riðlinum verða 6 lið og segir Gunnar að þetta þýði að samtals telji keppnis- fólk, dómarar og aðstandend- !ur liðanna um 150 manns en auk þess megi búast við áhang- 1 endum liðanna og blaðamönn- um. Gunnar segir að strax og Ólympíuleikunum á Spáni lýk- ur verði hafíst handa á nýjan leik við undirbúning HM 95 en hann var í biðstöðu þar til í lok síðustu viku þegar endanleg staðfesting Álþjóða hand- knattleikssambandsins á að keppnin færi fram hérlendis lá fyrir. „Við munum væntanlega setja þorski í samræmi við tillögu Hafrannsóknastofnunar. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hafði hins vegar hallast að 220 þúsund tonna hámarksafla af þorski og undir það sjónarmið tóku margir af þingmönnum beggja stjórnar- flokka. En málamiðlunin varð sem sagt 205 þúsund tonn. Þor- steinn Pálsson sagðist í gær telja að þrátt fyrir að leyft yrði að veiða 15 þúsund tonnum meira af okkur fljótlega í samband við félögin fyrir norðan og óska aðstoðar frá þeim við undirbún- ing en væntanlega munum við einnig hafa samband við bæjaryf- irvöld enda er þetta mikið mál fyrir bæjarfélagið. Við viljum þess vegna vinna þetta í sem bestu samráði við bæjaryfirvöld,“ sagði Gunnar. Samkvæmt reglugerð á að halda mótið á tímabilinu 15. febrúar til 15. mars en HSÍ k.em- ur til með að þrýsta á að mótið verði haldið síðar á vorinu. Hvaða riðill verður fyrir norðan, og þá hvaða lið spila þar, kemur ekki í ljós fyrr en vorið 1994 þeg- ar undankeppnum verður lokið en reglur eru þannig við niður- röðun að sterkustu liðin dreifast á riðlana. „Þið fáið því handbolta í toppklassa,“ sagði Gunnar. „Þessi keppni er kjörið tæki- færi til kynningar á landinu og við vorum byrjaðir að vinna með þorski en Hafrannsóknastofnun hefði gert tillögu um, þá væri þetta ásættanleg niðurstaða. Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands og stjórnarformaður Útgerðar- félags Akureyringa, segir þetta vissulega gífurlegt áfall fyrir bæði útgerð og fiskvinnslu í landinu. „Eg er út af fyrir sig ekki ósáttur við þá ákvörðun að fara svokall- Ferðamálaráði og svæðisbundn- um félögum vegna kynningar- starfs. Við höfum líka kynnt þetta fyrir ferðaskrifstofunum og þessi undirbúningur heldur áfram,“ sagði Gunnar. Ljóst er að íþróttahöllin á Akureyri kemur til með að verða aðal keppnisvöllurinn norðan heiða. Einnig kemur til greina að spila leiki í íþróttahúsi KA og fara með einhverja leiki til Húsa- víkur og jafnvel Ólafsfjarðar en keppnishúsin verða ákveðin þeg- ar sendimenn tækninefndar Alþjóða handknattleikssam- bandsins hafa tekiö út þau hús sem HSÍ verður með í huga. „En við vitum hvaða hús eru örugg- lega í lagi,“ sagði Gunnar og bætti við að bæði íþróttahöllin á Akureyri og íþróttahús KA standist allar megin kröfur og þar verði fyrirsjáanlega ekki beðið um nema smávægilegar lagfær- ingar, komi á artnað borð fram óskir í þeim dúr. JÓH aða uppbyggingaleið. En varð- andi Hagræðingasjóð, þá tel ég það mjög mikilvægt að 12 þúsund ígildistonn sjóðsins verði notuð endurgjaldslaust til þess að milda höggið hjá þeim sem verða fyrir mestu skerðingunni. Skipting þessara tonna er aðeins einn þátt- ur sem ríkisvaldið verður að grípa til til þess að undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar geti gengið,“ sagði Sverrir. óþh Fullvinnsla sjávar- afurða á Dalvík: Jón Þór ráðinn Jón Þór Gunnarsson mun vinna að athugun á mögu- leikum á frekari fulivinnslu sjávarafurða en Dalvíkur- bær og Kaupfélag Eyfirð- inga munu kosta sameigin- lega þessa athugun. Jón Þór er starfsmaður KEA og vinnur að ýmsum verkefn- um fyrir félagið en hann var áður frainkvæmdastjóri K. Jónssonar hf. á Akureyri. Að sögn Magnúsar Gauta Gautasonar, kaupfélagsstjóra KEA, mun Jón Þór hefja störf við þetta verkefni í næstu viku en aðilar hafa gert sér vonir um að innan næstu þriggja mánaða liggi fyrir niðurstaða. Að henni fenginni verður tek- in ákvörðun um hvort ráðist verður í byggingu verksmiðju fyrir framleiðsluna. JÓH Lögreglan á Akureyri: Eftirlit á hálendinu Um verslunarinannahelgina hyggst lögreglan á Akureyri fara til eftirlits á hálendinu inn af Eyjafirði og reyndar er ætlunin að fara fleiri slík- ar eftirlitsferðir síðar í sumar. Um síðustu helgi fóru lög- reglumenn á Akureyri til eftir- lits á hálendinu inn af Eyja- firði. Tveir lögreglumenn fóru á jeppa lögreglunnar. Ekið var sem leið liggur fram Eyjafjörð og upp á Nýjabæjarfjall og síðan ekið að Laugarfelli. Þar var rætt við landverði og gesti. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn, segir að fólk hafi látið í ljós ánægju með að sjá lögreglumenn á þessum slóðum og vonast hafi verið eftir að þeir kæmu fljótt aftur. Eftir að hafa ekið um nálægar slóðir Laugarfells óku lögreglumennirnir niður í Bárðardal og til Akureyrar. óþh Framkvæmdir við byggingu fjölbýlishúsa fyrir aldraða við Lindasíðu á Akureyri eru í fullum gangi og þessa dagana er verið að steypa upp veggi fyrstu hæðar húsanna. Þessi mynd var tekin á byggingarstað í gær. Mynd: Goiii Einn riðill í HM í handbolta ‘95 verður á Akureyri: „Þetta er mikið mál fyrir bæjarfélagið“ - segir Gunnar Kr. Gunnarsson, framkvæmdastjóri HSÍ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.