Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 29. júlí 1992 Spurning vikunnar Hvernig líst þér á torgið eftir breytingarnar? Spurt á Ráðhústorgi Aðalsteinn Jósepsson: „Mér finnst nú þetta ekki alveg eins og ég vildi hafa það. En ég vona að þetta venjist." Baldur Sveinbjörnsson: „Mér líst mjög vel á þetta því að þetta er til að fegra bæinn og er hann þó fagur fyrir. Ég hefði hins vegar viljað sjá gróðurbelti hér í kringum torgið." Michael John Clarke: „Þetta er tilvalið til útihátíðar- halda og tónleika. Ég hef ekki séð teikningar af þessu en ég vildi hafa hér gosbrunn en ég hugsa fyrst og fremst um þetta sem samkomustað." Margrét Hafliðadóttir: „Þetta gefur bænum ákveðinn, skemmtilegan svip. Kannski mætti vera hér einhver gróður því ásjónan er svolítið stein- steypugrá." Jórunn Sveinsdóttir: „Þetta er æðislega flott og mér líst vel á þetta. Eg ætla alla vegana að vera hér um verslun- armannahelgina." Óskar Karlsson og Kristján Kristjánsson: „Munum ekki eina einustu kvennafarssogu.“ Mynd: Golli Kristján Kristjánsson og Óskar Karlsson: Raufarhöfn var voðalegt pláss „Það er ekkert gaman að tala við okkur, við munum ekki eina einustu kvennafarssögu, Opnuð hefur verið myndlistar- sýning Ingimars Friðgeirssonar í Blómaskálanum Vín í Eyja- fjarðarsveit. Á sýningunni, sem lýkur 4. ágúst nk., eru 12 landslagsmyndir. Ingimar Friðgeirsson er 83 ára gamall Þingeyingur, búsettur á í vor stóð Mjólkurdagsnefnd fyr- ir „Mjólkurleik“ en þar gafst fólki færi á að svara spurningunni „Með hverju finnst þér mjólkin best?“. Inn bárust fast að 40.000 svarseðlar og var dregið um vinn- inga þann 30. júní. Góð verðlaun voru í boði og meðal vinninga var m.a. ferð til Karíbahafsins fyrir viðkomandi og fjölskyldu hans. Þegar dregið var um þá ferð kom upp nafn Bergljótar Þorsteinsdóttur, Hlíð- arhjalla 14, Kópavogi. Hennar hvað þá meira. Þær eru reynd- ar margar til, ekki síst frá Raufarhöfn, en við munum Akureyri frá árinu 1983. Eina nám hans í myndlist eru nám- skeið hjá Kristni G. Jóhannssyni, myndlistarmanni á Akureyri. Hann hefur í tvígang sýnt á sam- sýningum á vegum Félags aldr- aðra á Akureyri, en sýningin í Vín er hans fyrsta einkasýning. óþh bíður því skemmtisigling um Karíbahafið ásamt eiginmanni og 2ja ára syni. Einnig var dregið um 500 aukavinninga - mjólkurglasasett og innkaupaskjatta. Nöfn vinn- ingshafanna birtust í auglýsingu í Morgunblaðinu 19. júlí. Öllum vinningshöfum hefur þegar verið sent bréf með upplýs- ingum um hvar þeir geti nálgast vinninga sína. Þeir sem af ein- hverjum ástæðum hafa ekki feng- ið bréf geta haft samband í síma 91-691600. (Fréttatilkynning) þær ekki nógu vel,“ sögðu Kristján Kristjánsson og Óskar Karlsson, vistmenn á Dalbæ á Dalvík sem Dagsmenn rákust á þar sem þeir voru að sóla sig í blíðviðri á dögunum. Ekki vildu þeir viðurkenna að þeir væru frá Raufarhöfn en þeir þekkja staðinn greinilega vel og minningarnar þaðan eru blendn- ar. „Raufarhöfn er ágæt í dag en það verður að segjast eins og er að hún var það ekki hér áður fyrr. Það móðgast sjálfsagt ein- hver en þetta var voðalegt pláss í gamla daga. Það var svo mikil drulla þarna að það var ekki hægt að stíga niður fæti,“ sagði Krist- ján og hló dátt. „Það þýddi ekki einu sinni að fara á almennileg- um skóm á ball,“ bætti hann við um leið og hann skammaði ljós- myndarann ærlega. „Ætlarðu að fara með þetta upp í mig, drengur?“ „Kunniði ekki vísurnar um Raufarhöfn?" spurði Óskar og þegar viðmælendurnir neituðu hélt hann áfram. „Þar var eitt sinn aðkomumaður sem leist ekki á staðinn og gerði þessa vísu: Pú ert rassgat Raufarhöfn rotni fúli drullupollur. Andskotinn á engin nöfn yfir mörg þín forarsöfn. Pú ert versta víti í höfn viðmót þitt er kuldahrollur. Farðu í rassgat Raufarhöfn rotni fúli drullupollur. Svo var það staðarmaður sem orti á móti: Pótt Raufarhöfn eigi engan andlegan auð og enginn sé fegurðarstaður að lasta sitt eigið lifibrauð er ljótt af þér, aðkomumaður. “ Áfram er rætt um Raufarhöfn og kvennafar um stund en fljót- lega berst talið að öðrum málum. „Ég held að allar þessar breyt- ingar í dag hljóti að vera öllum .umhugsunarefni,“ segir Óskar. „Ég hef unnið á sjó og lent þar í ýmsu og svo hef ég líka verið bóndi. í dag er sama hvort litið er á vinnumarkaðinn eða annað, það er eins og maður sé í allt öðr- um heimi. Ég held að það þýddi ekki í dag að bjóða sjómönnum upp á það sem þeim var boðið hér áður fyrr. Og veðurfarið, það hefur meira að segja breyst. Vetrarstórhríðarnar, sem voru svo algengar þegar ég var að alast upp, eru ekki til í dag. Já, þetta er orðinn allt annar heimur.“ JHB Ingimar Friðgeirsson með myndlistarsýningu í Blómaskálamim Vín Óskar H. Gunnarsson, formaður Mjólkurdagsnefndar, afhendir Bergljótu vinninginn. Við hlið hennar stendur Þorsteinn Bergmann, eiginmaður hennar, og Hörður Daði, sonur þeirra. Mjólkurleikurinn: Fjölskylda úr Kópavogi fær skemmtísiglingu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.