Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 29. júlí 1992 Fréttir Akureyri: Fjölbreytnin í fyrirrúmi á „Halló Akureyri“ Eins og fram hefur komið verður efnt til hátíðar á Akur- eyri um verslunarmannahelg- ina sem hefur fengið nafnið Halló Akureyri. Hátíðin er haldin að frumkvæði Þráins Lárussonar, veitingamanns á Uppanum og í 1929, en fjöl- margir aðrir hafa sameinast um að gera hana að veruleika. Má þar nefna bæjaryfirvöld á Akureyri, fyrirtæki í bænum og ymsa skemmtikrafta tónlistarmenn. °g Klukkan 23 öll kvöldin verða skemmtistaðir bæjarins opnaðir og verður þar ýmislegt í boði. í 1929 leika hljómsveitirnar Skrið- jöklar og Loðin rotta fyrir dansi og verður bein útsending frá dansleikjunum í útvarpsstöð hátíðarinnar, FM 98,7. Ýmislegt fleira verður um að vera í 1929 og má þar nefna fegurðarsamkeppni karla og blautbolskeppni meyja. leikur hljómsveit Valtýssonar fyrir í Sjallanum Geirmundar dansi. Að dansleikjahaldi loknu öll kvöldin verða haldin svokölluð „pakkhúspartý" í húsnæði vænt- anlegrar slökkvistöðvar bæjarins við Árstíg (norðan við Tryggva- braut) og standa þau yfir til kl. 5.30. Að sögn forráðamanna Halló Akureyri er tilgangurinn með „pakkhúspartýunum“ tví- þættur, annars vegar að gera gestum kleift að skemmta sér og hins vegar er talið æskilegt að gestir safnist saman á einum stað að dansleikjum loknum og valdi þannig síður ónæði um bæinn. Enn er ónefndur útimarkaður, sem haldinn verður í Miðbænum á laugardag. Þar munu verslunar- eigendur og einstaklingar bjóða vörur sínar til sölu auk þess sem skemmtikraftar og tónlistarmenn munu leggja sitt af mörkum til að gera mannlífið sem blómlegast. Að öðru leyti verður ekki skipu- lögð dagskrá að deginum, enda telja aðstandendur hátíðarinnar það einn höfuðkost „hátíðar- svæðisins" hversu mikla afþrey- ingarmöguleika það býður upp á. óþh Dagskrá Halló Akureyri hefst með formlegum hætti nk. föstu- dag kl. 17 þegar hljómsveitin Skriðjöklar kemur ríðandi inn göngugötuna og heldur útihljóm- leika á Ráðhústorgi. Samkvæmt upplýsingum forráðamanna hátíð- arinnar verður dagskráin með svipuðu sniði alla þrjá dagana. Klukkan 18 verða ókeypis kvik- myndasýningar í 1929 og verða sýndar myndirnar Litla hryllings- búðin, söngleikurinn Hárið og „Purple rain“ með poppgoðinu Prince. Á Ráðhústorgi hefst skemmti- dagskrá á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20 og stendur til kl. 23. Meðal þess sem þar verður í boði er hljómsveita- og söngvarakeppni, tónleikar með hljómsveitinni Svörtu kögg- unum, jasstónleikar og skemmti- atriði af ýmsu tagi. Hápunktur hátíðarinnar verð- ur risavaxin grillveisla á Ráðhús- torgi á sunnudagskvöldið með skipulagðri skemmtidagskrá. Dagskrá annarra útíhátíða Auk tveggja hátíða á Norður- landi telst Degi til að séu átta skipulagðar útihátíðir á land- inu. í eftirfarandi samantekt er þeim stuttlega gerð skil. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Að vanda verður mikið um dýrð- ir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Af þekktum hljómsveitum í Eyjum má nefna Sálina hans Jóns míns, Todmobile og Prestó. Fram koma ýmsir skemmtikraftar og brennan á Fjósakletti verður á sínum stað og sömuleiðis brekku- söngur Árna Johnsen. Miðaverð á þjóðhátíð er óbreytt frá fyrra ári, 6.500 krónur. Flugleiðir bjóða upp á „pakka“ frá Akur- eyri fyrir 15.790 krónur. Eiðar Á Eiðum stendur Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands fyrir útihátíð um verslunar- mannahelgina. Meðal hljóm- sveita sem fram koma eru Stjórnin, GCD og Bubbi Morthens, Jet Black Joe, Undir Tunglinu og Ozon frá Nes- kaupstað. Efnt verður til söngv- arakeppni og kraftakeppni, sem kraftakarlinn Magnús Ver Magn- ússon stjórnar. Miðaverð er kr. 6.000. Frá Norðurlandi eru rútu- ferðir austur á land. Upplýsingar um þær er að hafa á umferðar- miðstöðvum og hjá sérleyfishöf- um. Galtalækur Bindindismótið í Galtalækjar- skógi verður á sínum stað í ár. Hljómsveitin Sléttuúlfarnir leika fyrir dansi á dansleikjum. Ungl- ingahljómsveitirnar Tess, Bus- arnir, Blint, Mozart var ýktur spaði, Mind in Motion og Gott stíga á stokk. Meðal skemmti- krafta eru Ómar Ragnarsson, Sverrir Stormsker, Bjartmar Guðlaugsson, Raddbandið og Sildarævintýri á Siglufirði: SöltunarpaJlur í hjarta bæjarins - verður e.t.v. nýttur sem bryggja við Roaldsbrakka Nú fyrlr helgina lauk smíði upphækkaðs síldarplans í tilefni Sfldarævintýris á Siglu- firði um verslunarmannahelg- ina. Þessa dagana stendur yfir frágangur pallsins fyrir ævin- týrið. Að sögn Örlygs Krist- flnnssonar, forstöðumanns síldarminjasafnsins, verður síldarplanið notað sem sölt- unarpallur á komandi sfldar- ævintýrum, verði framhald þar á, auk þess sem pallurinn getur nýst við hvers konar uppákom- ur útivið. Annar möguleiki er að pallurinn verði tekinn í sundur og timbrið notað í bryggjugólf fyrir framan Roaldsbrakka. „Pallurinn er smíðaður ofan á steypt plan þannig að síldar- söltunin sé hækkuð upp. Þá sjá áhorfendur á síldarævintýri hvað fram fer,“ sagði Örlygur Krist- finnsson um tilgang smíðinnar. „Söltunarpallurinn er 60 cm hár, 18 m á lengd og 16 m að breidd. Hann er því um 300 fer- metrar og kostar nokkuð. Pen- ingunum er þó ekki kastað á glæ því þetta er mjög góður pallur í hjarta bæjarins sem nýtist til úti- vistar," sagði Örlygur og nefndi sem dæmi þjóðhátíð, vinabæja- mót og að sjálfsögðu síldarævin- týri ef það yrði að reglulegum viðburði. „Pallurinn er smíðaður eins og bryggjur voru í gamla daga nema hvað hann er ekki í sjó,“ sagði Örlygur og bætti við að pallurinn yrði e.t.v. nýttur sem bryggjugólf við Roaldsbrakka þótt ekki væri það líklegt. „Þá myndum við nýta bryggjugólf og bita en stöpl- arnir yrðu auðvitað 3-4 m á hæð eins og undir eðlilegri bryggju," sagði Örlygur. Örlög pallsins verða ljós að Ioknu síldarævintýri en það hefst nk. föstudag. GT Háðflokkurinn. Verð aðgöngu- miða á bindindismótið er kr. 5.000 (fyrir fullorðna), en 4.500 kr. fyrir börn 13-15 ára. Börn yngri en 12 ára fá ókeypis inn. Vík í Mýrdal Fjölskylduhátíð hefur verið hald- in í Vík í Mýrdal á undanförnum árum og svo verður einnig í ár. Hljómsveitin Sjöund leikur fyrir dansi á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Boðið verður upp á hjólabáta, vélsleðaferðir, söngv- ara-, dans- og brandarakeppni fyrir börnin, vatnsfótbolta og tor- færusýningu Árna Kópssonar og félaga á Höfðabrekkujökli. Ókeypis er inn á svæðið, en gestir greiða fyrir tjaldstæði og það sem þeir velja af dagskránni. Bjarkarlundur í Bjarkarlundi verður einnig fjöl- skylduhátíð. Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki mun skemmta á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Boðið verður upp á fjölda skemmtiatriða og varðeld- ur verður kveiktur. Við Bjarkar- lund er starfrækt hesta- og báta- leiga. Ekki verður innheimt mótsgjald, en selt verður inn á tjaldstæðið og að sjálfsögðu á dansleikina. Eyjólfsstaðir Að Eyjólfsstöðum í Vallahreppi verður fjölskyldumót Ungs fólks með hlutverk um helgina. Biblíu- fræðsla verður á morgnana en samkomur á kvöldin. Boðið verður upp á skemmtidagskrá og sérdagskrá fyrir börn og ungl- inga. Mótið verður öllum opið. Snæfellsás Nýaldarfólk flykkist að venju á Snæfellsnes, nánar tiltekið að Brekkubæ, þar sem haldið verð- ur árlegt mannræktarmót. Að þessu sinni verður það helgað gleði og heilun. í boði verða fyrirlestrar, námskeið, heilun, söngur og tónlist. Harold Hammond stjórnar svitahofi að hætti Chukchansi indiána. Heið- ursgestur verður heilunartónlist- armeistarinn Dr. Molly Scott. Aðgöngumiðinn að Snæfellsási kostar kr. 4.000. Eldborg ’92 Eldborg ’92 er íþrótta- og fjöl- skylduhát(ð á Kaldármelum á vegum Héraðssambands Snæ- fells- og Hnappadalssýslu. Fram koma hljómsveitirnar Síðan skein sól, Júpíters, Ný dönsk, KK-band, Lipstick Lovers og Kolrassa krókríðandi. Ómar Ragnarsson og Hermann Gunn- arsson annast skemmtidagskrá. Boðið verður m.a. upp á hæfi- leikakeppni, aflraunasýningu og knattspyrnukeppni stjörnuliðs Ómars Ragnarssonar og rokk- landsliðsins. Verð aðgöngumiða fyrir fullorðna er 5.900 krónur, en 12-16 ára greiða 4.900 krónur. óþh Dagskrá Sfldarævintýrisms um verslimarmannahelgina Síldarævintýrið á Siglufírði hefst á morgun, flmmtudag, kl. 17 með myndlistarsýningu Höllu Haraldsdóttur í Ráðhús- inu á Siglufiröi. Annað kvöld kl. 21 verða Fflapenslar með kvöldskemmtun á Hótel Læk sem þeir nefna „Enn er lundin létt“. Á föstudag hefst síðan síldardagskráin fyrir alvöru. Hér á cítir verður dagskránni gerð skil eins og hún lá fyrir í byrjun vikunnar. Föstudagur 31. júlí: Kl. 16 - útiskemmtun á palii við torgið - Hljómsveitin Miðaldamenn - Félagar úr Leikfélagi Siglufjarðar - Barna- og unglingahljómsveit Tónlist- arskólans Kl. 20.30 - á pallinum við torgið - Setning sjóstangaveiðimóts - SJÓSIGL - Léttsveit Tónlistarskólans leikur. Kl. 21 - á Drafnarplani - Hermann og Steinar Ingi leika gamla harmonikuslagara Kl. 21.30 - Kveikt á bálkesti við Sunnuplan Kl. 22 - Hótel Lækur - Enn er lundin létt - Fílapenslar láta gamminn geysa Kl. 22 - á pallinum við torgið - Hljómsveitin Max leikur fram eftir nóttu Kl. 23 - Alþýðuhúsið - Karookedansleikur fyrir 16 ára og eldri Kl. 24 - Hótel Lækur - Dansleikur - Miðaldamenn leika fyrir dansi - aldurstakm. 18 ár Laugardagur 1. ágúst: Kl. 13 - á pallinum við torgið - Barna- og unglingahljómsveit Tónlist- arskólans hitar upp fyrir útiskemmtun Kl. 13.30 - útihátíð í miðbænum - Danshljómsveit Siglufjarðar leikur gömul síldarlög - Fílapenslar skemmta - Gylfi Ægisson treður upp - Gamlir Gautar rifja upp stemmningu síldaráranna - Félagar úr Leikfélagi Siglufjarðar skemmta - Og ýmislegt fleira Kl. 14 - Sjóstangaveiðimenn koma í land eftir fyrri veiðidag Kl. 15 - við húsnæði Egilssíldar - Matvælakynning Þormóðs ramma hf. Kl. 15 - Drafnarplan - Hermann og Steinar Ingi leika Kl. 15-17 - Alþýðuhúsið - Karookedansleikur fyrir yngstu kyn- slóðina Kl. 16 - Ræst í síldarsöltun á Drafnar- plani - Síld verður söltuð eins og í gamla daga á Drafnarplaninu og verður Síldar- minjasafnið að hluta til á planinu Kl. 17.30 - pallurinn við torgið - Tónleikar - Kvennakór Siglufjarðar og Léttsveit Tónlistarskólans undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar Kl. 22 - síldarhátíð í miðbænum - Miðaldamenn halda uppi fjörinu - Hver veit nema „garnlir" Gautar, Gylfi og jafnvel fleiri taki lagið Kl. 23 - Alþýðuhúsið - Karookedansleikur fyrir 16 ára og eldri Kl. 01.00 - Hvanneyrarskál - Flugeldum skotið upp Sunnudagur 2. ágúst: Kl. 11 - guðsþjónusta í Hvanneyrarskál - Séra Bragi J. Ingibergsson messar - Hestamenn munu fylgja presti á hest- um sínum upp í Skál - Eftir messu verður sagt frá helstu kennileitum í firðinum - Sturlaugur mun leika á nikkuna KI. 14 - íþróttavöllurinn - Sirkus Arena með sýningu Kl. 14 - togarabryggja - Tekið á móti sjóstangaveiðimönnum - Ýmis skemmtiatriði og óvæntar uppá- komur KI. 15 - dorgveiðikeppni við togara- bryggju - Keppt í flokkum 10 ára og yngri og 10 ára og eldri KI. 16 - á pallinum við torgið - Verðlaunaafhending fyrir dorg- veiðikeppni - Heimir Sverrisson leikur nokkur létt lög á nikkuna - Iris Elva leikur og syngur eigin lög og texta - Barna- og unglingahljómsveit Tónlist- arskólans Kl. 17 - síldarsöltun á Drafnarplani - Endurtekin síldarstemmning frá laug- ardegi - Sturlaugur verður með nikkuna Kl. 17 - íþróttavöllur - Sirkus Árena með sýningu Kl. 21 - pallur í miðbæ - Maxarar sjá um landlegustemmningu fram eftir nóttu KI. 23 - Hótel Lækur - Miðaldamenn leika fyrir dansi Kl. 23-03 - Alþýðuhúsið - Karooke fyrir 16 ára og eldri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.