Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 29.07.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. júlí 1992 - DAGUR - 11 Rit um Rauða krossinn: í þágu þjóðanna „í þágu þjóðanna" er heiti rits sem Rauði kross íslands hefur gefið út og fjallar um sögu og starf Rauða kross hreyfingarinn- ar heima og á alþjóðavettvangi. í ritinu er leitast við að gefa sem gleggsta mynd af meira en fimm aldarfjórðunga mannúðarstarfi Rauða krossins, sem byggist á Genfarsáttmálunum og grund- vallarreglum hreyfingarinnar, en þær eru sjö með eftirfarandi lyk- ilorðum: Mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboða- hjálp, eining og alheimshreyfing. Einnig er fjallað um starfsemi RKÍ frá stofnun 1924. Það sem gerir Rauða krossinn einstakan er sú staðreynd að hann hefur á eigin forsendum gert að veruleika hugtakið al- heimshreyfingu, en það hafa margir reynt en fáum tekist. Það er ekki létt verk því innan vébanda hreyfingarinnar þarf að vera rúm fyrir allar þjóðir, smáar og stórar, þar sem engin rödd er annarri rétthærri. í þágu þjóðanna er til sölu á skrifstofu RKÍ og jafnframt til útláns úr bókasafni Fræðslumið- stöðvar RKÍ. Fjölskyldu- hátíð í Vatnsfirði Fjölskylduhátíð verður haldin um verslunarmannahelgina í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp. Dagskrá mótsins er fjölbrevtt, m.a. er boðið upp á veiði í Vatns- fjarðarvatni, leikjadagskrá fyrir börnin, skoðunarferðir á landi og sjó með leiðsögn og margt fleira. Hljómsveitin Rokkvalsinn leikur fyrir dansi laugardags- og sunnu- dagskvöld og einnig verður varð- eldur og kvöldvaka. Einungis 10 mínútna akstur er í sundlaugina í Reykjanesi, sem verður opin alla helgina. Bátsferðir með Eyjalín verða frá ísafirði bæði laugar- dags- og sunnudagsmorgun kl. 9 árdegis. Verð á hátíðina frá föstudegi til mánudags er kr. 2.500. (Fréttatilkynning) ÞRIHJÓL HÆFA BF.TUR ÞROSKA FORSKÓLABARNA. SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUDI KROSS ÍSLANDS SUNNUHLTÐ VERSLUNARMIÖSTÖÐ — SHOPPING CENTER — oí!'* Föstudaeurinn 31 Qrillveisla frá Kjötiðnaðarstöð KEA Konur í atvinnusköpun sýna og selja framleiðslu sína Ath. Kjörbúð er opín til kl. 20.00 Aðrar verslanir til kl. 19.00 Lokað laugardaginn 1. ágúst Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 - Trygging s. 21844 - M. H. Lyngdal s. 26399 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Velkomín í Svinnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.