Dagur - 29.08.1992, Side 12
JH NN3nS»tkSfl
TVÖFALDUR
1. VINNINGUR
Akureyri 130 ára:
Fjölbreytt afinælisdagskrá
Sérstök undirbúningsnefnd var
sett á laggirnar til aö undirbúa
dagskrá á 130 ára afmæU Akur-
eyrarkaupstaðar. Jón Björns-
son, félagsmálastjóri, var
skipaður formaður nefndar-
innar og hann sendi frá sér til-
kynningu um helstu viðburði
sem skipulagðir hafa verið í
dag.
„Pað er ærið tilefni til þess að
gera sér dagamun. Við stefnum
ekki að neinni stórhátíðardag-
skrá heldur einungis fjörugu
bæjarlífi þennan laugardag, og
þá ekki síst á nýgerðu Torginu og
til þess hefur afmælisbarnið leit-
að liðsinnis hjá ýmsum aðilum.
Hér á eftir verður talið upp hvað
vitað er til að verður á seyði
þennan dag. Upptalningin er
ekki tæmandi, það væri aðeins
ánægjulegt ef enn fleiri tækju sig
til og skemmtu sér og öðrum.
Upptalningin er með fyrirvara;
atriði gætu færst til eða fallið út,
ekki síst ef verður vont veður, og
enginn má falla í geðvonsku eða
sút vegna þess.
Verslunareigendur hafa verið
hvattir til að hafa sem mest opnar
verslanir í miðbænum laugardag-
inn 29. ág. Veitingahúsaeigendur
hafa verið hvattir til þess að gera
bæjarbúurn sérstök afmælistilboð
þennan dag. Sölumönnum, pröng-
urum og prútturum er boðið að
setja upp söluborð og sölutjöld
sín í göngugötunni eða við Torg-
ið norðanvert," segir í tilkynn-
ingunni.
Sund, skoðunarferðir og
harmonikuleikur
Lítum þá á fyrirhugaða dagskrá.
Kl. 8 sýna morgunmenn Möllers-
æfingar í Sundlaug Akureyrar og
kl. 9 og 10 verður iðkuð sundleik-
fimi í útilaug og kl. 11 í innilaug
undir stjórn sundkennara.
Kl. 9 hefst plöntuskoðun í
Lystigarðinum undir forystu
blómafræðings. Farið verður frá
Eyrarlandsstofu.
Kl. 10 verða söfn bæjarins
opnuð, þ.e. Nonnahús, Davíðs-
hús, Náttúrugripasafnið, Steina-
safnið í Hafnarstræti 90, Minja-
safnið og Laxdalshús. Sérstök
sýning verður í Laxdalshúsi í
tilefni af 30 ára afmæli Minja-
safnsins og þar verður mynd-
bandið „Gamla Akureyri“ sýnt.
Aðgangur að söfnunum er ókeyp-
is.
Á sama tíma, kl. 10, hefst nátt-
úruskoðunarferð um Glerárgil
með leiðsögn Þóris Haraldsson-
ar, líffræðings, og er áætlað að
hún taki eina til tvær klukku-
stundir.
Kl. 10 leikur Lúðrasveit Akur-
eyrar á Ráðhústorgi. Kl. 10.30
verða keppendur í kassabíla-
keppni ræstir á Torginu. Kl. 11
hefst söguskoðunarferð um Inn-
bæinn á vegum Minjasafnsins.
Farið verður frá Laxdalshúsi um
söguríka staði. Ferðin tekur tæpa
klukkustund.
Kl. 11.30 verður harmoniku-
konsert á Torginu á vegum Fé-
lags harmonikuunnenda við
Eyjafjörð. Kl. 12.30 hefst
hlaupakeppni barna á Torginu.
Hlaupið verður um næsta ná-
grenni og aftur að Torginu.
íþróttir, árelíuz og Listagil
Eftir hádegi verður fjörinu fram
haldið. Kl. 13 verður júdósýning
á vegum KA á Torginu og er von
á ólympíufaranum Frey Gauta.
Kl. 13.30 leikur rokksveitin
Stjánarnir.
Kl. 14 verður haldið upp á 130
ára afmæli Akureyrarbæjar og 40
ára afmæli Jóhanns skálds árelíuzar
í 1929. Jóhann árelíuz og fleiri
listamenn fara með ljóðmæli,
kafla úr óbirtu skáldverki og ann-
að menningarlegt efni. Aðgangs-
eyrir er enginn en veitingar verða
til sölu.
Þeir sem hafa meiri áhuga á
íþróttum en menningu geta á
sama tíma, kl. 14, fylgst með
badmintonkeppni á Torginu á
vegum Badmintonfélags Akur-
eyrar. Kl. 14.30 er röðin síðan
komin að Kirkjukór Glerárkirkju
sem róar afmælisgesti með ljúf-
um söng.
Kl. 15 hefst skoðunarferð um
húsakynni í Listagilinu og verður
farið frá Ketilhúsi um vinnustof-
ur, Myndlistaskólann, væntan-
legt listasafn, væntanlega hljóm-
leikahöll og endað á kaffidrykkju
í Samlagshúsinu þar sem veitt
verður gjafakaffi frá Braga og
sérstök menningarterta frá
Brauðgerð KEA. í leiðinni er
upplagt að skoða sýningu í
Myndlistaskólanum á einþrykks-
myndum sem Menningarstofnun
Bandaríkjanna hefur sent oss.
Einnig er sýning á ljósmyndum
sem tengjast sögu Gilsins og
verður hún hjá arkitektunum
sunnan Kaupvangsstrætis. Húsa-
kynnin í Gilinu verða opin frá kl.
14-18 og eru allir bæjarbúar vel-
komnir í heimsókn.
Kl. 15 leikur Blásarasveit æsk-
unnar á Torginu.
Hross, skemmtidagskrá,
tækjasýningar
„Kaupskapur, gjálífi og almennt
útstáelsi á vegum einstakiinga
heldur síðan áfram í miðbæ
Akureyrar langt fram á kvöld.
Skemmtidagskrár færast hins
vegar út um víðan völl,“ segir í
tilkynningunni.
Kl. 16 stendur Hestamannafé-
lagið Léttir fyrir reiðsýningu á
flötunum fyrir neðan Samkomu-
húsið og kl. 16-18 verður í Sund-
laug Akureyrar kennsla og æfing
fyrir börn í meðferð björgunar-
vesta.
Kl. 16.30 hefst skemmtidag-
skrá í Davíðshúsi og um svipað
leyti verður ljúf tónlist leikin í
Laxdalshúsi. Pá mun Garðyrkju-
félag Akureyrar hefja áttatíu ára
afmælisfagnað sinn um þetta leyti
með kaffiveitingum uppi í Lysti-
garði. Bæjarbúar eru velkomnir
til þessara mannfagnaða meðan
rúm leyfir og loks verður sögu-
skoðunarferðin frá Laxdalshúsi
endurtekin kl. 17.30.
Af öðrum uppákomum má
nefna að Slökkvilið Akureyrar
verður statt nálægt Torginu og
sýnir tæki sín og björgunarsveitir
sýna bíla í göngugötunni. Þá
verður sjóbjörgunartækjasýning
við Torfunefsbryggju eftir há-
degi. íþróttafélagið Akur ætlar
að kenna fólki boccia í miðbæn-
um og hjólabrettabraut verður
sett upp við göngugötuna. Skáta-
félagið Klakkur mun leggja undir
sig hluta Skipagötunnar fyrir
uppákomur og einnig verða
hverfismiðstöðvar skáta opnar
fyrir gesti.
Eins og sjá má er margt í boði
fyrir afmælisgesti í dag og sjálf-
sagt ráðlegt fyrir fólk að skipu-
leggja tímann vel til að geta kom-
ist yfir sem flesta atburði. SS
Hátídardagskráin á
125 ára afinælinu
Bæjarbúar muna fiestir eftir
125 ára afmæli Akureyrarbæj-
ar 29. ágúst 1987, en þá
söfnuðust t.a.m. margir saman
í Lystigarðinum um kvöldið.
Það var vel viðeigandi því
Lystigarðurinn átti 75 ára
afmæli þetta ár.
Hátíðardagskráin hófst með
mótttöku á Akureyrarflugvelli.
Þar var tekið á móti forseta
Íslands, frú Vigdísi Finnboga-
dóttur. Skömmu síðar var hátíð-
arfundur í bæjarstjórn Akureyrar
og hátíðarsamkoma í Akureyrar-
kirkju.
Eftir hádegi var farið í skrúð-
göngu um bæinn og það frekar
tvær en eina. Síðdegisdagskrá var
í göngugötu, á flötinni fyrir neð-
an Samkomuhúsið og á Pollin-
um.
Leikfélag Akureyrar var með
hátíðarsýningu í íþróttaskemm-
unni og í göngugötunni var boðið
upp á kvölddagskrá. Síðan
söfnuðust bæjarbúar saman í
upplýstum Lystigarðinum og
nutu blíðunnar, veitinga og
skemmtunar.
Iðnsýning Norðurlands stóð
yfir í íþróttahöllinni þennan dag.
Hátíðin þótti takast vel og nú
er að sjá hvernig bæjarbúum
gengur að fagna 130 ára afmæl-
inu. SS
Kveðja tíl Akureyrar
höfuðstaðar Norðurlands!
Bestu hamingjuóskir í tilefni
130 ára afmœlis Akureyrarbœjar,
með von um bjarta framtíð
og aukna hagsœld á Norðurlandi
Grímseyjarhreppur