Dagur - 29.08.1992, Side 15
Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 15
Matarkrókurinn
Harriet Otterstedt í Matarkrók:
Kínverskur réttur fyrir þá sem
þurfa að passa uppá kólesterólið
Að þessu sinni ætlar Harriet
Otterstedt að láta í té upp-
skriftir í Matarkrókinn. Harriet
er sænsk en kom til íslands
árið 1952. Hún segist ennþá
halda svolítið í sœnska matar-
gerð og sennilega sé það þess-
vegna sem Edda Hermanns-
dóttir hafi talað um í síðasta
Matarkrók að hún hafi alltaf
verið með öðruvísi mat en
íslendingar eigi að venjast.
„Eg hef mjög gaman af því
að búa til mat og er farin að
hugsa mjög mikið um mataræð-
ið yfirleitt. Ég þarf sjálf að
passa uppá kólesterólið og þess
vegna hef ég farið út í það að
minnka fituna og finna hentuga
fæðu. Þetta er bara til góðs.
Maturinn þarf alls ekki að vera
verri fyrir bragðiö."
Fyrsti rétturinn sem Harriet
gefur uppskrift af er mjög hent-
ugur fyrir þá sem þurfa að huga
að kólesterólinu.
Woka
1 steiktur eða grillaður
kjúklingur. Skinnið tekið af
og kjötið skorið í bita.
4 gulrœtur skornar í bita
1 spergilkál (broccoli)
skorið í bita
1 grœn eða rauð paprika, skorin
sveppir eftir smekk
2Vi dl baunaspírur
1 msk. sojasósa
2 msk. oystersósa
1 tsk. cayennepipar
1 msk. ferskt engifer, rifið
2 hvítlauksrif, hökkuð
1-2 msk. mangochutney
2'/2 dl hœnsnakraftur
Grænmetið er soðið í 1 dl af
hænsnakrafti. Öllu blandað
saman þar til allt er vel heitt.
Borið fram með hrísgrjónum og
borðað með prjónum.
Næsta rétt segist Harriet nota
mikið sem kvöldrétt um helgar.
Austurlenskur rœkjuréttur
og maizena látið út í og soðið í
nokkrar mínútur, hrært í á
meðan. Tekið af hitanum og
sýrðum rjóma blandað út í.
Bragðbætt með cayennepipar
og karrý. Rækjur settar út í.
Hrísgrjónaröndin sett í eld-
fast mót og hituð. Jafningnum
hellt í kring og skreytt með
grænum baunum og rækjum.
í iokin kemur síðan sænskur
réttur sem góður er með nýjum
kartöflum eða á köldu borði.
(fyrir 4-5)
Hrísgrjónarönd:
3 dl hrísgrjón
1 hakkaður laukur
örlítið saffran eða karrý
(ekki nauðsynlegt)
6 dl fiskikraftur (teningar)
Sjóðið saman hrísgrjón, lauk,
krydd og kraft. Takið hring-
form (með gati í miðju) og
smyrjið með matarolíu. Öllu
hellt í formið og þjappað. Látið
standa í 1 klst.
Jafningur:
500 g rœkjur
50 g smjör eða smjörlíki
1- l'/i tsk. karrý
1 epli, skorið í teninga
1 laukur, niðurskorinn
2 msk. tómatsósa
2- lVi msk. maizena sósujafnari
2'/i dl fiskikraftur (teningar)
IV2 dós sýrður rjómi
Cayennepipar eftir smekk
Laukur og epli sett í pott og
steikt í smjörlíki þar til þau
glansa. Tómatsósa, fiskikraftur
Síldarrúllur í dilli
6 saltsíldarflök eða
Matjes síldarflök
V2 dl sykur
V-) tsk. hvítur pipar, mulinn
3-4 msk. nýtt dill, niðurklippt
(óklippt til skreytingar)
IV2 dl sykur og
3 dl mataredik í löginn
1. Þurrkið flökin vel, sjóðið
löginn og látið hann kólna.
2. Stráið sykri og pipar yfir
hvert flak, stráið síðan dillinu
yfir.
3. Rúllið flökunum þétt sam-
an og setjið þau þétt saman í
skál. Hellið kalda leginum yfir.
4. Látið bíða í einn sólar-
hring í kæliskáp. Takið síðan
rúllurnar og skerið í sneiðar.
5. Leggið upp á disk og
skreytið með dilli.
Harriet skorar á Aðalstein
Bergdal leikara að koma með
uppskriftir í næsta Matarkrók
en hún telur hann vera lista-
kokk. „Það verður örugglega
líka eitthvað öðruvísi matur hjá
honum.‘- KR
Ráðskona óskast
að mötuneyti Grunnskólans að Lundi Öxarfirði
fyrir komandi skólaár.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 96-
52244 og 96-52245 og formaður skólanefndar í
síma 96-52240.
Dalvíkingar!
Óskum eftir blaðberum á Dalvík sem fyrst, til að bera
út Dag, sem þarf að vera kominn til áskrifenda fyrir
kl. 10.00 á morgnana.
Upplýsingar gefur Emmý á Dalvík í síma 61462.
ÍIB FRAMSÓKNARMENN lill
1111 AKUREYRI
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90,
mánudaginn 31. ágúst kl. 20.30.
Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram-
sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig
varamenn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
1862-1992
Eyfirskir samvinnumenn óska
Akureyringum til hamingju með
130 ára afmæli Akureyrarbæjar
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
i