Dagur - 15.09.1992, Side 9

Dagur - 15.09.1992, Side 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 15. september 1992 Þriðjudagur 15. september 1992 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR Samskipadeildin Lcikir 18. uniferðar: Valur-KR 1:9 Þór-ÍA 2:2 FH-Fram 3:0 Víkingur-UBK 3:1 ÍBV-KA 2:1 Lokastaðan: ÍA 18 12-4- 2 40:19 40 KR 18 11-4- 3 41:17 37 Þór 18 10-5- 3 30:13 35 Valur 18 9-4- 5 33:27 31 Fram 17 8-1- 8 25:24 25 FH 18 5-6- 7 25:29 21 Víkingur 18 5-4- 9 25:33 19 ÍBV 18 5-1-12 23:44 16 UBK 18 4-3-1114:3115 KA 18 3-4-11 18:33 13 Markahæstir: Arnar Gunnlaugsson, ÍA 15 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór 11 Helgi Sigurðsson, Víkingi 10 Ragnar Margeirsson, KR 10 Anthony K. Gregory, Val 10 2. deild karla 18. umferð: Fylkir-Selfoss 9:1 Stjarnan-Keflavík 2:1 Grindavík-ÍR 0:1 BÍ-Leiftur 0:4 Víðir-Þróttur Þriðjud. kl.17.30 Staðan: Fylkir 18 14-1- 3 47:19 43 ÍBK 18 12-4- 2 42:16 40 Grindavík 18 9-2- 7 34:30 29 Leiftur 18 8-4- 6 38:23 28 Þróttur R. 17 8-1- 8 29:33 25 Stjarnan 18 6-6- 6 27:26 24 BI 18 5-6- 7 25:37 21 ÍR 18 4-6- 8 22:33 18 Víðir 17 2-6- 9 17:28 12 Selfoss 18 1-4-13 19:61 7 Markahæstir: ÓIi Þór Magnússon, ÍBK 18 Þorlákur Árnason, Leiftri 17 Kjartan Einarsson, ÍBK 14 Kristinn Tómasson. , Fylki 13 Indriði Einarsson, Fylki 13 Þórður Bogason, Grindavík 10 3. deild karla Lokastaðan: Tindastóll 18 16-1- 1 53:23 49 Grótta 18 9-4- 5 32:25 31 Þróttur N. 18 9-4- 4 41:35 31 Skallagrímur 18 8-4- 6 41:29 28 Haukar 18 6-5- 7 33:35 23 Völsungur 18 6-5- 7 23:30 23 Magni 18 6-4- 8 26:24 22 Dalvík 18 5-2-11 29:32 17 Ægir 18 4-5- 9 20:39 17 KS 18 3-3-12 21:48 12 1. deild kvenna Lokastaðan: UBK 14 10-3- 2 48:10 32 ÍA 14 14-2- 2 42: 9 32 Valur 14 10-1- 3 28: 9 31 Stjarnan 14 9-1- 4 36:13 28 Þróttur N. 14 5-1- 8 23:42 16 KR 14 4-1- 9 16:29 13 Þór 14 2-1-11 8:49 7 Höttur 14 1-1-12 7:50 4 Samskipadeildin: KA fallið í 2. deild Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út meðal leikmanna og áhang- enda IBV í Vestmannaeyjum þegar leik þeirra við KA Iauk á sunnudag og Ijóst var að þeir héldu sæti sínu í fyrstu deild á næsta kcppnistímabili. Á sama tíma gengu KA menn niðurlút- ir af leikvelli enda hlutskipti þeirra að leika í annarri deild að ári. Sigur Vestmannaeyinga var sanngjarn og greinilegt að hungur þeirra í stigin var meira en KA manna. Leikurinn hófst með miklum látum af beggja hálfu og skiptust liðin á að sækja milli þess sem barist var um skallaeinvígi á miðjunni. Nokkur færi litu dags- ins ljós og átti ÍBV m.a. færi á annarri mínútu og KA menn nokkrum mínútum síðar eftir aukaspyrnu en bæði færin runnu út í sandinn. Næstu mínútur einkenndust af miklum taugatitringi beggja liða og jafnræði var með liðunum. Færin komu á báða bóga og allt gat gerst. Á 21. mínútu fékk ÍBV innkast og eftir mikla baráttu í teig KA manna skaut Tómas Ingi Tómasson í þverslá og yfir markið. Fjórum mínútum síðar átti Leifur Geir Hafsteinsson skot rétt framhjá marki KA. j Skömmu síðar fékk Pavel Vandas | KA ágætt marktækifæri eftir hornspyrnu að marki ÍBV en skaut yfir og átti hann reyndar fleiri tækifæri í fyrri hálfleik sem ekkert varð úr. Um þetta leyti fóru að berast fréttir af gangi mála í leik UBK og Víkinga og kepptust áhorf- endur í Eyjum sem voru fjöl- margir, við að kalla stöðu leiksins til leikmanna. Hleypti það nokkru lífi í leikinn en á kostnað knattspyrnunnar því eins og fyrr segir, var mikið um skallaeinvígi á miðju þar sem tilviljun ein réð því hvar knötturinn lenti. Það voru svo heimamenn sem sóttu meira í lok fyrri hálfleiks og komust oft í góð færi og máttu KA menn teljast heppnir að vera ekki undir í hálfleik þar sem stað- an var jöfn, 0:0. Flestir bjuggust við að bæði lið mættu grimm til síðari hálfleiks og svo var með Vestmannaey- inga. KA menn virtust hins vegar ekki nógu kraftmiklir og komust þeir vart fram yfir miðju í langan tíma. Gunnar Már Másson sem kom sérstaklega ti! landsins frá Bandaríkjunum til að taka þátt í leiknum, átti þó ágætt færi á 4. mínútu en skallaði framhjá. Mikil pressa var nú á mark KA og upp- skáru Vestmannaeyingar fyrir erfiðið á 25. mínútu þegar Martin Eyjólfsson sem kom inn á sem Körfubolti hjá Tindastól: Bandaríkjamaður í skoðun - miklar mannabreytingar hjá liðinu Körfuboltamenn æfa sig nú af kappi fyrir veturinn en nú fer senn aö styttast í að úrvals- deildin byrji, en fyrstu leikir eru 4. október. Tindastóls- menn verða á fullu í þeirri bar- áttu líkt og undanfarin ár og eru nú eina liðið í úrvalsdeild- inni af Norðurlandi. Fyrir skömmu kom Bandaríkjamað- ur á Krókinn og eru forráða- menn körfuknattleiksdeildar- innar hjá Tindastól nú að íhuga hvort gengið verði til samninga við kappann. Ákvörð- jun um það liggur væntanlega 'fyrir í dag eða á morgun. „Okkur líst þokkalega vel á manninn," sagði Pórarinn Torlacius hjá Tindastól. „Hann fellur vel inn í liðið en auðvitað vilja menn alltaf eitthvað betra en spurningin er hversu langt er hægt að ganga og hvað menn komast af með, en við erum alls ekki óhressir með hann og höfum fullan hug á að ganga til samn- inga,“ sagði Þórarinn. Tindastóll tók nú um helgina þátt í 4 liða móti í Borgarnesi þar sem einnig kepptu Skallagrímur, Pór og Snæfell. Pað mót átti að skera úr um hvað verði gert í málum Bandaríkjamannsins sem heitir Chris Moore. Par kom hann þokkalega út að sögn Þórarins en ekkert væri samt enn frágengið. M.a. sagði hann að eftir væri að ganga frá málum Moore við það lið sem hann sfðast lék með en slík pappírsvinna tæki oft tíma. Endanlega ákvörðun væri í raun ekki hægt að taka fyrr en hann væri endanlega laus allra mála hjá erlenda félaginu. Þórarinn sagði að veturinn legðist þokkalega vel í menn þó allir geri sér grein fyrir að þetta veri erfitt. „Við höfum misst 5 menn en fengið 2 í staðinn. Kristján Sigtryggsson, Pétur Guðmundsson, Kristján Bald- vinsson, Einar Einarsson og Ivan Jonas. Liðið hefur hins vegar fengið Pál Kolbeinsson sem vissulega er mikill fengur og síð- an væntanlega Cris Moore. Það er því mikil breyting á liðinu. Við komum til með að byggja mikið á strákum sem eru að koma upp úr unglingaflokki hjá okkur en nú er unglingastarfið fyrst að skila sér af verulegri alvöru," sagði Þórar- inn. Unglingaflokkar Tindastóls hafa verið mjög sterkir undan- farin ár en vissulega vantar þá stráka leikreynslu meðal þeirra bestu. „Númer 1, 2 og 3 er að halda sér í deildinni. Síðan get- um við rætt um framhaldið," sagði Þórarinn. Tindastóll leikur í erfiðum riðli með Keflavík, Njarðvík og Haukum og er því ljóst að baráttan verður hörð. Heimavöllur Tindastóls er sterk- ur en það sama má reyndar segja um velli hinna liðanna líka. Það má því búast við spennandi keppni í vetur. HA Valur Ingimundarson þjálfari Tindastóls. varamaður fyrir ÍBV á 14. mín- útu síðari hálfleiks, skoraði fyrir ÍBV eftir innkast. Eyjamenn komust svo til strax á eftir í dauðafæri á ný en skutu rétt framhjá marki KA. Þótt KA menn hresstust nokk- uð eftir markið voru Eyjamenn nær því að skora en KÁ. Þeir náðu þó að klóra í bakkann á 35. mínútu þegar Bjarni Jónsson jafnaði metin eftir hornspyrnu og mikla þvögu í teig ÍBV. Staðan var orðin 1:1, tíu mínútur voru til leiksloka og bæði liðin gátu tryggt sig í deildinni því enn var staðan sú sama í hinum leik botn- baráttunnar. Eins og fyrr segir var hungrið meira hjá Vest- mannaeyingum því aðeins tveim- ur mínútum eftir mark Bjarna, skoraði Martin annað mark fyrir heimamenn og fögnuðu þeir mjög. Martin hefur reynst KA mönnum skeinuhættur því fyrir þennan leik, hafði hann aðeins skorað þrjú deildarmörk á ferlin- um, öll gegn KA. Sigur Eyja- manna var aldrei í hættu eftiitþetta þótt KA menn hafi sótt heldur meira í lokin. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og þurfti Gylfi Orrason fjórum sinnum að veifa gula spjaldinu. Fyrstur fékk það Bojan Bevc ÍBV fyrir munnsöfnuð, þá Halldór Kristinnsson KA fyrir brot á Tómasi Inga Tómassyni, loks Steingrímur Birgisson KA fyrir mótmæli við dóm Gylfa og loks Leifur Geir Hafsteinsson ÍB V en það uppskar hann eftir að nærri lá við handalögmálum í teig Eyjamanna þegar Pavel Vandas og Friðrik Friðriksson markmað- ur lentu í samstuði. Lið KA átti ágætan leik í fyrri hálfleik en það sama var ekki hægt að segja um hinn síðari. Pavel Vandas lék einn sinn besta leik í sumar og þá var Steingrím- ur Birgisson að vanda traustur í vörninni og bjargaði oft vel. VG Sagt eftir leikinn Sveinn Brynjólfsson, formaður Knattspyrnudeildar KA: „Það var viljameira liðið sem sigraði hér í dag og ekkert meira um það að segja. Við verðum í annarri deild í eitt ár og gerum svo vonandi eitthvað af viti; ger- um betur.“ Gunnar Níelsson: „Leikurinn var erfiður allan tímann fyrir okkar menn en við ætlum að koma fljótt aftur og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Sæmundur Oskarsson, for- maður KA klúbbsins í Reykja- vík: „Nú stokkum við bara upp spilin, komum fílefldir næsta sumar, vinnum deildina og verð- ur íslandsmeistarar árið þar á eftir.“ Sæmundur bætti því jafn- framt við að hann myndi fylgja KA mönnum til Kína til að sjá leiki þeirra ef með þyrfti. Stefán Gunnlaugsson: „Betra liðið vann hér íi dag. Þeir áttu miklu fleiri færiren KA. Ég átti alls ekki von á að svona færi í upphafi móts, átti frekar von á þeim um miðja deilcLþví ég tel að við höfum haft mánnskap í það.“ Gunnar Gíslason þjálfaríiKA: „Hvað á ég að segja, við vor- um einfaldlega ekki nógu góðir. Þá vorum við ekkert að. tapa deildinni núna, því við hefðum átt að vera búnir að bjarga sætinu fyrir löngu. Vissulega eru þetta mikil vonbrigði og ég. tel að bikarúrslitin hafi dregið nokkuð úr mönnum. Við vorum reyndar í bullandi fallhættu þá líka og það var erfitt að rífa mannskapinn upp. En það fór sem fór og nú er bara að stefna á fyrstu deildina aftur næsta ár.“ VG Handbolti: Mál Sigurpáls Áma leyst - samningur um félagaskipti milli Þórs Qg KA Mál Sigurpáls Árna Aðal- steinssonar eru nú loksins komin á hreint, enda ekki seinna vænna þar sem mótið hefst á morgun. Sigurpáll Árni sem óumdeilanlega er einn allra besti hornamaður lands- ins hefur sem kunnugt er ákveðið að spila með Þór í 1. deildinni í handboltanum í vetur, eftir að hafa leikið um nokkurn tíma hjá KA. Nokk- uð treglega hefur gengið fyrir félögin tvö að koma sér saman um með hvaða hætti félaga- skiptin ættu að eiga sér stað en nú er það mál endanlega leyst. Enn fremur hafa Akureyrar- félögin gert með sér samning um tilhögun félagaskipta næstu 4 árin. Sigurpáll Árni skiptir úr KA í Þór án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Ef Sigurpáll fer hins vegar úr Þór í eitthvert annað félag á næsta ári þá fær KA helm- ing hugsanlegs söluverðs. Sú upphæð fer svo lækkandi eftir því Sigurpáll Árni. sem árunum fjölgar. Einnig hafa Þór og KA gert með sér samning, sem búist er við að allir aðilar muni samþykkja, þar sem tekið er á því með hvaða hætti leik- mannaskipti milli félaganna skuli eiga sér stað á næstu 4 árum. Það er í raun með svipuðum hætti og í tilfelli Sigurpáls Árna, þ.e. eng- ir. peningar eru í spilinu. HA Halldór Arinbjarnarson Kærumál í 2. deild: Gunnari Má tókst ekki að skora fyrir KA í Eyjuni. Mynd: Golli Lið KA: Haukur Bragason, Örn Viðar Arnarson, Gauti Laxdal, Pavel Vandas, Halldór Kristinsson, Gunnar Már Másson, Bjarni Jónsson, ívar Bjarklind (Árni Hermannsson á 84. mínútu), Páll Viðar Gíslason, Steingrímur Birgisson, Ormarr Örlygsson. Lið ÍBV: Friðrik Friðriksson, Friðrik Sæbjörnsson, Bojan Bevc (Martin Eyjólfsson á 55. mínútu), Elías Friðriks- son, Jón Bragi Arnarson, Leifur Geir Hafsteinsson, Heimir Hallgrímsson, Steingrímur Jóhannesson, Kristján Kristjánsson, Tómas Ingi Tómasson, Nökkvi Sveinsson. Dómari: Gylfi Orrason. Línuverðir: Kristinn Jakobsson og Kristján Guðmundsson. Þorvaldur Örlygsson hjá Nottingham Forest: „Óskiljanlegt af hvequ ég datt úr liðinu“ „Þetta gengur bara ekki neitt hjá okkur,“ sagði Þorvaldur Órlygsson þegar hann var spurður um slakt gengi Nott- ingham Forest nú í upphafi keppnistímabilsins. Lið hans hefur nú einungis 3 stig þegar 7 umferðir eru búnar og hefur sjaldan eða aldrei byrjað eins illa. Þorvaldur sagði að það væri vörnin sem væri aðal höfuðverk- ur liðsins um þessar mundir og að liðið fengi allt of mörg mörk á sig. „Vörnin er búin að vera með allt á hælunum í þessum leikjum. Við erum auðvitað búnir að missa Des Walker frá því í fyrra sem skilur mikið gat eftir sig og vörnin er alveg ótrúlega sein,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði einnig að liðið væri í raun ekki að spila neitt ver.r heldur en undan farin ár en mörkin væru bara allt of mörg sem liðið fengi á sig. Þorvaldur sagðist hafa verið í liðinu allt þangað til í gær þegar Brian Clough tók hann út og setti Kingsley Black inn í liðið á nýjan leik. „Ég fékk enga skýringu á því af hverju ég datt út og finnst það reyndar hálf fáránlegt". Þor- valdur hefur reyndar ekki alltaf verið í náðinni hjá Clough og grunnt verið á því góða með þeim félögum. „Miðjan og sókn- in hafa verið að spila vel en vörn- in ekki svo ég skil ekki þessa breytingu þó auðvitað hafi kannski mátt gera einhverjar breytingar þegar það gengur svona illa,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði einnig að þó liðið hafi oft verið seint í gang þá sé þetta óvenju slæmt. Annars lét Þorvaldur vel af veru sinni í Englandi. Sagðist Nottingham Forest um helgina. vera betri en ítrekaði að vörnin væri aðal höfuðverkurinn og bjóst við að buddan yrði dregin upp og sterkir varnarmenn keyptir. Varðandi landsleikinn bjóst Þorvaldur við að vera til í slaginn ef kallið kæmi. „Ég hef verið í liðinu að undanföru og býst ekki við að nein breyting verði þar á. Hann sagði að liðið ætti leik á mánudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort Þorvald- ur Orlygsson hlýtur náð fyrir aug- um Brian Clough eða verður að bíða enn um sinn. HA Þorvaldur Örlygsson komst ekki í lið vera í góðri æfingu og laus við öll meiðsl. Það ætti því ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að hann geti sýnt það sem í honum býr, fái hann tækifæri til þess. Hann sagði að undirbúningstímabilið væri frekar stutt í Englandi en mikil keyrsla meðan á þvf stæði. Einnig byrjaði tímabilið af mikl- um krafti þar sem leikið væri mjög þétt í byrjun. Þá færi bikar- keppnin að byrja og þá eykst álagið enn á leikmenn. Hann sagðist ekki geta dæmt um hvort undirbúningur liðsins hefði mátt Eyjólfur Sverrisson hefur leikið vel hjá Stuttgart. Leiftursmenn ekki ánægðir A föstudaginn birti dómstóll KSÍ niðurstöðu sína í kæru- máli Leifturs gegn ÍR í 2. deildinni í knattspyrnu. Nöfn tveggja leikmanna IR sem voru í leikbanni voru skráð á leikskýrslu. Dómstóll KRR hafði vísað málinu frá í héraði vegna þess að mennirnir höfðu hvergi komið nálægt leiknunt. Dómstóll KSÍ felldi málið nið- ur með þeim orðum að eins og Eyjólfur Sverrisson hjá Stuttgart: Hefur spilað mjög vel Eyjólfur Sverrisson knatt- spyrnumaður hjá Stuttgart í Þýskaiandi hefur verið að gera góða hluti með liði sínu að undanförnu og hlotið góða dóma í þýskum blöðum. Eyjólfur er ákaflega fjölhælfur leikmaður og getur leikið nán- ast hvaða stöðu sem er á vellin- um. Þegar Dagur hafði sam- band við kappann var hann nýlega kominn heim til sín eftir erfiða ferð til Rostock þar sem Stuttgart beið lægri hlut fyrir Hansa Rostock í bikarkeppn- inni. „Ég var reyndar ekki í liðinu og á eftir að fá skýrirngar á því hjá Daum þjálfara hvers vegna það var,“ sagði Eyjólfur. Hann var ekki í liðinu um helgina sagðist enga skýringu geta fundið á þessari breytingu og vera væg- ast sagt mjög ósáttur við þessa framkomu. „Ég hef spilað þessa leiki sem búnir eru og fengið góða dóma eftir því sem ég veit best. Það er í raun skrítið að Christoph Daum hafi tekið Eyjólf út úr liðinu þar sem hann lýsti yfir mikilli ánægju með frammi- stöðu hans í síðustu viku í sam- tali við þýska blaðið Kicer. Eyjólfur sagði að meiðsl hefðu nokkuð hrjáð liðið og hann hefði því tekið sæti Uwe Schneiders í vörninni. „Það vantaði einhvern sem gæti hlaupið," sagði Eyjólf- ur. Gengi Stuttgart hefur verið nokkuð gott í deildinni það sem af er. í gær hafi hins vegar allt klikkað sem hugsast gat. Hann sagðist vera í fínu formi enda búinn að æfa vel. „Þetta er búið að vera erfitt undirbúningstíma- bil. Mjög erfitt. Við voru í æfingabúðum hérna í Bæjara- landi. Hér er alltaf svo gott veður að menn fara bara eitthvert upp í fjöll til þess að æfa því þar er loft- ið betra,“ sagði Eyjólfur. Það væri ekki verið að eyða pening- um í það að fara eitthvað erlend- is. Aðspurður sagði hann að miklar mannabreytingar hafi átt sér stað og búið væri að kaupa mikið af mönnum. Liðið væri vissulega sterkt á pappírunum en það hafi samt ekki náð að sýna það sem í því býr. „Það eru hér nokkrir mjög dýrir leikmenn sem ekki hafa sýnt það sem til var ætlast.“ Hann sagðist þó búast við því að gengi liðsins ætti eftir að vera nokkuð gott í vetur og vera bjartsýnn á tímabilið. Þegar hann var spurður hvort hann ætlaði eitthvað að láta sjá sig á íslandi á næstunni sagðist hann vonast til að komast í lands- leikinn sem verður 7. október, en þá taka íslendingar á móti Grikkj- um á Laugardalsvelli í undan- keppni heimsmeistaramótsins. „Þ.a.s., ef maður verður valinn í liðið.“ Miðað við hversu Eyjólfur virðist vera í góðri æfingu um þessar mundir verður að telja ákaflega sennilegt að hann hljóti náð fyrir augum Ásgeirs Elíassonar landsliðsþjálfara. Það styttist því vonandi í að menn sjái Eyjólf Sverrisson í leik á íslandi. málið sé vaxið þyki ekki rétt að beita refsingu. Stigin skipta reyndar ekki máli úr því sem komið er þar sem ÍR bjargaði sér endanlega frá falli um helgina. Þorsteinn Þorvalds- son hjá Leiftri var ekki ánægður með úrskurð dómstólsins því í raun hefði engin niðurstaða feng- ist í málinu. Hann sagðist vera mjög óhress með það hvernig staðið hafi verið að málinu. I skeyti dagsettu 4.9. þar sem Leiftri hafi verið tilkynnt um að málið yrði tekið fyrir, hafi ekkert verið minnst á að aðilar þyrftu sjálfir að mæta við þingfesting- una. í samskonar skeyti til Völs- ungs dagsettu 9.9. hafi hins vegar skýrt verið tekið fram að réttar- spjöll geti hlotist af því ef aðilar ekki mæti. Enn fremur telur Þor- steinn sig hafa fengið þær upplýs- ingar á skrifstofu KSÍ að aðilar þyrftu ekki að mæta nema þeir væru sérstaklega til þess kvaddir. í lögum KSÍ er skýrt tekið fram að báðum aðilum beri að mæta þegar mál þeirra er dómtekið. „Auðvitað má segja að við hefð- um átt að kynna okkur lögin betur, en ég treyst þeim upplýs- ingum sem ég fékk á skrifstof- unni,“ sagði Þorsteinn. „Stigin sem slík skipta okkur engu en við vildum bara fá niðurstöðu í mál- inu,“ sagði hann enn fremur. HA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.