Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 6. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skattaparadísin ísland Þegar illa árar í efnahagsmálum þjóðarinnar, fyrir- tæki verða gjaldþrota og fólk missir atvinnuna eins og nú gerist í hverri viku, þá fyllast menn yfirþyrm- andi svartsýni, jafnt ráðamenn sem óbreyttir þegnar. Þessi viðbrögð hljóta að teljast eðlileg því öll ótíðindi hafa niðurdrepandi áhrif í fámennu samfélagi þar sem nokkur samkennd ríkir. Bölmóð- ur er þó ekki besta aðferðin til að snúa vörn í sókn og blása lífi í kulnaðar glæður atvinnulífsins, en því miður hafa ráðamenn gengið á undan með svart- sýnistali og tahð kjarkinn úr fólki. Margir hafa kvartað yfir því að ríkisstjórnin skuli lítið aðhafast í atvinnumálum og málin séu þæfð í nefndum og bakherbergjum. Hvort rétt sé að ásaka stjórnvöld fyrir framtaksleysi og úrræðaleysi skal hér ósagt látið en hins vegar má segja að betra sé að sofa á vandanum eina nótt enn í stað þess að grípa til vanhugsaðra og gerræðislegra aðgerða. Töfralausnin sem upp er komin felst í því að varpa hluta af skattbyrði fyrirtækja yfir á einstakl- inga. Mikill tími fer nú í þær bollaleggingar, t.d. í það að reikna út hvað útsvar þyrfti að hækka mikið ef aðstöðgjaldinu verður létt af fyrirtækjum. Almenningur á með öðrum orðum að herða sultar- ólina einn ganginn enn því hann hefur eytt um efni fram. Mitt í þessari umræðu eru matreiddar fréttir af því að tekjuskattur á íslandi sé lægri en í nokkru öðru OECD-ríki og að íslendingar haldi eftir mun meira af launum sínum en þegnar annarra OECD- ríkja eftir að hafa goldið keisaranum það sem keis- arans er. Skyldi það vera tilviljun að fréttir af skattaparadísinni íslandi skuli heUast yfir okkur á þessum tíma? Hækkun skatta var ekki á stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar og reyndar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn því að lækka skattana en ekki hækka þá. Það er á hinn bóginn barnalegt að vera að hengja sig í kosninga- loforðum og sigla þjóðarskútunni í strand fyrir vikið, en hér verður að fara varlega í sakirnar. Hátekjuskattur er nokkuð sem samstaða ætti að nást um, nema auðvitað meðal þeirra tekjuhæstu sem ekki vUja missa spón úr aski sínum. Hert skatteftirht er einnig af hinu góða og þar má eflaust ná inn vænum fúlgum. Skatt á fjármagns- tekjur mætti líka skoða. Almennt launafóUt, lág- launafólkið og ekki síst þeir sem slefa yfir skatt- leysismörk, þola hins vegar ekki aukna skatt- heimtu. ísland er engin skattaparadís þegar virðisauka- skatturinn og önnur gjöld fyrir utan tekjuskattinn hafa verið tekin með inn í dæmið. Það væri hugsan- legt að ræða um einhverja hækkun útsvars aðeins ef henni yrði mætt með lækkun eða afnámi virðis- aukaskatts á matvælum, en matarkostnaður er nú að shga mörg heimUin, sem samtímis þurfa að standa straum af föstum kostnaði á borð við háan húsnæðiskostnað og mikla vaxtabyrði. SS Aukin í'ullvinnsla sjávar- afiirða er firamtíðin! Á tímum aflabrests og minnk- andi kvóta hljóta menn að fara að skoða hug sinn varðandi fram- tíðina í íslenskum sjávarútvegi. Hver hefur þróunin verið síðustu árin og hvert stefnum við? Eins og flestir þekkja hefur þróunin verið sú að vinnslan hef- ur í auknum mæli færst út á sjó með tilkomu frystiskipanna. En af hverju, kann einhver að spyrja? I flestum tilvikum standa fiskvinnslufyrirtæki fyrir útgerð þessara skipa. Þau hafa séð að þarna væri um óhjákvæmilega þróun að ræða. í staðinn fyrir að halda sig við hina hefðbundnu vinnslu í landi hafa menn ákveðið að auka fjöl- breytnina og reyna að auka arð- semina með því að ráðast í út- gerð frystiskips. En af hverju er meiri arðsemi af vinnslu úti á sjó en í landi? Þar eru margir sam- verkandi þættir sem ráða. í fyrsta lagi er um að ræða margfalt betri nýtingu á vinnslubúnaði og vinnukrafti og í öðru lagi betra hráefni sem leiðir til hærra afurða- verðs. En hver hefur þróunin verið í landi? Jú, menn hafa sett upp flæðilínur og sameinað nokkur fyrirtæki í eitt, sem er að sjálf- sögðu af hinu góða ef það verður til að treysta undirstöður hins nýja fyrirtækis. Þessi fyrirtæki hafa síðan iialdið áfram, flest hver, að framleiða í hefðbundnar pakkningar og selt í gegnum sölusamtökin sem þurfa að sjálf- sögðu á öllu því hráefni að halda sem þau komast yfir til að full- nægja eftirspurn fiskréttaverk- smiðjanna sem þau reka í Banda- ríkjunum og á Bretlandi. En af hverju að reka fiskrétta- verksmiðjur erlendis þegar við föfum hér heima fjöldann allan af frábæru fiskvinnslufólki og mat- Elías Bjarnason. „Það er áætlað að frosinn fískur og fiskafurðir seljist á breska markaðinum fyr- ir um tæpar 700 milljónir sterlingspunda í ár og að sala verði komin upp í 722 milljónir árið 1994 eða um það bil 69 milljarða íslenskra króna. Það er því ljóst að þarna er um að ræða geysistóran og vaxandi markað.“ reiðslufólki sem gæti séð um þetta? Því miður hefur það verið svo, að bæði inn á Bandaríkjamarkað og Evrópumarkað (EB) hefur þurft að greiða háa tolla á full- unnar fiskafurðir, og menn bara sætt sig við það. Það er fyrst nú að við íslend- ingar eygjum möguleikann á að verða samkeppnisfærir á evr- ópska markaðinum með því að samþykkja EES samninginn. Menn hljóta að opna augun fyrir þeim gífurlegu möguleikum sem við höfum með tilkomu samevr- ópska efnahagssvæðisins. Því er það mikilvægt að menn taki höndum saman um uppbyggingu á framleiðslu á fullunnum fiskafurðum sem fyrst, til að verða tilbúnir þegar þessi mark- aður opnast fyrir okkur. Það er áætlað að frosinn fiskur og fiskafurðir seljist á breska markaðinum fyrir um tæpar 700 milljónir sterlingspunda í ár og að salan verði komin upp í 722 milljónir árið 1994 eða um það bil 69 milljarða íslenskra króna. Það er því ljóst að þarna er um að ræða geysistóran og vaxandi markað. Það er enginn vafi á að við eig- um góða möguleika á að hasla okkur völl á nýjum samevrópsk- um markaði. Með markvissri markaðssetningu og vöruþróun á okkur að takast það. Við höfum mannaflann og við höfum hráefn- ið og hvort tveggja er með því besta sem gerist í heiminum. Við höfum hugvitið og við höfum vilj- ann. í stað þess að vera að hnýta hver í annan og kenna öðrum um slakt gengi hjá sjálfum sér ættu menn að taka höndum saman um uppbyggingu á nýjum, arð- sömum framleiðsluháttum og horfa til framtíðarinnar jákvæð- um augum. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Elías Bjarnason. Höfundur er útgerðartæknir og stundar nám við Danska alþjóða markaðs- og útflutningsskólann í Herning. Aðalfundur Hjálparstofnunar kirkjunnar: Annasamt en árangursríkt ár - beiðnum um aðstoð við einstaklinga hér á landi fjölgar mikið Fatasöfnunin vegna Kúrda á síðastliðnum vetri og lands- söfnun vegna hungurs á stríðs- svæðum í fyrrum Júgóslavíu og Sómalíu á austurströnd Afríku hafa verið stærstu verkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar á þessu ári. Árangur fatasöfn- unarinnar varð langtum betri en nokkur þorði að vona og um 23 milljónir króna söfnuð- ust í landssöfnuninni í haust. Um 96% þeirrar fjárhæðar hafa þegar komið til skila sem er einhver besti árangur sem orðið hefur I fjársöfnun af þessu tagi hér á landi. Þetta kom meðal annars fram í starfsskýrslu Jónasar Þórisson- ar, framkvæmdastjóra Hjálp- arstofnunarinnar, á aðalfundi hennar, sem haldinn var á Akureyri síðastliðinn laugar- dag. Auk framangreindra verkefna Hjálparstofnunar kirkjunnar hef- ur stofnunin unnið að þróunar- verkefnum á Indlandi og í Afríku. Á Indlandi annast stofnunin rekstur sjúkrahúss og sagði Jónas Þórisson að nú væri árangurinn af þeirri starfsemi að koma í ljós því sýnt væri að heilsufar færi batn- andi á viðkomandi svæði. Þá eru alls um 400 börn í tveimur skól- um á Indlandi sem eru þáttur í þróunarstarfi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ungur Eþíópíubúi sækir vatn í verndaða lind. „Þetta hefur verið annasamt en árangursríkt ár,“ sagði Jónas Þórisson en auk framangreindra verkefna hefur stofnunin tekið þátt í öðrum smærri verkefnum. Þá hefur Hjálparstofnun kirkj- unnar einnig tekið þátt í að leysa vanda einstakiinga hér innan- lands og kvað Jónas beiðnum þar að lútandi fara fjölgandi. Hann sagði að það sem af væri þessu ári hefðu borist 71 beiðni um aðstoð við einstaklinga en á sama tíma á síðasta ári hefðu samskonar beiðnir verið 29. Alls hefðu bor- ist 69 slíkar beiðnir allt árið 1991. Nú væru tveir erfiðustu mánuðir ársins eftir og því mætti búast við að beiðnum ætti eftir að fjölga mikið. Jónast kvaðst telja að versnandi efnahagsástand og aukning atvinnuleysis ætti stærst- an þátt í að fleira fólk leiti til Hjálparstofnunar kirkjunnar en áður. Oft væri þó um að ræða fólk sem ætti við viðvarandi erf- iðleika að etja. Nokkrar umræður urðu á aðal- fundinum um stefnumótun og skipulag Hj álparstofnunar kirkj- unnar og að hvað miklu leyti hún ætti að sinna Verkefnum innan- lands. Jónas Þórisson sagði að þótt vart yrði vaxandi vanda hér innanlands ætti stofnunin eftir sem áður að beina meginhluta krafta sinna til að sinna verkefn- um erlendis. Þó mætti ekki horfa framhjá því að „fjórði heimur- inn“ væri að myndast - þar væri fátækt á Vesturlöndum sem virt- ist fara vaxandi nú á síðustu árum. Jónas benti einnig á að á fjárlögum væri nú gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til þróun- armála - 80 milljónum á næsta ári og gert væri ráð fyrir að um 30 milljónum af þeirri upphæð yrði ráðstafað af hjálparstofnunum og félagasamtökum til hjálpar- og þróunarstarfs í öðrum löndum. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.