Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. nóvember 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Eldheitt atriði úr myndinni „Basic Instinct“ með Michael Douglas og Sharon Stone. Eitthvað þessu líkt sá Diandra þegar hún greip Michaei glóðvolgan á hótelherberginu. Allt upp í loft vegna framhjáhalds leikarans Michael Douglas Douglas gripinn glóðvolgur með ljósku á hótelherbergi Maipa^ Skapti hf. auglýsir 10% afsláttur af málningu og málningarvörum firam að jólum Einnig tilboð á MAK3TA 6095 9,6v raf- hlöðuborvél með aukarafhlöðu. Verð áður kr. 31.492. Nú kr. 22.500. Komið og skoðið ótrúlegt úrval af verk- færum, málningarvörum, búsáhöldum o.fl. Ferskar fréttir með morgunkaffinu Askriftar‘23- 96-24222 Diandra, eiginkona Michael Douglas greip hann glóðvolgan á hótelherbergi í byrjun septem- bermánaðar þar sem hann var í ástaratlotum við ljósku eina, sem reyndar var ein af bestu vinkon- um Diöndru. Uppi varð fótur og fit í hótelsvítunni, Diandra henti lauslegum munum um allt en ljóskan lagði á flótta og læsti sig inni á baðherbergi. Verðir á hótelinu komu til að skakka leik- inn en Michael Douglas bað þá að láta þetta afskiptalaus, þau hjónin væru að útkljá smávægi- legan misskilning. Diandra yfirgaf hótelið og fór niðurbrotinn heim til tengdafor- eldra sinna. Hún var ákveðin í að skilja við Douglas enda hafi hann í þetta sinn komið verr fram við hana en nokkru sinni áður. Kirk Douglas og Ann, konu hans, tókst að telja Diöndru af þeirri ákvörðun og hún ákvað að gefa Michael eitt tækifæri. Ekki endilega hjónabandsins vegna heldur ekki síst vegna þrettán ára sonar þeirra, Cameron. Kunnugir segja að Michael Douglas sé mikið upp á kven- höndina og það hafi Diandra allt- af vitað. Mælirinn hafi samt fyllst þegar hún kom að honum í miðju kafi með bestu vinkonu sinni. Hótelið þar sem þetta gerðist, The Regent Beverly Wilshire Hot- el, er þekkt fyrir stranga öryggis- vörslu og því treysti Douglas á að enginn gæti ruðst inn í herbergið fyrirvaralaust. Leikarinn hafði bókað sig inn á hótelið undir nafninu Michael Luker og hálf- tíma síðar sást til Ijóshærðu stúlkunnar sem kom að heim- sækja hann. Diandra vissi að Michael ætlaði að dvelja á hótel- inu og hún ákvað að heimsækja hann og bað því um lykil í afgreiðslunni, Douglas hafði beð- ið um að fá aö vera í friði og það var Diöndru sagt en þá sagði hún hótelvörðunum að þeir þyrftu ekkert að óttast, hún væri eigin- kona hans. Þeir létu til leiðast og því fór sem fór. En þessa dagana hamast leikarinn við að bæta fyrir syndina og búast má við að þau hjónakorn hangi saman lengur, ekki síst vegna þess að innst inni getur Diandra ekki hugsað sér að segja skilið við sómatitilinn „Frú, Michael Douglas“. Toyota bílasýning laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. nóvember Verðum með flestar gerðir af 93 línunni í Toyota fólksbílum og jeppum til sýnis. Miklar nýjungar hafa litið dagsins Ijós á árinu hjá Toyota. Nýja Corollan og nýja Carinan hafa fengið frábærar viðtökur hjá (slendingum eins og annars staðar í heiminum. Á sýningunni verður reynsluakstur í þessum tveim tegundum. Komið og njótið þess að skoða og reyna glæsilega bíla og bragða á veitingum frá Coka cola, Maruud og Kristjánsbakaríi. Opið báða dagana frá kl. 13-17 vfiy Bílasalan Stórholt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.