Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 6. nóvember 1992 Spurning vikunnar Telur þú rétt að friða beri rjúpuna? Páll Jónsson: Nei, ekki fyrir nokkurn mun. Við íslendingar höfum veitt þennan fugl í aldaraðir og svo verður áfram. Hilmir Sigurðsson: Friðun er óþörf. Stofninn er ekki í hættu. Fuglarnir eru ekki á veiðislóð sem stendur. Þeir eru þar sem þeir eiga ekki að vera. Ásgeir Oddsson: Stofninn er í lægð og okkur ber að friða tímabundið. Hannes Haraldsson: Friðun er óþörf. Áttatiu prósent veiðinnar nú eru ungar frá því í vor sem segir mér að varpið hefur ekki misfarist. í ár gætir uppsveiflu í stofninum. Ragnar Bollason: Já, endilega. Ég vil ekki að svo fari fyrir rjúpunni sem geir- fuglinum. Gallerí Villa Nova - ný verslun opnuð í gömlu húsi Síðastliðinn laugardag var opnuð ný verslun á Sauðár- króki í kjallaranuni á húsi sem þekkt er undir nafninu Villa Nova. Það eru þær Hólmfríður Guðmundsdóttir og Þuríður Harpa Sigurðardóttir sem reka hina nýju verslun sem þær kalla GaUerí Villa Nova. Villa Nova er afskaplega fal- legt gamalt timburhús, að vísu farið að láta á sjá. Kjallarinn var ekki í ýkja góðu ástandi þegar þær stöllur tóku til hendinni að búa hann undir sitt nýja hlutverk. Enda hélt fólk að þær væru rugl- aðar að láta sér detta þetta í hug. En nú efast enginn lengur. Þó þröngt sé í kjallaranum þá er hann afskaplega skemmtilegur og „listrænn", eins og húsið sjálft og nafn þess. Gluggarnir í kjallaran- um gefa húsnæðinu skemmtileg- an svip. Þarna eru seldir listmun- ir, hannyrða- og föndurvörur og heimilisiðnaður. Og nóg var að gera svo þær urðu að tala við mig sitt í hvoru lagi í bakherberginu. Svo er að sjá að fólk kunni því vel að fá verslun af þessu tagi. Áhugasamar um listmuni og föndur Fyrst var Hólmfríður tekin á beinið. Hún er fædd og uppalin á Hofsósi og bjó um skeið í Dan- mörku og flutti til Sauðárkróks 1986. Hún er menntuð sem sjúkraliði og tækniteiknari. Síðan hún kom hefur hún unnið á Sjúkrahúsinu og jafnframt hjá Feyki frá 1990 sem auglýsinga- stjóri. Auk þessa starfaði hún við heimahjúkrun og heldur því starfi, segist ekki þora að sleppa því. „Þetta er bara tilraun. Við erum báðar áhugamanneskjur um listmuni og föndur. Okkur fannst vanta eitthvað svona handunnið, ekki eitthvað fjölda- framleitt dót sem hægt er að kaupa alls staðar. Og að eitthvað sé til fyrir fólk sem vill hafa eitthvað sér til dundurs og hægt sé að leiðbeina því.“ - Hvað kunnið þið fyrir ykkur í þessum efnum? „Þuríður er skrautritari og hún málar myndir og er í taumálun og sér meira um þá hlið mála. Ég hef líka föndrað heilmikið fyrir sjálfa mig, sérstaklega þegar ég bjó í Danmörku. Það var ein- hvernveginn meiri tími þar. Þar var atvinnuleysi og það er viður- kennt og eitthvað gert fyrir fólkið. Þar sem ég bjó var t.d. hús þar sem fólk gat komið og málað og leirað og gert allt milli himins og jarðar. Eg gerði t.d. allar jólagjafirnar man ég.“ Handunnið úr heimabyggð - Var þessi hugmynd búin að vera lengi í mótun hjá ykkur? „Já, það var þannig að þegar ég kom hingað fyrst þá hætti ég bara að föndra því það var ekkert til. Svo þegar ég byrjaði hjá Feyki 1990 var Þuríður að vinna hjá Sást. Við vorum alltaf að tala um að gera eitthvað svona sjálfar og aldrei varð neitt úr neinu. Þannig var það í tvö ár og þá ákváðum við að þetta væri ekki hægt, hingað og ekki lengra! Við fórum og töluðum við hina og þessa aðila og reyndum að móta okkur stefnu. Við leituðum okk- ur að húsnæði sem var mjög erfitt, en svo datt okkur þetta í hug. Við gátum fengið þetta fyrir lága leigu en við þurftum að gera alveg rosalega mikið. Við þurft- um að steypa gólfið og laga raf- magnið og við tókum alla glugg- ana í gegn. Við þurftum að taka allt í gegn.“ - Fenguð þið engan fiðring í magann að stökkva af stað með þetta? „Jú elskan mín, við fengum sko í magann þegar við ákváðum þetta. Fólki fannst við óskaplega bjartsýnar og auðvitað erum við það. En við fengum góðar mót- tökur, fólk segir að þetta hafi ein- mitt vantað og það sé gott að fá svona verslun í bæinn. Og svo heimilisiðnaðurinn fyrir fólk sem er að gera eitthvað, hekla dúka, prjóna sokka og eitthvað svona. Fólk á fullar skúffur af þessu og börnin og barnabörnin búin að fá nóg og það veit ekkert hvað það á að gera við þetta. Þetta seldist heilmikið á laugardaginn. Þetta hvetur fólk sem er heima að koma sínu á framfæri. Við tökum auðvitað ekki hvað sem er, við viljum vandað. En þetta gefur fólki einhvern tilgang og það hjálpar því að fá hugmyndir. Það I kemur margt sniðugt út úr því. Á Þuríður og Hólmfríður, reiðubúnar að leiðbeina viðskiptavinum sínum. Listmunahornið í Gallerí Villa Nova. Þetta er auðvitað takmarkað sýnis- horn. Félag íslenskra safnmanna: Ótrúleg skammsýni að auka skattheimtu af bókagerð „Vegna tillagna ríkisstjórnarinn- ar um verulega aukna skatt- heimtu af bókagerð vill Félag íslenskra safnmanna benda á eftirfarandi: Ljóst er að bækur, sem seljast á löngum tíma, eins og oftast er um vandaðar fræðibækur, verða harðast úti, en skotsölubækur munu helst þrífast. Áðurnefnd skattheimta mun því torvelda útgáfu bóka um menningararf þjóðarinnar og þar með draga úr rannsóknum, sem slíkri bókaút- gáfu fylgja. Sem dæmi má nefna, að þá verður enn erfiðara en áður að halda áfram útgáfu safnritsins „íslensk þjóðmenning“, sem geysimikil vinna hefur þegar ver- ið lögð í, ekki síst af hálfu íslenskra safnmanna. Það ber vitni um ótrúlega skammsýni að stefna verðmæt- ustu eignum smáþjóðar, menn- ingu og tungu, í þessa hættu vegna stundarörðugleika í efna- hagsmálum, þegar aukin sam- vinna við erlendar þjóðir á öllum sviðum stendur fyrir dyrum og halda mætti að yfirvöld legðu allt kapp á að þjóðin gengi menning- arlega upprétt til leiks.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.