Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 1
Komnir vel á veg með að laga fjárhagsstöðuna - segir kaupfélagsstjóri Kaupfélags Húnvetninga „Miðað við þessa niðurstöðu bæjarstjórnar Blönduóss, þá verður staða kaupfélagsins þegar upp verður staðið alveg bærileg,“ segir Guðsteinn Ein- Grímsey: Góður afli á línu arsson, kaupfélagsstjóri Kaup- félags Húnvetninga. Eins og fram hefur komið sam- þykkti meirihluti bæjarstjórnar Blönduóss á fundi sl. þriðjudag að Blönduósbær keypti sam- vinnuhlutabréf í B-stofnsjóði Kaupfélags Húnvetninga fyrir 12 milljónir króna, „enda komi þær til viðbótar þeim 90 milljónum, sem þegar hafa verið tryggðar af Sölufélagi Austur-Húnvetninga,“ eins og segir orðrétt í samþykkt bæjarstjórnarinnar. - smokkfiski beitt Afli Grímseyjarbáta er á bilinu 10 til 15 tonn á dag er gefur á sjóinn. Þorsteinn Orri verk- stjóri hjá Fiskverkun KEA í Grímsey segir að aflinn sé að mestu þorskur, veiddur á línu. „Bátarnir eru á línu og þeir sem hafa verið í öðrum veiðiskap eru að gera klárt fyrir línufiskirí- ið. Nú ætla menn að auka veið- ina, fá tonn á móti tonni hjá Kaupfélaginu. Menn eru ánægðir og fiskhúsið er yfirfullt. 20 tonn bárust á land á miðvikudag. í fyrra var ufsi um allan sjó, en í ár ekki. Nú er það þorskurinn sem bátarnir eru eftir. Eitt og hálft tonn á 12 bala þykir ekki svo slæmt. Menn beita smokkfiski sem gefur góða raun. Tilgangs- laust er með öllu að beita síld, sá gu!i lítur ekki við silfri hafsins. Já, við gefum allvel fyrir aflann. Við leggjum til beituna og karl- arnir fá kr. 67,50 á kílóið fyrir óslægðan þorsk. Undirmálið er á 45 krónur og ufsinn á 30 krónur. Aflinn fer til Hríseyjar sem fyrr í frystingu. Ekkert er saltað. Salt- fiskmarkaðurinn er dapur og við verðum að gera sem mest úr hrá- efninu,“ sagði Þorsteinn Orri. ój „Við fórum af stað með aðgerðir til bjargar kaupfélaginu vegna þess að við sáum fram á að félagið stóð á hengifluginu. Með hliðsjón af því að búið var að gera allar þær breytingar á rekstri fyrirtækisins sem hægt var, þá var lokapunkturinn að koma fjár- hagsstöðunni í lag og ég held að í ljósi þessarar afgreiðslu bæjar- stjórnarinnar séum við komnir mjög vel á veg með það. Við gerðum upphaflega ráð fyrir að B-stofnsjóðurinn yrði 90 milljón- ir, en gangi þetta allt eftir þá er verið að tala um að hann verði 102-103 milljónir. Ef áætlanir standast verða skuldirnar vel inn- an við 300 milljónir króna, sem við höfðum miðað við að væri skuldaþakið. En ég ítreka það að við erum ekki farnir að vinna framhaldið, höfum á þessu stigi vilyrði fyrir þeim peningum sem við þurfum og erum með sam- komulag við Búnaðarbankann og aðra stóra lánardrottna um lausn- ir,“ sagði Guðsteinn. Um afkomu kaupfélagsins það sem af er þessu ári sagði Guð- steinn að hún væri erfið. „En afkoman fyrir fjármagnsliði er talsvert betri en á síðasta ári,“ sagði Guðsteinn. óþh Lokið er við að reka niður stálþilið við nýja kantinn á Tangabryggju á Akureyri en þar verður í framtíðinni 70 m viðlegukantur. Þessa dagana er verið að dýpka höfnina við kantinn og er reiknað með að þeim framkvæmdum verði lokið fyrir áramót. Að öðru Ieyti hefur framkvæmdum þar verið frestað fram á næsta ár en eftir er að steypa þekju og kant og koma fyrir lögnum og lýsingu. Mynd: kk Norðlensk fyrirtæki á sjávarútvegssýningu, EXP0-PESCA, í Chile: Sæplast hf. að helja sölu á plastkörum tQ Uruquay Útflutningsráð hefur á þessu ári verið að skipuleggja ferð 12 íslenskra fyrirtækja sem eru í þjónustu við sjávarútveginn, á sjávarútvegssýningu í Santiago í Chile sem heitir EXPO- PESCA ’92. Sýningin stendur dagana 5. til 12. desember nk. Tvö norðlensk fyrirtæki eru í þessum hóp, Sæplast hf. á Dal- vík og Vélsmiðjan Oddi hf. á Akureyri. Auk þeirra sýna eftirtalin íslensk fyrirtæki framleiðslu sína: Hampiðjan hf.; Ráðgjafafyrir- tækið Icecon; Icemac, sem m.a. selur notaðar fiskvinnsluvélar; J. Hinriksson hf. með toghlera; Kassagerð Reykjavíkur með umbúðir; Kvikk með fiskvinnslu- vélar; Marel með skipavogir og flokkara; Verkfræðifyrirtækið Meka með fiskvinnsluvélar; Traust hf. sem er með stórar heildarlausnir á fiskvinnsluvélum og Vaki sem kynna mun fiskeld- iskerfi. Jón Þorvaldsson kynningar- stjóri Utflutningsráðs segir að þessi sýning sé fyrsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin sem haldin er í Suður-Ameríku og mjög áhugavert að taka þátt í henni því mikill uppgangur hefur verið að undanförnu í efnahagslífi Chile og einnig munu koma á þessa sýningu ýmsir framámenn í Sameining hafna við utanverðan Eyjafjörð í burðarliðnum: Ahersla verður lögð á sérhæfingu ha&anna Viðræður hafa staðið að undanförnu milli forráða- manna Dalvíkur og Ólafsfjarð- ar um sameiningu eða sameig- inlega yfirstjórn hafnanna. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Dalvík segir að umræð- urnar séu komnar það vel áleiðis að farið sé að ræða um að í framtíðinni verði aðeins um einn hafnarsjóð að ræða á þessu svæði. Rætt hefur veriö um að Árskógshreppur kæmi inn í þessa umræðu en þá þarf að yfirfara alla þætti málsins frá grunni. Árskógshreppur hefur óskað formlega eftir viðræðum við Ólafsfirðinga og Dalvíkinga um framtíðarskipan þessara mála. Sameining þessara hafna mun sérhæfa nokkuð notkun einstakra hafna á svæðinu, þ.e. lögð verður áhersla á að t.d. verði Ólafsfjarð- arhöfn fiskihöfn en Dalvíkurhöfn fraktskipahöfn en það mun hins vegar ekki útiloka að fiskiskip landi á Dalvík. Við upphaf þessara sameining- arumræðna var rætt um að sam- eining hafnanna tæki gildi 1. janúar 1993, og er enn stefnt að því. Sveinn Jónsson oddviti Ár- skógshrepps segir að Árskógs- hreppingar hafi fundað með Dal- víkingum og Ólafsfirðingum um hafnaáætlun næstu 4ra ára og tengja það uppbyggingu og fjár- mögnun hafnanna og reka þær sameiginlega. En hvaða hag hef- ur Árskógshreppur af þessari sameiningu? „Hér myndast aldrei neinar tekjur af inn- og útflutningi og allur útflutningur á fiski fer gegn- um Dalvíkurhöfn. Tekjur hafn- arinnar eru nær eingöngu afla- gjöld og fastagjöld bátanna. Hér er hins vegar að ljúka 45 milljón króna framkvæmd vegna innri mannvirkja hafnarinnar á Árskógssandi sem er 60 metra lenging á hafnargarði með stál- þili, þekja á garðinn og frágang- ur,“ segir Sveinn Jónsson. í næstu viku munu fulltrúar áðurnefndra hafna halda suður á fund samgönguráðuneytisins til skrafs og ráðagerða un hafna- áætlun næstu fjögurra ára með sameiningu hafnanna að leiðar- ljósi. GG Þjóðaratkvæði um EES: TÖlagan felld TiIIaga um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði borinn undir þjóðarat- kvæði var felld á Alþingi síð- degis í gær með 31 atkvæði gegn 28. Tveir þingmenn stjórnarflokkanna gengu til Iiðs við stjórnarandstöðuna í mál- inu. Þeir Eyjólfur Konráð Jónsson og Ingi Björn Albertsson, þing- menn Sjálfstæðisflokksins, gengu til liðs við stjórnarandstöðuna á Alþingi í gær þegar atkvæða- greiðsla um að vísa samningnum um Evrópska efnahagssvæðið til þjóðaratkvæðagreiðslu var afgreidd. Eggert Haukdal kaus að sitja hjá en Egill Jónsson, sem einnig hafði lýst efasemdum um samninginn greiddi atkvæði á móti tillögunni. Matthías Bjarna- son var fjarverandi og einnig Össur Skarphéðinsson frá Alþýðuflokki. pj sjávarútvegi frá öðrum löndum Suður-Ameríku. Jón segir að þarna sé að opnast nýir markaðir til að markaðssetja ný tæki og vélar fyrir sjávarútveginn og undanfarið hefur Sverrir Guð- mundsson viðskiptafulltrúi Útflutningsráðs dvalið í Chile og undirbúið jarðveginn fyrir mark- aðsstarf íslenskra fyrirtækja og hafa þau í auknum mæli nýtt sér það. í bígerð er að stofna fyrir- tæki þarna ytra í samstarfi við þarlenda aðila til að greiða fyrir markaðssetningu á vélum og búnaði fyrir sjávarútveg. Vélsmiðjan Oddi hf. mun ekki senda sérstakan fulltrúa á sýning- una en hins vegar mun fulltrúi Útflutningsráðs vera þar með bæklinga og myndir af fram- leiðslu Odda hf., en sérstök áhersla verður lögð á kynningu á kassaklóm og kassalosurum fyrir fiskikassa. Oddi hf. hefur á undanförnum árum selt í litlum mæli til Chile gegnum erlenda söluaðila en öll markaðssetning þar er mjög dýr vegna fjarlægðar, en að sögn Torfa Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra opnast nýir mögu- leikar með samstarfi íslenskra útflutningsfyrirtækja í þessari heimsálfu. Þórir Matthíasson sölustjóri Sæplasts hf. segir að fyrirtækið muni kynna á vörusýningunni trollkúlur og plastbretti auk plastkaranna. Þarna er um algjörlega nýtt markaðssvæði að ræða en mikil uppsveifla á sér stað í öllu atvinnulífi í Chile og svæðið því mjög áhugavert. Um næstu helgi verður einum 20 feta gámi með 40 körum ásamt lokum afskipað áleiðis til Montevideo í Uruquay en samningar tókust við hina suður-amerísku kaupendur á World-Fishing sýningunni í Kaupmannahöfn sl. vor. Körin verða notuð til saltfiskverkunar við La-Plataflóann. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.