Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 16
Tilboð sem ekki er hægt að sleppa: Pizzu- og pastahlaðborð alla virka daga í hádeginu á aðeins kr. 750 Framkvæmdirvið brimvamargarð á Blönduósi: Búist við að tilboð verði opnuð íyrir jól - einn af átta tilboðsgjöfum er frá Blönduósi Þess er vænst að hægt verði að opna tilboð í gerð brimvarn- argarðs á Blönduósi áður en fjárlög næsta árs verða sam- þykkt á Alþingi. Unnið er að frágangi útboðs- gagna og segir Ófeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, að þau verði tilbúin innan skamms. „Það er verið að ljúka gerð útboðs- gagnanna og málum sem tengjast þeim, frágangi samninga um námur, akstursleiðir og fleira. Af hálfu Hafnamálastofnunar hefur verið stefnt að því að verktakar Akureyri: Maður tekiim með amfetamín Aðfaranótt fimmtudags hand- tók lögreglan á Akureyri 22 ára mann í miðbæ Akureyrar, sem grunaður var um neyslu fikniefnis. Maðurinn var flutt- ur til yfírheyrslu á lögreglu- stöð. fái útboðsgögn strax og þau verða tilbúin. Miðað hefur verið við að myndin í þessu verði orðin nokkuð ljós við aðra umræðu um fjárlög næsta árs,“ sagði Ófeigur. Að undangengnu forvali munu átta fyrirtæki bjóða í þetta verk; ístak hf. í Reykjavík, Hagvirki- Klettur hf. í Hafnarfirði, Kraft- tak sf. í Reykjavík, Suðurverk hf. á Hvolsvelli, Ræktunarsam- band Flóa og Skeiða, Steypustöð Blönduóss og fleiri, Viggó Brynjólfsson Skagaströnd og Klæðning sf. í Reykjavík. Á þessu ári setti ríkið 26,6 milljónir króna í brimvarnar- garðinn og hluta þeirrar upphæð- ar hefur verið varið til grjótnámu- rannsókna. Óvíst er hvenær sjálfar fram- kvæmdirnar við brimvarnargarð- inn hefjast, en það fer væntan- lega eftir tíðarfari. Gert er ráð fyrir að á milli 85 og 90 þúsund rúmmetrar af efni fari í garðinn, en til viðmiðunar er það um helmingur þess magns sem fer í nýjan brimvamargarð í Bolungar- vík. óþh Hátt í 70 nemendur GA mættu í starfskynningu á FSA í gær. A innfelldu myndinni eru nemendur að skoða sjúkl- ing í svonefndum strekk, undir handleiðlu Guðmundu Óskarsdóttur, deildarstjóra bæklunardeildar. Myndir: kk Gagnfræðaskóli Akureyrar: Nemendur 10. bekkja í starfskynningu á FSA í gær var breytt út af hefö- bundnu skólastarfi hjá nemendum í 10. bekk Gagn- fræðaskóla Akureyrar og hald- ið í starfskynningu á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Hátt í 70 nemendur mættu til leiks og var tekið vel á móti þeim á sjúkrahúsinu. Þar fengu þau að vita eitt og annað um rekstur FSA, kynningu á starfsmenntun og sitthvað fleira. Þá var hópnum skipt niður í smærri einingar og hinar fjöl- mörgu deildir spítalans skoðað- ar, undir handleiðslu deildar- stjóra. -KK Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri fannst við nánari rannsókn í bifreið mannsins 1,2 grömm af amfetamíni ásamt búnaði til að neyta efnisins. Maðurinn játaði í gærmorgun að efnið væri í hans eigu og er laus úr fangageymslu. Málið fer rétta boðleið til ríkis- saksóknara. ój Ekið á hross viðMelgerðismela Ekið var á hross á móts við Melgerðismela í Eyjafjarðar-' sveit laust eftir miðnættí aðfaranótt fimmtudags. Eitt hross drapst og skemmdir urðu á ökutæki. Laust eftir miðnætti var bifreið ekið á hross við Melgerðismela í Eyjafjarðarsveit. Eitt hross drapst við áreksturinn og grunur er um að annað hafi hlotið skaða af þótt ekki væri vitað hversu mikill hann væri. Skemmdir urðu á ökutæki því sem lenti á hross- unum en ekki var vitað um meiðsl á fólki. Að sögn lögregl- unnar á Akureyri vissi eigandi hrossanna ekki af þeim þarna en taldi þau enn vera á afrétt. ÞI VEÐRIÐ Búist er við allhvassri norðan- átt norðanlands í dag en held- ur hægari sunnan til. Gert er ráð fyrir slyddu eða snjókomu fyrir norðan en úrkomulausu í öðrum landshlutum fram eftir degi. Veður mun fara fremur kólnandi og gert er ráð fyrir björtu en svölu veðri á landinu á laugardag og hiti verði undir frostmarki. Atvmnuástand betra en í fyrra - „ýmislegt jákvætt að gerast,“ segir Aðalsteinn Baldursson, varaformaður Verkalýðsfélags Húsavíkur „Astandið er mun betra en við áætluðum og héldum að yrði. Atvinnuástandið er betra en á sama tíma í fyrra og ýmislegt jákvætt hefur verið að gerast síðustu dagana,“ sagði Aðal- steinn Baldursson, varafor- maður Verkalýðsfélags Húsa- víkur, aðspurður um atvinnu- málin í bænum. Aðalsteinn sagði að t.d. hefðu tveir bátar verið keyptir til bæjar- ins á síðustu vikum. Hann á þá við Stokksey, 100 tonna bát sem Höfði keypti og bera mun nafnið Aldey í framtíðinni, og 10 tonna bát sem Stefán Þórsson keypti til bæjarins. Kaupfélag Þingeyinga er að kaupa jógúrtverksmiðjuna Baulu. Tvær verslanir hafa verið Skagfirðingur hf.: Býður hluthöfum hl ut aíj ár aukningu - um 50 milljónir til að mæta prfestingum Útgerðarfélagið Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki býður nú hluthöfum sínum að kaupa hlutabréf á u.þ.b. 50 milljónir að nafnverði. Er þetta gert vegna kaupa fyrirtækisins á nýju skipi, að sögn Einars Svanssonar framkvæmdastjóra Skagfírðings. Að sögn Einars er hér um að ræða hlutafjáraukningu sem ákveðin var á aðalfundi útgerðar- félagsins nú í vor. Þegar búið er að auka hlutafé Skagfirðings hf. um 50 milljónir með sölu þessara bréfa verður heildarhlutafé fyrir- tækisins 300 milljónir á nafnvirði að sögn Einars. Þetta er gert til að mæta fjárfestingum, þ.e. vegna kaupa á nýjum togara, Skagfirðingi SK-4. sþ opnaðar á síðustu dögum og heyrst hefur að fleiri hugsi sér til hreyfings varðandi verslunar- rekstur. „En þó margt jákvætt sé að gerast og ekki sé eintómt svart- nætti var verið að loka fyrirtæki vegna gjaldþrots, Kjarabót hf., og þar misstu níu starfsmenn vinnu. Þetta er slæmt mál,“ sagði Aðal- steinn. í október 1992 voru atvinnu- leysisdagar á Húsavík 895 en í október 1991 voru þeir 1019. Atvinnuleysi er því minna í ár. 64 einstaklingar komu inn á skrá í mánuðinum, 33 karlar og 31 kona. Nú í október voru atvinnu- leysisdagar karla 445 en konur voru með 450. Síðasta dag mán- aðarins voru 46 á skrá, 24 karlar og 22 konur. Á sama tíma í fyrra voru einnig 46 á skrá, 27 karlar og 19 konur. Atvinnuleysið á Húsavík dreif- ist mjög á starfsstéttir, og er dreif- ingin heilt yfir. Þó var enginn byggingamaður á skrá um mán- aðamótin. Hvað atvinnuástand í Suður- Þingeyjarsýslu allri varðar, að Húsavík meðtalinni, eru skráðir 1633 atvinnuleysisdagar í októ- ber en á sama tíma í fyrra voru þeir 1861. í lok október nú voru 87 á atvinnuleysisskrá, 35 karlar og 52 konur. Þar kemur inn atvinnuleysi kvenna í Mývatns- sveit á veturna, utan ferða- mannatímans, sem orðið er árlegt vandamál. Atvinnuleysisdagar karla í sýslunni í október urðu 629 en kvenna 1004. Alls komu 117 inn á skrá í mánuðinum, 48 karlar og 69 konur. IM Raufarhöfn: Ljósavélaskipti í Rauðanúpi í desember Skipt verður um Ijósavél í tog- aranum Rauðanúp ÞH-160 frá Raufarhöfn í desembermánuði nk. af vélaverkstæðinu Grími hf. á Húsavík, en skipið kemur til hafnar 8. desember og er reiknað með að því verði lokið fyrir jól. Vélaskiptin fara fram á Raufarhöfn. Rauðinúpur hefur verið á veið- um á Glettinganesflakinu en var í gær komin á miðin við Langanes- ið, og var aflinn orðinn rúmir 500 kassar af þorski og ýsu. Áætlað er að skipið komi til löndunar um miðja næstu viku. Fiskiðja Rauf- arhafnar hefur haft nægjanlegt hráefni til vinnslu, enda hefur togarinn verið að gera ágæta túra að undanförnu. Einnig hefur frystihúsið fengið bátafisk til vinnslu og hefur verið sæmilegur aflareytingur á þeim. Nýlega var sendur fiskur frá Raufarhöfn til Vopnafjarðar til vinnslu þar sem frystihúsið á Raufarhöfn annaði ekki öllu því sem á land barst. Nokkuð er um að afla sé ekið milli staða fyrir austan og t.d. kom fiskur frá Vopnafirði til Raufarhafnar í sumar, en einnig hefur verið samvinna um afla- skipti við Þórshöfn og Húsavík. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.