Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. nóvember 1992 - DAGUR - 9 Texti og myndir: Sigríður Þorgrímsdóttir Villa Nova, fallegt hús sem þó má muna sinn fífil fegri. Gluggarnir á Galleríinu gefa skemmtilegan svip. Séð inn í búðina - Hólmfríður og Þuríður bak við afgreiðsluborðið. Myndir: sþ laugardaginn hringdi t.d. í mig maður sem átti hér dót til að athuga hvernig það seldist og ég sagði honum að það hefði dálítið selst og hann var lukkulegur yfir því. Hann hringdi svo í mig aftur og var með alls konar uppástung- ur og hugmyndir. Okkur vantaði líka prjónastokka sem eru notað- ir við að búa til jólasveina, okkur vantaði liti, þeir fengust bara í rauðu og hvítu. Svo kom kona sem á prjónavél og sagði „ég skal bara gera þetta fyrir ykkur“. Og þó við borgum eilítið meira fyrir þetta en innflutt dót þá getum við alla vega sagt að þetta sé héðan. Það er stoltið okkar að geta sagt að við séum með handunna vöru og hún sé héðan. Þetta er sérstakt, ekki fjöldaframleitt úr verksmiðjum.“ Það verða líka námskeið - Og hvað eruð þið með á boð- stólum? „Við erum með föndurvörur og hannyrðir, listmuni og heim- ilisiðnað. Svo verðum við með námskeið, alla vega í því sem við getum gert sjálfar. Svo ætlum við að reyna að fá fólk til námskeiða- halds. Það er ekkert gaman að vera með vöru og geta svo ekki sagt fólki hvað það á að gera við hana.“ Þegar þarna var komið sögu kom Þuríður og bað Hólmfríði að aðstoða einn viðskiptavininn og settist niður að spjalla í staðinn. Þuríður er aðflutt, en ættuð úr Skagafirði. Hún flutti hingað 1987, en var þó í burtu vegna skólagöngu, en hún lærði auglýsingateiknun í Myndlista- og handíðaskólanum og útskrif- aðist þaðan 1990. Þá fór hún að vinna hjá Sást á Sauðárkróki, en hafði áður unnið fyrir þá á sumrin. Að loknum þessum persónulegu upplýsingum var haldið áfram að ræða námskeið sem þær stöllur ætla að standa fyrir. „Við ætlum okkur að vera með námskeið í föndri og bæði tré- málun og taumálun. Svo hef ég verið með námskeið í skrautrit- un.“ - Hvaðan fáið þið listmunina? „Við fengum m.a. leirmuni frá Önnu Siggu í Lundi í Varmahlíð og muni frá Hauganesi á Árskógsströnd. Við fengum líka myndir frá tveimur mönnum. Annar er útskrifaður úr Mynd- listaskólanum og hefur haldið sýningu en hinn hefur ekkert ver- ið að koma sér á framfæri. Hann hefur bara verið að þessu heima hjá sér, aldrei haldið sýningu eða verið í skóla. Við viljum helst fá myndir frá fólki héðan af svæð- inu. Við viljum koma þessu fólki á framfæri. Það getur vel verið að við leitum líka út fyrir svæðið varðandi myndlistina, tökum einn og einn inn að gamni, til að fólk sjái líka frá öðrum.“ - Hvernig leist fólki á þetta hjá ykkur? „Það var skelfingu lostið í fyrstu, hvað í ósköpunum við værum að gera. Kjallarinn í Villa Nova var eitthvað hræðilegt. En fólki líst mjög vel á þetta tilbúið. Þetta er öðru vísi, svona gamalt með fallega glugga og húsið á langa sögu, það eru margir sem þekkja það.“ - Fer þetta ekki vel af stað? „Jú, það eru allir mjög jákvæð- ir og spenntir fyrir þessu.“ Búðin var nú full af viðskipta- vinum og þær Hólmfríður og Þuríður höfðu engan tíma lengur til að sitja og spjalla. Fólk streymdi inn glaðlegt á svip og fékk ráðleggingar um jólaföndr- ið, eða skoðaði listmuni eða þá bara húsnæðið sjálft. sþ Tvítugt athafnafólk - opnaði pizzustað á Sauðárkróki Þegar keyrt er í gegnum gamla bæinn á Sauðárkróki í átt að höfninni reka menn augun í lít- ið veitingahús á hægri hönd. Útlit þess og staðsetning minn- ir vissulega nokkuð á Kaffí- vagninn á Grandagarði í Reykjavík. Þarna var áður rekin veitingastofan Hressing- arhúsið um nokkuð langt skeið. Nú hefur kornungt athafnafólk tekið sig til og leigt húsnæðið og sett þar upp matsölustað sem þau kalla Pollann pizzahús. Það eru þau hjónaleysin Eydís Ármannsdóttir úr Grindavík og Guðmundur Jónbjörnsson frá Sauðárkróki sem opnuðu pizza- húsið Pollann 8. okt. sl. Þau eru bæði tvítug að aldri en samt Pollinn pizzahús við hðfnina á Sauðárkróki. Ungt athafnafólk, Guðmundur og Eydís, sem reka Pollann. orðnir sjálfstæðir atvinnurekend- ur. Eydís vann áður í fiski, en Guðmundur hefur starfað við matreiðslu í Keflavík þar sem hann kynntist m.a. pizzugerð. Ég spurði þau hvernig þeim hefði dottið í hug að fara út í þetta. Guðmundur varð fyrir svörum: „Ég var að vinna á svona stað í Keflavík og það gekk svo vel að mér datt í hug að þetta væri sniðugt." „Maður lifir ekkert á því að vera í fiski, við urðum að gera eitthvað," bætti Eydís við. Staðurinn tekur 18 manns í sæti, en að sögn þeirra Eydísar og Guðmundar er mest um að fólk nýti sér heimsendingaþjón- ustuna sem þau bjóða upp á, eða taki pizzuna með sér heim. Þau þurftu ekki að leggja út í mikinn stofnkostnað, sennilega var pizzuofninn það dýrasta að mati þeirra. Þau töldu vöntun á stað sem þessum og þetta færi ágæt- lega af stað, „alla vega betur en ég þorði að vona“, sagði Guð- mundur. Á matseðlinum er um að velja nokkrar tegundir af pizz- um auk hamborgara. Auk þess mátti sjá hráefnið í skálum í eld- húsinu þannig að viðskiptavinirn- ir geta sjálfir valið á pizzurnar sínar. Pollinn er opinn alla virka daga frá 11:30 til kl. 22 og til kl. 23:30 um helgar, svo og heim- sendingaþjónustan. Þau sögðust íhuga að hafa heimsendingaþjón- ustuna lengur fram á nóttina um helgar. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.