Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. nóvember 1992 - DAGUR - 5 Hvað er að gerast? KFUM og KFUK: Kaffisala í Sunnuhlíð á kristniboðs- daginn KFUM og KFUK gengst fyrir kaffi- sölu í félagsheimili félaganna í Sunnuhlíð á sunnudaginn kemur. Kaffisalan er haldin í tilefni af kristniboðsdeginum sem er þann dag og hefst að loknum guðsþjón- ustum í Akuryrar- og Glerár- Mikið um að vera í Sunnuhlíð í dag og á morgun heldur tíu ára afmælisveisla Sunnhlíðar áfram. í dag, föstudag, kl. 14.30 skemmtir Skralli trúður börnunum og kl. 16 syngja og leika Pálmi Gunnarsson og Níels Ragnarsson. Á morgun kl. 14 verður tískusýning fra verslunum í Sunnuhlíð. Afmælisdagana verður afmælis- afsláttur og sprengitilboð í öllum verslunum. Þá er þess að geta að í dag og á morgun verður handverks- fólk úr Eyjafirði og nágrenni í Sunnuhlíð og selur framleiðslu sína. Tónlistarfélag Akureyrar: Vocis Thulis í Akureyrarkirkju ámorgun Aðrir tónleikar á 49. starfsári Tón- listarfélags Akureyrar verða haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, 7. nóvember, kl. 17. Þar mun söng- hópurinn Vocis Thulis og félagar úr kammersveitinni Caput flytja verk eftir eistneska tónskáldið Árvo Part og einnig trúarleg verk úr íslenskum handritum frá miðöldum fram á 17. öld, s.s. gregorianska messukafla, fjögurra radda- og tvísöngssálma. Flytjendur á tónleikunum verða Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Sigurður Haíldórsson, kontratenór og selló, Guðlaugur Viktorsson, tenór, Eggert Pálsson, baritón og slagverk, Ragnar Davíðsson, bassi, Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, Zbignew Dubik, fiðla, Guðmundur Kristmundsson, lágfiðla og Hilmar Örn Agnarsson, orgel. Sniglabandið og 1000 andlit í Sjallanum I kvöld verða góðir gestir á Sjalla- kránni. Sniglabandið með Skúla Gautason í broddi fylkingar leikur fyrir gesti og gangandi og er aðgang- ur ókeypis. Sniglabandið fékk fyrir nokkrum mánuðum liðsauka þegar Pálmi Sigurhjartarson, píanóleikari, gekk til liðs við hljómsveitina. Pálma ættu menn að þekkja úr hljómsveitum eins og Centaur og íslandsvinum. Annað kvöld leikur hljómsveitin 1000 andlit í Sjallan- um. Veröld Waynes í Borgarbíói Borgarbíó sýnir um helgin kl. 21 Veröld Waynes, sem er villt gaman- mynd. Á sama tíma verður sýnd myndin Batman snýr aftur 2, en hún hefur víða slegið aðsóknarmet. Klukkan 23 verða sýndar myndirnar Ferðin til Vesturheims, með Tom Cruise og Nicole Kidman í aðalhlut- verkum, og Alien 3, sem er spennu- mynd. Á barnasýningum á sunn- udag kl. 15 verða sýndar myndirnar Batman snýr aftur 2 og Prinsessan og durtarnir. kirkjum er hefjast kl. 14.00. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til kristniboðsstarfa. Að kvöldi sama dags verður samkoma í Sunnuhlíð þar sem Skúli Svavarsson, kristni- boði, mun flytja erindi. Bókamark- aður verður opinn eftir samkomuna og einnig verða kaffiveitingar á boðstólum. Markaður í Sólgarði í Ejjaflarðarsveit ámorgun Samstarfshópurinn Hagar hendur í Eyjafjarðarsveit stendur fyrir mark- aði í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit á morgun, laugardaginn 7. nóvember, kl. 13.30 til 17. Auk fjölbreytts varnings verður boðið upp á kaffi- hlaðborð fyrir 500 krónur. Radionaust með sýningu á morgun og laugardag Verslunin Radionaust á Akureyri verður í dag, föstudag, kl. 16-18, og á morgun, laugardag, kl. 10-14, með sýningu á tækjum frá Sanyo, Philips, Jensen, Sherwood og Blaupunkt. Tilboðsverð verður á ýmsum tækjum. Sérfræðingar frá Gunnari Ásgeirssyni og Heimilis- tækjum verða á staðnum. Mánakórinnmeð tónleika í Ár- garði í Skagafirði Mánakórinn heldur tónleika í Ár- garði í Skagafirði annað kvöld, laugardaginn 7. nóvember, kl. 21. Stjórnandi kórsins er Gordon Jack. Efnisskráin er blanda (slenskrar og erlendrar tónlistar. Einsöngvarar með kórnum verða systkinin Ingunn Aradóttir og Jósavin Arason. Rokkbandið á Hótel KEA Hljómsveitin Rokkbandið leikur fyrir dansi á Hótel KEA á Akureyri annað kvöld. Vegna einkasam- kvæmis verður lokað fyrir matar- gesti, en eftir kl. 23 verður selt inn á dansleikinn. Súlnaberg býður að vanda upp á sunnudagsveislu. f boði er súpa, reykt grísalæri með rauðvínssósu og eða lambalæri Bearnaise og desert á eftir. Máltíðin kostar 1050 krónur, frítt fyrir börn 0-6 ára og hálft gjald fyrir 7-12 ára. Þrjár sýningar á Línu langsokk Leikfélag Akureyrar verður með þrjár sýningar um helgina á Línu langsokk, á morgun kl. 14 og sunnu- dag kl. 14 og 17.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýning- ardagana fram að sýningu. Laugar- daga og sunnudag kl. 13-18. Kvikmyndaklúbb- urhmsýnir Rapsódíu í ágúst Kvikmyndaklúbbur Akureyrar stendur fyrir sýningum á stórmynd Akira Kurosawa, Rapsódía í ágúst, í Borgarbíói nk. sunnudag kl. 17 og nk. mánudag kl. 18.30. Miðaverð kr. 500, en 400 kr. fyrir skólafólk og klúbbfélaga. Happdrætti SÁÁ-N: Til styrktar starfinu á Norðurlandi SÁÁ-N stendur nú fyrir sínu glæsi- lega happdrætti, eins og undanfarin ár. Gengið verður í hús á Akureyri og öðrum þéttbýliskjörnum á Norðurlandi dagana 7.-15. nóvem- ber nk. og hvetur stjórn SÁÁ-N alla að taka vinsamlega á móti sölufólk- inu. Vinningar í happdrættinu eru 38 talsins, allt vöruúttektir fyrir alls eina milljón króna. Aðalvinningur- inn er 300.000 kr. vöruúttekt frá Vörubæ. Góðir gestir hjá Hjálpræðishemum á Akureyri Hjálpræðisherinn á Akureyri fær góða heimsókn um helgina. Sænsk hjón, Marie-Helene og Ingemar Myrin, ásamt Daníel Öskarssyni, munu hafa hér Biblíuhelgi. Almennar samkomur verða í kvöld, föstudag, kl. 20.30, annað kvöld kl. 20 og á sunnudag kl. 11 og 20. Auk þesss verða Biblíutímar á morgun kl. 14 og 17 og sunnudag kl. 16.30. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvetur Hjálpræðisherinn fólk til að koma og taka þátt í söng og lofgjörð. Samverustundirnar verða á Hjálpræðishernum, Hvannavöll- um 10. Safnahúsið á Húsavík: Sýningu Aðalbjargar lýkur á morgun Málverkasýningu Aðalbjargar Jóns- dóttur í Safnahúsinu á Húsavík lýk- ur laugardaginn 7. nóv. En sýningin er opin í dag og á morgun kl. 14-19. Á sýningunni eru 50 myndir og leitar Aðalbjörg víða fanga hvað myndefnið varðar. Einnig sýnir Aðalbjörg nælur og slæðuhringi, handunnin kort og frammi liggja albúm með myndum frá sýningum Aðalbjargar á handprjónuðum kjól- um úr íslenskri ull, ótrúlegum eingirnislistaverkum. Aðalbjörg prjónaði meðal annars brúðarkjóla með slöri og hélt eftirminnilega sýn- ingu á Kjarvalsstöðum 1982. Aðalbjörg er mikil hagleikskona og virkilega ljúft að líta við á sýn- ingu hennar. Þar er gestum boðið upp á kaffi og heimabakaðar smá- kökur. „Happdrættið hefur verið ein þýðingarmesta fjáröflun SÁÁ-N og vegna þeirra háalvarlegu áforma um niðurskurð til áfengis- og vímuefna- meðferðar er enn brýnna að við stöndum saman hér heima í héraði og gerum SÁÁ-N kleyft að halda áfram og efla þá þjónustu við áfeng- is- og vímuefnaneytendur sem SÁÁ-N hefur staðið fyrir. Með því að kaupa miða ert þú fyrst og fremst að styðja starfið hér á Norður- landi.“ Félagsvist að MelumíHörgárdal Kvenfélagskonur efna til félagsvist- ar að Melum í Hörgárdal annað kvöld, laugardagskvöldið 7. nóvember, kl. 21. Þetta er fyrsta spilakvöldið af þrem. Kaffiveiting- ar. Allir eru hjartanlega velkomnir Námskeið í gæðastjórnun á Akureyri í dagogámorgun Gæðastjórnunarfélag Norðurlands og endurmenntunarnefnd Háskól- ans á Akureyri standa fyrir nám- skeiði í altækri gæðastjórnun um helgina að Glerárgötu 36 á Akureyri og nefnist það „Skipulagning gæða- stjómunar - vinnunámskeið fyrir stjórnendur." Fyrirlesari verður Höskuldur Frímannsson, MBA rekstrarráðgjafi. Námskeiðið hefst kl. 15 í dag og lýkur um hádegi á morgun. Hvítasunnukirkj an: Norskur predikari í Hrísey og áAkureyri Um helgina heimsækir norski predikarinn Kristian Sand Akureyri og Hrísey, en hann er búsettur í London og starfar við kristniboð meðal Indverja sem búsettir eru í Englandi. Kristian predikar í kvöld, föstudag, kl. 20 í Sæborg í Hrísey ásamt hópi úr Hvítasunnukirkjunni á Akureyri, sem sér um söng og tónlist. Á morgun, laugardag, kl. 20 og nk. sunnudag kl. 15.30 verður hann með samkomu í Hvítasunnu- kirkjunni við Skarðshlíð á Akur- eyri. Bólu-markaður áAkureyriá morgunogsimnudag Svokallaður Bólu-markaður að Eiðsvallagötu 6 n.h. á Akureyri verður opinn um helgina, á morgun, laugardag, kl. 11-15 og nk. sunnu- dag kl. 13-16. Báða dagana verður boðið upp á t.d. hreinsaðar sviða- lappir, vettlinga, brosandi brúður, keramik, lakkrís, kökur, brauð, brodd, reyktan silung og lax. Haddý verður á sínum stað. Sérstök athygli er vakin á kynningu á kryddblönd- unni Potta-galdrar á morgun, aðeins þetta eina skipti. Akureyrarkirkja: Bjöm Steinar með hádegis- tónleika Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, heldur hádegis- tónleika í Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 7. nóvember, kl. 12. Á efnisskránni verða verk eftir Bach og Duruflé. Auk orgel- tónlistarinnar verður lesið úr Ritn- ingunni. Að tónleikunum loknum gefst tónleikagestum kostur á létt- um veitingum í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Gallerí AllraHanda: Daði opnar sýningu á laugardag Daði Guðbjömsson, listmálari, opn- ar myndlistarsýningu í Gallerí Allra Handa í Listagili á morgun laugardag kl. 15.00. Þar sýnir hann um 20 olíumálverk sem flest eru unnin á síðastliðnu sumri og nú í haust. Daði stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á árunum 1969 til 1976, við Mynd- lista- og handíðaskólann frá 1967 til 1980 og við Rijiksakademi van Beldende Kunsten í Amsterdam frá 1983 til 1984. Daði hefur haldið á annan tug einkasýninga auk þátt- töku í fjölda samsýninga - bæði hér heima og erlendis. Daði hefur auk starfa við list sína sinnt kennslu- störfum við Myndlista- og handíða- skóla íslands, verið formaður Félags íslenskra myndlistarmanna um skeið og átt sæti í safnráði Listasafns íslands. Sjá einnig „Hvað er að gerast“ á bls. 13. GÚMMÍVINNSLAN HF. • RÉTTARHVAMM11 • S. 96-26776 ★ Opið laugardaga frá kl. 10.-15. HJOLBARÐAR ★ Erum með mikið úrval af dekkjum fyrir aliar gerðir ökutækja. ★ Veitum alhliða hjólbarðaþjónustu. RAF- GEYMAR afcoeiosla * Mælum gamla rafgeyma. ★ Seljum nýja rafgeyma. * /4"./ < * ★ ísetning á staðnum $ o<5> <4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.