Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. nóvember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Ný sundlaug á Dalvík: UMFS vfll innrétta búningsklefa Byggingu nýrrar sundlaugar á Dalvík miðar vel, og er reikn- að með að lokið verði við að steypa upp húsið og setja á það þak um mánaðamótin nóvem- ber/desember. Áætlaður bygg- ingakostnaður er rúmar 40 milljónir króna en ekki hefur Menningarsjóður íslands og Finnlands: Skautafélagið fær styrk Menningarsjóður íslands og Finnlands hefur ákveðið að veita íshokkídeild Skautafélags Akureyrar styrk að upphæð 5.000 mörk, eða um 60 þúsund krónur, „til samstarfs við Finn- land á sviði íshokkí,“ eins og segir í skýringu með styrkút- hlutuninni. Magnús Finnsson, gjaldkeri Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt beiðni frá Svæðisstjórn um málefni fatlaðra Norðurlandi eystra, þar sem leitað er eftir leigu á húsnæði í eigu Akur- eyrarbæjar að Bugðusíðu 1, til loka árs 1993. Bæjarráð sam- þykkir að leigja umbeðna eign undir starfshæfingu og vinnu- þjálfun fyrir fatlaða, frá 15. nóv. nk. til ársloka 1993. ■ Húsnæðismál Ménntaskól- ans á Akureyri voru til umræðu á fundi bæjarráðs nýlega. Tryggvi Gíslason, skólameistari, gerði grein fyrir mikilli þörf skólans fyrir aukið húsnæði hið fyrsta eigi skólinn að geta veitt allt að 650 nemendum skólavist en ella verði óhjákvæmilegt að fækka nemendum. Hann iagði áherslu á að bæjarráð ræddi þessi mál og legði því lið að byggingaframkvæmdir gætu hafist við skólann hið fyrsta. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi frá Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norðurlandi eystra, þar sem sótt er um lóð- ina nr. 16 við Hafnarstræti til að byggja á sambýli fyrir fjöl- fatlaða. Bygginganefnd telur jafnframt í ljósi stöðu lóðar- innar í gildandi skipulagi, að vel sé við hæfi að byggja lóð- ina fyrir viðkomandi starfsemi. ■ Bygginganefnd hefur borist erindi frá Aðalsteini V. Júlíus- syni, þar sem hann f.h. Spari- sjóðs Akureyrar, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja við húsið nr. 1 við Brekkugötu, þ.e. til norðurs og austurs og er gert ráð fyrir að nýbyggingar nái austur fyrir núverandi lóðamörk. Nefndin hefur falið byggingafulltrúa, skipulagsstjóra og slökkviliðs- stjóra að ræða við umsækj- anda. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Árna Pálssyni hdl., þar sem hann fyrir hönd Bygg- ingafélagsins Lindar hf. krefur Bæjarsjóð um endurgreiðslu á byggingaleyfisgj aldi og bíla- stæðagjaldi af Hafnarstræti 97, sem hann segir hafa verið greidd með fyrirvara í nóv. 1991. í bréfinu er talið óheimilt að krefja um greiðslu byggingaleyfisgjalds (gatná- gerðargjalds) og innheimta bílastæðagjalds hafi ekki stoð í lögum. Bæjarráð getur ekki fallist á rök bréfritara og hafn- ar endurgreiðslu gjaldanna. Hús 15tekmrbí Lögreglan á Húsavík var á ferð með klippur í gær og fyrradag og svifti númerum af bifreiðum sem eigendur höfðu vanrækt að færa til skoðunar eða borga bifreiðagjöld af. Á þriðjudag var átak í gangi hjá lögreglu varðandi bílbelta- avík: Ibeltalausir notkun í bænum og 15 ökumenn sektaðir fyrir að brjóta lög varð- andi bílbeltanotkun. Full ástæða er að hvetja fólk til að nota bíl- beltin, ekki síst þessa dagana þegar aukin hætta er á óhöppum vegna slæmra akstursskilyrða og mikillar hálku á köflum. IM Æðaræktarfélag Eyja Aðalfundui Aðalfundur Æðaræktarfélags Eyjafjarðar og Skjálfanda verður haldinn í kvöld, föstu- dag, að Sólvangi á Tjörnesi og hefst fundurinn kl. 21. Æðaræktarfélagið er 5 ára og verður þess minnst á fundinum. Árni Snæbjörnsson, æðaræktar- ijarðar og Skjálfanda: r á Tjöraesi ráðunautur og Davíð Gíslason formaður Æðaræktarfélags íslands flytja erindi. Fjallað verð- ur um hagsmunamál æðarrækt- enda, m.a. vargfuglseyðingu. Nýir félagar eru velkomnir á fundinn og einnig þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málefni félagsins. IM Skautafélagsins, segist ánægður með þessa ákvörðun Menningar- sjóðsins, en umsókn félagsins var byggð á annars vegar heimsókn tveggja íshokkíspilara frá Akur- eyri til Finnlands og hins vegar hingaðkomu íshokkíþjálfara frá Finnlandi, Pekka Santanen, en hann er á leið til landsins og mun sjá um þjálfun hjá Skautafélagi Ákureyrar í vetur og spila með meistaraflokksliðinu. óþh enn verið gengið frá endanleg- um samningum við verktak- ann, Tréverk hf. Ungmennafélag Svarfdæla hef- ur boðist til að innrétta neðri hæðina svo búningsklefar þar komi að notum vegna knatt- spyrnu- og íþróttamóta sem fram fara á íþróttasvæðinu sem stað- sett er austan sundlaugarbygging- arinnar. Ungmennafélagið hefur óskað eftir því að Þorbergur Karlsson, verkfræðingur hjá mannvirkjanefnd Knattspyrnu- sambands íslands, komi norður og líti á búningsklefa með tilliti til aðgangs frá íþróttavelli. Á árs- þingi KSÍ, sem haldið verður í lok þessa mánaðar, verður lögð fram tillaga að reglugerð fyrir mannvirkjanefnd KSÍ, sem auð- velda mun öll störf nefndarinnar. ! GG Atakalítið þing landssam- bands hestamannafélaga - Guðmundur Jónsson frá Reykjum kjörinn formaður Aðabnál þings Landssambands hestamanna að Flúðum, sem haldið var nýverið, var reið- vegamál. Framsögu um þann málaflokk höfðu Arni Mathie-1 sen frá samgöngunefnd Alþing- is, Jón B. Jónsson aðstoðar- vegamálastjóri, Kristján Auð- unsson fyrir hönd hestamanna og Bryndís Brynjólfsdóttir fyr-1 ir Samband íslenskra sveitar- félaga. Ræðumenn voru sam- mála um nauðsyn þess að skilja að umferð akandi manna og ríðandi til að auka öryggi fyrir alla aðila. Engin tillaga kom fram hvernig leysa beri málið, en pallborðsumræður að loknum erindum voru fjörugar. Kári Arnórsson, sem hefur gegnt embætti formanns undan- farin fjögur ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Guðmundur Jóns- son frá Reykjum var kjörinn nýr formaður á landsþinginu, sem var hið 43. Áður gegndi Guð- mundur stöðu varaformanns. Kjörnir þingfulltrúar voru 122 frá 46 hestamannafélögum. Auk þess voru á þinginu stjórnarmenn og gestir. A þinginu var skipuð fimm manna nefnd til að fara í saum- ana á fyrirhuguðum sameiningar- málum Landssambands hesta- mannafélaga og Hestaíþrótta- sambands íslands. Fyrir þinginu lá sú tillaga, að landsþing yrðu framvegis haldin annað hvert ár. Tillagan var felld. Bætt var inn setningu í reglu- gerð um gæðingakeppni á þá vegu að nú er hrossum í eigu hrossabús heimilað að taka þátt í gæðingakeppni ef eigandi hrossa- búsins eða umsjónarmaður er félagsmaður í Landssambandi hestamannafélaga. Sem kunnugt er komu upp deilur í sumar er hestum Hólabúsins var vísað frá gæðingakeppni. Héðan í frá eru stóðhestar og hryssur Hólabúsins og stóðhestar ræktunarsambanda gjaldgeng í gæðingakeppnum. Landsþingið var átakalítið og stjórn Landssambands hesta- mannafélaga skipa nú: Guð- mundur Jónsson formaður, Guðbrandur Kjartansson vara- formaður, Sigfús Guðmundsson, Jón Bergsson, Sigbjörn Björns- son, Halldór Gunnarsson og Kristmundur Halldórsson. ój Ummæli formanns LÍU um íslenskan skipaiðnað: íslenskur skipaiðnaður er ágæflega sam- keppnisfær við lang flest erlend fyrirtæki Málmur - samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði - lýsir furðu á viðbrögðum forystu- manna LÍÚ við tillögum félagsins til þess að treysta stöðu íslensks skipaiðnaðar. Á aðalfundi LÍÚ fullyrðir for- maðurinn að samtök fyritækja í málm- og skipaiðnaði leggi til að útvegsmönnum verði alfar- ið bannað að smíða skip eða gera við þau erlendis. Hér er hallað réttu máli, eins og segir í athugasemd frá Málmi. Hin sanna í málinu er að Málmur hefur lagt til að Fisk- veiðasjóður veiti ekki lán til ný- smíða eða breytinga ef sú vinna fer fram erlendis enda er litið svo á að það standi sjóðnum nær að stuðla að atvinnuuppbyggingu hér á landi frekar en erlendis. Norski Fiskveiðasjóðurinn hefur komist að sömu niðurstöðu og því veitir hann enga fyrirgreiðslu til skipasmíða utan Noregs. Formaður LÍÚ telur að skipa- iðnaðinum „væri nær að líta í eig- in barm og skoða vinnulag og nýtingu vinnutíma.“ Síðan held- ur hann áfram með hálfkveðnar vísur og segir: „Það mun alltaf verða erfitt að selja öðrum óunn- inn tíma og á hærra verði en almennt gerist vegna yfirborg- ana.“ Málmur getur út af fyrir sig tekið undir að skipaiðnaðurinn eigi ávallt eins og aðrar atvinnu- greinar að líta í eigin barm og kosta kapps um að gera betur. Þetta hefur íslenskur skipaiðnað- ur gert og því er hann í dag ágæt- lega samkeppnisfær við flest erlend fyrirtæki jafnvel þótt þau SkagaQörður: Bændur vilja sleppa sauðprböðun - samþykkt að sækja um undanþágu Á aðalfundi Héraðsnefndar Skagfirðinga á miðvikudag var borin fram og samþykkt sú til- laga að sækja um undanþágu frá böðun sauðfjár í héraðinu. Tillagan kom frá Lýtingsstaða- hreppi og efni hennar var að sótt yrði um undanþágu til yfirdýra- læknis fyrir bændur í Skagafirði frá böðun sauðfjár fyrir veturinn 1992-3. Hinsvegar fengju bændur fé sitt sprautað gegn kláða. Til- lagan var samþykkt að sögn Magnúsar Sigurjónssonar fram- kvæmdastjóra Héraðsnefndar- innar. Sagði hann ástæðuna m.a. þá að bændur teldu böðunina dýra og hefði einn bóndinn sagt sinn böðunarkostnað hafa verið um 70 þúsund krónur í fyrra. Bændur telja böðun óþarfa þar sem engin óþrif séu í fé. Ekki náðist í Elínu Sigurðardóttur oddvita Lýtingsstaðahrepps. sþ njóti styrkja. einhverra opinberra Það er því ekki einasta smekk- laust af formanni LÍÚ heldur líka rangt að gefa í skyn að óhag- kvæmni og óljósar kenningar um óunnin tíma ásamt yfirborgunum leiði til þess að greinin sé ekki samkeppnishæf. Auðvitað veit formaður LÍÚ að ástæður þess að útvegsmenn eru að fá lægstu verð erlendis hafa ekkert með hag- kvæmni og góðan rekstur við- komandi skipasmíðastöðva að gera heldur eru fyrst og fremst afleiðing af styrkjakerfum þess- ara landa til skipaiðnaðar síns, eins og segir m.a. í athugasemd frá Málmi. -KK Leiðrétting Fyrirsögn á grein Valdimars Gunnarssonar, menntaskóla- kennara, um bókina Saga lands- móta UFMÍ, í blaðinu í gær, mis- ritaðist. Hún átti að sjálfsögðu að vera „íslandi allt“ en ekki fsland allt. Beðið er velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.