Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 6. nóvember 1992 Fréttir Hæstiréttur: Staðfesti niðurstöðu bæjarþings Akureyrar í síðustu viku staðfesti Hæsti- réttur dóm bæjarþings Akur- eyrar frá í júlí 1989 vegna stefnu landeiganda og ábúanda á jörðinni Grísará í Eyjafjarð- arsveit gegn bæjarsjóði Akur- eyrar. Málavextir eru þeir að við niðurdælingu Hitaveitu Akureyrar í borholur á vinnslu- svæði sínu framan Akureyrar hvarf vatn úr borholu á jörð- Dómur bæjarþings Akureyrar Akureyri: Útgáfuhljómleikar Bubba 18. nóvember Bubbi Morthens heimsækir Akureyri þ. 18. þessa mánaðar með fríðu föruneyti. Hann mun halda útgáfuhljómleika í SjaUanum vegna nýútkomins geisladisks síns en þetta eru einu tónleikarnir sem Bubbi heldur á Norðurlandi að þessu sinni. Geisladiskurinn Von var tek- inn upp á Kúbu og gætir áhrifa á honum af þarlendri tónlist. Með Bubba á hljómleikunum á Akur- eyri, sem og annars staðar á land- inu, verða meðlimir kúbversku hljómsveitarinnar Sierra Maestra sem er ein vinsælasta hljómsveit- in á Kúbu en hún leikur með Bubba á nýja diskinum. Einnig verða þrír íslenskir tónlistar- menn með í för, þeir Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem og Tryggvi Hubner. Forsala aðgöngumiða á tón- leika Bubba í Sjallanum verður hjá versluninni Radíónausti á Akureyri. JÓH var á sínum tíma þannig að Hita- veitu Akureyrar bæri að afhenda landeigendum á Grísará 0.3 sek- úndulítra af 43 gráðu heitu vatni eða annað vatnsmagn með hærra hitastigi en að tilsvarandi orku- gildi, svo og greiða stefnendum 75 þúsund krónur í málskostnað. Niðurstöðunni var áfrýjað til Hæstaréttar og krafist að stefnend- um verði afhent án endurgjalds 2,5 sekúndulítrar af 90 heitu vatni eða samsvarandi vatnsmagn með öðru hitastigi svo lengi sem stefndi vinni heitt vatn af núver- andi vinnslusvæði sunnan Akur- eyrar. Hæstiréttur komst svo að þeirri niðurstöðu í síðsutu viku að dómur bæjarþings Akureyrar ■standi og var málskostnaður felldur niður. JÓH Eins og sagt var frá í Degi í gær, hefur báturinn Ásborg EA verið seldur til Keflavíkur. Báturinn lá í gær við bryggju hjá Siippstöðinni og bíður þess að komast í yfirhalningu. A innfeldu myndinni er nýr bátur Húsvíkinga í slipp en hann hefur fengið nafnið Aldey ÞH-110 en hét áður Stokksey ÁR-50. Mynd: kk Tillögur um sameiningu sveitarfélaga: Mikilvægast að styrkja byggðina en núverandi hreppamörk eUd heilög segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, og fyígdar- lið hennar hélt fund á Húsavík sl. þriðjudagskvöld til að kynna tiUögur um sameiningu sveitarfélaga. Á fundinn voru boðaðir sveitarstjórnarmenn á svæðinu, forstöðumenn heilsu- gæslustöðvar, sjúkrahúss, öldrunarþjónustu og skóla- stjórar grunnskóla. Nefndin leggur til að þessir málaflokkar verði þeir sem fyrstir verða færðir til sveitarfélaganna við breytta verkaskiptingu ríkis og bæja. „Það voru nokkuð skiptar skoðanir á fundinum. Fram komu raddir um að fara sér hægt í þessu máli og skoða það mjög vandlega, en það kom líka fram að menn teldu að núverandi hreppamörk væru alls ekki heilög. Þau hefðu verið sett á löngu liðn- um tíma og gengið hefði verið út frá öðrum forsendum en eru í dag, það væri ekki óeðlilegt að menn tækju nýjum tíma með breyttum tökum og í stærri ein- ingum,“ sagði Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, aðspurður um afstöðu fundarmanna til til- lagnanna. Einar sagði að fram hefði kom- ið að skynsamleg væri sú megin- regla að skattpeningum fólks væri ráðstafað í sem mestri nálægð við fólkið sjálft og það hefði sem beinust áhrif á í hvað Lokaspretturinn fram- undan á þjóðvegi 1 - aðeins eftir að leggja bundið slitlag á 26 km á milli Akureyrar og Reykjavikur Nú á aðeins eftir að leggja bundið slitlag á 26 kílómetra á þjóðvegi 1 á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hér er um að ræða þrjá kafla, 5 kílómetra kafla í Norðurárdal frá Norðurá að Fornahvammi, sömu vega- lengd í svokallaðri Bólstaðar- hlíðarbrekku í Vatnsskarði og um 16 kílómetra kafla á Öxna- dalsheiði. Samvinnuferðum-Landsýn Veitt helstu ferða- málaverðlaun írlands Samvinnuferðir-Landsýn hljóta verðlaun írska Ferðamála- ráðsins, The Doyle Tourism Awards fyrir þetta ár. Verð- launin eru veitt árlega þeim erlendum aðilum sem þykja hafa skarað fram úr við að skipuleggja ferðir til Irlands. Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar, mun taka við verð- laununum í hádegisverðarboði Alberts Reynolds, forsætisráð- herra írlands, í Dublin í dag. Þáttur Samvinnuferða-Land- sýnar í skipulagningu ferða til írlands og þá sérstaklega til Dublin hefur vakið mikla athygli, enda hafa um 7500 íslendingar sótt landið heim á þessu ári. Munar þar mestu um geysivinsæl- ar haustferðir sem nú standa yfir en vikulegar ferðir til írlands sl. sumar fengu góðar viðtökur. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins er þegar búið að vinna undirvinnu á 11,5 kíló- metra. þess kafla á Öxnadalsheiði sem ætlunin er að leggja á slitlag næsta sumar. Stefnt erað því að slitlag verði komið á allanvegar- kaflann 1994. í Borgarfirði hefur nýlega verið boðin út undirvinna í 5 kílómetra vegarkafla frá brúnni yfir Norðurá að Fomahvammi og er ætlunin að þeirri vinnu ljúki á næsta ári. Bundið slitlag ætti þá að vera í sjónmáli. Þá verður ráðist í fram- kvæmdir við breytingar á veg- stæði vegarins við Bólstaðahlíð í Austur-Húnavatnssýslu og mun sú vinna væntanlega hefjast næsta sumar. Þar er um að ræða 5 kílómretra kafla sem ætlunin er að leggja varanlegu slitlagi sumarið 1994 ef áætlanir standast. Ef fram heldur sem horfir munu vegfarendur því eiga von á að geta ekið samfellt á bundnu slitlagi á milli Akureyrar og Reykjavíkur eftir sumarið 1994. Ragnheiður Davíðsdóttir. Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðaun við Háskóla Islands. peningunum væri ráðstafað. í ljósi þess væri mikilvægt að auka sjálfstæði sveitarfélaga og veita þeim aðgang að fleiri verkefnum til stjórnunar, því þar með hefði fólkið beinni áhrif á ráðstöfun skattteknanna. Á fundinum kom fram að í dag er samstarf sveitarfélaga í Þing- eyjarsýslu víðtækt varðandi heilsugæslu og öldrunarþjónustu og í uppsiglingu er samstarf um sorpeyðingu. Upp kom spurning um hvort ekki næðist nægileg hagræðing í samvinnu um fram- kvæmd þessara mála og hvort nauðsynlegt væri að sameina sveit- arfélögin til að ná fram hag- kvæmninni af samvinnunni. „Mér persónulega finnst vera þarna mjög stórt mál á ferðinni. Landsbyggðin á í sameiginlegri varnarbaráttu. Með það í huga er mjög mikilvægt fyrir okkur, sveitarstjórnarmenn á lands- byggðinni, að taka með opnum og jákvæðum huga þátt í allri umræðu um leiðir til að styrkja stöðu sveitarfélaganna, og þar með til að styrkja byggð á lands- byggðinni. Ef menn ætla að ganga til stækkunar sveitarfélaga, þá verða menn að nota þann undir- búningstíma sem þeir ætla sér til þess að huga að veigamiklu máli, undirstöðu þess að sameining geti tekist, en hún er sú að sam- göngur séu greiðar á þeim svæð- um sem menn ætla að sameina. Umbótum í samgöngumálum verður því að sinna mjög markvisst, samhliða öðrum undirbúningi," sagði Einar. Hann sagði að mörg fleiri mál þyrftu athugunar við og nefndi orkumálin. Sem dæmi tók hann að Rafveita Húsavíkur væri eig- andi dreifikerfisins á Húsavík en í öðrum sveitarfélögum væru Rafmagnsveitur ríkisins eigendur dreifikerfa. Huga þyrfti að með hvaða hætti þessi mál yrðu leyst, þannig að stórt sveitarfélag gæti boðið þegnum sínum upp á eitt raforkuverð. „Það er margt að skoða og við verðum að ganga til umræðunnar með mjög opinn huga og það eitt að markmiði að styrkja byggð- ina, en ekki að sameina vegna sameiningarinnar. Mér finnst að þéttbýlisstaðir eigi að fara mjög varlega í sakirnar varðandi sam- einingarmálin, en taka því vel ef minni sveitarfélög óska eftir sam- einingu. Það er grundvallaratriði að tryggja réttindi fólksins í hin- um minni sveitarfélögum," sagði Einar. IM Eyjaijarðarsveit: Menntaskólanemendur gera könnun á frárennslismálum Nemendur í fjórða bekk Menntaskólans á Akureyri gerðu í síðustu viku könnun á ástandi frárennslismála í Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkti síðastliðinn vetur að gera þessa könnun og var nemendum Menntaskólans fengið það verkefni að gera hana á um helmingi bæja í sveitinni en ráðinn hefur verið aðili til að Ijúka upplýsinga- söfnuninni. Pétur Þór Jónasson, sveitar- stjóri, segir að nokkrir nemendur úr hópnum muni svo vinna úr þeim upplýsingum sem safnað verður. Aðspurður segir hann að áætlun um endurbætur í frá- rennslismálum verði væntanlega skoðuð í framhaldi af könnun- inni. „Við höfum engar upplýsingar um hvernig ástandið er yfir svæðið. Sjálfsagt er það allt frá því að vera mjög gott og yfir í að vera mjög slæmt. Ef niðurstaðan verður þannig þá erum við að velta fyrir okkur að úrbætur verði gerðar í sameiginlegu átaki og að sveitarfélagið gæti þá hugsanlega komið inn í það, t.d. komið á sameiginlegum innkaupum eða eitthvað slíkt,“ sagði Pétur Þór. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.