Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 6. nóvember 1992 Norðurlandsdeild eystri innan Hjúkrunarfélags íslands: Heilbrigðisráðherra endur- skoði afstöðu sína til Kristnesspítala Norðurlandsdeild eystri innan Hjúkrunarfélags íslands hefur samþykkt ályktun varðandi Kristnesspítala þar sem lýst er yfir að hjúkrunarfræðingar geti ekki sættt sig við að spítal- inn verði lagður niður. Ályktun hjúkrunarfræðinga er svohljóðandi: „Norðurlandsdeild eystri innan Hjúkrunarfélags íslands mót- mælir þeim áformum að draga svo úr fjárveitingum til Kristnes- spítala að hann verði ófær um að gegna hlutverki sínu. Hjúkrun- arfræðingum á svæðinu er vel ljós þörfin fyrir þá þjónustu sem spít- alinn hefur veitt á undanfömum árum og hafa vænst þess að áframhald yrði á uppbyggingu endurhæfingardeildar, en þörf fyrir slíka deiid er mikil. Starfið er hafið og þeir sem notið hafa þjónustu deildarinnar eru ánægð- ir með árangur auk þess sem það er sjúklingum mikils virði að vera á heimaslóðum, nærri fjölskyldu sinni. Hjúkrunardeildin hefur einnig leyst úr bráðum vanda fjölmargra fjölskyldna og ein- staklinga á undanförnum árum. Ekki verður séð hvað getur kom- ið í stað Kristnessspítala til þess að veita sjúklingum á Norðurlandi sambærilega þjónustu. Að óbreyttu geta hjúkrunarfræðing- ar ekki sætt sig við að Kristnes- spítali verði lagður niður. Hjúkr- unarfræðingar í Norðurlands- deild eystri innan H.F.Í skora á heilbrigðisráðherra að endur- skoða afstöðu sína til reksturs Kristnesspítala og finna leiðir til þess að þar megi eflast og vaxa starfsemi til hagsbóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á að halda og fjölskyldur þeirra. Uppbygging er hafin í Kristnesi, við sættum AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 9. nóvember 1992 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Björn Jósef Arnviöarson og Gísli Bragi Hjartarson til viötals á skrifstofu bæjarstjóra aö Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. BSRB félagar á Norðurlandi Starfsmannafélag Akureyrarbæjar og Útgáfu- og fræöslunefnd BSRB halda námskeiö um fréttaskrif og viðtöl. Hvenær: 14. nóvember kl. 11.00-18.00. 15. nóvember kl. 10.00-14.00. Hvar: STAK salurinn, Ráöhústorgi 3, II. hæö. Leiðbeinandi: Páll Vilhjálmsson. Kostnaður: Efnisgjald kr. 1.000. Innihald: Almennar hugmyndir um tilgang og eðli blaðamennsku, uppbygging frétta, undirbúningur viötals og úrvinnsla. Sérstaöa félagsblaða launþegasamtaka verður athuguð og spurt um tilgang þeirra. í meginatriðum er markmiö námskeiðsins tvþíþætt: Að gefa innsýn í starfshætti blaðamanna og að kenna grunnþætti starfsins. Kennsla verður í formi fyrirlestra og verkefna sem unnin eru á námskeiðinu. Ekki er gert ráð fyrir neinni fyrirframþekkingu á fjölmiðlum eða reynslu af skrif- um í fréttablöð. Námskeiðið verður þannig upp byggt að þeir sem aðeins komast fyrri daginn ættu samt sem áður að hafa gagn af. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu STAK í síma 11599 fyrir 10. nóvember. Stjórn STAK. Utbreiðslu- og fræðslunefnd BSRB. okkur ekki að það góða starf sem þar hefur verið unnið verði gert að engu.“ JÓH Kristnesspítali. Norðurland eystra: HjúkrunaiTýmiini fyrir aldraða þarf frekar að fjölga en fækka - segir í samþykkt öldrunarnefndar á starfssvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Oldrunarnefnd sem starfar á svæði Heilsugæslustöðvarinn- ar á Akureyri, samþykkti á fundi sínum nýlega að senda bréf til heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, fjármálaráð- herra og stjórnar Ríkisspítal- anna og mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á fjárframlögum til Kristnesspítala. í bréfinu bendir nefndin á að á Norðurlandi eystra eru í dag samtals 204 hjúkrunarrými fyrir aldraða. Það samsvarar því að 9,78 rými séu fyrir hverja 100 sem eru 70 ára og eldri. Sambæri- leg viðmiðunartala fyrir allt land- ið er 10,0 rými á hverja 100. Fæst rými eru nú á Reykjavíkursvæð- inu, eða 8,1 á hverja 100 sem eru yfir sjötugt en Norðurland eystra er með næst lægstu töluna. í Kristnesi eru nú 24 hjúkrun- arrými fyrir aldraða. Verði þau lögð niður vegnar niðurskurðar á fjárframlögum verða aðeins eftir 8,63 rými á hverja 100 eldri en 70 ára. Á sama tíma er verið að fjölga hjúkrunarrýmum um 150 í Reykjavík og þá verða til þar 9,8 rými fyrir hverja 100. Að undanförnu hefur verið tal- að um neyðarástand í hjúkrunar- málum aldraðra í Reykjavík. Því ber að fagna ef úr neyðinni verð- ur bætt á næstunni. Hins vegar verður lítill fögnuður á Norður- landi eystra ef aldraðir þar eiga að fá yfir sig neyðarástand í staðinn. í stað þess að fækka hjúkrun- arrýmum fyrir aldraða, telur nefndin að frekar hefði þurft að huga að fjölgun á svæðinu, svo aldraðir hér sitji við sama borð og aldraðir hjúkrunarsjúklingar annars staðar á landinu. Læknafélag Akureyrar: Afturhvarf til fortíðar í læknisfræðilegu tilliti - verði lokun Kristnesspítala að veruleika Félagsfundur í Læknafélagi Akureyrar samþykkti á dögun- um ályktun vegna áforma um skerðingu starfsemi Kristnes- spítala. Þar segja læknar að lokun spítalans yrði afturhvarf til fortíðar í læknisfræðilegu tilliti. „Almennur félagsfundur í Læknafélagi Akureyrar, haldinn að Hótel KEA 2.11. 92 mótmælir harðlega öllum hugmyndum um að skerða þá þjónustu á sviði endurhæfingar og öldrunarhjúkr- unar sem veitt er á starfssvæði félagsins. Fundurinn telur að efl- ing öldrunarlækninga og endur- hæfingar í Kristnesi sé vænleg- asta leiðin til hagkvæms reksturs fyrrgreindrar þjónustu í hérðað- inu. Með hliðsjón af núverandi þörf og framboði öldrunarþjón- ustu og endurhæfingar yrði lokun Kristnesspítala alvarleg hótun við starfsemi bráðadeilda FSA og heimahjúkrunar heilsugæslunnar og myndi þýða afturhvarf til for- tíðar í læknisfræðislegu tilliti.“ JÓH Stjórn Kvennasambands Akureyrar: Mótmælir hugmyndum um að leggja niður Kristnesspítala Stjóm Kvennasambands Akur- eyrar mótmælir harðlega þeim hugmyndum ríkisvaldsins að leggja niður Kristnesspítala eða draga svo mikið úr'starf- semi hans að spítalinn geti ekki lengur veitt þá þjónustu sem hann hefur gert hingað til og langur biðlisti er nú að. Stjórnin skorar á heilbrigðis- ráðherra að endurskoða afstöðu sína til Kristnesspítala og trúir því ekki að ráðherra vilji að þjónsta sú sem þar er veitt nú, flytjist suður til Reykjavíkur en i mannvirki og tæki standi ónotuð , að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. IRIDDS Akureyrarmótið í tvímenningi í bridds: Ormarr og Jónas efstir Eftir 11 umferðir af 27 hafa þeir Ormarr Snæbjörnsson og Jónas Róbertsson tekið for- ystu á Akureyrarmótinu í tví- menningi í bridds. Þeir félagar hafa hlotið 123 stig en fast á hæla þeirra með 122 stig, koma þeir Hermann Tómas- son og Asgeir Stefánsson. Jakob Kristinsson og Pétur Guðjónsson, sem leiddu mótið eftir 5 umferðir duttu niður í 5. sæti eftir 11 umferðir. Munurinn er hins vegar ekki mikill á 5 efstu pörunum. Næstu 6 umferðir verða spilaðar nk. þriðjudags- kvöld í Hamri. Staðan eftir 11 umferðir: 1. Ormarr Snæbjörnsson/ Jónas Róbertsson 123 2. Hermann Tómasson/ ÁsgeirStefánsson 122 3. Gylfi Pálsson/ Helgi Steinsson 4. Ólafur Ágústsson/ Hörður Blöndal 5. Jakob Kristinsson/ Pétur Guðjónsson 6. Grettir Frímannsson/ Frímann Frímannsson 7. Reynir Helgason/ Magnús Magnússon 8. Páll Pálsson/ Þórarinn B. Jónsson 118 114 112 83 73 52 -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.