Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. nóvember 1992 - DAGUR - 7 Þegar skurðgoðin voru brennd - Berisha Hunde, biskup í Konsó, segir frá kristniboðsstarfi íslendinga í Konsó í heimsókn til Akureyrar Kristniboðsdagurinn er á sunnudaginn 8. nóvember. Á þeim degi er meðal annars vakin athygli á kristniboðsstarfl Islendinga í öðrum heimshlutum. Nýlega var á ferð hér á landi Berisha Hunde, biskup frá Konsó í Eþíópíu en hann er einn þeirra sem kynnst hefur kristindómi vegna kristniboðs Is- lendinga. Berisha Hunde kom meðal annars til Akureyrar og talaði á samkomu hjá KFUM og KFUK. Dagur birtir viðtal við þennan afríska kirkjumann í tílefni af kristni- boðsdeginum. Berisha Hunde ásamt konu sinni í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnu- hlíð en biskupinn hélt fyrirlestur á samkomu félaganna. Koma Berisha markar tíma- mót hér á landi í sögu íslensks kristniboðsstarfs. Berisha tók ungur kristna trú í Konsó, stund- aði framhaldsnám í guðfræði og hefur jafngildi biskupstignar í sínu heimalandi. Hann hefur víð- tæka þekkingu á kristniboðsstarf- inu og er óþreytandi að segja frá öllu því góða sem kristniboðs- starf íslenskra manna hefur kom- ið til leiðar. Á samkomu KFUM og K kom fram mikil gleði yfir árangri kristniboðsstarfsins í Eþíópíu og Kenýa, ekki síst að hingað til lands skuli nú koma innfæddur maður til að boða kristna trú í sama landinu og grundvallaði kristniboð fyrir rúmum þrjátíu árum í heima- landi hans í Afríku. - Berisha var spurður hvernig hann hefði kynnst kristinni trú. „Það var hjá Felix Ólafssyni, kristniboða. Á þeim tíma herj- uðu illir andar mjög á þjóð mína, margir voru haldnir illum öndum. Fólkið þekkti ekkert nema vald illu andanna yfir sér og vissi ekki að neitt gæti sigrað þá. Fólkið kom með fórnir til seiðmanna, sem ætlaðar voru ill- um öndum. Þannig var það alger- lega á valdi hinna illu anda. Þeg- ar Felix Ólafsson kom til Konsó og byrjaði að segja frá Jesú Kristi komust fáeinir einstaklingar fljótlega til trúar,“ segir hann. Móðir Berisha var seiðkona og haldin illum öndum oft á tíðum. Berisha segir hana hafa leitað hjálpar hjá Felix Ólafssyni, sem bað fyrir henni. Fyrir mátt bæn- arinnar komst hún undan illa valdinu og snerist ásamt eigin- manni sínum og börnum til krist- innar trúar. Þannig varð ég krist- inn maður, segir Berisha. Framtíð kristninnar í Eþíópíu ógnað - Hvernig lítur Berisha á framtíð kristniboðsstarfsins í sínu heima- landi, Eþíópíu? Hann segir erfitt að segja til um hvernig framtíðin verði en þó sé hægt að segja að kirkjudeild- irnar kristnu starfa af miklum þrótti og fjölmargir geri allt sem þeir geti til að efla og styrkja kristindóminn. „Ég reikna með að kristindómurinn haldi velli. Þó sjáum við hvernig íslömsk trú ryðst inn í Eþíópíu. Þeir sem boða þá trú beita olíuauðnum til að ná fótfestu og verslunarsam- böndum. Þeir kaupa fólk til fylgis við sig og sína trú. Þess vegna er mikilvægt að íslendingar haldi áfram að styðja okkur í barátt- unni, eins og þeir hafa lengi gert með miklum ágætum. Við verð- um að ná til sem flestra, áður en það er orðið of seint,“ segir Berisha, en hann hefur miklar áhyggjur af þróun mála hvað útbreiðslu íslams snertir. Enda má fullyrða að ekkert eitt atriði standi kristniboðinu eins fyrir þrifum og þetta. Efling menntunar og manngæsku - Allir sem þekkja til kristni- boðsstarfa vita, að starf kristni- boðanna er ekki síst að efla menntun, stofna skóla og efla heilsugæslu, þótt meginstarf þeirra sé vitanlega að útbreiða Fagnaðarerindið til heiðinna karla, kvenna og barna. Berisha var beðinn að segja lítillega frá eflingu menntunar sem leiðir af trúboðsstarfinu. „Eþíópíska, evangelíska lút- herska kirkjan, sem ég tilheyri, er fremst allra kirkjudeilda í landinu við að þjóna fólkinu bæði með beinni þróunarhjálp og kynningu á orði guðs. Unnið er að hjúkrun, skólamálum, vega- gerð, umbótum í landbúnaði, trúvernd og mörgu fleiru á vegum kirkjunnar. Vegir hafa verið lagðir til að bæta samgöngur í stórum stíl. Þegar hungur sverfur að hefur kirkjan staðið fremst í flokki að kalla eftir hjálp og koma matvælum til skila til svelt- andi fólks. Mörg dæmi eru um söfnuði sem myndast hafa í tengslum við hjálparstarfið, og vöxtur kirkjunnar hefur verið mikill af þessum sökum. Komm- únistar voru við völd um skeið í Eþíópíu, og þá átti trúin og kirkj- an oft erfitt uppdráttar, svo ekki sé meira sagt. En kommúnistar veittust þó ekki nema takmarkað að kirkjudeild minni vegna þess að hjálparstarfið í landinu grund- vallaðist á starfsemi hennar að miklu leyti. Þetta gerðist á sama tíma og kommúnistar ráku aðrar kirkjudeildir burtu eða beittu sér fyrir að þær voru lagðar niður. Nýjar bækur Hafið Bókaútgafan Forlagið hefur sent frá sér leikritið Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur hefur fyrir löngu getið sér orð sem eitt ágætasta leikritaskáld á íslensku og eftir hann liggur hátt á annar tugur leikrita sem sýnd hafa verið víða. Hafíð var frumsýnt í Þjóðleikhús- inu 19. september sl. Þar segir frá Þórði útgerðarmanni og fjölskyldu hans, leikritið er sneið úr íslenskum veruleika þar sem höfundur bregður ljósi á fólk og tilfinningar á bak við daglegar fréttir af ástandi mála í sjávarútvegi. I kynningu Forlagsins segir: „Hér eru dramatísk fjölskylduátök samofin einkar skarplegri samfé- lagsgagnrýni. Ekkert er dregið undan, aílt er lagt undir - ástin, hafið, dauðinn. Persónur leiksins eru bráðskemmtilegir íslenskir orð- hákar, en oftar en ekki er fyndnin og orðheppnin sprottin af sárri reynslu. Það er sjaldgæft að fá jafn- leiftrandi átakaverk úr amstri dagsins, verk sem í senn er mein- fyndið og dapurlegt, áleitið og satt.“ Hafíð er 85 bls. Fyrsti Konsómaðurinn sem tók trú - Berisha var að lokum beðinn um að segja frá dæmi um áhrif kristninnar á dæmigerða fjöl- skyldu í Eþíópíu. Ilann sagði að endalaust væri hægt að segja frá þessu efni, en honum væri e.t.v. hugstæðast dæmið frá fyrstu fjöl- skyldunni sem tók trú vegna starfs Felix Ólafssonar fyrir rúm- um þremur áratugum. „Heimilisfaðirinn í þessari fyrstu, kristnu fjölskyldu í Konsó heitir Berisha, eins og ég, en ætt- arnafn hans er Germo. Áður en þessi maður varð kristinn réði djöfullinn gersamlega lífi hans. Berisha þessi var sjálfur seiðmað- ur, og í hverri viku bruggaði hann mikið af áfengum drykk. Á föstudögum komu vinir hans, sem einnig voru seiðmenn, sam- an í kofanum. Þeir sátu alla helg- ina að drykkju og komust í trans, á vald illu andanna. Þetta leiddi iðulega til þess að þeir urðu allir veikir eftir helgarnar, og nafni minn varð oft hættulega sjúkur. Einnig gerði þetta að verkum að nafni minn eyddi öllum launum sínum og eigum í tengslum við þessar djöflasamkomur. Smám saman varð maðurinn haldinn ill- um anda á virkum dögum, auk þess sem helgarnar voru eins og áður sagði. Hann réði ekkert við athafnir sínar og hafði sjaldnast hugmynd um hvað hann aðhafð- ist í þessu ástandi. M.a. hafði hann mök við karlmenn, sem hann hafði þó aldrei getað hugs- að sér. Að lokum fór hann að langa til að fyrirfara sér. En hann heyrði um Jesúm Krist og ákvað að snúa sér til hans, í neyð sinni. Hann vildi gefa Jesúm líf sitt eftir að hann heyrði um veldi hans. Nú hefur líf þessa manns gjörbreyst fyrir löngu. Hann er nú vel metinn og fjárhagslega efnaður maður í sínu þorpi. Hann hefur öðlast frið. Þorpsbúarnir urðu skelfíngu lostnir Viðbrögð þorpsbúanna, þegar þeir heyrðu að Berisha þessi ætl- aði að gerast kristinn, voru dæmigerð. Þeir urðu skelfingu lostnir af ótta við hefnd illu and- anna. Þeir bjuggust ekki við að sjá hann á lífi næsta morgun, hann myndi örugglega deyja um nóttina. Morguninn eftir kom hann út í kofadyrnar, fullur gleði og endurnærður af innri friði. Kristniboðinn hafði hreinsað allt illt úr kofanum með fyrirbænum og ákalli til Drottins. Skurðgoð voru brennd og áhöld til vín- bruggunar eyðilögð. En eftir nokkurn tíma sá þorpsbúar að maðurinn lifði áfram við frið og farsæld sem aldrei fyrr. Þá tóku fleiri trú. Þannig blessaði Drott- inn starf Felix Ólafssonar og þeirra mörgu sem komu eftir hann. Ég vil að lokum þakka íslensku þjóðinn fyrir styrk þann sem hún hefur veitt kristniboðinu í Afríku og skora um leið á lands- menn að halda áfram að efla starfið, í Drottins nafni.“ NORÐLENDINGAR! VELJUM ÍSLENSKT SKÖPUM ATVINNU VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.