Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 6. nóvember 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson íþróttir um helgina: Badmmton, körfubolti og blak ber hæst Nóg er um að vera í íþróttalífi norðanlands um þessa helgi. Á dagskrá eru bikarleikir í körfu- bolta, unglingameistaramót TBA í badminton fer fram í höllinni og í KA-húsinu verður blakið allsráðandi. Pórsarar keppa í kvöld við Bolvíkinga í bikarkeppni KKÍ. Bæði liðin keppa í 1. deild en hafa ekki tekist á í deildinni til þessa. Þórsarar eru taplausir í vetur, bæði í deild og bikar og ætla sér án efa sigur. Bolvíking- um hefur ekki gengið eins vel en leikir í bikarkeppni eru ávallt nokkuð frábrugðnir deildarleikj- um og því er best að spyrja að leikslokum. UFA mun á morgun etja kappi við B-lið Grindvíkinga og fer leikurinn fram fyrir sunnan. Hið leikreynda lið UFA stefnir óhikað á 2. umferð og því mega Grindvíkingar vara sig. í KA-húsinu verður mikið um að vera. Á morgun kl. 13.30 hefst þar íslandsmót í blaki fyrir 2. og 3. flokk karla og kvenna. AIls hafa 23 lið skráð sig til keppni og koma þau víða að. KA teflir fram sterkum liðum og einnig eiga flest hin 1. deildar félögin þar sína fulltrúa. Leiknir verða 55 leikir og munu úrslit skýrast seinni partinn á sunnudag. í>á má í lokin minnast á unglinga- meistaramót TBA í badminton sem haldið verður í íþróttahöll- inni á morgun og á sunnudaginn. Þar verða sýnd glæsileg tilþrif ef að líkum lætur. Bíkarkeppnm í handbolta Dregið hefur verið í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Lið KA mun halda til Hafnar- fjarðar og keppa við 2. deildar lið Iþróttafélags Hafnarfjarðar. KÁ ætti því að eiga góða möguleika á að komast áfram í keppninni. Allir leikirnir verða spilaðir sunnudaginn 22. nóvember. En þessi lið munu leika saman: Fram b-Haukar Ármann b-Valur ÍH-KA UMFA-V íkingur ÍR-ÍBV UBK-Fram Selfoss-HK ÍR b-Grótta I/tok Race verður að kljást við sóknarmenn ÍH 22. nóvember. Þórsarar keppa í bikarkeppninni í körfubolta í kvöld en UFA heldur suður yfir lieiðar. Eurotips: Enginn fékk þann stóra Nú eru úrslitin Ijós á síðasta Eurotipsseðlinum. Eins og spáð var fór potturinn yfir 30 milljónir. Hins vegar náði eng- inn 14 leikjum réttum. Samkvæmt reglunum er því 1. vinningi skipt í jöfnu hlutfalli á þá sem voru með 13, 12 og 11 rétta. Er það einungis framlag íslenskra „tippara" í pottinn stóra sem deilist niður hérlendis, en sem kunnugt er var 1. vinning- ur sameiginlegur hjá íslending- um, Svíum, Dönum og Austur- ríkismönnum. Hér á landi komu fram 3 raðir með 13 réttum og Fatlað íþróttafólk hefur ó þessu ári náð glæsilegri árangri en nokkru sinni fyr. Á Ólympíumótunum á Spáni stóð íþróttafólkið sig framar björtustu vonum og var landi og þjóð til miklis sóma. Þessi mynd var tekin við heimkomuna frá Madrid af Akureyringunum Aðalsteini Friðjónssyni og Stefáni Thorarensen. Á milli þeirra stendur fararstjórinn Stefán Pálmason. helgariimar BADMINTON: Unglingameistaramót TBA íþróttahöll 7.-8. nóv. BLAK: íslandsmót: 2. og 3.11. karla og kvenna. KA-hús 7.-8. nóv. KÖRFUBOLTI: Bikarkeppni: Föstudagur: l'ór-Bolungarvík Laugardagur: Grindavík b-UFA Úrvalsdeild: Sunnudagur: KR-Tindastóll kl. 20.30 kl. 16,00 kl. 20.00 Kærumál í 3. deild: Grótta mun áfrýja Enn virðast úrslitin í 3. deild- inni í knattspyrnu ekki vera ráðin. Eins og fram hefur komið komst Þróttur Neskaupstað upp í 2. deild á kostnað Gróttu þegar dómstóll KSÍ ákvað að láta úrslit- in í leik Þróttar og Völsungs standa. Steinn Jónsson, formað- ur knattspyrnudeildar Gróttu, sagði í samtali við Dag að þeir hefðu í hyggju að áfrýja málinu til dómstóls ÍSÍ, eða í það minnsta láta á það reyna hvort þeir gætu áfrýjað þrátt fyrir að vera ekki aðilar að málinu. „Okkur sýnist að verið sé að fara framhjá reglum en við höfum staðið í þeirri trú gegnum árin að leikskýrslan segði til um hverjir væru þátttakendur í ákveðnum leik og hverjir ekki,“ sagði Steinn. Grótta hefur frest fram í miðja næst viku til að áfrýja mál- inu verði það niðurstaðan. gefur hver um sig 354.890. Með 12 rétta voru 49 og fá þeir 21.170 og 415 raðir komu fram með 11 réttum leikjum. Hver röð gefur 2.500. Þátttaka í Eurotips var ekki eins mikil og vonast var til en þó tóku menn við sér þegar stóri potturinn var í veði. Blak 1. deild karla Urslit: HK-Stjaman Staðan: HK ÍS Stjarnan Þróttur R KA Þróttur N 3:0 6 5 1 306:239 16: 7 5 4 1 275:190 13: 7 5 4 1 226:186 12: 6 5 3 2 277:243 11: 9 5 05 259:333 9:15 6 0 6 131:133 1:18 Stigahæstir: Bjarni Þórhallsson, KA 42 Þorvarður Sigfússon, ÍS 42 Stefán Sigurðsson, HK 36 Magnús Aðalsteinsson, KA 35 Gottskálk Gissurarson, Stjörnunni 33 Karl Sigurðsson, HK 33 Stefán Magnússon, KA 33 1. deild kvenna Staðan: ÍS 4 3 1 154:131 10: 5 Vfldngur 3 3 0 196:143 9: 5 HK 4 2 2 177:175 7: 8 KA 312 154:131 5: 6 Þróttur N 4 0 4 114:137 5:12 Stigahæstar: Oddný Erlendsdóttir, Vfldngi 33 Jóhanna Kristjánsd., Vfldngi 28 Eva Helgadóttir, HK 23 Helga Gísladóttir, HK 22 Særún Jóhannsdóttir, Víkingi 21 Jasna Popovic, KA 13 2. deild kvenna Staðan: Völsungur 3 3 0 135: 54 9:0 Þróttur R 3 2 1133:119 6:5 Sindri 3 1 2 135:158 5:7 Þróttur N 3 03 76:148 1:9 Sambandsþing íþróttasambands fatlaðra: Starfsemm verður sífellt umfangsmeiri Dagana 30. október til 1. nóvember var 6. sambands- þing íþróttasambands fatlaðra haldið á Hótel Örk í Hvera- gerði. Þingið var fjölmennt og sótt af aðildarfélögum ÍF víða að af landinu. Áhersla hefur verið lögð á að halda sambandsþing ÍF utan höfuðborgarsvæðisins. Frá síð- asta sambandsþingi hafa 3 ný íþróttafélög fatlaðra bæst í hópinn. Gróska á Sauðárkróki, Nes í Keflavík og Fjörður í Hafn- arfirði. Auk þess sóttu fulltrúar bocciadeildar Völsungs þing ÍF í fyrsta skipti. Starfsemi íþrótta- sambands fatlaðra verður sífellt umfangsmeiri. Mörg mál voru í brennidepli á þinginu og m.a. hin mikla fjárþörf sem skapast hefur vegna fjölgunar iðkenda og hraðrar þróunar á málefnum varðandi íþróttir fatlaðra. í kvöldverðarhófi var Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra sæmd gullmerki ÍF fyrir áralang- an stuðning við starfsemi ÍF og málefni fatlaðra á íslandi. Körfubolti Bikarkeppni Þór-Bolungarvík í Höllinni í kvöld, föstudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Áfram Þór! Athugið! Engin skírteini gilda á bikarleiki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.