Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. nóvember 1992 - DAGUR - 13 Minning_______________________________ Ásgeir Pétur Siguijónsson Fæddur 30. desember 1905 - Dáinn 2. september 1992 Fram að 1932 hafði aðeins einn fastur kennari verið við Barna- skóla Dalvíkur. En þá var ákveð- ið að bæta öðrum við. Þessa nýju stöðu hlaut Ásgeir Pétur Sigur- jónsson. Ég hafði kennt við skól- ann í nokkur ár. Sannarlega var ég ánægður með breytinguna, hennar var mikil þörf. Um haust- ið, þegar leið að skólasetningu, beið ég með óþreyju eftir að sjá nýja kennarann. Hvernig skyldi hann líta út? Og hvernig ætli samstarf okkar verði? Svo hitt- umst við og ég mætti lágum og grannvöxnum manni, fríðum og glaðlegum, sem vakti strax traust mitt, ekki síst vegna prúðmann- legrar framkomu. Ásgeir Pétur Sigjónsson, sem breytist í Sigurjónsson hér fyrir norðan, að hans eigin vilja, var fæddur 30. desember 1905 að bænum Fornustekkum í Horna- firði. Hjónin Sigjón Pétursson og Ingibjörg Gísladóttir voru for- eldrar hans. Börn þeirra voru átta. Ásgeir var yngstur. Öll eru þau látin. Tvær systur Ásgeirs fluttust til Eyjafjarðar, Ástríður húsfreyja á Ákureyri og Sólveig húsmóðir á Þrastarhóli í Möðru- vallasókn. Henni kynntist ég lítil- Mýjar bækur_______________ Kynjaber Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Kynjaber eftir enska rit- höfundinn Jeanette Winterson. Bókin er gefin út í ritröðinni Syrtlum. Söguhetjurnar, Jórdan og Hunda- konan, eru nokkurs konar mæðgin og þau skiptast á að segja frá þeim furðum sem á daga þeirra drífa. Baksviðið er England 17. aldar. Borgarastríð geisar og plágur herja á mannfólkið, en frásögnin bindur sig hvorki tímabilinu né sagnfræð- inni því Jórdan og Hundakonan eru ekki nema að hluta til af þessum heimi - hún þessi gríðarmikla skessa ógurlegri en nokkur annar, hann sæfarinn sem ferðast um ósýnileg höf til staða sem hvergi eru til nema í ólmu ímyndunarafli. Áður hefur komið út á íslensku skáldsagan Ástríðan eftir sama höfund. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi bók- ina sem er 182 blaðsíður. f kvöld, föstudagskvöld, stendur Félagsstarf aldraðra á Akureyri fyrir fyrstu dansskemmtuninni í félags- miðstöðinni Víðilundi. Að venju verður lifandi tónlist. Auk dansins Stórholt sýnir ’93-árgerðina af Toyotu Um helgina verður bílasalan Stór- holt að Óseyri 4 á Akureyri með sýningu á flestum gerðum af Toyota, árgerð 1993, bæði fólksbílum og jeppum. Á sýningunni verður boðið upp á reynsluakstur á nýju Coroll- unni og Carinunni. Gestum verður boðið upp á veitingar frá Coka Cola, Maarud og Kristjánsbakaríi. Opið verður bæði á morgun og sunnudag kl. 13 til 17. Aktu eins oq þú vilt cgZ- að aðrir aki! m IUMFEROAR IKUM EINS OG MENN' Qp qÁD lega og tel að þar hafi farið mæt kona. Ekkert veit ég um æsku og uppvöxt Ásgeirs. Tel að hann hafi átt glaða ungdómsdaga og uppeldið verið gott og hollt hjá foreldrunum. Rúmlega tvítugur sest Ásgeir í Gagnfræðaskóla Akureyrar og tekur gagnfræðapróf 1929. Vorið 1932 lýkur hann námi í Kennara- skóla Islands og um haustið hlaut hann kennarastöðu á Dalvík, eins og fyrr er sagt. Þar vann hann sitt merka ævistarf. í 43 ár var hann fræðari og félagi barn- anna á Dalvík, einnig kenndi hann í unglingaskólanum mörg ár að hluta. Á milli veru okkar Ásgeirs í Kennaraskólanum voru níu ár. Ásgeir kom því með smávegis nýjungar, sem skólanum kom að haldi. Samvinna okkar Ásgeirs varð strax með ágætum og hélst svo þau ellefu ár, sem við vorum samkennarar. Það var ekki síst lipurð, góðvild og samhug Ás- geirs að þakka. Það bar aldrei skugga á okkar samstarf. Ef til vill hjálpaði það, að ekki var langt bil á milli skoðana og hugs- unarháttar okkar í skólamálum. Ásgeir var góður kennari, býsna fjölhæfur, söngvinn og handlaginn. Þá var hann smekk- vís og vandvirkur. Allur frágang- ur nemenda hans á störfum þeirra var með snyrtibrag. Þó að Ásgeiri tækist kennsla vel hjá öll- um aldursflokkum, þá held ég að honum hafi tekist best að kenna yngri börnum. Hjá þeim var hann í essinu sínu. Hugsað var um það eitt að veita leiðbeiningar og hjálp. Hann var félagi þeirra, glaður og ljúfur og börnin höfðu miklar mætur á honum. Ásgeir var slyngur að fá nemendur til að vinna ýmiss störf í þágu skólans. Kom það best í ljós í sambandi við aðalskemmtun skólans. Þar sýndu börnin leikþætti, skraut- sýningar, lásu upp og fleira. Þetta hafði Ásgeir undirbúið. Og mik- inn tíma hefur hann lagt þarna fram. En hann var líka fús til hjálpar, hvenær sem skólinn þurfti einhvers með og það var á valdi Ásgeirs að bæta úr. Ásgeir var sérstakur vinur æskunnar og verða ýmsar uppákomur og kaffi- hlaðborð. KaffiMaðborð á Englmýri á sunnudag Boðið verður upp á kaffihlaðborð í Gistiheimilinu Engimýri í Öxnadal á sunnudag. Verð kr. 500. Forsvars- menn Gistiheimilisins minna á að hægt sé að taka á móti fjölskyldu- samkomum, árshátíðum og fundum fyrir u.þ.b. 40 manns. Gisting er fyr- ir allt að 20 manns. Bridds í Dynheimum Svokallað Dynheimabridds verður á sínum stað í Dynheimum á Akureyri nk. sunnudagskvöld kl. 19.30. Góð verðlaun eru í boði og eru gefin bronsstig. Þá er rétt að minna á Kvennabridds í Dynheimum nk. mánudagskvöld, en það er spilað hálfsmánaðarlega. vann ýmislegt á hennar vegum utan skólans. Sannarlega var Ás- geir æskulýðsleiðtogi Dalvíkinga langa tíð. Ásgeir gegndi margskonar störfum auk kennslunnar. Snemma gekk hann í Ungmenna- félag Svarfdæla. Varð hann þar ágætur liðsmaður og um skeið rit- ari félagsins. Hann sat lengi í skattanefnd og síðar umboðsmað- ur skattstjóra. Þá sat hann í stjórn Sjúkrasamlags Svarfdæla og Byggingarfélags verkamanna á Dalvík. A sumrum vann Ásgeir við síldarsöltun á meðan hún var við líði. Þá var byggingarvinna og margt annað, sem lagt var hönd á. Ásgeir var maður gróðurs og lifandi náttúru. Hann hafði næmt auga fyrir fegurð landsins og dásemdum þess, enda hafði hann alist upp á svæði, sem á yfir að ráða stórbrotnara og fegurra landslagi en víða annars staðar og þangað leitaði hugurinn víst oft. Ásgeir var alla tíð hógvær og hæverskur. Hann ýtti sér aldrei fram fyrir aðra. Þá var snyrti- mennska hans áberandi. Hýrleiki hans og geðgæði voru ljós. Hann skipti örsjaldan skapi. En kæmi það fyrir stóð af honum talsverð- ur gustur, en fljótt lygndi og allt féll í ljúfa löð. Þó að Ásgeir væri alvörumaður fór hið broslega ekki framhjá honum. Hann ræddi um það og skemmti sér konung- lega. Ásgeir kvæntist 1938 Þórgunni Loftsdóttur frá Böggvisstöðum, mikilhæfri konu. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra eru tvö, Ingi- Leiðréttingar Dúkristuna sem birtist með Sálnaruski sr. Svavars A. Jóns- sonar í síðasta helgarblaði Dags gerði Sigurbjörg Gunnarsdóttir, nemandi í málunardeild Mynd- listaskólans á Akureyri, en nafn hennar misritaðist í blaðinu. Þá var Gunnar Þór fjallafari sagður Gunnarsson en hann er og hefur verið Guðmundsson. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Uppboð Framhald uppboðs á eftlrtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum miðvikudaginn 11. nóvember 1992, á neðangreindum tímum: Aðalgata 6, Árskógshreppi, þingl. eig. Sigurhanna Vilhjálmsdóttir og Steindór Davíðsson, gerðarbeið- andi Húsbréfadeild Húsnæðisst. ríkisins, kl. 10.00. Eyrarlandsvegur 12, efri hæð, Akur- eyri, þingl. eig. Karl Sigurðsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissj. trésmiða, kl. 15.30. Eyrarlandsvegur 3, efri hæð, Akur- eyri, þingl. eig. Borghildur Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðandi Hákon Guðmundsson, kl. 13.30. Gránufélagsgata 41 a, Akureyri, þingl eig. Arnar Ingvason og Anna E. Hreiðarsdóttir, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf., kl. 14.00. Oddeyrargata 10, suðurhluti, Akur- eyri, gerðarþoli Álfhildur Pálsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Akur- eyrar og Arnarneshrepps, kl. 14.30. Stekkjargerði 14, Akureyri, þingl. eig. Þorsteinn Thorlacíus og Guðný Jónasdóttir, gerðakrbeiðandi inn- heimtumaður ríkissjóðs, kl. 15.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 3. nóvember 1992. Hvað ER AÐ GERAST? Dansskemmtun fyrir aldraða í Víðilundi björg, gift Stefáni Jónssyni, skrif- stofumanni á Dalvfk, þau eiga fjóra drengi, og Ásgeir Pétur, héraðsdómari á Akureyri. Ásgeir andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 2. sept- ember, eftir skamma legu. Þá er hann horfinn, þessi iðju- sami, ljúfi og heiðarlegi drengur. En minningin lifir. Ég þakka honum af öllu hjarta aðstoð og samstarf þau ár, sem við vorum samkennarar og fyrir vináttu, sem ekki brást. Ég votta ástvinum hans samúð mína. „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir.“ Helgi Símonarson. Laugardagskvöldið 7. nóvember. Vegna einkasamkvæmis verður lokað fyrir matargesti. Selt inn á dansleik eftir kl. 23.00. ROKKBANDIÐ leikur fyrir dansi. Sunnudagsveisla á Súlnabergi. Súpa, reykt grísalæri með rauðvínssósu og/eða lambalæri Bearnaise. Þú velur meðlætið, salatið og sósurnar og endar þetta á glæsilegu deserthlaðborði. Allt þetta fyrir aðeins kr. 1.050,- Frítt fyrir börn 0-6 ára, 1A gjald fyrir 7-12 ára. mi Aðalfundur framsóknarfélaga í Eyjafjarðarsveit verður haldinn sunnudaginn 8. nóv. nk. í Sólgarði kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmis- og flokksþing. Sameining félaga. Önnur mál. Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður mætir á fundinn. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. it [ tilefni andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR BENEDIKTSDÓTTUR, frá Braut, Húsavík, viljum við þakka öllum þeim mörgu, nær og fjær, sem sýndu okkur hlýhug og henni virðingu með nærveru sinni, blómum og kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.