Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 06.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 6. nóvember 1992 Övægni Óvægni er stór þáttur í daglegri hegðun okkar, ef við teljum okk- ur hafa hag af í einhverri mynd. Þetta kemur víða fram í sam- skiptum okkar hvort við annað; í umferðinni og víða annars staðar þar sem fólk kemur saman til við- skipta eða skemmtunar. Aldrei að víkja! Að gefa eftir virðist vekja hjá okkur einhvern ótta um að við séum að missa af einhverju, jafn- vel að við séum að brjóta odd af oflæti okkar og stolti. Þegar ég er í umferðinni og sé menn gera afglöp af einhverju tagi, þá finnst mér eins og ég sé að horfa í spegil. Þannig er þetta, það þarf ekki annað en að horfa á aðra, þá sér maður sín eigin afglöp í umferðinni. Við erum í raun stórhættuleg í umferðinni vegna Brynjólfur Brynjólfsson. Óvægin einkaafnot af gangstétt. Takið eftir skiltum á staurnum. Ðúasala! Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur árgerðir ’89-’92 á söluskrá. Ath. 80% afsláttur af sölulaunum á l)íluin sem standa hjá okkur. Bílasala Norðurlands Srnil 21213 þessa eðlisþáttar okkar. Við ökum á miklum hraða og sveigj- um sitt á hvað milli akreina af ótta við að aðrir verði á undan okkur. Að gefa stefnuljós í umferðinni til merkis um ak- reinaskipti getur allt eins þýtt að bifreiðin sem er næst þér færi sig nær, svona til að tryggja að þú farir ekki fram úr. Áróður og tilmæli yfirvalda til okkar í umferðinni hrína ekki á okkur vegna óvægni. Umferða- skilti og það sem þau standa fyrir er eitthvað fyrir aðra, en ekki mig, smákónginn. Arkitektar teikna fyrir okkur mannvirki ýmiss konar og verja svo þessi hugverk sín með slíkri óvægni að hinn venjulegi maður skilur ekki tilganginn. Oft kemur í ljós við notkun mannvirkjanna að nota- gildi þeirra yrði meira og betra ef ákveðin breyting yrði gerð á þeim. Það er ekki auðsótt mál, jafnvel ekki í gegnum dómstóla. Óvægin viðbrögð Fiskifræðingar hafa á hverju ári komið með upplýsingar um hvað skynsamlegt sé að veiða mikinn fisk. Viðbrögð útgerðarmanna, sjómanna og stjórnmálamanna hafa verið óvægin í garð fiski- fræðinganna. Þeir hafa efast um hæfni þeirra til þessa að meta ástandið og ekki talið ástæðu til að fara eftir ráðum þeirra. Afleiðingin er alþjóð kunn. Lögreglan er í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn okkur til öryggis og hjálpar; okkur dettur lögreglan fyrst í hug ef við lend- um í einhverri vá. Samt eru það lögreglumennirnir, sem mest verða fyrir þessari óvægni okkar og er sumt í framkomu okkar við þá ótrúlegt - og eins og sagan sýnir, þeim stórhættuleg. Skynsamari en börnin? Fuglaáhugamenn hafa haft uppi tilmæli til skotveiðimanna um að , hlífa rjúpunni við veiði þennan vetur, vegna þess hvernig varpið fór í sumar í norðanáhlaupi sem gerði á varptímanum. Augljóst ætti að vera, jafnvel skotveiði- manni, að ef ekki er veidd rjúpa í vetur, þá koma fleiri rjúpur til varps næsta sumar. Það mundi koma veiðimönnum til góða næsta vetur. En hér eru það óvægnin og eðli veiðimannsins sem fléttast saman og því er ekki hægt að verða við þessum tilmæl- um. Norðlendingar - Ferðafólk Opið alla daga frá kl. 10.00 til 22.00 Verið velkomin Veitingaskálinn Brú Hrútafirði Þungavinnuvélum bæjarins ásamt einkabílum lagt á grasið. Myndir: Brynjólfur Brynjólfsson Það eru líka þessir eðlisþættir samtvinnaðir sem hafa eytt hinum eiginlega hrygningarstofni þorsks við ísland. Þessi þáttur gerir snemma vart við sig í okkur. Það sjáum við ef við horfum á börn að leik. Oft getur fullorðið fólk orðið hissa á óvægni barna hvert við annað en þarna er verið að horfa í hinn eilífa spegil lífsins. Þarna er á ferðinni það sama og við höfum í frammi hvert við annað þótt við þykjumst skynsamari en börnin. Ákvaröanir stjórnvalda Ýmsar ákvarðanir stjórnvalda bera keim af þessum þætti í eðli okkar. Þar nefni ég til aðstöðu- gjald sem lagt er á fyrirtæki. Það skal greitt hvort sem fyrirtæki hefur hagnast eða tapað fé. Aug- ljós hlýtur að vera sú óvægni sem fólgin er í þessum skatti. Ýmislegt í umhverfi okkar er ætlað til sameiginlegra nota, til öryggis eða ánægju. Óvægni er oft mikil í notkun á þessu, t.d. gangstéttum og grasflötum. Ég læt fylgja hér með tvær myndir sem sýna þetta mjög vel. Það sem mér þykir verst við aðra myndina er þátttaka bæjarstarfsmanna í athæfinu. Taktar Kára bónda í Garði Nýjasta óvægnin, og sú sem er efst á baugi í dag, eru smákónga- taktar Kára bónda í Garði. Ég undrast þá aðdáun sem þetta uppátæki hans hefur hlotið. Við erum skammsýnir, íslendingar, ef við sjáum ekkert nema gott við þetta. Hverjir eru þessir milliliðir sem Kári bóndi og viðskipta- menn hans eru að forðast? Það er fátækt láglaunafólk í kjötvinnslu- stöðvum og verslunum, sem sagt þeir sem vinna hin ýmsu störf í landinu. Við erum öll skyldug til að leggja okkar af mörkum svo eðlileg vinna haldist í landinu. Ég sé ekkert sniðugt við þetta hvern- ig sem á það er litið. Það er séreinkenni á þessum eiginleika okkar að við finnum hann mjög auðveldlega í fari annarra, en ekki í okkar eigin. Brynjólfur Brynjólfsson. Höfundur er matreiðslumeistari á Akur- eyri. Helgi Sæmundsson, ritstjóri, Sigfús Halldórsson, tónskáld og Bragi Þórðar- SOn Útgefandi. Ljósm.: Árni Guðmundsson. Ljóðasafii VilhjáJms frá Skáholtí komið út Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér bókina „Rósir í mjöll“, ljóðasafn Vilhjálms frá Skáholti. Vilhjálmur frá Skáholti (1907- 1963) var uppreisnarmaður og byltingarsinni í nýstárlegum og eftirtektarverðum skáldskap á örlagaríkum tíma. „Rósir í mjöll“ er heildarsafn ljóða skáldsins og hefur að geyma allar fjórar bækur þess: Næturljóð (1931), Vort daglega brauð (1935 og 1950), Sól og menn (1948) og Blóð og vín (1957). „Rósir í mjöll er táknrænt og skáldlegt heiti og réttnefni um kvæði Vilhjálms frá Skáholti. Hann gróðursetti blóm í köldum reit. Oft næddi líka um manninn og skáldið, en Vilhjálmur barði sér stundum til hita,“ segir í frétt frá Hörpuútgáfunni um útkomu bókarinnar. Helgi Sæmundsson bjó kvæðin til prentunar og reit inngang að bókinni um ævi og sérstöðu Vil- hjálms frá Skáholti. Sigfús Hall- dórsson myndskreytti bókina. Rósir í mjöll er 208 blaðsíður að stærð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.