Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 5
B Fimmtudagur 12. nóvember 1992 - DAGUR - 5 Siðlaus innheimtuaðferð Hitaveitu Akureyrar - athugasemd frá Neytendafélagi Akureyrar og nágrennis Vegna athugasemda hitaveitu- stjóra í Degi í gær, vil ég upplýsa eftirfarandi: 1. Hitaveitan hefur tekið á móti greiðslum frá fjölskyldunum tveim vegna notkunar þeirra á kranavatni, þær greiðslur hafa numið um 20% af heildarreikn- ingnum. Með því hefur Hitaveit- an viðurkennt áætlað notkunar- hlutfall þeirra og tekið við greiðslum í samræmi við það. 2. í sumar lokaði Hitaveitan ekki fyrir kranavatnið hjá barna- fjölskyldunum tveim, vegna þess að hún taldi líkur á að hún næði að innheimta skuld hjá þáverandi eigendum íbúðarinnar sem hituð var með hitaveituvatninu, en hún notar um 80% vatnsins og var sú eina sem ekki hafði staðið í skilum. (Hinar tvær fjölskyldurn- ar borguðu sinn hlut beint til Hitaveitunnar eins og fyrr er getið.) Síðan er íbúðin seld, þeg- ar Hitaveitan fréttir að íbúðin hafi komist í hendur manns sem Farðu rétt með, Bjöm Björn S. Stefánsson sendi mér skeyti hér í Degi nú í vikunni og raunar annað í Víkingnum í vik- unni sem leið. Bæði skeytin taldi Björn mig hafa verðskuldað vegna pistla sem ég skrifa í Vík- inginn undir heitinu Markaðs- fréttir. Því miður fjallar hvorugt skeytið um það sem mér lá á hjarta í þessum skrifum, en ég ætla samt að svara þeim nokkrum orðum. í Degi heldur Björn því fram að það sé rangt hjá mér að aðild íslands að Evrópsku efnahags- svæði sé forsenda þess að fisk- réttaverksmiðja sú sem verið er að huga að á Dalvík geti orðið samkeppnisfær á helsta markaðs- svæðinu sem eru ríki Evrópu- bandalagsins. Þetta er nú samt rétt hjá mér. Pað er vissulega rétt hjá Birni að núverandi framleiðsla frysti- hússins á Dalvík - svonefndar smápakkningar sem fara beint til neytenda - er tollfrjáls sam- kvæmt samkomulagi Islands og EB frá 1976. Það samkomulag nær hins vegar ekki til þeirrar framleiðslu sem fyrirhuguð er í fiskréttaverksmiðjunni. Þar er ætlunin að framleiða fiskrétti sem innihalda fleira en fisk, svo sem brauðrasp og sósur ýmiss konar. Slíkir réttir bera nú tolla í EB- ríkjum, komi þeir frá löndum utan EB, en verða tollfrjálsir inn- an EES. Enda er verksmiðjan hugsuð sem svar Dalvíkinga við EES. í Víkingnum er Björn óánægð- ur með skoðanir mínar á stóru sölusamtökunum sem bera ægis- hjálm yfir íslenskan sjávarútveg: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda og íslenskar sjávaraf- Þröstur Haraldsson. urðir. Er á honum að skilja að þessi samtök séu okkar eina von í þeirri grimmu samkeppni sem iðkuð er innnan EB og EES. Raunar var ég ekki að ræða þessa hlið á sölusamtökunum. Það sem ég var að segja - og margir aðrir hafa svo sem sagt á undan mér - var að íslenskur sjávarútvegur á við margan drag- bítinn að etja. Þar fara fremstir þeir sem ríghalda í óbreytt ástand og skipulag á veiðum, vinnslu og sölumálum íslenskra sjávarafurða. Með því eru þeir ekki að hugsa um þjóðarhag heldur fyrst og fremst að verja eigin skammtímahagsmuni. Þessi öfl standa eins og þverbitar gegn öllum nýjungum sem til framfara horfa og boðberum þeirra. Því miður hefur þeim í þeirri við- leitni sinni liðist að beita fyrir sig ýmsum valdapóstum, ekki síst Ferð á Smithííeld-land- búnaðarsýmnguna Bændaferðir hjá Stéttarsambandi bænda og Samvinnuferðir/Land- sýn hafa með sér samstarf um skipulagningu ferðar á Smithfield- sýninguna í Lundúnum 30. nóv- ember nk. Ferðatilhögun verður eftirfar- andi: Flogið verður með leiguflugi til Dyflinnar sunnudaginn 29. nóv- ember, þar verður gist næstu fjórar nætur á Burlington hótel- inu. Snemma morguns mánudag- inn 30. nóvember verður flogið til Lundúna í áætlunarflugi frá Dyfhnni með þann hóp, sem hef- ur áhuga á að skoða sýninguna. Þar verður dvalið allan daginn en um kvöldið verður flogið til baka til Dyflinnar. Ef einhverjir hafa áhuga á að dvelja lengur í Lundúnum en þennan eina dag, þá verður útveguð gisting í Lundúnum eina eða tvær nætur og flogið til baka til Dyflinnar á þriðjudegi eða miðvikudegi. Far- ið verður til baka til íslands frá Dyflinni fimmtudaginn 3. des- ember. Heildarkostnaður á mann fyrir þá sem ætla á sýninguna er kr. 35.000 ef gist er allar nætur í Dyflinni. Inni í þessari upphæð eru allir skattar og gjöld. Þeir þátttakendur sem ætla að dvelja allan tímann í Dyflinni greiða kr. 8.000 minna. Fararstjóri á Smithfieldsýning- una verður Agnar Guðnason. Nánari upplýsingar veita Agn- ar og Halldóra hjá Stéttarsam- bandi bænda í síma 19200 eða starfsfólk á skrifstofu Samvinnu- ferða. stóru sölusamtökunum. Með þessu er ég ekki að segja að það beri að leggja þau niður. Þau geta starfað áfram, en aðrir verða líka að fá að spreyta sig. . Það er mín skoðun að því fyrr sem við losum um þau tök sem þessi fámenni en valdamikli hóp- ur hefur á íslensku þjóðlífi, þeim mun betra. Og ef hjálpin til þess kemur að utan í formi EES eða annarra tíðinda - þá er það bara hið besta mál. Að öðru leyti ætla ég hvorki að taka afstöðu með né á móti aðild íslands að EES. Vil bara hvetja til þess að menn skoði þann samning sem fyrir liggur af öfga- og óttaleysi. Trúboð hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Þröstur Haraldsson. Höfundur er blaðamaöur á Dalvík. Vilhjálmur Ingi Arnason. þekktur er af öðru en að greiða skilmerkilega skuldir sínar, snýr hún skyndilega við blaðinu og byrjar að beita barnafjölskyldun- um fyrir sig með því að loka fyrir kranavatnið til þeirra og láta þær þrýsta á nýja íbúðareigandann vegna hans skulda. Þessi maður borgar ekkert eins og Hitaveituna grunaði, og lætur íbúðina bara standa ónotaða. 3. Hitaveitan bauð barnafjöl- skyldunum að útvega þeim skuldabréf til að þær gætu greitt upp skuld óreiðumannsins. Þetta var engin gjöf eða vinargreiði, því fjölskyldurnar áttu sjálfar að bera alla áhættu og kostnað af skuldinni og þeim fjárnáms- og uppboðsaðgerðum sem í kjölfar- ið þurftu að fylgja. (Allir vita hvað það kostar að fá sér lög- fræðing til að reka slík mál fyrir sig, mánuðum eða árum saman.) Ef fjölskyldurnar gengju að þess- um skilyrðum fengju þær aftur kranavatnið sem þær höfðu allan tímann borgað fyrir samkvæmt áætlun Hitaveitunnar sjálfrar. 4. Barnafjölskyldurnar eru í dag búnar að vera kranavatns- lausar í einn mánuð, þær voru búnar að leita til opinberra aðila um hjálp í vanda sínum, en án árangurs. Neytendafélagið hafði samband við Hitaveituna, en þar voru fyrir lagabókstafurinn og stálin stinn og engin tilhliðrun í sjónmáli, þess vegna ákvað ég að gera málið opinbert. 5. Þegar hitaveitustjóri hafði veður af því að ég ætlaði að beita mér í þessu máli, hótaði hann fólkinu því, að ef þetta yrði gert opinbert þá myndu þau sjálf fá að kenna á því með enn harðari að- gerðum. Þau komu að sjálfsögðu óttaslegin til mín og vildu að mál- ið yrði stöðvað, en það var orðið of seint, greinin var farin til fjöl- miðla. Ég bjóst ekki við því að hita- veitustjóri myndi staðfesta hót- anir sínar opinberlega, en sið- ferðið ríður greinilega við ein- teyming hjá honum, því í Degi í gær skrifar hann um að Neyt- endafélagið eigi að vinna neyt- endum raunverulegt gagn „/ stað þess að hleypa málinu í enn harð- ari hnút en fyrir var“. Þarna leggur hann það skýrt og skorinort á borðið, að málið sé komið í enn harðari hnút en fyrir var, og þeir sem líða fyrir það eru að sjálfsögðu barnafjölskyldurn- ar. Ég ítreka áskorun mína til bæjarstjórnarinnar, um að stöðva siðleysið, og ávíta hitaveitustjóra fyrir að vera að ógna saklausu fólki. Látið barnafjölskyldurnar fá aftur kranavatnið sitt sem þær hafa alltaf borgað fyrir, á meðan verið er að innheimta hjá hinum raunverulega skuldara. Fyrir hönd Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, Vilhjálmur Ingi Árnason. ssf.x. * «•"“ Br'° pr.m_,-----------------fyrirtskja til aí panta tiraanlega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.