Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, fimmtudagur 12. nóvember 1992 216. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Tjörnes og Húsavík: Allt á kafi í snjó - snjóruðningstæki Húsavíkurbæjar ekki viðbúin slíku vetrarveðri Það fór að snjóa á Húsavík í fyrradag og í gærmorgun var orðið illfært um flestar götur nema fyrir drifmikla bfla. Sunnan við Húsavíkurbæ var lítill snjór og fljótgert að hreinsa af vegum. Lítill snjór var á Kísilvegi en ófært austur yfir öræfin. Mikill snjór var á Tjömesi og vonskuveður. Heffll fór norður í Auðbjargarstaði en það j>erði ófært svo til strax aftur. I Kelduhverfi fór strax að draga úr snjómagninu og lítill snjór var þar fyrir austan. Snjóruðningstæki Húsavíkur- bæjar voru ekki viðbúin slíku vetrarveðri og nokkurn tíma tók að búa þau af stað til moksturs. Það snjóaði stanslaust á Húsavík í gær og síðdegis var snjórinn orðinn talsvert mikill. Nóg var að gera hjá lögreglu í gærdag við að aðstoða bifreiðaeigendur, hverra bílar voru fastir eða straumlausir. Lögreglunni var síðdegis í gær ekki kunnugt um að nein óhöpp hefðu orðið. „Pað er allt á kafi á Tjörnesi, veðrið var svo vont og mikill snjór að ómögulegt þótti að eiga við moksturinn. Sáralítið þurfti að moka sunnan við bæinn en það var fremur fúlt veður. Pað var ekki mikill snjór á Víkur- skarði en þar þurfti að hreinsa öðru hverju og þar var vonsku- veður. Það er allt meira og minna ófært í bænum, snjórinn er svo blautur að hann treðst og það verður fljúgandi hálka. Þetta er andstyggð, það er andstyggileg- asta sem maður fær að þurfa að eiga við svona snjó, hann er algjör viðbjóður, klessist niður og vont er að ná honum upp aftur. Sums staðar eru bílar á kafi,“ sagði Svavar Jónsson hjá Vegagerðinni. IM Kvikmyndin „Með allt á hreinu“ var sýnd á vegum Greifans á Togarabryggjunni sl. þriðjudagskvöld. Mynd: Robyn Auglýst skipulag af Krossaneshaga: Verður framtíðar atvinnusvæði Fyrsti snjómokstur vetrarins: Siglufjarðarvegur aðeins fær stórum bílum Ólafsfjarðarvegur frá Hámund- arstaðahálsi um Ólafsfjarðar- múla til Ólafsfjarðar var rudd- ur í gær, en nokkur snjókoma var á annesjum norðanlands í gær og fyrrinótt en í dag er reiknað með að veður lægi og verði jafnvel léttskýjað. Veg- urinn um Lágheiði er ófær. Nokkur snjókoma var á Öxna- dalsheiði, en sæmilegt færi fyrir alla bíla en gæti hafa versnað ef vind hefur hert. Vegna snjókomu og skafrennings var vegurinn til Siglufjarðar aðeins orðinn fær stórum bílum í gær og á Vatns- skarði og Holtavörðuheiði var hálka, snjókoma og skafrenning- ur, en vegna snjókomuspár fyrir síðustu nótt má búast við að færð hafi þar verulega spillst fyrir fólksbíla. GG Akureyrarbær hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi iðnað- arhverfis/svæðis fyrir almenna atvinnustarfsemi í Krossanes- haga. Annars vegar er auglýst tiliaga að heildarskipulagi fyrir allt svæðið og hins vegar til- laga að deiliskipulagi fyrsta áfanga þess. í tengslum við skipulag Krossaneshaga er auglýst tillaga að breytingu á legu væntanlegrar Síðubrautar norðan athafna- svæðis í Krossaneshaga og Krossa- nesbrautar austan sama svæðis. Umrætt skipulagssvæði, sem nefnt hefur verið Krossaneshagi, er austan Hörgárbrautar, norðan Starfslok bæjarstjórans í Ólafsfirði: Aðilar ekki sammála um hvaða starfssamnmgur gildir - stefnir í að málið komi til kasta lögfræðinga Á bæjarstjórnarfundi í Ólafs- firði i fyrrakvöld kom skýrt fram að ekki eru allir aðilar sammála um hver starfsloka- kjör Bjarna Grímssonar, frá- farandi bæjarstjóra, eigi að vera. Á fundinum krafðist minnihlutinn svara um hvort ágreiningur sé innan meirihlut- ans um þetta mál og hver kostnaður sé við starfslok Bjarna. Af svörunum má ráða að allt stefni í að lögfræðilega verði tekist á um þetta atriði en bæjarráðsmenn eru ekki sammála um hvort drög að starfssamningi við Bjarna Grímsson hafi hlotið samþykkt í bæjarráði eða ekki. Guðbjörn Arngrímsson, full- trúi minnihlutans í bæjarráði, sagði á fundinum að starfssamn- ingur við Bjarna hafi tvisvar komið fyrir í bæjarráði síðasta árið. Hann hafi ekki skilið annað en sá samningur hefði samþykki meirihlutamanna enda hefðu drög að samningnum verið gerð milli Óskars Þórs Sigurbjörns- sonar, forseta bæjarstjórnar, og Bjarna en Óskar Þór sat sem full- trúi í bæjarráði í fyrra skiptið sem drögin komu þar fyrir. Þau voru gerð sumarið 1990 en ekki lögð fyrir bæjarráð fyrr en í sept- ember 1991 og aftur í upphafi þessa árs eftir að Sigurður Björnsson tók þar sæti Óskars sem aðalmaður. Þorsteinn Ás- geirsson, hinn fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í bæjarráði, segir að á bæjarráðsfundinum í upphafi þessa árs hafi bæjarráð hafnað samningnum þar sem meirihlut- inn hefði ekki getað sætt sig við þau ákvæði að bæjarstjóri hefði 6 mánaða uppsagnarfrest og 6 mánaða biðlaun. Því sé litið svo á að fyrri samningur við Bjarna sé í gildi en hann hljóðaði upp á 3 mánaða uppsagnarfrest og 3 mánaða biðlaun. Bjarni Grímsson ítrekaði í gær fyrri ummæli sín í Degi um þetta mál og sagði skýrt af sinni hálfu að sá samningur sem gerður var á þessu kjörtímabili sé í gildi enda sé fráleitt að fyrri samningurinn geti verið í gildi nú þar sem hann hafi átt að renna út við síðustu kosningar. Bjarni sagðist í gær- dag ekki enn hafa heyrt frá meiri- hlutamönnum, honum hafi hvorki verið sent uppsagnarbréf né upp- lýsingar um hvernig starfslok sín verði en hann hafi óskað eftir þeim upplýsingum. Sé þannig að meirihlutinn ætli nú ekki að standa við þann samning sem Óskar gerði við hann í upphafi kjörtímabils og ekki fékk athuga- semd á fundi í bæjarráði fyrir ári muni hann leita til lögfræðings síns með það mál. JÓH Hlíðarbrautar og vestan og sunn- an við væntanlegu tengibrautirn- ar Krossanesbraut og Síðubraut. í greinargerð skipulagshöf- unda, sem eru Arkitektastofan Form, Akureyri, Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Akur- eyri og Teiknistofa Halldórs Jóhannssonar, Akureyri, kemur fram að á þessu svæði er gert ráð fyrir verslunar-, þjónustu- og iðn- aðarhúsnæði auk bygginga á svokölluðum lagersvæðum, en þar er gert ráð fyrir að t.d. bygg- ingaverktakar geti geymt mót, krana o.fl. þess háttar. Krossaneshagi er framtíðar atvinnusvæði bæjarins og því segja skipulagshöfundar að þurfi að bjóða upp á fjölbreytni og sveigjanleika í lóðaframboði. Þær lóðir sem áætlað er að verði á svæðinu eru af stærðinni 2500- 4000 m2, 4000-7000 m2, 7000- 10000 m2 og 10000-15000 m2. óþh Skortur á dagvistunar- rými á Sauðárkróki - fiöldi barna á biðlista Talsverð umræða varð um dag- vistunarmál á bæjarstjórnar- fundi á Sauðárkróki sl. þriðju- dag. Kom m.a. fram að 34 börn eldri en tveggja ára eru á biðlista hjá leikskólunum. í máli bæjarfulltrúanna kom fram að fyrir fáum árum hefði verið nóg pláss á leikskólum, en börnum fjölgaði jafnt og þétt og því er svo komið nú að fjöldi barna er á biðlista eftir dagvist- un. Varð nokkur umræða um viðbrögð við þessum upplýsing- um og hvort hægt hefði verið að fylgjast betur með þróun mála til að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapaðist. I athugun er hvort hægt sé að festa kaup á eldra húsnæði undir starfsemi leikskóla, en ljóst að það myndi einnig kosta mikið fé. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri bað fulltrúana að hafa í huga heildar- yfirsýn yfir útgjöld og fram- kvæmdir bæjarins, ekki væri hægt að gera allt í einu. Nefndi hann m.a. óskir um stækkun íþrótta- húss. Anna Kristín Gunnarsdótt- ir sagðist þeirrar skoðunar að málefni barna skyldu hafa for- gang fram yfir „tómstundagaman fullorðinna“. Herdís Sæmundar- dóttir kvaðst einnig hafa áhyggj- ur af vistun yngstu skólabarna eftir skóladag, að 6-7 ára börn væru ein á ferli. Taldi hún brýnt að leysa úr þeim málum. Einnig kom fram gagnrýni nokkurra bæjarfulltrúa á að ekki lægi fyrir þriggja ára fjárhagsáætlun bæjar- ins, eins og lög gerðu ráð fyrir. sþ Helluvað í Mývatnssveit: Ær bar tveim lömbum Sjö vetra ær í eigu Sigurgeirs Jónassonar, bónda á Helluvaði í Mývatnssveit, bar tveim sprækum lömbum sl. fimmtu- dag, en óhætt er að segja að þessi burðartími sé óvenjuleg- ur. Þessi ær hefur verið geld síð- ustu tvö ár og ætlunin var að lóga henni í haust. Hún kom hins veg- ar ekki fram þegar smalað var til slátrunar, en skilaði sér þegar ærnar voru teknar á hús. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.