Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 12. nóvember 1992 „Blessuð sértu sveitin mín...“ - hvernig sjá heimamenn framtíð Mývatnssveitar fyrir sér? ývatnssveit er náttúruperla sem íangflestir íslendingar hafa sótt heim. Stórbrotin náttúra, jarðhiti, eld- virkni, fjölskrúðugt fuglalíf - allt virðist sameinast í að gera Mý- vetninga að einhverju ríkasta fólki landsins. Jón í Fremstafelli sagði eitt sinn í minningargrein að Bárðdæl- ingar hefðu stundum litið Mývetninga öfundaraugum en það væri óþarfí, þeir ættu í raun ekkert nema Austurfjöllin, silunginn í vatninu og Jón Sigurðsson! Það mætti ætla að í svo föngulegri sveit væri allt í blóma. En Mývetningar eiga við ýmis vanda- mál að stríða - ferðamannaþjónustan er vissulega í blóma - þá örfáu mánuði sem ferðamenn er að hafa. Þetta kemur illa niður á konum sem yfír sumarmánuðina hafa rífandi atvinnu en að engu að hverfa á haustin. Þessar árs- tíðabundnu sveiflur í atvinnumálum gera það að verkum að atvinnuleysi er hlutfallslega mest í Skútustaðahreppi á öllu Norðurlandi eystra. Forráðamenn Kísiliðjunnar hafa að undanförnu látið í ljós ugg um framtíð verksmiðjunnar og víst er að margir hafa álitið hana tryggja viðgang byggðar í Reykjahlíð. En ekki eru allir þessarar skoðunar og í raun skiptist sveitin í tvo hópa í afstöðu sinni til Kísiliðjunnar. „Það verður aldrei friður um þetta fyrir- tæki,” segir Hjörleifur Sigurðsson bóndi að Grænavatni. Hvernig sjá heimamenn framtíð sveitarinnar fyrir sér? Er hún farsæl og björt eða dökk og drungaleg? „Betri nýting er nauðsynleg“ „Þetta er rekstur sem er engum öðrum líkur,“ segir Arnþór Björnsson, hótelstjóri í Hótel Reynihlíð, um ferðamannaþjón- ustuna í Mývatnssveit. Arnþór segir mikið hafa verið hugsað um hvernig unnt væri að lengja ferðamannatímann á svæðinu og breyta því munstri sem skap- ast hefur. Margt hefur verið reynt; m.a. dorgveiðikeppni og vélsleðamót, sem hafa verið vinsæl. En aðilar í ferðaþjónustu er hræddir við að auglýsa upp viðburði eins og dorgveiðikeppni þar sem veiði í vatninu hefur verið dræm að undanfömu. Það sem hefur verið efst á baugi að undanfömu eru svokall- aðar skólabúðir. „Þessar skóla- búðir eru í svipuðum dúr og þær sem eru í Héraðsskólanum að Reykjum. Skólamir koma með einn bekk í einu og settar eru upp námsbúðir á hverjum stað. Hér höfum við upp á gífurlega fjöl- breytni að bjóða í náttúrulífi og at- vinnuháttum," segir Amþór. „Við hugsum þetta líka í miklu víðara samhengi því að við vildum færa þessar skólabúðir þannig út að þær yrðu fyrir framhaldsskólastig og jafnvel háskólastig." Erfiðlega hefur gengið að fá skólabúðimar samþykktar í menntakerfinu en menn binda miklar vonir við að það takist. Önnur hugmynd, sem hefur verið rædd, er að koma upp hress- ingarstað. „Við höfum fengið hingað erlenda ráðgjafa til að skoða aðstæður en strandað hefur á fjármagni til þess að þróa hug myndina lengra, þ.e. áður en að sjálfu framkvæmdastiginu kemur. Við höldum þó í drauma um að koma hér upp eins konar heilsu- rækt. Við hugsum okkur þetta sem stað fyrir fullfrískt fólk sem vill endumæra sig.“ Amþór vill í framtíðinni sjá ferðaþjónustuna í Mývatnssveit þróast öðruvísi. Hann er ekki hrifinn af því að sett séu upp tjald- stæði með einum skúr á hverjum bæ. „Ef við viljum efla ferðaþjón- ustu hér í Mývatnssveit þurfum við að reisa annað hótel - annars er hætt við því að sveitin verði bara skoðunarstaður fyrir ferða- menn sem búa í nágrenni við okk- ur, eins og á Akureyri, Stóru- tjömum, Laugum og Húsavík, og skilja ekkert eftir. Við verðum að vinna að því að halda þessu fólki í Mývatnssveit og veita því nauð- synlega þjónustu. En til þess að dæmið gangi upp verðum við að finna betri nýtingu fyrir fjár- festingamar en við höfum í dag,“ sagði Amþór að lokum. Amþór Bjömsson, hótelstjóri í Hótel Reynihlíð: „Ef við viljum efla ferða- þjónustuna hér í Mývatnssveit þurfum við að reisa annað hótel.“ „Andstæður sem erfitt er að sætta“ Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir afkomu fólks þar vera tiltölulega góða miðað við önnur sveitarfélög að því leyti að ekki er byggt einvörðungu á einni atvinnugrein. „Þetta er hvorki hreint landbúnaðarsvæði né fiskvinnsluþorp.“ Tekjur sveitarsjóðs eru vel í meðallagi en árstíðabundnar sveiflur valda vissum félagslegum erfiðleikum segir Sigurður. Mý- vetningar hugsa mikið um náttúm og náttúruvemd sem eðlilegt er og þar mætast oft andstæð sjónarmið sem erfitt hefur reynst að sætta. Móttaka ferðamanna á sér langa hefð í Mývatnssveit og ferðamannafjöldinn hefur alltaf verið að aukast. Sigurður telur Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveit- arstjóri: Gervilausn að ætla sér að loka þeim svæðum sem orðið hafa fyirr ágangi. Mynd: KK það gervilausn að ætla sér að loka þeim svæðum sem orðið hafa fyrir ágangi - réttara sé að búa þau þannig út að þau geti tekið við ferðamönnum, t.d. með gerð stíga úr efnum sem þola ágang. „Mikilvægt er að vinna með nátt- úrunni," segir Sigurður. Sigurður álítur það staðreynd, sem ekki verði litið framhjá, að ef Kísiliðjan hætti rekstri hafi starfs- menn hennar ekki að öðru að hverfa. „Það yrði nánast að flytja þá hreppaflutningum og miðað við ástandið í þjóðfélaginu, fæ ég ekki séð að önnur atvinnufyrirtæki tækju við þeim mannafla.“ Framtíð Mývatnssveitar segir Sigurður að öðru leyti vera bjarta vegna þess að þar sé að finna sérstakar auðlindir sem hljóti að verða nýttar. Hjörieifur Sigurðsson, bóndi á Grænavatni: „Þeir sem eru atvinnulausir verða að leggja eitthvað að mörkum sjálfir ef hér á að takast að breyta ein- hverju.“ „Ég er sár og leiður“ „Þessi söngur um mikið atvin- nuleysi þessa svæðis er búinn að hljóma í 10-12 ár en ekkert hefur verið unnið í því að breyta mynstrinu, nema síður sé,“ segir Hjörleifur Sigurðsson bóndi á Grænavatni. „Skýringin er ferðamannaþjónustan því fólk hér er skráð atvinnulaust yfir vetrarmánuðina en hefur næga vinnu yfir sumartímann.“ Hjörleifur segir ekkert hafa verið gert til þess að undirbúa sveitina undir það ástand sem skapaðist ef Kísiliðjan fengi ekki þau leyfi sem hún er að sækjast eftir. Hjörleifur segist í fljótu bragði ekki sjá neina atvinnu fyrir núver- andi starfsmenn Kísiliðjunnar á svæðinu. „Ég hef takmarkaða samúð með þeim sem þetta hefur vofað yfir síðastliðin 10-12 ár. Leitarráðstefnan var að þessu leyti svolítið lærdómsrík. Þessar atvinnulausu konur höfðu það helst til málanna að leggja að bankaþjónustan yrði bætt, að hár- greiðslustofa yrði opnuð - sem sagt að sú þjónusta sem þær verða að greiða fyrir yrði aukin.“ Hjörleifur segir landbúnaðinn vera kjölfestuna í byggðarlaginu og það sé rugl að halda að ekkert búfé verði þar nema í heimahögum. „Það er í gildi hér beitarþolsmat sem unnið var á árunum 1970-75. Því verður að kollvarpa og sýna að landinu hafi farið aftur á þessum tíma. Landgræðslan sýnist vera að knýja menn til einhvers konar nauðasamninga án þess að þurfa að leggja fram einhver gögn sem sanni hve landinu hefur hrakað. Það hefur bara verið vitnað í skýrslur starfsmanna Landgræðsl- unnar sjálfrar en engin hlutlaus stofnun hefur komist að nokkrum niðurstöðum." Hjörleifur segir aldrei verða frið um Kísiliðjuna og segir at- vinnumálastefnu sveitarinnar í hnotskum vera: „Kísiliðjan eða ekkert." „Menn virðast ekki reiðubúnir til að leggja fjármuni í nokkuð annað. Það sitja allir og bíða eftir einhverjum utanaðkom- andi aðila til að leggja hér inn fjármagn til að byggja upp at- vinnustarfsemi handa heima- mönnum. Þeir sem eru atvinnu- lausir verða að leggja eitthvað að mörkum sjálfir ef hér á að takast að breyta einhverju. Það gerist ekkert öðruvísi.“ Framtíðarsýn Hjörleifs fyrir Mývatnssveit er skýr. „Mín óska- staða fyrir sveitina er að hér væru náttúran og Mývatn eins og var fyrir 25-30 árum. Vatnið var tekjubrunnur - auðlind - í silungs- veiði og það má e.t.v. hafa af því einhverjar tekjur í ferðamennsku. Ég vil ekki að hér verði um veru- lega fólksfjölgun að ræða því að svæðið þolir það ekki. Hér myndi byggð þá fyrst og fremst byggja á landbúnaði og ég held að krepp- unni, sem lengi hefur ríkt í land- búnaði, fari að linna. Með þessu er ég ekki að binda t.d. mín böm í átthagafjötra, ég er ekkert betur settur með að sjá þau í mínum sporum," sagði Hjörleifur að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.