Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. nóvember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu 9 manuði arsins: Hagstæður rnn 2,8 milljarða í septembermánuði voru flutt- ar út vörur fyrir 7.600 millj. kr. og inn fyrir tæpar 7.400 millj. kr. fob. Með innflutningstöl- um septembermánaðar er að auki talið verðmæti þriggja skipa, alls tæpar 2.200 millj. kr. sem komu til landsins í sumar og upplýsingar hefur vantað um og dregist hefur að tollafgreiða Innflutningsverðmætið í sept- ember er því alls talið 9.500 millj. kr. og vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um tæpar 2.000 millj. kr., samanborið við 800 millj. kr. hagstæðan jöfnuð á sama tíma í fyrra. Fyrstu níu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 65,7 milljarða kr. en inn fyrir 63 millj- arða kr. fob. Vöruskiptajöfnuð- urinn á þessum tíma var því hag- stæður um 2,8 milljarða en á sama tíma í fyrra var hann óhag- stæður um 2,1 milljarð á sama gengi. Byggingamannafélagið Árvakur: Vill höftiðstöðvar lífeyris- sjóðsins til Húsavíkur Fyrri samþykktir félagsins um stofnun á einum lífeyrissjóði fyrir allt Norðurland voru ítrek- aðar á aðalfundi Bygginga- mannafélagsins Arvakurs sem haldinn var á Húsavík nýlega. í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir: „Fundurinn telur að lífeyrisréttindi sjóðfélaga á Norðurlandi verði betur tryggð í einum sameiginlegum sjóði, en í mörgum smáum sjóðum. Fundurinn samþykkir jafn- framt aðild félagsins að nýjum sjóði. Aðalfundur Byggingamanna- félagsins Árvakurs leggur áherslu á, að höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs Norðurlands verði á Húsavík." IM Sjávarútvegsráðuneytið og Útflutningsráð: Ráðsteftia um ný tækifæri vegna EES Sjávarútvegsráðuneytið og Utflutningsráðs halda ráð- stefnu föstudaginn 13. nóvember í Viðey um ný tæki- færi sem samningurinn um EES mun opna fyrir útflytj- endur sjávarafurða. Að sögn Ingjalds Hannibalssonar, fram- kvæmdastjóra Útflutnings- ráðs, er tilgangur ráðstefnunn- ar að benda á þá möguleika sem samningurinn opnar fyrir íslenska útflytjendur. „Pað eru einungis um tveir mánuðir þar til samningurinn tekur gildi, ef hann fæst sam- þykktur. Margar spurningar hafa vaknað hjá íslenskum aðilum varðandi þennan samning og hef- ur verið mikið leitað til okkar og sjávarútvegsráðuneytisins vegna þessa máls. Með þessari ráð- stefnu ætla ráðuneytið og Útflutningsráð að kynna samn- inginn og ásamt fulltrúum fyrir- tækjanna að spá í spilin varðandi þróun útflutnings íslendinga á sjávarafurðum á komandi árum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Ráðstefnan er öllum opin en skráning fer fram í sjávarútvegs- ráðuneytinu og hjá Útflutnings- ráði. -KK Dalvíkingur landsmeistari í karaokesöng: Ylfa Mist Helgadóttir sönglagið „True colours“ Fimmtudaginn 5. nóvember sl. fóru fram úrslit í landskeppni fyrirtækja í karaokesöng. Það voru fyrirtæki víðs vegar um landið sem sendu keppendur í undanrásir sem haldnar voru vítt og dreift um landið. Sigur- vegarnir í undanrásum leiddu svo saman hesta sína á skemmti- staðnum „Tveir vinir og annar í fríi“ í Reykjavík og voru það 25 söngvarar sem þar reyndu með sér. Sigurvegari varð Dalvíkingur- inn Ylfa Mist Helgadóttir sem keppti fyrir Söltunarfélag Dal- víkur hf. og söng Ylfa lagið: „True colours". Verðlaunin voru 40 þúsund krónur í peningum, mjög glæsi- legur eignarbikar og armbands- úr, en auk þess fékk sigurvegar- inn bjórkippu og blómvönd. Ylfu Mist hafa þegar borist tvö atvinnutilboð í kjölfar sigursins. Annað er söngur með hljómsveit en hitt er vinna og hljómplötu- upptaka í hljómveri sem frarn færi á næsta ári. GG Nemendur Framhaldsskólans á Húsavík æfa stíft vegna uppsetningar á leikriti Ludvig Holbergs „Jeppi á Fjalli“. Mynd: IM Leikklúbbur Framhaldsskólans á Húsavík: „Geram enga vitleysu á meðan,“ - segja unglingarnir - og setja upp Jeppa á Fjalli með Sigurð Hallmarsson í titilhlutverki Leikklúbbur Framhaldsskól- ans á Húsavík, Piramus og Þispa, æfir Jeppa á Fjalli eftir Ludvig Holberg og stefnir á frumsýningu næsta fimmtu- dag, 19. nóv. Sigurður Hall- marsson leikstýrir og fer með titilhlutverkið. Leikklúbburinn hefur árlega sett upp sýningar síðustu veturna og aldeilis ekki ráðist á garðinn Minnihluti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar lagði fram bókun á bæjarstjórnarfundi í fyrra- kvöld um starfslok Bjarna Grímssonar. Bókunin er svo- hljóðandi: „Minnihlutinn mótmælir þeim málatilbúnaði sem meirihlutinn hefur haft uppi varðandi uppsögn Bjarna Kr. Grímssonar, bæjar- stjóra. Bjarni hefur verið borinn þungum sökum af bæjarstjórn- armönnum sjálfstæðismanna, þar sem hann er lægstur, Shake- speareverk hafa jafnvel verið sviðsett á hans vegum. Blaðamaður Dags kíkti inn á æfingu í vikunni og hlakkar svo sannarlega til að mæta á sýningu. Vonandi fær unga fólkið góða aðsókn, og eflaust hika margir ekki við að bregða sér bæjarleið til að sjá Sigurð sem Jeppa. Hilda Kristjánsdóttir, Rúnar svo þungum að telja mætti að um skipulegar ærumeiðingar væri að ræða. Við mótmælum þeim mála- tilbúningi harðlega og hörmum hvernig starfslok hans ber að. Það hefur verið sjálfstæðismönn- um í Ólafsfirði til skammar. Bjarni hefur ekki að okkar mati á nein hátt verðskuldað þá með- ferð sem meirihlutinn hefur veitt honum og hans störf hafa ekki á nokkurn hátt gefið tilefni til þeirra meiðinga sem hann hefur orðið fyrir af þeirra hálfu. “ JÓH Hrafn Sigmundsson og Pórný Birgisdóttir eru í stjórn Píramus- ar og Þispu ásamt fleirum, og á æfingunni hitti blaðamaður þau að máli. Rúnar sagði að verkið væri „magnað'*. „Mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég sá upp- færslu hjá danska leikhópnum í september og fannst það mjög skemmtilegt þar, en þá vorum við búin að ákveða að taka verk- ið til sýninga,“ sagði Þórný. „Sýningafjöldinn fer eftir aðsókninni,“ sagði Hilda. „Við gerum þetta til að hafa gaman af því,“ sagði Rúnar. „Þetta gefur manni margt og við gerum enga vitleysu á meðan. Þetta er skap- andi og áhugavert,“ sagði Þórný, aðspurð hvað þátttaka í uppsetn- ingunni gæfi unglingunum. Milli 20-30 ungmenni starfa við upp- setningu sýngarinnar auk Sigurð- ar. Þar af eru 17 leikendur en síð- an þarf að huga að ljósum, bún- ingum, sviðsmynd og ótal þáttum öðrum. Vel hefur gengið að fá fólk til starfa en nokkur ung- mennanna eru komin með mikla reynslu, auk þess að taka árlega þátt í uppsetningum hjá leik- klúbbnum hefur Leikfélag Húsa- víkur leitað liðsinnis unga fólks- ins úr kúbbnum við uppsetningu verka, t.d. Lands míns föður. IM Bókun minnihluta bæjarstjórnar ÓlafsQarðar um starfslok bæjarstjóra: Mótmælum málatilbúnaði meiríhlutans harðlega

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.