Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 12. nóvember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óvinsæl ríkisstjóm í síðustu viku voru kynntar niðurstöður nýrr- ar skoðanakönnunar DV á fylgi stjórnmála- flokkanna og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Það sem vekur athygli öðru fremur í þessum niðurstöðum er hve ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar nýtur lítils fylgis meðal almennings um þessar mundir. Ef marka má niðurstöður könnunarinnar nýtur ríkisstjórnin einungis stuðnings 30,8 af hundraði en 55,7 af hundr- aði aðspurðra segjast henni andvígir. 13,5% eru ýmist óákveðin eða neita að svara. Ef ein- ungis er litið til þeirra sem afstöðu taka er ljóst að ríkisstjórnin nýtur aðeins stuðnings um þriðjungs kjósenda. Tveir af hverjum þremur eru henni hins vegar andvígir. Litlar og að því er virðist dvínandi vinsældir ríkisstjórnarinnar eiga sér eðlilegar skýring- ar. Hún naut stuðnings meirihluta kjósenda í upphafi, eins og reyndar allar ríkisstjórnir í sögu lýðveldisins á hveitibrauðsdögum sínum. En hveitibrauðsdögunum er greini- lega löngu lokið. Ríkisstjórnin er enn ráðþrota í ýmsum mikilverðustu málaflokkunum. Hún hefur ekki enn kynnt langtímastefnu sína í málefnum sjávarútvegsins, enda sú stefna enn í mótun í nefnd á vegum stjórnarinnar. Þá er enn beðið eftir aðgerðum hennar í efna- hags- og atvinnumálum, þótt í mesta óefni sé komið nú þegar á flestum sviðum efnahags- og atvinnulífs. Ekki má heldur gleyma því að margar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til þessa hafa mælst mjög misjafnlega fyrir meðal almennings. Eins og staðan er í dag bendir fátt til þess að vinsældir ríkisstjórnarinnar eigi eftir að aukast á næstunni. Að óbreyttu er þess því skammt að bíða að ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar verði óvinsælasta ríkisstjórn íslands frá því vinsældamælingar af þessu tagi hófust. Fylgi einstakra stjórnmálaflokka er sam- kvæmt niðurstöðum DV könnunarinnar mjög 1 takt við fylgi ríkisstjórnarinnar. Þannig hafa stjórnarflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, misst verulegt fylgi frá síð- ustu alþingiskosningum yfir til stjórnarand- stöðunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað rúmum 8% og Alþýðuflokkurinn rúmum 2%. Samkvæmt könnuninni ættu þessir flokkar nú einungis 28 þingsæti af 63 í stað þess 36 þingsæta meirihluta sem þeir hafa nú. Fram- sóknarflokkurinn hefur hins vegar bætt við sig fjórum þingsætum frá síðustu kosningum og Alþýðubandalag og Kvennalisti tveimur hvor flokkur. Þessar niðurstöður koma fæst- um á óvart. Bæði stjórnmálaflokkarnir og ríkisstjórnin uppskera svo sem til er sáð. BB. Frímerki Sigurður H. Þorsteinsson Ástarbréfið frá Djúpavogi Enn er selt eitt af þeim íslensku skildingabréfum, sem eru á markaði fyrir safnara. Að þessu sinni er um að ræða bréf úr safni Holger Crawford, sem frímerkt er með 16 skildingum gulum, fín- tökkuðum, eða 14xl3!/i. Þetta er hátt burðargjald, en af innihaldi bréfsins kemur í ljós af hverju það stafar. Það er í raun aðeins bréf með fyrirmælum um hversu skuli fara með annað bréf sem er inni í þessu umslagi. Bréfið er stílað til Alex Becker tóbaksframleiðanda í Vesturgötu 19 í Kaupmannahöfn. Það er skrifað á Djúpavogi þann 11. júní 1874. Síðan er það póstlagt og stimplað þar þann 19. júní þetta sama ár. Ennfremur er það stimplað á bakhlið sem komið til Kaupmannahafnar. Verðlagning þess er 300 þús- und sænskar krónur, eða vel ríf- lega þrjár milljónir íslenskra króna, þegar tekið er með í reikninginn að sölufyrirtækið tekur prósentur af verði og kostnað. í uppboðslistanum er eytt heilli opnu í þetta eina bréf, auk þess sem litmynd er af því. Þá er löng frásögn um möguleikann að þarna sé ástarbréf á ferðinni, sem menn geta sér til vegna þess að „hún“ er nefnd í innihaldi fyrir- mælanna. En hvert er þá þetta innihald? „Höjtærede Hr. Becker. Vedlagte brev, som er meget vigtigt beder jeg Dem være saa god at sende ???aa snarest. Jeg venter hende nu bestemt með dampskipets. -1 frygtelig Hast. - Med mange Hilsener. Deres forb. (Ólæsilegt.) 11. juni 1874. Þannig hljóðar textinn á dönsku og er það á íslenskunni á þessa leið: „Háæruverðugi Hr. Becker. Hjálagt bréf, sem er mjög mikilvægt, bið ég yður að senda ???aa eins fljótt og hægt er. Ég vænti hennar með gufuskipinu núna. - í miklum flýti. - Með bestu kveðju. Yðar þakklátur. 11. júní 1874. Hver er svo þessi ???aa og hvað er svona mikilvægt í bréf- inu. Það getur allt eins verið and- látstilkynning eða erfðaskrá, eins og bónorð. Samt segir uppboðs- haldari í lýsingunni, að nú séu 118 ár síðan svo að þeir voni að fólk á Djúpavogi hafi bæði gleymt og fyrirgefið eins og þarna hafi verið um forboðna ást að ræða. Staðreyndin er einfaldlega sú, að ómögulegt er að ráða af undirskriftinni að hún, og þar með sendandinn sé íslensk eða fslenskur. Hins vegar verður gaman að sjá hvort menn vilja gefa mikið fyrir svona tilbúning um skild- ingabréfið. Þetta minnir mann óneitanlega á hið svokallaða Biblíubréf, sem hefir sennilega aldrei nálægt neinni biblíu komið. En svona hljóta hlutirnir nafngiftir. Sigurður H. Þorsteinsson. C. Umslag bréfsins. Bæjarstjórn Húsavíkur: Varar við áformum rílásstjómarmnar - um að leggja niður starfsemi Fræðsludeildar Fiskifélags íslands Bæjarstjórn Húsavíkur varar við áformum sem koma fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar fyrir árið 1993, að leggja niður starfsemi Fræðslu- deildar Fiskifélags íslands frá og með næstu áramótum. í ályktun, sem samþykkt var á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur þann 27. október sl. segir: „Fræðsludeildin hefur m.a. séð um skipulag sjóvinnunáms í grunnskólum, haft umsjón með kennslugögnum, þjálfað kenn- ara, unnið prófverkefni og gefið út prófskírteini til 30 tonna skip- stjórnarréttinda. Bæjarstjórnin vekur athygli á þessu þýðingarmikla framlagi grunnskólanna í landinu til fisk- veiðanna, og bendir á að vegna sjóvinnunáms hafa þúsundir unglinga komið til starfa við þennan undirstöðu atvinnuveg þjóðarinnar með verkþekkingu sem þau hefðu annars ekki haft. Bæjarstjórn Húsavíkur skorar á yfirvöld menntamála og stjórn- endur skóla að beita sér fyrir því að þessari mikilvægu tengingu skólakerfisins við atvinnulífið verði haldið og hún styrkt með öllum tiltækum ráðum.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.