Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 12. nóvember 1992
Fallega skreyttur salurinn var þéttskipaður konum sem skemmtu sér hið besta.
KA-konur skemmta sér
komu af þessu tagi. Þátttakan
var framar öllum vonum og
sýnt að nota verður stærra
húsnæði að ári.
Þegar konurnar mættu á stað-
inn í upphafi kvölds, tóku mynd-
arlegir menn á móti þeim, nældu
rós í barm þeirra og buðu upp á
fordrykk. Fyrir matinn fór fram
snyrtivörukynning frá versluninni
Amaro og tískusýning barna frá
versluninni Isabellu.
Á meðan borðhald fór fram
voru sýnd íþróttanærföt og
sokkabuxur frá Amaro og undir-
föt frá versluninni Ynju. Þá voru
dregnir út vinningar í veglegu
happdrætti, ræða var flutt og
veislustjórinn, Sigríður Waage
fór á kostum með gamanmál.
Eftir formlega dagskrá sátu
konurnar fram á nótt við söng og
aðra skemmtan en karlarnir sátu
heima þetta kvöld, eða máttu að
minnsta kosti ekki stíga fæti inn
fyrir dyr á KA heimilinu. VG
Það var svo sannarlega glatt a
hjalla í félagsheimili KA við
Dalsbraut síðastliðið laugar-
dagskvöld þegar á tíunda tug
kvenna voru saman komnar td
að skemmta sér saman. Var
þetta í annað skipti sem KA
konur blása til kvennasam-
Atvinnumálafundur á Akureyri:
„Erfiðleikamir í atvinnulífmii
er samdráttur en ekkí kreppa“
- sagði Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar
Atvinnulífið eða öllu heldur
vaxandi atvinnuleysi hérlendis
er eðlilega mjög í umræðu
manna á meðal, en þeir vita
sem hafa verið eða eru atvinnu-
lausir hversu sálarniðurdrep-
andi það er að ganga um
atvinnulaus. Það er því ekki
aðeins verkefni stjórnmála-
manna að leysa þennan vanda,
heldur og allra þjóðfélags-
þegna. Það var samdóma álit
frummælenda á atvinnumála-
fundi sem haldinn var á
skemmtistaðnum 1929 27.
október sl. að atvinnuleysis-
drauginn mætti að mestu leyti
kveða í kútinn með samstilltu
átaki.
Hér á eftir má berja augum
nokkra punkta frá þessum fundi.
Ásgeir Magnússon,
framkvæmdastjóri:
„Áður en við gerum Akureyri að
umhverfisvænu svæði þar sem
lögð verður áhersla á framleiðslu
á mengunarlausum matvælum án
þess að nota til þess hormon,
áburð o.s.frv. þurfum við að fá
svar við þeirri spurningu hversu
neikvæð áhrif umræða eða stað-
setning álvers við Eyjafjörð hefði
á það markmið. Við eigum ýmsa
aðra sérstöðu hér eins og orkuna
og vel er hægt að hugsa sér að
hingað í umhverfisvænt umhverfi
vildu koma orkufrek fyrirtæki í
matvælaframleiðslu. Við erum
líka býsna vel staðsett frá sjónar-
hóli t.d. japanskra fyrirtækja sem
mundu vilja ná bæði til Evrópu-
og Ameríkumarkaðar.“
Magnús Magnússon,
útgerðarstjóri:
„Það eru ekki til neinar „patent- •
lausnir“ á atvinnumálum í dag en
ef við öll reynum að gera betur í
dag en í gær þá getum við minnk-
að atvinnuleysið verulega. Álver
hér á svæðinu gæti verið nokkur
lausn og benda má á að Hafnar-
fjörður hefur að miklu leyti
byggst upp á þessu eina álveri í
Straumsvík í seinni tíð. Álver
hefur líka aðdráttarafl fyrir önn-
ur fyrirtæki, ekki síst þjónustu-
fyrirtæki. Aðrir lausnir gætu ver-
ið aukið rannsóknar- og þröunar-
starf og er tilvist háskóla í bænum
öllu slíku starfi til framdráttar.
Benda má á aðferð fyrirtækja
eins og Sæplasts hf. og Marel hf.
en þau keyptu sér faxtæki og
flugmiða og fóru síðan víða um
heim og seldu vandaða fram-
leiðslu sína. Það eru hér staðsett
fyrirtæki sem framleiða góða
vöru en leggja ekki nægilega
mikla áherslu á markaðssetning-
una.“
Jón Gauti Jónsson,
atvinnumálafulltrúi:
„Það eru að mínu mati ekki til
nein ein lausn til að örva atvinnu-
lífið hér, en efst í mínum huga er
hraðbraut til Austurlands og fjár-
hagslega sterk ferðaskrifstofa hér
á Akureyri.“
Þessar stúlkur þekkjast sennilega betur í félagsbúningi KA en hér eru á ferð-
inni stór hluti meistaraflokks kvenna sem ekki lét sig vanta.
Maturinn rann Ijúflega niður enda bragðaðist hann vel. Greina má af svip
kvennanna hvað eftirvæntingin er mikil.
Fram fór snyrtivörukynning frá Amaro og hér má sjá er ein gestanna fær
„auka“ snyrtingu hjá sérfræðingnum. Myndir: Robyn
Magnús Magnússon útgerðarstjóri ÚA í ræðustól á atvinnumálafundinum.
Við hlið hans situr Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs Akureyrar.
Mynd: GG
*
Armann Helgason,
varaformaður Iðju:
„Mig langar að koma á framfæri
hugmynd sem tengja mætti sam-
an byggingar- og ferðaiðnaðinn,
en hún er sú að reisa hótel í eða í
nálægð við Kjarnaskóg sem nýt-
ast mundi ferðafólki á sumrin en
skólafólki á veturna. í dag skortir
okkur hins vegar bjartsýni því
ástandið er ekki eins grábölvað
og látið er í veðri vaka, það er að
vísu verra en oft áður, en ég trúi
því að með samstilltu átaki takist
okkur að snúa vörn í sókn.“
Sigurður J. Sigurðsson,
formaður bæjarráðs
Akureyrar:
„Við íslendingar erum að taka til
í okkar efnahagslífi á þessum
árum, en höfum orðið fyrir miklu
áfalli t.d. í aflasamdrætti. Ég trúi
því að við höslum okkur nýjan
völl á sviði efnahagsmála og hef
mikla trú á framtíðarmöguleik-
um Eyjafjarðarsvæðisins. Við
eigum hiklaust að stefna að því
að efla Eyjafjarðarsvæðið sem
eina heild og öflugt mótvægi við
höfuðborgarsvæðið. “ GG