Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 16
mam ■ ■ ■ ÆÆ IREGNÍÖGA 'framköllun Akureyri, fímmtudagur 12. nóvember 1992 Nauðgunarmálið á Akureyri: Maður handtekinn í Reykjavík - blóðsýni sent í DNA-rannsókn Hafnarstræti 106 • Sími 27422 <ft ín\a fi)Í0tr Tuttugu og sex ára maður af Stór-Reykjavíkursvæðinu hef- ur sætt yfírheyrslum hjá rann- sóknarlögreglu ríkisins vegna nauðgunarmálsins á Akureyri fyrr í sumar, sem enn er óupp- lýst. Blóð úr manninum er nú til DNA rannsóknar erlendis. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar á Akureyri beindist grunur að manninum fyrir margt löngu, en ekki hefur náðst til mannsins þar sem hann hefur verið á sjó. Rannsóknarlögreglan á Akureyri fór þess á leit við rannsóknarlög- reglu ríkisins að hún veitti aðstoð. Umræddur maður er góðkunn- ingi lögreglunnar og fyrir skemmstu var hann handtekinn á Hótel íslandi vegna vopnaðs ráns á sólbaðsstofu í Reykjavík. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn sak- argiftum um nauðgun á Akur- eyri. Nú er beðið niðurstöðu DNA rannsóknarinnar en mað- urinn er í haldi vegna ránsins í Reykjavík. ój/GG Nýr framkvæmdastjóri HÓ: Karl Guömundsson ráðinn Á fundi stjómar Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar á þriðjudag var gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra, en Jóhann Guðmundsson sem gegnt hef- ur því embætti sl. tvö ár hefur hafíð störf hjá Islenskum mat- vælum hf. í Hafnarfírði. 18 umsóknir bárust um starfíð. Nýr framkvæmdastjóri HÓ heitir Karl Guðmundsson, 39 ára gamall viðskiptafræðingur ættað- ur frá Skagaströnd, og tekur hann við störfum eftir næstu helgi. Karl hefur búið í Kópavogi og hefur verið framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar Suðurnesja í Keflavík. Árin 1980 til 1982 var Karl bæjarritari á Dalvík, en flutti þaðan til Hveragerðis þar sem hann var bæjarritari og síðan bæjarstjóri um tíma. GG Lögreglan á Akurpyri: Klippumar á lofti Á næstu dögum verður lög- reglan á Akureyri með klipp- urnar á lofti. Því er rétt að eig- endur bifreiða, sem ekki hafa fært bifreið sína til skoðunar, geri slíkt hið snarasta til að forðast óþægindi sem af hlýst er skráningarnúmer eru íjarlægö. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, mun lögreglan á Akureyri gera mikla herför að þeim bifreiðaeigendum sem trassað hafa að færa bifreið sína til skoðunar. Á skrá lögregl- unnar eru ætíð nokkuð margar bifreiðar sem svo er ástatt um. Jafnframt ætlar lögreglan að líta sérstaklega grannt eftir ljósabún- aði bifreiða, en töluvert ber á að bifreiðar séu eineygðar nú í byrj- un vetrar. ój Starfsmenn Odda á „kafi“ í vinnu við frystibúnaðinn sem fer í Sléttanes ÍS. Mynd: Robyn Vélsmiðjan Oddi hf. smíðar frystibúnað: Smíði í Sléttanes ÍS að ljúka - fleiri verk í undirbúningi Vélsmiðjan Oddi hf. er þessa dagana að Ijúka smíði á frysti- búnaði í ísfísktogarann Slétta- nes ÍS-808 frá Þingeyri. Slétta- nes er 471 brl. að stærð, smíð- aður í Slippstöðinni á Akureyri 1983. Frystibúnaðurinn sem saman- stendur af lausfrysti og stórum frystigeymi fyrir frystivökvann verður sendur suður til Reykja- víkur um næstu mánaðamót þar sem búnaðurinn verður tekinn um borð í skipið. Sléttanesið heldur síðan áleiðis til Póllands þar sem frystibúnaðurinn verður settur í skipið en auk þess verður skipið lengt þar um 10,45 metra og önn- ur smíðavinna unnin sem nauð- synleg er til að koma fullvinnslu- búnaði fyrir í skipinu. Kristján Eiríksson, útgerðarstjóri Fáfnis hf. á Þingeyri, eiganda skipsins, reiknar með að breytingin á skip- inu taki þrjá mánuði ef austur- evrópskar vetrarhörkur tefja ekki framkvæmdir. Auk þess mun Vélsmiðjan Oddi hf. sjá um að frá Kaupmannahöfn verði sendar frystipressur og frysti- búnt til Póllands. Auk þessarar smíði fyrir Dýr- firðinga er í undirbúningi smíði fyrir fleiri útgerðir hjá Odda hf., en að sögn Torfa Guðmundsson- ar framkvæmdastjóra hafa engir endanlegir samningar verið undirritaðir varðandi þau verk. GG Blönduós: Nýja kirkjan verður tekin í notkun á næsta ári Vonir höfðu verið bundnar við að unnt yrði að taka nýja kirkju á Blönduósi I notkun Sauðárkrókur: „Hrókeringar“ meírihlutans óviðunandi - segir Stefán Logi Haraldsson, bæjarfulltrúi Stefán Logi Haraldsson lagði fram bókun á bæjarstjórnar- fundi á Sauðárkróki sl. þriðju- dag, þar sem hann mótmælti vinnubrögðum meirihlutans. Eftir nokkrar umræður um málið sagði forseti bæjar- stjórnar að því yrði vísað til úrskurðar Félagsmálaráðu- neytisins. í bókun Stefáns Loga er mót- VEÐRIÐ Léttir til með sunnan kalda á Norðvesturlandi en síðdegis fer aftur að snjóa. Á Norður- landi eystra var gert ráð fyrir norðan hvassviðri og síðan norðvestan stormi í nótt, en siðan fer að létta til með morgninum og síðdegis verð- ur hægviðri og léttskýjað. mælt „hrókeringum“ meirihlut- ans á fulltrúum sínum í bæjar- ráði, þegar kallaður var inn vara- maður í stað Björns Sigurbjörns- sonar. Krefst Stefán Logi þess að farið verði eftir 48. gr. sam- þykkta um stjórn Sauðárkróks- kaupstaðar, en þar kemur fram að meirihlutaflokkarnir eigi ekki rétt á að hafa áheyrnarfulltrúa auk kjörinna fulltrúa í bæjarráði. Kvaðst Stefán Logi vilja að farið verði eftir samþykktinni, eða henni breytt, ella yrði málinu vís- að til Félagsmálaráðuneytis til úrskurðar. Forseti bæjarstjórnar Knútur Aadnegard sagði að best væri að láta ráðuneytið skera úr um þetta mál. í bæjarráði eiga sæti tveir kjörnir fulltrúar meirihlutans, þ.e. A- og D-Iista svo og fulltrúi B-lista, og varamenn þeirra og skulu þeir allir vera aðalmenn í bæjarstjórn. Öðrum flokkum er heimilt að eiga áheymarfulltrúa í bæjarráði. K-listinn, listi óháðra, hefur að sögn Stefáns Loga ekki rétt á að eiga áheyrnarfulltrúa í bæjarráði þar sem þeir styðja meirihlutann og Hilmir Jóhannes- son K-lista er varamaður Björns Sigurbjörnssonar í bæjarráði. Þrátt fyrir það hefur K-listi átt áheyrnarfulltrúa í bæjarráði og er það Björgvin Guðmundsson, varamaður Hilmis í bæjarstjórn. Petta er Stefán Logi óánægður með, en þó sérstaklega þær „hrókeringar“ sem áttu sér stað í fjarveru Björns Sigurbjörnsson- ar, formanns bæjarráðs og full- trúa A-listans. Þá kom Hilmir inn í bæjarráð sem varamaður Björns og Pétur Valdimarsson, A-lista sem áheyrnarfulltrúi. Pétur er jafnframt varamaður Bjöms í bæjarstjóm. Teiur Stefán Logi þetta hafa verið gert til að allir flokkar ættu sinn fulltrúa. Hann kvaðst út af fyrir sig ekki mótfallinn því, en hrókeringar af þessu tagi séu af og frá, K-listinn hafi þverbrotið allar reglur og við slíkt verði ekki unað. Stefán Logi sagði í samtali við blaðið að þriggja manna nefnd, skipuð honum, Snorri Birni Sig- urðssyni bæjarstjóra og Birni Björnssyni hefðu farið ofan í samþykktir bæjarins og skilað breytingartillögum á þeim fyrir rúmu ári síðan. Því hefði verið vísað til bæjarráðs, en meirihlut- inn hefði enn ekki treyst sér til að afgreiða þær. Að mati Stefáns Loga eiga menn annað hvort að fara eftir samþykktinni eða breyta henni þannig að fulltrúar allra flokka eigi fulltrúa í bæjar- ráði. „Fyrr eiga menn ekki að hringla með þetta“, sagði Stefán Logi. Hann kvaðst þó hafa átt von á því að málið yrði leyst á annan hátt en að vísa því til ráðu- neytisins, en það væri ágætt ef bæjarstjórnin vilji hafa það þannig. sþ fyrir lok þessa árs, en að sögn Torfa Jónssonar, framkvæmda- stjóra byggingarnefndar kirkj- unnar, er nú ljóst að af því get- ur ekki orðið. Hann segir að kirkjan verði tekin í notkun á næsta ári, en ekki sé hægt á þessu stigi að tímasetja það frekar. Framkvæmdir hófust við bygg- ingu Blönduóskirkju fyrir tíu árum. Torfi sagði að síðustu tvö ár hafi kraftur verið settur í þær, en lokaspretturinn væri drýgri en menn hefðu kannski gert ráð fyrir. Frágangur kirkjunnar jafnt að innan sem utan er á lokastigi. Nýlega var lagt parket á gólf, lýs- ingu komið fyrir og hurðir settar upp. Nú er unnið að því að setja upp lýsingu utanhúss. Eftir er að setja upp sæti í kirkjunni, en gert er ráð fyrir að hún rúmi um 200 manns í bekki og að viðbættum stólum rúmi hún að hámarki um 300 manns. Sérstök nefnd vinnur að því að fá hentugt orgel í kirkjuna, en gert er ráð fyrir að fyrst í stað verði notast við bráðabirgða- hljóðfæri. Torfi segir að menn hafi ástæðu til að ætla að hljóm- burður í kirkjunni verði góður. Gamla kirkjan á Blönduósi er komin til ára sinna, tæplega 100 ára gömul. Hún er fyrir löngu orðin of lítil fyrir söfnuðinn og því verður nýja kirkjan kærkom- in. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.