Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 12. nóvember 1992 Kynningar- og pröflunarátak Rauða jcross íslands: Alheimshreyflng - Sameinuð gegn þjáningu Að meðaltali verða stórfelldar náttúruhamfarir fímmtán sinn- um á ári í Asíu, tíu sinnum í Rómönsku Ameríku og Afríku og einu sinni í Evrópu, Ástralíu og Norður-Ameríku. Stríðs- ógnin hefur fylgt mannkyninu frá alda öðli og nútímahernað- ur bitnar fyrst og fremst á sak- lausum almenningi. Allt þetta veldur þjáningu sem alheims- hreyfing Rauða krossins hefur sameinast um að lina eða koma í veg fyrir. Það er gert með því að hlúa að fórnar- lömbunum og ekki síður með fræðslu og fyrirbyggjandi starfí þar sem hætta vofir yfir. Til þess að fræða almenning um þetta umfangsmikla starf hef- ur Rauði kross Islands sent inn á sextíu þúsund heimili í landinu vandað rit sem mörg landsfélög Rauða krossins í Evrópu samein- uðust um að gefa út og ber yfir- skriftina „Með fólki í neyð“. Rit- inu fylgja upplýsingar um al- þjóðastarf Rauða kross íslands og um skyndihjálp. Jafnframt fylgir óútfylltur gíróseðill og upp- lýsingar um hljómplötu, „Minningar 2“, sem Hljóðsmiðj- an og Skífan gefa út til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross ís- lands. Eimskipafélag íslands kostaði gerð plötunnar. „Það er stefna Hjálparsjóðs RKÍ að svara öllum hjálpar- beiðnum sem berast frá höfuð- stöðvum hreyfingarinnar í Sviss. Oftast er það gert með fjárfram- lagi en einnig með því að senda þjálfaða sendifulltrúa á vettvang. Undanfarin tvö ár hafa á fjórða tug íslenskra sendifulltrúa starfað á neyðarsvæðum erlendis við margvísleg störf. Með því að greiða heimsendan gíróseðil eða kaupa hljómplöt- una „Minningar 2“ getur fólk sameinast með Rauða krossinum gegn þjáningu undir yfirskrift- inni: Álheimshreyfing - Samein- uð gegn þjáningu," segir í frétt frá Rauða krossi fslands. Greiðsluáskorun Öxarfjarðarhreppur skorar hér með á gjaldendur sem ekki hafa staðið skil á útsvari, aðstöðugjaldi og fasteignagjaldi álögðum 1992 eða fyrr, auk verðbóta af útsvari og aðstöðugjaldi ásamt áföllnum dráttar- vöxtum, sem gjaldfallin voru 1. nóvember 1992 að gera skil nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá birtingu þessarar áskorunar. Aðfarar verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðn- um. Kópaskeri 10. nóvember 1992. Sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps. Bólumarkaðurinn að Eiðsvallagötu 6 verður opinn laugardaginn 14. nóvember kl. 11 -15 og sunnudaginn 15. nóvember kl. 13-16. Á laugardag verður boðið upp á keramik, hljómplötur, skó, reyktan silung og ýmislegt fleira. Og ekki verður sunnudagurinn síðri. Meðal annars verður boðið upp á spil fyrir safnara, fatnað, lukkupakka og laufabrauð. Ef veður leyfir verða á boðstólum sviðalappirfrá Króknum. Enn eru örfá borð laus á sunnudag. Pantanir teknar í síma 26869 (Ásthildur). AKUREYRARB/ÍR Bókavörður Laust er til umsóknar starf bókavarðar (Vz staða) við Amtsbókasafnið á Akureyri. Ráðið verður í starfið frá 1. janúar 1993. Laun samkvæmt Kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Upplýsingar um starfið gefa amtsbókavörður í síma 24141 og starfsmannastjóri í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember nk. Starfsmannastjóri Akureyrarbæjar. Íþróttir Halldór Arinbjarnarson Námskeið fyrir íþróttaþjálfara - grunnnámskeið á vegum ÍBA Dagana 27.-29. nóvember nk. verður efnt til Grunnnám- skeiðs Í.S.Í. fyrir verðandi þjálfara og er það íþrótta- bandalag Akureyrar sem fyrir því stendur. Námskeiðið er hluti af fræðslu- kerfi Í.S.Í. sem íþróttahreyfingin hefur komið sér upp til að auð- velda fólki aðgang að menntun á sviði íþróttaþjálfunar. Byrjenda- námskeiðin nefnast Grunn- og A-stig Í.S.Í. Grunnstigið, sem Í.B.A. býður upp á að þessu sinni, er ætlað leiðbeinendum barna og unglinga. Það er að meginhluta bóklegt og fjallar um vaxtarþroska, hreyfiþroska, sál- rænan þroska og félagsþroska. Ennfremur um þjálffræði, kennslufræði, næringu, álags- meiðsl o.fl. Verklegi hlutinn fel- ur í sér fjölþætta leiki sem stuðla að hreyfifærni og alhliða líkam- legum og andlegum þroska. Leikjunum fylgir sérstök kennslufræði. A-stigið er aftur ætlað þeim sem hyggjast þjálfa íþróttaiðkendur 17 ára og eldri. Hvort sem menn ljúka Grunn eða A-stigi, geta menn haldið áfram náminu á vegum sérsam- bandanna. Í.S.Í. leggur á það áherslu að þjálfarastarfið sé afar áhugavert og gefandi en einnig ákaflega vandasamt og því ætti enginn að taka að sér þjálfun án þess að hafa áður aflað sér tilhlýðilegrar menntunar. Þátttöku á námskeið- ið þarf að tilkynna á skrifstofu Í.B.A. í síma 12098, fyrir 19. nóvember. Æskilegt er að fólk hafi náð 16 ára aldri. Framhaldsskóla- Halla Halldorsdóttir og stöllur hennar í KA heimsækja ÍS í 1. umferð bikar- keppninnar. Þá verða þær að gera betur en þegar liðin áttust við fyrir skömmu í deiidarkeppninni. Bikarkeppni Blaksambandsins Dregið hefur verið í bikar- keppni Blaksambands íslands, bæði í karla- og kvennaflokki. Leikirnir fara fram í kringum 20. janúar 1993, en endanlegar dagsetningar eru ekki orðnar ljósar. Aðeins 1 leikur verður í 1. umferð í karlaflokki. Viðureign Stjörnunnar og Sindra. í 8 liða úrslitum mætast: Völsungur-KA HK-ÍS Þróttur R-Sindri/Stjarnan Bresi, Akran.-Snörtur, Kópask. I kvennaflokki mætast: Sindri-Víkingur Völsungur-HK ÍS-KA Þróttur Neskaupstað situr hjá. mót í knattspymu Nú styttist í að úrslitin verði Ijós í framhaldsskólamóti KSÍ. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri komst í 8 liða úrslit og vann þar glæsilegan sigur á Tækni- skólanum, 7:5. í undanúrslitum öttu VMA-menn síðan kappi við nemendur úr Menntaskólanum við Sund. Sunnanmenn höfðu sigur 3:1. Þeir eru því komnir í úrslitaleikinn ásamt annað hvort íþróttakennaraskólanum eða Kennaraháskólanum, en þau lið eigast við í dag. Knattspyrna: Ólafsfirðingar fá liðsstyrk - Páll Guðmundsson mun leika með liðinu Knattspyrnnliði Leifturs frá Ólafsfirði hefur nú bæst auk- inn liðstyrkur þar sem Páll Guðmundsson frá Selfossi hef- ur gengið til liðs við Ólafsfirð- inga. Liðið náði góðum árangri á síðasta sumri og mikill hugur er í herbúðum félagsins að gera enn betur í sumar. Kristinn Hreinsson hjá Leiftri sagði menn mjög ánægða með að fá Pál til liðsins og menn hefðu haft á þessu áhuga nú í nokkurn tíma. Páll er alhliða leikmaður en átti við meiðsl að stríða nú í sum- ar og gat því lítið leikið með Sel- Pétur Bjöm Jónsson átti gott tímabil forfallalausu veröur hann i eldlínunni fyssingum. Kristinn sagðist jafn- vel hafa heyrt að fleiri gætu verið á leiðinni. „Það eru auðvitað ýmsar hreyfingar í gangi á þess- um árstíma en þetta er það eina sem er vitað,“ sagði Kristinn. Liðið hefur nú hafið æfingar sam- kvæmt leiðbeiningum frá Marteini Geirssyni þjálfara, sem mun mæta til Ólafsfjarðar þegar fer að vora og hefur Rúnar Guðlaugs- son haft yfirumsjón með því að menn haldi sig við efnið. Kristinn sagði vera meiri spenning fyrir næsta sumar en með Leiftri síðastliðið sumar. Að öllu i í sumar. verið hefur þar sem nú eru 3 lið af Norðurlandi í 2. deild. Því má búast við mikilli stemmningu í innbyrðis viðureignum þessara liða. Ávallt hefur verið mikil spenna í viðureignum Tindastóls og Leifturs og nú leikur KA einnig í 2. deild. Deildin hefur sjaldan eða aldrei verið sterkari og erfitt að spá í hvaða lið gætu farið upp. Víst er að norðanliðin ætla ekki að gefa sitt eftir í þeirri baráttu. Þau hafa sem kunnugt er öll ráðið þjálfara fyrir næsta sumar. Njáll Eiðsson þjálfar KA, Pétur Pétursson Tindastól og Marteinn Geirsson Leiftur. Marteinn Geirsson þjálfari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.